Vísir - 30.08.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 30.08.1963, Blaðsíða 16
Svívirðileg árás í HÍ|ómskálagarðinum: fímm pUtar réðust á stúlku i uótt VISIR Föstudagur 30. ágúst 1963. Tveir drengir meiðast Tveir drengir meiddust litillega í umferðinni 1 gær, en þeir voru báðir hjólríðandi. Annar drengjanna hafði hjólað aftan á bifreið í Hafnarstræti, en meiddist ekki að ráði. Hinn dreng- urinn datt af reiðhjóli á Skúlatorgi og skrámaðist á höndum og hné. í nótt réðust fimm ungir piltar á 15 ára gamla stúlku og nauðg- uðu henni eða gerðu a. m. k. tilraun til að nauðga henni í Hljóm- skálagarðinum rétt neð- an við Bjarkargötu. Mál þetta hefur verið kært til rannsóknarlögregl- unnar og var rannsókn því í þann veginn að hefjast fyrir hádegi í dag. Það var rétt eftir klukkan eitt I nótt að fjórir menn komu i lögreglustöðina í Pósthússtræti og í fylgd með þeim 15 ára göm ul stúlka, mjög illa til reika, m. a. skólaus, sokkalaus og föt hennar öll úr lagi. Hún virtist í mikilli hugaræsingu og mjög „sjokkeruð“. Hún gat þó nokk- urn veginn skýrt frá málsatvik- Um, en þau voru á þessa lund. Stúlkan hafði verið með vin- konu sinni í gærkvöldi og skildi við hana í Vesturbænum ein- hvern tíma um miðnæturleyt- ið. Var hún á leið á strætis- vagnabiðstöð til að komast með strætisvagninum heim til sín, þegaf 5 ungir piltar komu til Framh. á bls. 5 ELDUR í BÍLUM í fyrrad. kviknaði i bfl á leiðinni milli Hafnarfjarðar og Reykjavík- ur. Hringt var til slökkviliðsins úr Kópavogi klukkan rúmlega 4 e. h. og tjáð að kviknað hafi í bíl sem var á leið úr Hafnarfirði til Reykja víkur. Bíllinn var þá kominn í brekkuna sunnan við Fossvogslæk- inn og var búið að kæfa eldinn að mestu þegar slökkviliðið kom á vettvang. Skemmdir urðu talsverð- ar. Talsverðar brunaskemmdir urðu á bifreið ,sem kviknaði í á mótum Álfheima og Ljósheima í gærdag. Þetta var Fíat-fólksbifreið R- 13486, og er talið að kviknað hafi í henni vegna þess að leitt hafi út frá geymisleiðslu. Slökkviliðið var kvatt á vettvang, en áður en það kom á staðinn hafði tekizt að kæfa eldinn. Töluverðar skemmdir urðu á bifreiðinni. Þá var slökkviliðið ennfremur kvatt að Melahúsi við Hjarðarhaga, en það er tvílyftur braggi og býr í honum fjöldi fólks. Kviknað hafði iítillega út frá rafmagnstæki en eld urinn var slökktur áður en hann ylli teljandi tjóni. Skipað í tvö prestaköll Nýlega hafa prestar verið skip- aðir í tvö prestaköll norðanlands og er skýrt frá því í síðasta Lög- birtingi. Séra Oddur Thorarensen er skipaður prestur á Hofsósi og Björn H. Jónsson prestur á Húsa- vík. Sendiferðabifreið- ir auðkenndar Það hefur vakið athygli manna, að undanfarið hafa sézt á götum og vegum, sendiferðabifreiðir, merktar bókstafnum „S“. Flestir hafa gizkað réttilega á, að hér væri verið að auðkenna sendiferða- bifreiöimar, en um ástæðuna hef- ur hins vegar verið ókunnugt. Blaðið hringi I Bjarna Pálsson, fulltrúa tollstjóra, og innti hann eftir orsökinni. Bjarni kvað hér um að ræða eina af afleiðingum nýju tollskrárinnar. Innfiutningstollur á sendiferðabifreiðum er 40%, og er hann mun lægri en tollur á sam- svarandi stationbifreiðum (90%). Var honum haldið óbreyttum frá því sem áður var. Var algengt til skamms tíma, að menn flyttu inn sendiferðabifreiðir, en breyttu þeim síðan, með tiltölulega lítilli fyrir- höfn, í fólks- eða stationvagna. Með gildistöku nýju tollskrár- innar var gert ráð fyrir að skorð- ur yrðu settar á slíkar breytingar. Allar þær sendiferðabifreiðar sem fiuttar eru inn eftir 1. maí hafa þvl verið og verða auðkenndar með bókstafnum „S“. Eigendur bifreiðanna skuldbinda sig jafn- framt til að breyta ekki bifreiðinni næstu fimm árin eftir innflutning hennar, nema greiða þá tilskilinn innflutningstoll. Hann má þá ekki setja rúður I bifreiðina, á hliðar hennar (aðeins aftan á) og ekki Framh. á bls. 5 Setning lækna Fyrir nokkru var Högni Björns- son læknir settur til að vera stað- göngumaður héraðslæknis í Hvera- gerði og setning þeirra Lars Moe Haukelands á Vopnafirði og Vig- fúsar Magnússonar læknis í Vík 1 Mýrdal framlengd til 18. októ- ber. Milwood leggur af stað heimleiðis í gærkvöidi. MIL WOÖD FARINNHEIM Um sjö leytið í gærdag sigldi Milwood út um hafnarmynnið, eftir 4 mánaða legu í Reykja- víkurhöfn. Unnið hafði verið að því allan daginn að gera skipið „klárt“. Milwood fer beint tii Aberdeen. Þegar þangað kem- ur verður skipib tekið upp í slipp. Gert verður við skemmd- imar sem urðu í árekstrinum við Óðinn, einnig verður skipið málað hátt og lágt. Vélar skipsins reyndust í bezta lagi. En endurnýja þurfti sum björgunartæki skipsins, þar sem vottorð fyrir þau voru runnin út. Um hálfsex fór tog- arinn út á ytri höfnina til þess að láta rétta kompásinn og tók það um klukkustund. Eftir það kom Milwood inn aftur, skilaði mönnunum, sem unnið höfðu að því að rétta\kompásinn. Að þvi búnu kvaddi Joe Parker og skipshöfnin Geir Zoéga, umboðs mann brezkra togara hér á landi. Geir sem í áraraðir hefur ver- ið umboðsmaður brezkra tog- Framh. á bls. 5 Eggert veiddi 5 þiís. mál á einni viku í síðustu viku hækkaði annálaði síldarskip- stjóri, Eggert á Sigurpáli, á sá Brúin komiu á Köldukvísl Akureyri í morgun. Búið er að koma brú yfir Köldu- kvisl á Sprengisandsleið og var lokið við að draga hana yfir gljúfr- ið í gær, en þó tekur nokkurn tima enn þá þar til hún verður fær til umferðar og unnt verður að taka hana í notkun. Þeir sem önnuðust flutninga á brúnni upp úr Eyjafirði og unnu við það að draga hana yfir Köldu- kvíslargljúfur komu til byggða I nótt. En brúargerðarflokkur undir stjórn Gísla Gíslasonar er nú uppi á Sprengisandi og mun næstu daga vinna að því að steypa stöpla undir brúna og lyfta henni síðan upp á þá. Tvær stórar bifreiðir eru í stöð- ugum flutningum þar efra, bæði með því að sækja sement og ann- að byggingarefni til byggða og líka að flytja möl og sand að brúar- stæðinu. Til þessa hafa flutningar farið fram frá Akureyri og að brúnni, en hér eftir er hugmyndin að sækja sement og annað sem til brúarsmíðarinnar þarf til Suður- landsins. Leiðin er styttri suður af, en hins vegar er Tungná stundum talsverður farartálmi, eða getur a.m.k. orðið það ef vöxtur hleypur í hana. síldarskýrslunni, úr fjórða sæti í fyrsta. Sýndi skýrsl- an, að Sigurpáll hafði bætt við sig, hvorki meira né minna en 5000 málum í þessari viku, og er nú 3 þús. málum hærri en næsti bátur. Virðist Eggert, sem áður var á Víði II. ætla að _ . „Og hvermg er utlitið?" spurð- hreppa aflakóngstitilinn umvið. einu sinni enn á þessari 1 „Ctlitið hefur aldrei verið betra x í sumar. Bátarnir eru komnir í Vertlö. j mikla síld hér út af Langanesi, og Visir gerði tilraun til að ná taii ! ef veður helzt gott eins og útlit af Eggert í morgun, en talstöðin er fyrir, þá má búast við mikilli var dauf og Sigurpáll lengst á veiði á næstunni. Sildin hér er Iitið miðum úti, svo ekki heyrðum við i eitt stygg, en hún er mikil. Við kappanum sjálfum. Með aðstoð ioft | Framh. á bls. 5 skeytastöðvarinnar á Raufarhöfn, (sem ferjaði spurningar og svör á milli) tókst okkur þó að ná sam- bandi við Eggert. „Hvað veldur hinni miklu veiði í síðustu viku“, spurðum við i fyrstu. „Ekkert sérstakt“, hljóðaði svar- ið, „það gengur svona i sildinni, góð veiði í dag og slæm á morg- un“, og Eggert vildi grciniiega sem minnst iáta uppi um, hvaða galdra brögðum hann hefði beitt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.