Vísir


Vísir - 30.08.1963, Qupperneq 5

Vísir - 30.08.1963, Qupperneq 5
V í S IR . Föstudagur 30. ágúsí 1963. 5 /sltmd kynnt í þýzku sjónvaipi Næstu daga koma hingað til iands og á vegum Flugfélags ís- lands þrír hópar erlendra manna, sem koma hingað þeirra erinda að kynna sér land og þjóð og breiða út þekkingu á íslandi. Fyrst ber að nefna þrjá þýzka sjónvarpstökumenn, sem koma til íslands 31. þ.m. og verða hér nokk uð fram eftir septembermánuði. Þeir munu ferðast víða um landið undir leiðsögn Sveins Sæmundsson ar blaðafulltrúa og taka kvikmynd- ir af náttúru og þjóðlífi og öðru sem fyrir augun ber og sérkenni- legt þykir. Allt eru þetta kunnir myndatökumenn í heimalandi sínu og verður myndinni sjónvarpað frá öllum sjónvarpsstöðvum í Vestur- Þýzkalandi næsta vetur. Gert er ráð fyrir að sýningartíminn verði frá hálfri og upp í heila klukku- stund. En það fer að sjálfsögðu nokkuð eftir því hversu heppnir myndatökumennirnir verða og hve vel þeim gengur meðan þeir dvelja hérlendis. Þá koma í byrjun septembermán- aðar tveir hópar erlendra ferðaskrif stofumanna. Þann 3. sept. koma 16 ferðaskrifstofumenn frá öllum kunn ustu ferðaskrifstofum í Sviss, Þeir munu ferðast í boði Flugfélagsins um Suðurlandsundirlendið, einnig til Akureyrar, norður að Mývatni og víðar. Þeir fara aftur utan 7. sept. Þann 6 .sept. kemur 15 manna hópur frá frönskum ferðaskrifstof- um og dvelja hér til 10. sama mán- aðar. Með þá verður farið austur í Hornafjörð og víðar. Hdtíðarsamkoma Raaða krossins í Þjóðleikhúsinu Á sunnudaginn verður hátíð- arsamkoma í Þjóðleikhúsinu til að minnast 100 ára afmælis Rauða krossins. Fara slík hátíða höld nú fram viða um lönd, en aöalhátíðahöldin i tilefni þessa merka afmælis fara fram i höf- uðstöðvum Rauða krossins. i Genf og sækja þau þrír íslenzkir fulltrúar: Þorsteinn Scheving Thorsteinsson, dr. Jón Sigurðs- son, borgarlæknir og Ragnheið- ur Guðmundsdóttir læknir. Á hátíðasamkomunni í Þjóð- leikhúsinu flytja þessir ávörp: Bjarni Beriediktsson, dómsmála- ráðherra, Sigurður Sigurðsson, landlæknir og Geir Hallgrímsson borgarstjóri. Valur Gislason leik ari flytur þætti úr sögu Rauða krossins. Útvarpað verður frá samkomunni sem hefst kl. 8,30 á sunnudagskvöld og eru allir með limir og velunnarar samtakanna velkomnir meðan húsrúm leyfir. Einhverntima á árunum 1859- 1863 var rituð lítil, en mjög eft- irtektarverð bók, sem bar nafn- ið „Un Souvenir de Solferino“ eða Endurminningar frá Solfer- ino. Bókina skrifaði ungur franskur kaupmaður Henry Dun- ant. í bókinni lýsir hann því hvernig aðkoman var eftir hina grimmilegu orrustu við Solfer- ino milli Austurríkismanna ann- ars vegar og ítala og Frakka hins vegar. Þrjú hundruð þúsund hermenn höfðu háð orrustuna, og af þeim lágu um 40 þúsund dauðir eða deyjandi í valnum. Árangurinn af þéssari bók, og þrotlausu starfi Dunants varð félagsskapur sem kallaði sig: „Fasta alþjóðanefnd til aðstoðar særðum hermönnum" og síðar varð Rauði krossinn. Fyrsta verkefni Rauða krossins var i styrjöldinni milli Prússa og Dana 1864, aðeins ári eftir að hann var stofnaður. Þótt reynsla væri ekki mikil, vann Rauði krossinn mikið starf, og þetta strið var stjórnendum hans lær- dómsríkt. Ummæli De Gaulle ekki ögrun við Bandaríkin Franska stjórnin reynir nú að draga úr þeim áhrífum, sem um- mælí De Gaulle forseta frá í gær varðandi Suður-Vietnam og Banda- ríkin hafa haft, en á þau er litið sem sterka gagnrýni á afstöðu Bandarikjastjómar varðandi átökin í S.V. — janfnvel sem ögrun í garð Bandaríkjanna. De Gaulle sagði, að ef Suður- Vietnam gæti losað sig undan er- lendum áhrifum og notið friðar á landamærunum, fengi það miklu hlutverki að gegna í Suðaustur- Asíu. Hann nefndi ekki Bandaríkin á nafn, en allir vissu, að hann átti Auðkenndgir — Framhald af bls. 16. má hafa sæti í bifreiðinni, aftan við bifreiðarstjórann (aðeins við hlið hans). Skuldbinding þessi fyrnist, eða gengur úr gildi, að fimm árum liðnum, frá innflutn- ingi bifreiðaririnar. við þau, er hann talaði um erlend áhrif. Það var á stjórnarfundi, sem De Gaulle tó ksvo til orða, sem að ofan greinir, og bætti hann því við, að Frakkland mundi veita Suðúr- Vietnam allan þann stuðning sem það mætti vegna þeirra erfiðleika, sem nú væri við að etja þar í landi. AHt kom þetta ráðherrum hans mjög óvænt, þar sem hann hafði ekki taláð um þetta við þá. Búizt er við, að um þetta verði frekar reett á stjómarfundum. í síðari fregnum er haft eftir op- inberum heimildum í París, að franska stjórnin ali miklar áhyggjur vegna þeirra skaðlegu áhrifa, sem það gæti haft í Vestur-Evrópu, ef áframhald yrði á erfiðleikunum i Suður-Vietnam, og lita beri á orð De Gaulle forseta sem vinsamleg tilmæli um að fara með gát, þar sem það gæti orðið til þess að auka truflun og að enn verr færi í S.V., ef Bandarikin hættu stuðningi sín- um við Ngo Dinh Diem forseta. Suður-Vietnam laut áður Frökk- um og frönsk menningaráhrif mjög sterk. Svívirðileg — Framhald af bls. 16. hennar og slógust 1 för með henni. Þegar þau höfðu gengið nokkurn spöl réðust piltarnir á hana allir samtímis, drógu hana út fyrir götuna og inn í skógar- kjarrið austan og neðan við Bjarkargötuna. Þar lögðu þeir hana til jarðar, fjórir héldu henni ,en sá fimmti nauðgaði henni eða gerði a.m.k. tilraun til þess. Einn piltanna gegndi m.a því hlutverki að halda fyrir vit henn ar svo hún gæti ekki hljóðað. Þó tókst henni að bíta í hönd hans svo að hann losaði um tak ið og gat hún gefið frá sér eitt- hvert hljóð. En þá tók annar piltur við og hélt fyrir munn hennar svo hún gat ekki hljóð- að né kallað á hjálp. Stúlkan sagði að piltarnir hafi yfirgefið sig jafn skyndi- lega og þeir hafi ráðizt á sig og hlaupið á brott út I myrkrið. Skammt neðan við staðinn þar sem árásin var gerð voru fjórir menn að tína ánamaðka í Hljómsveitargarðinum. Þeir kváðust hafa heyrt hálfkæft neyðaróp og gengu á hljóðið. Fundu þeir þá stúlkuna liggj- andi og hljóðandi í kjarrinu, en piltanna urðu þeir ekki varir. Fóru þeir með stúlkun.a í lög- reglustöðina. Þar var tekin skýrsla af henni ,en siðan farið með hana I læknisskoðun i siysavarðstofuna. Niðurstaða þeirrar læknisskoðunar lá ekki fyrir í morgun, að því er Njörð ur Snæhóim rannsóknariögreglu maður tjáði Visi. Stúlkan skýrði frá því við yf- irheyrslu í nótt að hún hafi kannazt við tvo piltanna sem á hana réðust og telur að þeir séu 16-17 ára gamlir. Eggert — Framhald af bls. 16. sprengdum jafnvel nótina f morg- un, þegar við köstuðum á eina torf una. Það olli þó engum teljandi erfiðleikum og okkur tókst að gera sjálfum við hana“. „Hvernig hefur nýja skipið, Sig urpáll reynzt í sumar?“ „Skínandi vel“, segir Eggert. ”Ég er mjög ánægður með skipið, það hefur reynzt vel í alla staði, bæði skipið sjálft og tækin í því“. „Ertu ekki sammála um, að án hins nýja útbúnaðar, þá hefði lítil sem engin síld veiðzt í sumar?“ „Jú. Veðrið hefur sjaldan verið Ieiðinlegra en f sumar, og ef ekki hefði notið tækja og annars nýs útbúnaðar, hefði sennilega verið um algjört síldarleysi að ræða i sumar“, segir Eggert að lokum. Mílwood — “ fí Framhald af bls. 16. ara hefur sennilega sjaldan eða aldrei haft eins mikið fyrir ein- um togara eins og Milwood. Vísir ræddi lítillega við Geir um þann mikla kostnað sem Milwoodmálið hefði haft 1 för með sér. Ekki kvaðst Geir geta gefið upp heildarkostnaðinn, en lét þess getið að hafnargjöldin í þessa 4 mánuði væri lltiiræði eitt. Hins vegar lét hann þess getið að lögregluvörðurinn all- an sólarhringinn I iangan tfma eftir að skipið kom hingað myndi sennilega kosta útgerðina mun meira. Sagðist hann meðal annars telja það ástæðulaust að lögreglan hefði vakað í skipinu á meðan aðeins 1 skipverji hefði verið þar. VOLKSWAGEN - 1500 VERÐ: VOLKSWAGEN 1500 KR. 163.780. VOLKSWAGEN 1500 STATION KR. 175.220. Alltaf O L ——' ,, 4.« —_r — - , H E K L A , Laugavegi 170-172 . Sími 11275.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.