Vísir - 30.08.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 30.08.1963, Blaðsíða 6
6 Jens Guðbjörnsson sextugur Það þykir nokkuð góð latína, er afmælisböm hafa náð virðuleg um aldri og láta ekki óeðlilega mikið á sjá, að látin sé I ljósi undrun yfir þvl að kirkjubækurn- ar skuli ekki skrökva til um ald- urinn ,svo ótrúlegt sé að satt geti verið. Þetta treysti ég mér ekki til að segja um vin vinn Jens Guð- bjömsson, sem sextugur er í dag, þótt hann sé jafn beinn í baki og tvítugur væri, sporin jafn snögg og létt og ávallt áður, augnaráð- ið jafn hvasst og skapið — næst- um þvi — jafn heitt. — Stað- reyndin er sú, að fyrir þá, sem hafa kynnzt Jens fyrir þrjátíu til fjörutíu árum, þá þegar fremst I fylkingu íþróttaleiðtoga þjóðar- innar, hlýtur það þvl nær að vera undrunarefni, að hann skuli ekki vera miklu eldri. Við verðum að skoða það sem nokkra sönnun þess, að þrátt fyrir það, að þessi störf eru alltaf slítandi, oftast vanþakklát og misjafnlega metin, þá viðhalda þau, þegar vel er, — og það er hreint ekki svo sjald- an — þeim innra eldi eilífrar æsku, sem yfirstígur öll aldurs- mörk. Það hefur svo margt verið rit- að um Jens í dag, að ég læt nægja að visa I það sem þar seg- ir um ættfræði, tölfræði og aðra þá mannfræði sem gott er að kynna sér um ævi merkra manna. Störf Jens að stéttarmálum bókbindara og I þágu bókbands- iðnarinnar á löngum kafla ævi hans, og nú hin síðari ár, I starfi hans við fræðslumálaskrifstofu Reykjavíkur, I þágu uppeldis æskulýðs Reykjavíkur, eru vissu- lega metin og þökkuð. Ég vona að ekki verði þó misvirt, að mér skuli nú vera ríkast I huga að þakka honum störfin I þágu íþróttamálanna, vissulega I marg vlslegum störfum fyrir heildar- samtökin, svo sem I Olympíu- nefnd íslands, en efst I huga eru störf hans I Glímufélaginu Ár- manni, nú hátt á fjórða áratug sem formaður þess. — Þau störf hafa oft á tfðum verið svo erfið að tæpast hefir verið verjandi að slíta með þeim kröftum eins manns um svo langt árabil. — Það er því vissulega ánægjuefni á þessum tlmamótum, að endur- bætt skipulag og valdir samstarfs menn skuli hafa að vissu marki létt störfin, þannig að gera megi sér vonir um að enn um sinn haldi Jens um stýrisvölinn I þvl heillastarfi, án þess að of nærri verði gengið kröftum hans og heimili hans, en það hefur sannar lega oft á tíðum verið gert á liðn um árum. Það er og kapftuli fyrir sig að halda á lofti og þakka það hógværa fórnarstarf, 'm unnið er á heimili forustu ^p;ins sem Jens Guðbjörnssonar, og munu vinir hans og konu hans, Þórveig ar Axfjörð, þakka þau á heimili þeirra nú I dag, en í kvöld mun Jens dveljast með fjölskyldu sinni annars staðar. Heillaóskir fylgja Jens Guðbjörnssyni á ókomnum ævidögum. Baldur Möller. Fjölsótt á kynn- ingu á háskólanámi í fyrrakvöid fór íram í Iþöku, kynning á háskólanámi, bæði hér við Háskólann heima og eins við erlenda háskóla. Mikill fjöldi menntskælinga og nýstúdenta sóttu kynninguna, hátt á þriðja hundrað manns. Stúdentaráð Háskóla ís- lands, SHÍ, og Samband islenzkra stúdenía erlendis (SÍSE) sáu um kynningu þessa, og voru forráða- menn þessara samtaka og sömuleið is þeir, sem leið sína lögðu niður I Iþöku I gærkvöldi hinir ánægðustu með þessa vel heppnuðu fræðslu- starfsemi. Kváðu þeir aðsóknina undirstrika hversu kynningarstarfsemi þessi væri nauðsynleg. Er þetta I annað skipti sem efnt er til slíkrar kynn- ingar, en ljóst er, að þörf er á að efna til hennar ár hvert framvegis. Eins og fyrr segir voru gefnar upplýsingar um nám I hinum ein- stöku deildum Háskóla íslands og lánveitingar stúdentum til handa. Upplýsingar um nám og námstilhög un í velflestum þeim Háskólum, bæði I Evrópu og Bandaríkjunum, sem fslendingar hafa stundað nám I og lánveitingar til þeirra náms- manna er nám stunda erlendis. Upplýsingar veittu stúdentar, er nám stunda I viðkomandi deildum eða skólum. Höfðu þeir og við hend ina handbækur og annan fróðleik, sem máli skipti. Ferðafélagið efnir til Ferðafélag islands el’nir til ferðar austur að Geysir á sunudagsmorg- uninn, m. a. vegna áhuga fólks á að sjá Strokk eftir að hann tók að gjósa að nýju. Það er mikill áhugi hjá fólki að sjá þetta nýja fyrirbæri, enda er Strokkur ólatur við iðju sfna og gýs á fárra mfnútna fresti. Þarf þvl enginn að kvíða þvf að þurfa að bíða langtímum saman eftir gosi eða verða jafnvel með öllu af þvf eins og oft vildi verða með Geysi sáluga. I bakaleið frá Geysi er hugmynd in að aka hina skemmtilegu leið um Laugardal og Laugarvatn og þaðan til Þingvalla. Auk Geysisferðar efnir Ferða- félagið til fimm annarra ferða um næstu helgi, þar af til fjögurra 1 y2 dags ferða, þ. e. I Þórsmörk og Landmannalaugar, norður á Kjöl og I Langavatnsdal I Mýrasýslu. 1 þrem fyrmefndu ferðunum verður gist I sæluhúsum Ferðafélagsins, en I Langavatnsdalsförinni þarf fólk að hafa með sér tjöld. Loks efnir Ferðafélagið til göngu ferðar á Kálfatind á sunnudags- morgun. Héraðsmót SjóHstæðis- manna á Dalvík Héraðsmót Sjálfstæðismanna á Dalvík verður haidið sunnu- daglnn 1. september kl. 9. slðdegis. Ólafur Bjömsson og Bjartmar Guðmundsson, alþingismaður flytja ræður. Til skemmtunar verður einsöngur og tvísöngur .Elytjendur verða óperusöngvararnir Kristinn HalIsso,n og Sigur- veig Hjaltested, undirleik annast Ólafur Vignir Albertsson, píanóleikari. Enn fremur skemmtir Brynjólfur Jóhannesson, lelkari. Dansleikur verður um kvöldið. Héraðsmót SjóKstæðis- jmanna í A.-Húnavatnssýslu Héraðsmót Sjálfstæðismanna í Austur-Húnavatnssýslu verð- ur haldlð á Blönduósi sunnudaginn 1. september kl. 8,30 síð- degis. Gunnar Gíslason, alþingismaður og Hermann Þórarins- son, hreppstjóri flytja ræður. Leikararnir Ámi Tryggvason og Jón Sigurbjörnsson, skemmta Ennfremur syngur Guðmundur Guðjónsson, óperusöngvari með undirleik Skúla Halldórssonar, píanóleikara. Dansleikur verður um kvöldið. Spurt og svarað í Frakklandsdeildnmi. VAV.V.V.V.VV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VV.V.V.V.V.V Ek — Velkominn Camembert! sagði eitt dagblaðið I leiðara dag inn sem hinn mjög auglýsti cam embert ostur kom á markaðinn frá Ostasölunni. Þótti mörgum sem þar væri konungi fagnað, enda má það tií sanns vegar færa, þvf að camembert hefir stundum verið nefndur konung- ur ostanna. Margir ísienzkir mat unnendur og lystarmenn höfðu lengi harmað að þessi ágæti ost ur hefir ekki verið fáanlegur í fslenzkum ostahúsum og hugs- uðu sér gott til glóðarinnar. Osturinn kom á markaðinn og líkaði prýðilega. En þegar menn komu aftur og báðu um meira var sagt að því miður væri ekki til, hann væri uppseldur og lag- er væri enginn. Að vísu náði ég í einn ost viku seinna, en hann var ógerjaður og allur annar en fyrsta dags framleiðslan og þrátt fyrir að leiðbeiningunum í pakkanum væri fylgt tókst ekki að gera hann að þeim gómsæta ostakonungi sem auglýsingarnar lofuðu. Nú spyr ég: Er þetta dæmi um íslenzka viðskiptamenningu? Er ekki hæpið að auglýsa vöru svo ákaflega og eiga svo engar birgð ir þegar almenningur kemur og og ætlar að kaupa hnossgætið? Fúkalyf og brjóstsykur Stundum hefir verið sagt, m. a. í dönskum blöðum, að íslenzk ir læknar gæfu fúkalyf eins og brjóstsykur. Þar var átt við að ekki mætti' maður svo kvef fá að ekki væri dembt í--hann heil- miklu af penicillini og öðrum tegundum nýjustu undralyfja til þess að reka kvefskömmina á flótta. Nú er ég alls endis ólækn isfróður maður og kann ekki skil á sannleiksgildi þessara um- .sagna, þótt ég viti að mun meira er gefið af þessum Iyfjum við léttvægum sóttum en er í ná- grannalöndunum. En þetta rifjað ist upp fyrir mér fyrir nokkrum dögum þegar ég las í bandarísku blaði fregn um það að fúkalyf- in hindruðu vöxt ýmissa lífvera og líffæra t. d. í börnum. Hvað segja fslenzkir læknar um þetta? Þeir eru þögulustu menn þjóð- félagsins en nú ættu þeir að tala. Er hér um alvarlega hættu að ræða? j! Hugmynd :• landsphysikers I; jjn Landsphysiker fyrrverandi »" mun hafa lagt það til að Sæmundi á Selnum í listgjörð ■> Ásmundar væri komið fyrir á Kolbeinshaus við Skúlagötu og 1» þá þannig að selshausinn næmi rétt nösum upp úr á flóði, en «" Sæmundur reiddi grallarann J« hátt. Hér er um ítursnjalla hug % mynd að ræða og vart verður ■■ listaverkinu fundinn ákjósan- J« legri staður en þarna I skuggan «1 um af menningarhöll útvarpsins. «JJ Og hver veit nema orð þau sem J« þar verða þá töluð öðlist eitt- «J hvað af áhrínismætti orða hins !■ gamla nemanda Svartaskóla, J|« enda veitir vissulega ekki af því «J að blása nokkrum töfraanda í 1» marga þeirra sem þar láta til jjl sín heyra. «J Kári. JJ« Bréf frá lesendum bleðsins ■! verða birt í þessum þætti og «JJ fyrirspurnum lesenda komið á JJ« framfæri. «1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.