Vísir - 30.08.1963, Blaðsíða 13

Vísir - 30.08.1963, Blaðsíða 13
V í SIR . Föstudagur 30. ágúst 1963. 13 Peggy Sage hair spray fyrir ljóst hár. i -jc Marchand handkrem og liquid handkrem. SNYRTIVÖRUBÚÐIN Laugavegi 76 . Sími 12275 BÍLSKÚR TIL LEIGU Hentugur bflskúr ca 45 ferm. til leigu hentugur sem geymsla eða iðnaðarpláss. Sími 17414. STÚLKUR - KONUR Starfsstúlka óskast f eldhús og borðstofu um skemmri eða lengri tfma. Hrafnista DAS. Sími 35153 og eftir kl. 7 sfmi 50528. STÚLKA - ÓSKAST Stúlka óskast í Vogaþvottahúsið. Uppl. á staðnum og í síma 12769 á kvöldin. JÁRNIÐNAÐARMENN - VERKAMENN Viljum ráða nokkra járnsmiði, rafsuðumenn og verkamenn r>ú þegar. Vélsmiðjan Dynjandi. Sími 36270. NÁM í VÉLVIRKJUN Viljum ráða nokkra nema f vélvirkjun. Vélsmiðjan Dynjandi. Sími 3G270.-- • " . GÍTARBASSI - TIL SÖLU Tveggja mánaða gamall gítarbassi til sölu. Upplýsingar í síma 12376 milli 6—8 í kvöld. HEIMASAUMUR Vanar saumakonur geta fengið vinnu við heimasaum. Tilboð merkt „Olpur og buxur“ sendist afgr. blaðsins sem fyrst. ÍSSKÁPUR - TIL SÖLU Stór Westinghouse fsskápur er til sölu vegna flutninga á Gunnars- braut 40. Sfmi 11181. BYGGINGALÓÐ - ÓSKAST fyrir einbýlishús eða raðhús óskast strax í Reykjavfk eða næsta ná- grenni. Sölutilboð leggist inn á afgr. blaðsins fyrir mánudagskvöld merkt: „Gagnkvæmur trúnaður“. KJÖRGARÐS KAFFI Sími 22206. Smurt brauð og Snittur. ÍBÚÐ - ÁRSFYRIRFRAMGREIÐSLA Þriggja herbergja íbúð óskast til leigu, helzt strax, til eins árs. Fyrir- framgreiðsla fyrir tímabilið. Uppl. I síma 35088. HERBERGI - ÓSKAST Herbergi með sér inngangi óskast strax, helzt í Hlíðunum. Ég vinn góða vaktavinnu úti úr bænum. Er sjaldan heima. Uppl. f síma 32270. BIFREIÐAVIÐGERÐIR Bifreiðaviðgerðir, ryðbætingar. Suðurlandsbraut 12, Múlakamp. HERBERGI - TIL LEIGU gegn bamagæzlu frá 8—1 á morgnana. Uppl. í sfma 37702. UNGLINGSPILTUR EÐA STÚLKA Unglingspiltur eða stúlka óskast til afgreiðslustarfa. Upplýsingar í síma 38057 og 14488. EINBYLISHÚS - SUMARBÚSTAÐUR Öska eftir einbýlishúsi eða sumarbústað í nágrenni Reykjavíkur, til kaups eða leigu. Uppl. í sfma 37229 eftir kl. 7 á kvöldin. HLJÓMSVEITARJAKKI - TIL SÖLU Mjög lítið notaður hljómsveitarjakki, svartur með hvítum kraga. — Sfmi 13336. Jöklar minnka á Islandi 1 fróðlegu yfirliti sem Jón Eyþórsson veðurfræðingur birti f nýútkomnu ársriti Jöklarann- sóknáfélagsins „Jökli“ um jökla breytingar á árunum 1960 — 61 og 1961—62, kemur í ljós að fyrmefnda árið hafa allir skrið- jöklar, sem mældir hafa verið, minnkað, en seinna árið hafa tveir skriðjöklar skriðið fram, en hinir allir minnkað. Mælingar hafa verið gerðar á öllum stærri jöklum landsins, mestar þó á Vatnajökli, en þar hafa milli 10 og 20 skriðjöklar verið mældir á undanfömum ár- um. Á Vatnajökulssvæðinu hafa 2 16 mm filmuleiga Kvikmyndavélaviðgerðir Skuggamyndavélar .Flestar gerðir sýningarlampa Ódýr sýningartjöld Filmulím og fl. Lj ósmyndavörur Filmur ..s Framköllun og kópering Ferðatæki (Transistor) FILMUR OG VÉLÁR Freyjugötu 15 Simi 20235 Ferð oð Tröllafossi Nk. laugardag kl. 2 e.h. efnir Heimdallur FUS, til eftirmið- dagsferðar Skoðuð verður dælu stöðin í Mosfellssveit, gengið verður upp að Tröllafossi og hann skoðaður og Laxveiðistöð rfkisins í Kollafirði heimsótt. Upplýsingar í síma 17100 jöklar skriðið fram á árinu 1961 til 1962, en það eru Svínafells- jökull og Kvíárjökull. Sá fyrr- nefndi hefur lengzt um 15 metra en Kvíárjökull um 32 metra. Báðir þessir jöklar höfðu stytzt árið áður, um 6 metra sá fyrr- nefndi en hinn um 12 metra. Allir aðrir skriðjöklar sem mæld ir hafa verið á landinu hafa stytzt að meira eða minna leyti. Það er mjög misjafnt hvað skriðjöklarnir hafa minnkað mikið, en sá jökullinn sem virð- ist hafa hopað hvað mest á þessu tímabili er Hoffellsjökull- inn (vestri tungan) sem hefur stytzt um hvorki meira né minna en 266 metra á þessum tveim árum. Fyrra árið styttist hann um 106 metra, en seinna árið um 160 metra. Á engum öðrum jökli hefur orðið þvílík breyting. Þó má geta þess að á árinu 1961 — 62 styttist Bimu- jökull í Vatnajökli um 100 m, Breiðamerkurjökull vestan Jök- ulsár um 99 m og Hagavatns- jökull vestri um 90 m. Árið næsta á undan hopuðu þessir jöklar yfirleitt mun minna, t.d. Breiðamerkurjökull aðeins um 16 metra og Bimujökull um 20 metra. Að ööru leyti hafa jökl- ar stytzt frá 3 og upp í 84 m á ári þetta tímabil. Blökkufólkið enn út- lagar í eigin landi „Blökkumenn em útlagar í sínu eigin landi,“ sagði leiðtogi þeirra dr. Martin Luther King í ræðu við minnismerki Abrahams Lincolns í Washington í fyrradag að lokinni göngu yfir 200.000 blakkra og hvitra manna, til stuðnings kröf- unurn um jafnrétti í reynd í borg- aralegu lifi blökkufólkinu til handa. Tíu leiðtogar kröfugöngunnar gengu á fund Kennedys forseta og hann sagði við þá, að sér fyndist mikið til um eldmóð þátttakenda og eins um það hversu virðulega allt fór fram, en þetta er mesta kröfuganga, sem átt hefur sér stað fyrr og sfðar í Bandarfkjunum, og vom þátttakendur úr öllum rikj- unum. Forsetinn sagðist vera þess fullviss, að gangan mundi eiga sinn þátt í, að tilganginum yrði náð. Göngunni var útvarpað og sjón- varpað um öll Bandaríkin og um TELSTAR til Evrópu. Kennedy forseti hefur birt boð- skap sinn í tilefni verkalýðsdagsins, Labour Day, sem árlega er haldinn í Bandaríkjunum um þetta leyti árs, og er það hefðbundin venja, að birtur sé forsetaboðskapur í tilefni dagsins. Að þessu sinni fjallar hann að hokkru um baráttuna til þess að tryggja blökkufólkinu þau réttindi, sem þvi ber eins og öðrum lands- mönnum, í samræmi við stjórnar- skrána; en nýtur ekkj enn í reynd. Forsetinn segir, að sigrar sem unnizt hafi í baráttunni fyrir blökkufólkið, megi ekki snúast upp í undanhald, og verði að sækja áfram að markinu. Ræða kaup á Fríkirkjuvegi 11 Bridge að Laugarvatni Sumarmót Bridgesambands is- lands verður haldið að Laugarvatni dagana 30., 31. ágúst og 1. sept- ember n.k. Þegar hafa tilkynnt þátt- töku 150 manns. Þetta er í fyrsta skipti sem sumarmótið er haldið að Laugarvatni og er meiri þátttaka í þvi frá félögum á Suðurlands- undirlendinu og suður með sjó, en verið hefur. Af þátttakendum eru karlmenn heldur í meirihluta og mikið um hjón. Áætlunarbifreið fer 30. ágúst kl. 5 eftir hádegi frá BSl, en mótið hefst kl. 8 með para- keppni. Fríkirkjuvegur 11, Bindindishöll- in, svokallaða, hefur verið til sölu, síðan Sakadómur flutti þaðan í nýtt húsnæði. Nú hafa byrjað samn ingaviðræður milli Reykjavíkur- borgar og Stórstúkunnar um kaup á húseigninni. Þær viðræður eru á byrjunarstigi. Reykjavíkurbær mun einkum hafa lóðina í huga, hún er allstór um 3500 fermetrar, fyrir framan og aftan húsið. Lóðina til hliðar við húsið, suðaustan megin á banda- ríska sendiráðið og mun Reykjavík urborg einnig hafa áhuga á þeirri lóð. Talað er um að Reykjavíkurborg muni afhenda Æskulýðsráði Frí- kirkjuveg 11 ef af kaupum yrði, en ráðið vantar tilfinnanlega húsa- kynni Héraðsmót Sjólfstæðis- manna á Ólafsfirði Héraðsmót Sjálfstæðismanna á Ólafsfirði verður haldið Iaugardaginn 31. ágúst kl. 9 síðdegis. Ólafur Björnsson, prófessor og Magnús Jónsson, banka- stjóri flytja ræðu. Til skemmtunar verður einsöngur og tví söngur. Flytjendur verða óperusöngvararnir Kristinn Hallsson og Sigurveig Hjaltested, undirleik annast Ólafur Vignir Alberts- son, píanóleikari. Enn fremur skemmtir Brynjólfur Jóhannesson leikari. Dansleikur verður um kvöldið. Héraðsmót Sjálfstæðis- manna á Siglufirði Héraðsmót Sjálfstæðismanna á Siglufirði verður haldið Iaugar- daginn 31, ágúst kl. 8,30 síðdegis. Jónas G. Rafnar, alþingismaður og Einar Ingimundarson, alþingismaður flytja ræður. Leikararnir Árni Tryggvason og Jón Sigurbjörnsson skemmta. Enn fremur syngur Guðmundur Guðjónsson, óperusöngvari, við undirleik Skúla Halldórssonar, i píanóleikara. Dansleikur verður um kvöld’ið. ir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.