Vísir - 21.08.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 21.08.1963, Blaðsíða 8
VlSIR . Miðvikudagur 21. ágúst 1963. ! 8 _ VÍSIR Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR. Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði. í lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Frjálst verðlag Skömmu áður en blaðamannaverkfallið skall á voru verðlagsmálin nokkuð gerð að umtalsefni hér í forystugrein. Var á það bent, að hinn frjálsi innflutn- ingur ylli því að vöruúrvalið væri nú mörgum sinn- um meira en á haftaárunum. Afleiðing þess er aftur sú, að verðlagshöftin eru orðin óþörf, þar sem kaup- andinn getur gengið búð úr búð og valið á milli þar sem varan er ódýrust. Stjórnarandstaðan rak upp mikið ramakvein þeg- ar á þetta var bent og hélt því fram að höftin mætti alls ekki afnema. Var það í beinu samræmi við hafta- stefnuna, sem Framsóknarflokknum er í blóð borin og bezt kom fram í kvótakerfi stríðsáranna. En svona hugsunarháttur er löngu orðinn úreltur. Verðlagseftirlit á vissulega rétt á sér á tímum vöru- skorts, þegar koma verður í veg fyrir það að óheiðar- legir innflytjendur noti sér skortinn til hagnaðar. Flest lönd tóku því upp verðlagseftirlit að Iokinni styrjöld- inni. En nú er eftirlitið afnumið, þar sem gnægð vara er aftur á markaðnum. En er ástæða til þess að óttast þó ísland bætist þar í hópinn? Það er skoðun þessa blaðs að svo sé ekki. Fyrir nokkru var verðlagseftirlit afnumið á all- mörgum vöruflokkum sem liður í efnahagsráðstöfun- um ríkisstjórnarinnar. Það frelsi hafa kaupmenn ekki misnotað. Vörurnar hækkuðu ekki. íslenzk kaup- mannastétt sýndi þar, að hún er ábyrg og að hún skilur að í frelsinu er fólgið afl allra framfara. Þess vegna er full ástæða til þess að létta enn á verðlagshöftunum. Talcmarkið er algjört afnám þeirra. Duttlungar síldarinnar Það hefir mörgum orðið áhyggjuefni hve miklu minni síldveiðin í sumar hefir orðið en í fyrra. í viku- lokin höfðu alls veiðzt 930 þús. mál og tunnur, en það er um 750 þús. málum og tunnum minna en á sama tíma í fyrra. Að vísu er söltunin nú nær jafn mikil og í fyrra en mörgum sinnum minni síld hefir farið í bræðslu. Margir töldu að góð veiðitæki myndu gera síldarvertíðina í ár jafn fengsæla og í fyrra. Sú hefir ekki orðið raunin. Síldin gekk mun seinna og væntanlega hefir hinn óvenju kaldi sjór ráðið hér nokkru um. Ofan á þetta bætist einstakt gæftaleysi á miðunum. Óhjákvæmilega koma því margir litlu ríkari til baka að norðan en þeir fóru. Og sérstaklega hefir ástandið á Siglufirði verið slæmt. En nokkur huggun fyrir næsta sumar er þó í ummælum yfirmanns síld- arleitarinnar, að síldin hafi verið í sjónum. Ógæftir hafi einungis hamlað því að hún veiddist. Övíst um það, sem framundan er á vettvangi brezkra stjórnmála Úrslitin í Stratford hafa aukið óvissuna um það, sem framund an er á vettvangi brezkra stjór,n mála. Á Bretlandi er jafnan litið svo á, að aukakosningar séu allná- kvæmur mælikvarði á fylgi flokkanna, — úrslitin gefa til kynna hvernig hugarfar þjóðar- innar sé og viðhorf hennar til flokka og mála, og því séu þær mikilvæg vlsbending um stöðu flokkanna á hverjum tíma. Þegar þeir atburðir gerast, sem valda miklu hneyksli eða af slíkum orsökum eða öðrum koma róti á hugi manna, vakna menn tíðum til alvarlegra athug- ana um málin, og niðurstaða þessara athugana einstaklings- ins koma fram, er þeir hafa gengið að kjörborðinu og at- kvæði eru talin. Það var sem að líkum lætur litið svo á, að úrslit aukakosn- ingarinnar I Stratford on Avon, sem fram fór nýlega myndu leiða í ljós hversu alvarlegan hnekki Ihaldsfiokkurinn hefði beðið vegna Profumohneykslis- ins, en Profumo hermálaráð- herra var þingmaður þessa kjördæmis, þar til hann baðst lausnar sem ráðherra og sagði af sér þingmennsku vegna kunningsskaparins við Christine Keeler. ... Macmilian James Feron skrifar um úrslit aukakosningarinnar í New York Times og segir sigur frambjóð- anda Ihaldsflokksins, Angus®- Maude, sem er fimmtugur blaða j maður nauman og að hann sýni snöggt fylgistap flokksins. Ang- us Maude hafði verið kjörinn j með 3740 atkvæða meirihluta, ; en Profumo sigraði í almennu þingkosningunum 1959 með 14.129 atkvæðum. Þess er að geta, að Profumo var vinsæll í kjördæminu og eigi síður kona hans Valerie Hobson, leikkona. James Feron segir: Profumo- | hneykslið leiddj til stjórnar- i kreppu, sem tefldi flokksforustu , Macmillans 1 hættu, en á auka- kosninguna í Stratford var lijið sem barometer, er sýndi hvernig þjóðinni væri innanbrjósts. Á úrslitin mun verða almennt litið sem frekari vísbendingu um almenn vonbrigði meðal þjóðar innar vegna framkomu stjórnar innar. Ýmsir munu líta á þau sem sönnun þess, að óánægjan eigi sér dýpri rætur en rekja megi til Profumohneykslisins. Stratford-úrslitin urðu þau, að kjördæmið er komið í flokk þeirra, sem vafasamt verður að telja, að flokkurinn haldi, og þau eru áfall fyrir alla, sem gerðu sér vonir um að kvatt yrði til almennra þingkosninga á þessu hausti. Umboð flokksins til þess að fara með stjórn landsins er á enda runnið í október 1964, en stjórnmálasérfræðingar voru yf- irleitt þeirrar skoðunar, að Mac millan myndi boða til þingkosn inga næsta vor (1964), en ný- lega aftur farið að ræða mögu- leikann á haustkosningum í ár, og mun þar hafa kennt áhrifa frá skoðanakönnunum, sem virt ust gefa 1 skyn, að flokkurinn væri farinn að vinna dálítið upp það, sem tapazt hafði vegna hneykslismálsins. I fimm seinustu aukakosning um á undan aukakosningunni í Stratford nam fylgistap flokks ins 16 af hundraði af öllum greiddum atkvæðum, en í Strat- ford 24 af hundraði. Úrslitin urðu, sem hér ségir, Angus Máude 15.846 Andrew Faulds, frambjóðandi Verklýðs- flokksins 12.876 og Derick Mir- fin frambjóðandi frjálslynda flokksins, sem bauð ekki fram I almennu þingkosningunum 1956, — hlaut 7.622. Tveir ó- háðir frambjóðendur glötuðu tryggingarfé sínu, þar sem hvor ugur fékk 1/8 af heildaratkvæða tölu. Margir íhaidsmenn ýmist sátu heima eða greiddu Derick Mirfin atkvæði, en Verklýðsflokkurinn hlaut að eins 259 atkvæðum meira en í almennu þingkosning unum 1959 - og er litið á það sem ágætan árangur að flokk- urinn hafði svo mikið fylgi sem reynd bar vitni f aukakosningu. Kosningaþátttakan var 69 af hundraði, en 77 af hundraði 1959. Daily Mail sagði, er Macmill- an fór í sumarleyfi um helgina að framtíðarhorfur flokksins virtust eins óvissar og það hve margar akurhænur Macmillan myndi skjóta í veiðiferðum í sumarleyfi sínu. Á það má minna, að Macmill an sagði á þingi, er deilt var harðast á hann, og skorað á hann að segja af sér, að hann gerði það ekki, því að hann væri ekki viss um „að lækningartil- raunin græddi meinið". Það hef- ir mætt mjög á honum, en hann hefir varðveitt ró sína og festu, og hefir ekki hvikað frá þeirri trú sinni, að honum auðnist að leiða flokk sinn fam til sigurs í næstu kosningum. Angus Maude Margt getur enn gerzt, sem kann að hafa mikil áhrif á það sem framundan er, — I byrjun næsta mánaðar afhendir Denn- ing lávarður Macmillan skýrslu sína um Profumomálið. Verður hún öll birt? Að eins kaflar — eða alls ekki? Um þetta er spurt. Víst er, að forsætisráðherrann mun gera leiðtoga stjómarand- stöðunnar kunnugt efni skýrsl- unnar. Það voru uppljóstranir blaða, sem leiddu til þess, að hneykslis málin komust á dagskrá. Verði skýrslan ekki birt og blöðin geri kröfur um birtingu verða deilur fyrirsjáanlega harðar — með ó- fyrirsjáanlegum afleiðingum. Og miðað við það sem áður hefir gerzt mætti spyrja — og er líka gert á Bretlandi — hvort hægt verði að halda ýmsu leyndu sem skýrslan fjallar um, og tækist það ekki, segja menn, væri ef til vill bezt þrátt fyrir allt, að öll gögn yrðu lögð á borðið tregðu laust. 330 HVALIR HAFA vmn Hvalveiðar hafa gengið sæmi- hann að veður til hvalveiða hafi lega að undanförnu og hafa nú verið sæmilegt og öll hval- veiðzt alls 330 hvalir. Er það vinnsia hafi gengið vel. Hval- fjórum hvölum minna en á saipa kjötið er flutt mestmegnis út á tíma í fyrra. Akranes til frystingar. Hvalveið Vísir átti í morgun stutt sam- um mun ljúka sem fyrr seinast í tai við Loft Bjarnason og sagði september.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.