Vísir - 30.08.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 30.08.1963, Blaðsíða 15
V í S í R . Fösíudagur 39. ágúsí 1963. 75 ta þurfið nú að fá leigt herbergi, helzt með sólarsvölum, sem þér getið sofið á. — Farley stakk upp á tjaldi — það mundi nóg pláss í einhverri fjallahlíðinni, sagði Frazier bros- andi. — Havað er annars að frétta af Farnley lækni? — Allt hið bezta, sagðj Frazier, en Meredith fannst hún verða þess vör f rödd hans, að hann væri allt í einu á verði. Honum gengur prýði- Iega og Memorial-sjúkrahúsið er í miklu áliti og það er hans verk. Hann er vitanlega önnum kafinn mestan hluta sólarhrings, þar sem læknar og hjúkrunarkonur þyrpast í herinn. — Það er vitað mál. Frazier horfði dálítið einkenni- lega á hana rétt sem snöggvast og sagði svo: — Þér hafið vafalaust heyrt, að Farley er trúlofaður. — Nei, sagði Meredith svo blátt áfram, að Frazier létti. Hún gæti ekki haft áhuga fyrir Farley „gamla" lengur, fyrst henni varð ekki neitt um að heyra þetta. — Já, hélt hann áfram, trúlofað- ur auðugri ekkju, frú Ivarson — fyrrverandí sjúklingi. Ljómandi lag- leg — og svo framvegis. Heppinn þar, Tarley. — Hann á það bezta skilið, sagði Meredith og hló. Þegar Frazier var nú kominn út í svona kumpánlega samræður gat hann ekk; stillt sig um að segja: — Það er enn talað um það sem kraftaverk, hvernig yður tókst að lækna unga manninn, sem var Iagð ur í Memorial-sjúkrahúsið. Hvað varð annars um hann. Meredith skipti litum og augna- tillitið varð dreymið. — Hann er skömmtunarstjóri hérna x River Gap og vel metinn borgari. Ég vona, að þið eigið eftir að kynnast. — Það vona ég líka svo sannar- lega, sagði Frazier einlæglega. — Komið til miðdegisverðar í kvöld, sagði Meredith. Ég skal hringja til Hugh, — herra Prath- ers — og biðja hann að koma. Ég er viss um, að hann mun bjóða yður velkominn til River Cap. Frazier læknir var þakklátur og lét það í ljós með nokkrum orðum og Meredith sagði: — Við skulum ganga heim, - starfinu hér í lækningastofunni er lokið í dag, en hamingjan má vita hvort störfum dagsins er lokið. Ég tala af reynslu :.veitaiæknisins, eins og yður mun rer.na grun í. Það er að vísu ekki komið nálægt mið- degisverðartíma enn, en eldabusk- an okkar, hún Jennie, verður æf, ef hú fær ekki fyrirfram tilkynningu, að við höfum gest til miðdegis- verðar. Þá segist hú ávallt verða að „laga eitthvað gott f litla pottin- um“. Þegar þau nálguðust húsið sett- ist Rosalie upp, en hún hafði legið í hengikoju, sem strengd var milli trjágreina, og veitti hún nána at- hygli unga manninum, er Meredith kom með. Og það var ekki að efa um áhugann í tilliti hinna grábláu augna unga læknisins, er hann virti Rosalie fyrir sér, - silki- mjúkt, gullið Iokkaflóð hennar, sól brennda og hraustlega, sumar- klædda og rjóða á vangann með daggarljóma í augum. Og það fór ekki fram hjá Meredith hver áhrif fegurð Rosalie hafði á hann — og létt í huga kynnti hún þau. Hún hringdi á skömmtunarskrif- stofuna og Hugh kvaðst hlakka til að sjá hana, og spurði. hana svo nánar um „þenna íranfer". * — Á ég að byrja strax aö fá ýmugust á houm?, spurði hanxi. Hún hló og svaraði: — Alger óþarfi. Þetta er viðfeldn asti piltur. — Þú segir þetta svoleiðis, að ég veit, að ég fæ andúð á honum. — Talaðu ekki eins og kjáni, sagði hún og leit í kringum sig til þess að vera viss um, að enginn væri nærri, og bætti við: — Ég elska þig. — Gerirðu það?, sagði Hugh og rödd hans titraði lítið eitt. Þá kem- ur víst ekki til þess, að ég fái hatur á honum, ætli það fari ekki svo, að mér fari blátt áfram að þykja vænt um þennan fugl. Meredith hló og lagði frá sér heyrnartólið. Jennie gladdist, er hún heyrði að von var á gesti til miðdegis- verðar. Það var ein hennar helzta ánægja að búa til lystilega rétti, er gestir komu, — gestir, sem „tóku hraustlega til matar síns“, en iðulega sagði hún, að það væri lítið gaman að elda ofan í Jónatan, Matildu og Merry, sem öll „borð- uðu eins og fuglar“. Hún var blátt áfram f sólskinsskapi er Meredith fór frá henni. Það gladdi Meredith, að þeim Hugh og Frazier geðjaðist hvorum að öðrum þegar í stað, ekki sízt vegna þess, að hún vissi, að Hugh fór of oft á mis við þá ánægju sem honum var í að hitta menn, sem voru á hans aldri, og notið höfðu svipaðs uppeldis og hann. Hann kunni vel að meta fólkið í River Gap og bændur og búalið, en þótti það jafnan góð tilbreyting að geta notið samfélas við aðra. Og það fór svo, að áður en kvöld- ið var liðið hafði Hugh boðið hon- um að dveljast á heimili sínu með an hann dveldist í River Gap til að ná sér. Og hann fullvissaði hann um, að Cooper og kona hans, sem sáu um heimilishaldið fyrir hann, mundu dekra við hann og láta honum Iíða vel. — Ég veit hvað ég er að tala um, því að þau hafa deki-að við mig f tíu ár, og það er konunni, sem situr mér á hægri hönd að þakka — eða kenna — að þau þurfa oft lítið fyrir mér að hafa, dauðleiðist, og munu því fagna því að fá annan til — til þess að dekra við. Það eru sólsvalir með flugnaneti heima og þar getið þér sofið, ef þér viljið. Og á daginn mun frú Cooper færa yður eggja- snaps, sem hún er snillingur í að búa til, og sitthvað fleira gómsætt — milli máltíða. Frazier var dálítið hikandi í fyrstu að þiggja hið góða boð Hugh’s, en sannfærðist fljótt um, að það var fram borið af fullri einlægnj ,og þá það því með þakk- látum huga. Seinna ,þegar Rosalie hafði lokk að Frazier með sér í göngu um garðinn, en glaða tunglskin var, sagði Hugh glaðhlakkalega við Meredith: — Þú verður að viðurkenna, elsk an ,að ég fbe snjallar hugmyndir stundum? — Auðvitað — -en— rvið hvað á.ttu? os; jíarxi Q — Sjáðu nú til. Þú hefur alltaf af haft þér það til afsökunar, að við yrðum að fresta því að gifta okkur, af því að enginn læknir væri í River Gap til þess að taka við af þér að stunda og Iækna hina þjáðu íbúa River Gap og nær- liggjandi sveita. Ef við gætum nú sannfært Frazier um, að River Gap sé hinn ákjósanlegasti framtíðar- staður fyrir hann, ætti að vera auðvelt að fá hann til að setjast hér að — og — og þá rætist draumur okkar, að við getum gift okkur meðan við enn erum ung. Hann tók hana í faðm sinn og kyssti hana og þau voru sælli í sinni fögru von en þau höfðu lengi verið Sjöundi kapituli. Þremur dögum eftir hina mis- heppnuðu tilraun elskendanna ungu að stytta sér aldur voru þau komin heim, Jimmy heim á búgarðinn, og Louella heim í skraut hýsið til móður sinnar. Og þau sjálf voru nú glöð sem allir aðr- ir, yfir hve allt fór vel. Þau voru ung og hraust og sár þeirra greru fljótt og vel, og áður langur tími leið þurfti Meredith ekki að stunda þau lengur. Frú Carling hafði ferið ákaf- Iega köld og afundin við Meredith síðan er hún hálfvegis rak hana burt úr kofa blökkumannsins, en daginn eftir, að Meredith hætti að stunda Louellu, lagði hin hroka- fulla frú leið sína til læknisstofu hennar. Klukkan var að verða hálf tólf og ekki nema einn sjúkl- ingur á undan henni. Meredith fór með sjúklinginn inn í lækningastofuna og gerði að meiðslum hans, en hann var verka maður í cögunarmyllu og hafði meiðst illa á hendi. Þegar hann var farinn fór hún fram í bið- stofuna og bauð frú Carling kurteislega að koma inn. Frú Carling var kuldaleg á svip að vanda og stutt í spuna: — Ég kom með tékka til greiðslu vegna læknishjálpar yðar í þágu dóttur minnar — þótti réttara að koma með hann nú í stað þess að bíða reikningsins um mánaðamót næstu. — Gerið svo vel að setjast og bíða meðan ég skrifa reikninginn. — Það þarf ekki að skrifa neinn reikning, — ég vona að upphæðin sé nægileg fyrir alla fyrirhöfn yðar. Hún lagði saman brotinn tékka á borðið, sneri sér og við og gekk í áttina til dyra. Meredith leit á tékkann sem snöggvast og sagði snöggt: — Hér er um misskilning að ræða — þetta er tékki upp á þús- und dollara. Frú Carling leit á hana með fyrir litningarsvip. — Hér er ekki um nema mis- skilning að ræða — líf dóttur minn ar er mér mjög mikils virði... — Það er ég viss um, greip Meredith fram í fyrir henni, og sveið henni mjög framkoma kon- unnar, en reyndi að láta ekki á því bera. — Ég hef sama texta yfir alla mína sjúklinga — ég kom átta sinnum til dóttur yðar, og textinn er 3 dollarar á heimsókn, svo að þetta verða 24 dollarar. Það er 10 dollara aukaþóknun, sem rennur til þeirra, sem gáfu blóð, og fjórir dollarar og 32 cent fyrir lyfjavörur. Samtals 38 dollarar og 32 cent. Frú Carling starði á hana eins og hún gæti ekki trúað sínum eigin f.yrum. Ætlaði hún að neita að taka við þessum þúsund dollurum? — Ég hefj vel ráð á að greiða þúsund dollara og er fús að greiða þá upphæð. Meredith horfði á hana stutta stund og sagði svo rólega: — Frú Carling, hafið þér aldrei fundið til neinnar óánægju hið I innra með yður, að miða allt við peningana og aðstöðu yðar. Það er ekki hægt að fá allt fyrir pen- inga — ekki það sem mest sann- gildi hefir. Líf dóttur yðar — lífs- hamingja dóttur yðar verður ekki metin til fjár. Þar kemur enginn samanburður til greina. — Leggið ekki á mig að fara að prédika yfir mér, Blake læknir, ég hefi fært yður greiðslu, sem ég tel rausnarlega... — Rausnarleg um of, sagði Mere T A R 1 A N Hafið boga ykkar tilbúna Moto Motoar, og Tarzan viktu til hliðar. En Tarzan var ekki alveg á því. Hann hrópar til höfðingjans, bíddu Gana, það er til miklu betri leið til þess að refsa þeim. Betri leið en að drepa þá? Þetta á gamli negrinn bágt með að skilja. Já, svaraði uppeldis- fræðingurinn Tarzan apafóstri, látið Moto-Motoana gefa öðrum gott fordæmi. dith og reif tékkann i sundur og henti honum I bréfakörfuna. Þér getið sent mér tékka I pósti fyrir réttri reikningsupphæð, hvenær sem yður hentar — 38 dollara og 32 cent. Frú Carling starði á hana rauð af reiði, en gekk þess samt ekki dul- n, að hún gæti ekki bælt niður þá virðingu fyrir þessari ungu konu, sem byrjað var að örla á I huga hennar. Svo settist hún, treglega, og skrifaði nýjan tékka, rykkti hon- um svo úr tékkheftinu og fékk henni. Svo reis hún á fætur og sneri baki að henni; en svo settist hún allt f einu aftiir og horfði á Mere- dith með allt öðrum svip en áður: — Yður — yður finnst víst að ég hafi farið algerlega skakkt að vegna þessar fjarstæðukenndu tilfinninga, sem dóttir mín ber í brjósti til þessa — þessa sveitapilts. — Hann er ekki verri fyrir það, frú Carling, sagði Meredith af hita. Hann er af góðum traustum bænda- stofni. Hann er vel gefinn, vökull, vinnusamur, og hann á metnað, löngun til að koma sér áfram af eigin ramleik, og mun vel famast, njóti hann skilnings, hvatningar og samúðar. Og dóttir yðar elskar hann nægilega til þess heldur að vilja deyja með honum en lifa án hans. Þér getið ekki komist hjá að taka tillit til þess. Isabel Carling sat kyrr, og það var enn þrái í svip hennar. RósóL Odýrar þykkar drengiapeysur HAGKAUP Miklatorgi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.