Vísir - 30.08.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 30.08.1963, Blaðsíða 7
uggur, þar sem aðrar þjóðir, svo sem Rússar, hafa rétt til atvinnurekstrar, að vinna nátt- úruauðlindir eyja þessara. jporustumenn Verkamanna- flokks eru nafnkunnir heið- ursmenn, ekki sízt leiðtogarnir tveir Einar Gerhardsen og Hal- vard Lange. Þeir tilheyra báðir hinni nýju kynslóð sem tók við völdum eftir heimsstyrjöldina. Báðir voru þeir starfandi heima í Noregi í mótspyrnuhreyfing- unni gegn Þjóðverjum og báðir urðu þeir að þola fangabúða- vist í Þýzkalandi. Að styrjöld lokinni þótti eðlilegt, að gömlu forystumennirnir, sem setið höfðu í útlagastjórninni í Lon- don vikju til hliðar fyrir þessum yngri mönnum, sem komu með ný viðhorf eftir styrjaldarreynsl- una. Halvard Lange hefur síðan orðið víðkunnur fyrir einurð sína við stofnun Atlantshafs- bandalagsins og víðsýni í al- þjóðamálum.. Einar Gerhardsen hefur persónulega verið allra manna vinsælastur I heimaland inu. Hann er vaxinn upp úr norskri alþýðustétt og var vega gerðarmaður á yngri árum. Norskur verkalýður lítur á hann sem einn úr sínum hópi, hversu lengi sem hann hefur hitað ráð- herrabekkinn. t’n rekstur norsku kolanám- anna hefur verið bágborinn og eru margir þeirrar skoðunar, að það stafi fyrst og fremst af því, að þær voru ríkisfyrirtæki. Verst af öllu var það að bráð- lega fór að koma í ljós, að ör- yggisaðgerðir voru ekki nógu góðar, og vanrækt var vegna sparsemi að framfylgja þeim. Ár ið 1948 varð slys í námunum og fórust þá 15 menn, aftur 1952 þegar 9 fórust og árið 1953, þeg- ar 19 manns fórust. Síðasta slysið vakti slíka ólgu að um tíma neyddist stjórnin til að hætta starfrækslu nám- anna. En aftur fór stjórnin af stað og fékk árið 1956 sam- þykkt Stórþingsins, sem heimil- aði að nýju starfræksluna, en aðeins að þeim skilmálum sett- um, að nú yrðu settar mjög strangar öryggisreglur og engin frávik gerð frá þeim. Starfræksla námanna hófst að nýju, en svo virðist sem stjórn- in hafi ekki lagt sérlega áherzlu á það, að ströngustu öryggis- reglum væri hlýtt. Iðnaðarmála- ráðherrann gaf að vísu út skip- un um það til undirmanna sinna en fylgdist síðan ekki náið með því að því væri hlýtt. Skrifstofu- stjórinn í Iðnaðarmálaráðuneyt- inu, Karl Skjerdal, var skipað- ur formaður i stjórn námufyrir- tækisins og er sú skipun talin ámælisverð, þar sem þannig var CÁ atburður gerðist um síðustu helgi í Noregi, að Stórþingið samþykkti vantrauststillögu á ríkisstjórnina og stjórn Verka- mannaflokksins féll, en við hef- ur tekið ríkisstjórn hinna fjög- urra borgaralegu flokka. Þetta var vissulega óvenjuleg- ur atburður f Noregi, þar sem sami flokkurinn hafði verið við vöid svo lengi, að menn mundu varla eftir öðru en að Íiann hefði alltaf stjórnað og ráðið öllu. Samfelld stjórnartíð hans hef- ur nú orðið 28 ár, eða allt frá því Johan Nygaardsvold mynd- aði stjórn sína 20. marz 1935 eftir kosningasigur flokksins á krepputímanum. Nær allan þenn an tíma hefur Verkamannaflokk urinn haft hreinan meirihluta á þingi, en á stríðsárunum voru fulltrúar annarra flokka þó tekn ir inn i útlagastjórnina í London til að skapa þjóðlega einingu. 'YT'aldatími Verkamannaflokks- ' ins er orðinn svo langur, að menn eiga erfitt með að skilja þá skyndilegu breytingu sem nú er orðin. Það er ekki ólíklegt að hinir gömlu ráðherrar Verka- mannaflokksins, sem setið hafa jafnvel áratug eða meira í em- bætti eigi erfitt með að venja sig við það, að verða að ganga út af sínum gamla vinnustað og vera skyndilega sviptir atvinnu p’n það er sama hve miklir ágætismenn foringjarnir eru. í Noregi eins og annars staðar hlýtur sú regla að gilda, að það sé hvorki forustumönnunum né þjóðinni sjálfri hollt, að sömu mennirnir sitji svo lengi að völd- um, að farið sé að líta á það einskonar náttúrulögmál að sem _______, þeir stjórni alltaf. Það fer ekki Einar Gerhardsen sýndi þreytumerki við umræðurnar í Stórþinginu. V í SIR . Föstudagur 30. agúst 1963. sinni og völdum. Og sama er að segja um foringja þeirra flokka, sem áður voru i stjórnarand- stöðu, að þeir eigi erfitt með að venja sig við, að þau ósköp hafa skyndilega gerzt, að stjórn Verkamannaflokksins er fallin og að þeir eigi nú allt í einu og líkt og að óvörum að fara að mæta í ráðuneytunum, þessum gömlu hreiðrum Verkamanna- flokksins og stjórna landinu. Á þessum 28 árum hafa orðið ýmsar mikilvægar breyting- ar á flokknum sem hafði völdin. Verkamannaflokkurinn var áður róttækur vinstri flokkur, sem barðist fyrir gerbyltingu á ýms- um sviðum þjóðfélagsins. Hann varð þó strax miklu hógværari, þegar hann var kominn til valda. Ein mesta stefnubreytingin varð hjá honum í heimsstyrjöld inni. Áður var hann flokkur frið arsinna og hlutleysingja og varð afleiðingin sú, að landvarnir voru vanræktar eins og víðar I lýðræðisríkjum Vestur Evrópu. Eftir stríð hefur flokkurinn hins vegar lagt áherzlu á að viðhalda öflugum landvörnum og Norð- menn hafa orðið eindregnir þátt takendur í Atlantshafsbandalag- inu og annarri vestrænni sam- vinnu. En önnur breyting hefur einn ig orðið smámsaman á flokkn- um. Hann hefur hætt að vera sami byltingarflokkurinn og áð- ur. í margra augum var hann eftir langan valdaferil orðinn flokkur embætta og bitlinga. í hverju ráðuneyti og hverri opin berri skrifstofu hafa setið og sitja enn hundruð flokksmanna, sem allir eru eins og lítið tann hjól i hinu mikla kerfi. hjá því, ef sami stjórnmálaflokk urinn heldur meirihlutavaldi allt of lengi, að deyfð, makræði og jafnvel skeytingarleysi fyrir þingræðislegum reglum fari að gera vart við sig. Mál það sem varð norsku stjórninni að falli, virðist ein- mitt vera dæmi um þetta, að stjórnarmeðlimir hafi ekki haft nógan andvara á sér, en ímynd að sér, að þeim gæti haldizt margt uppi í skjóli meirihluta- valdsins. ^tburður sá var hryggilegt slys, sem varð norður á Svalbarð^ í nóvember s. 1. Þá varð sprenging í kolanámu, sem norska stjórnin rekur í svoköll- uðum Kings Bay á þessari norð- lægu eyju.í sprengingunni fórst 21 maður Forustumenn Verkamanna- flokksins hafa fordæmt það at- ferli stjórnarandstöðuflokkanna, að nota þetta hryggilega og við- kvæma slys til að fella stjórn- ina. Kom ]jað mjög greinilega fram í ræðu, sem Einar Ger- hardsen flutti í Stórþinginu í umræðunum f síðustu viku, þar sem hann sagði að þessar aðferðir stjórnarandstöðunnar væru ósæmilegar, jafvel svívirði legar. Hann hrópaði upp, að það væri ódrengilegt af borgaraflokk staðreyndum. Því miður snerta þessi mistök námuslysið, en þau opinbera slíka lítilsvirðingu og blekkingu gagnvart þinginu, að andstöðuflokkarnir töldu sig ekkki geta sætt sig við slíkt lengur. Brot stjórnarinnar væri, að leyna þingið sannleikanum og fara í kringum vilja þess. IVTorðmenn hafa rekið kolanám á Svalbarða um langt skeið. Námið er að vísu óhag- kvæmt þar og stenzt ekki neina samkeppni við kolanám, t. d. í Englandi eða Þýzkal. En ýms ar ástæður liggja þó að baki því, að Norðmenn hafa verið reiðu- búnir að framkvæma þennan rekstur þrátt fyrir halla. Á fyrsta áratugnum eftir styri öldina var víða kolaskortur og var þá litið á það sem hag- kvæma lausn, að Norðmenn nýttu sjálfir þau kolalög, sem unum, að kenna stjórninni um slys norður á Svalbarða. Hvað gátum við gert að því, þó slys yrði þar? 170 að á’liti stjórnarandstöðunn ar var málið miklu víðtæk- ara en þetta eina slys. Hún taldi að aðalkjarni þess væri sá, að ríkisstjórnin hefði ekki hlýtt þjóðþinginu og dulið það ýms- um gögnum og þýðingarmiklum þeir áttu á Svalbarða. Síðar hafa þeir talið heppilegt að halda þvi áfram þar sem gjald- eyrir sparaðist á þessu og reikn- að var með því að þetta kola- nám gæti orðið undirstaða járn- bræðslu mikillar, sem Norð- menn hafa verið að koma sér upp við Mo í Rama. Hefur ver- ið gert ráð fyrir því að um 150 þúsund tonn af kolum væru unnin þarna á ári og framleiðsl- an jafnvel farið fram úr því. Þá er það loks mjög mikil- vægt atriði, að með atvinnu- rekstri á Svalbarða þykjast Nqrðmenn vera að tryggja sér yfirráðaréttinn yfir landinu, sem er fjarri þvi að vera nógu ör- sameinuð stjórn fyrirtækisins og sá aðili, sem átti að veita aðhald og eftirlit. Xj’ftir að hið mikla slys varð i nóvember s.l. hefur það ver ið upplýst, að stöðugar undan- þágur hafa verið gerðar frá ströngustu öryggisreglum og virðist sem stjórnendurnir hafi síðan jafnvel reynt að fela ýms- ar upplýsingar, sem þingið átti heimtingu á að fá til að geta myndað sér skoðun um þennan rekstur. Að lokum fór gvo, eftir að rannsóknarnefnd hafði lokið störfum og birt harðorða skýrslu um þetta mál, að iðn- aðarmálaráðherrann, Kjell Holl- er varð að segja af sér, en for- ustumenn Verkamannaflokksins héldu áfram að verja gerðir hans eða aðgerðarleysi. En það er ekki slysið sjálft heldur fram koma stjórnarinnar gagnvart þinginu, sem varð orsök þess, að stjórnarandstaðan ákvað að bera fram vantraustið. Þorsteinn Thorarensen. Iðnskólinn í Reykjavík óskar að ráða stundakennara í ýmsum náms- greinum á komandi skólaári- Upplýsingar gefnar á skrifstofu skólans næstu daga, á skrifstofutíma. Skólastjóri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.