Vísir - 30.08.1963, Síða 8

Vísir - 30.08.1963, Síða 8
8 V í S IR . Föstudagur 30. ágúst 1963. VISIR Otgefandi: Blaöaútgáfan VlSIR. Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Askriftargjald er 65 krónur á mánuði. 1 lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Visis. — Edda h.f. „Siðleysi" í Hvalfirði Tíminn í gær fjargviðraðist mjög sökum siðleysis stjómarblaðanna í skrifunum um Hvalfjarðarmálið margnefnda. Við skulum líta á það í hverju þetta dæmalausa sið- leysi er fólgið og athuga ásakanir Tímans lið fyrir lið: Blaðið ásakar Vísi og hin stjómarblöðin fyrir eft- irfarandi: 1) Að hafa aðeins sagt frá því að endumýja eigi olíustöðina en þegja um að byggja eigi nýja geyma, sem taki þrefalt meira olíumagn en nú er. Sannleikurinn er hér sá, að það hefir verið marg- sagt í Vísi að byggja eigi 20-28 nýja olíugeyma, sem taki mun meira magn en gamla stöðin. Það er ekkert launungarmál. 2) Að stjórharblöðin hafi aldrei minnzt á að Nato hafi óskað eftir að koma upp flota- og kafbáta- stöð í Hvalfirði og haldið þessum mikilvægu upp- lýsingum leyndum. Sannleikurinn er hér sá að aldrei hefir komið til greina af hálfu Nato að breyta Hvalfirði í kafbáta- eða herskipalægi! Þess vegna hefir engu verið að leyna í þvi máli. Slíkar upplýsingar em aðeins til í heilabúi ritstjóra Tímans, og virðist það vissulega æði rúmgott þegar heil herskipahöfn kemst þar fyrir. Siðleysið liggur því ekki hjá stjómarblöðunum í þessu máli. Það á heima í húsi Tímans. Ritstjórar Tímans eiga aðeins eitt ráð til, ef þeir vilja halda sínu pólitíska mannorði óflekkuðu eftir slík endemisskrif: að ganga hið skjótasta í Siðvæðinguna og gerast læri- sveinar dr. Franks Buchmans- Gæti þá svo farið að þeim yrði leyft að eiga þátt í því að bjarga íslandi. En ef þeir halda áfram á sömu braut og þeir em nú staddir á, er hætt við að þeir bjargi ekki einu sinni flokki sínum frá hinu versta hruni, næst þegar fólkið í landinu fær tækifæri til þess að kveða upp dóm yfir slíkum málflutningi. Listaverk við heimilin Það var góð hugmynd sem ungur verzlunarmað- ur hér í borg fékk í fyrra: að föður hans væri gefið listaverk eftir Ásmund Sveinsson, sem komið yrði fyr- ir í garði við heimilið. Það tíðkast mjög erlendis að eirtstaklingar festi kaup á höggmyndum og komi þeim fyrir við heimili sín, og margir góðir listamenn hafa hlotið af því mik- inn styrk í list sinni og ekki einungis fjárhagslegan. Hér á landi komu takmörkuð efni lengi í veg fyrir að einstaklingar fæm að þessu fordæmi. En það á ekki lengur við. Góð list fær ekki þróast án þess að fólkið í Iandinu sýni henni áhuga og vilji nokkuð leggja í sölumar til þess að eignast hana. Listaverkið við einkaheimilið í Suðurgötunni er fyrsta höggmynd Ásmundar Sveinssonar, sem einstakl ingur reisir. Vonandi eiga margir eftir að feta í það fótspor sem þar hefir verið markað. Brottnám di Steíano Cjtjómmálin í Venezu- ela eiga sér varla hlið stæðu meðal annarra þjóða. í febrúar síðast- liðnum rændu róttækir Castro-sinnar, sem berj- ast gegn Betancourt for seta, flutningaskipinu „Anzoategui“- í síðustu viku frömdu þeir annað sérstætt rán, höfðu knattspyrnukappann di Stefano, þann fræga leik mann Real Madrid á Spáni, á brott með sér. Di Stefano var hafður á brott af flokki einkennisklæddra manna, sem kváðu sig vera lög reglumenn. Hann var látinn laus f fyrradag, og höfðu þá ræningjarnir tilkynnt það fyrir- fram, f símtali við dagblöðin. 1^1 Tjað var ekki auðvelt að ræna di Stefano, þar sem hann var staddur á hóteli með félög- um sínum í höfuðborg Vene- zuela, Caracas. Jafn erfitt hefur þaö verið að halda honum leynd um þessa daga, þvf allt lögreglu lið borgarinnar tók þátt í Ieit- inni. Di Stefano sjálfum er 6- kunnugt um dvalarstað sinn, en margir álfta, að honum hafi ver;. ið haldið á umráðasvæði háskól ans í Caracas, en þangað er lög reglunni óheimilt að koma, og þar hreiðra óróaseggirnir um sig. Samkvæmt frásögnum ræn- ingjanna í dularfullum sfmvið- tölum, fór vel um di Stefano að öllu leyti, og hann stytti sér stundir með því að tefla við gæzlumenn sína. Brottnámið var kallað „Opera tion Grimau“, sem gefur til kynna, að þvf var ekki ein- iiiaillH Siáii Di Stefano mótmælaaðgerða gegn forseta Venezuela, Betancourt. Þetta eru meira að segja aðeins minni háttar aðgerðir í samanburði við aðrar, sem hafa f för með sér blóðsúthellingar og felast I 'morðum, ógnunum, sprenging- um og eyðileggingum. Ráðstaf- anir óvina Betancourt hafa mjög sett svip sinn á allt lff og ástand í rfkinu. 1 júní s. 1. til- kynnti stjómin að hún hefði á síðustu stundu getað komið f veg fyrir stórkostlega morðtil- raun á forsetanum, þá sjöttu eða sjöundu í röðinni. Sú tilraun og nú aftur brott- námið áðurnefnda leiðir aftur at hyglina að Betancourt og bar- áttu hans fyrir því markmiði að verða fyrsti forsetinn í sögu Venezuela, sem situr að völdum f 5 ár samfleytt — lifandi — og að gera mögulegt að eftir- maður sinn verði valinn á lýð- ræðislegan og þingræðislegan hátt. Ef andstæðingar hans fá að ráða, mun hvorugt þessara er aðeins liður í mót- mælaaðgerðum kommúnista gegn Betancourt göngu stefnt til höfuðs Betan- court, heldur líka Franco og spænskum yfirvöldum. (Grimau var spánski kommúnistinn, sem líflátinn var ekki alls fyrir löngu, eins og menn minnast). Ránið var skipulagt af Max- imo nokkrum Caneles, harðsvír uðum kommúnista. "Oán skipsins og brottnám knattspyrnukappans eru að- eins tveir þættir umfangsmikilla Betancourt forseti heldur ræðu. markmiða ná fram að ganga. Oetancourt var kjörinn forseti f febrúar 1959, en áður hafði hann að baki sér langan og erilsaman feril í stjórnmálum landsins. Hann var í fyrstu kom múnisti og studdi mjög byltingu Castro á Kúbu. Smám saman snerist hann til hægri og stofn- aði nýjan flokk, AD, Lýðræðis- flokkinn Accion. Hafði hann þá háð harðvítuga baráttu við her- foringja, ýmist f heimalandinu eða við aðra, sem flúið höfðu Iand. Hann steypti og af stóli fyrrverandi einræðisherra, Jim- inez. I fyrstu frjálsu kosningun- um f Venezuela fékk Betancourt mikinn meiri hluta atkvæða og var þar með kjörinn forseti. Hann hefur síðan unnið mjög að því að gera Venezuela styrkara inn á við (koma jafnvægi á) og sterkara út á við. Hann hefur látið reisa hundruð skóla, sem hefur aftur haft það f för með sér, að tala ólæsra og óskrifandi hefur lækkað úr 58% í 20%. Hann hóf á síðasta ári umsvifa- mikla framkvæmdaáætlun og hann hefur látið rækta fram gríðarlega mikil landflæmi. Fyr ir síðastnefnda framtakið hefur Betancourt áunnið sér miklar vinsældir í þeim héruðum lands- ins. Hins vegar er þrýst á Betan- court frá báðum hliðum. Til vinstri standa vinstri fiokkarn- ir og kommúnistarnir, samein- aðir í þeirri fyrirætlun að steypa Betancourt af stóli og innleiða í Venezuela sams konar bylt- ingu og Castro kom á á Cúbu. rT'il hægri er herinn og hers- höfðingjarnir, sem áöur fyr Framh á bls. 10.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.