Vísir


Vísir - 07.09.1963, Qupperneq 7

Vísir - 07.09.1963, Qupperneq 7
V í SIR . Laugardagur 7. sept. 1963. (■HBMBœi i tamMrrs■ wwKMg.’gWM - n i ru i .< v//y//A ir «3*. r \__________ f_________, r\ 'V&LJ~n r1 n c±L *n d ) „ Líðin / landsleiknum Liðin sem leika í dag BRETLAND J. Martin Winmbledon J. Ashworth British Navy H. M. Lindsey Wealdstone M. Candey Maidstone Utd. í S L A N D Sigurþór Jakobsson KR Ellert Schram KR Björn Helgason Fram Bjarni Felixson KR (eða e. t, v. á morgun) líta þannig út: M. Pinner Leyton Orient R. K. Law Wimbledon T. Lawrence Enfield © Gunnar Felixson KR William Neil Queens Park R. Townsend Wealdstone P. G. Buchanan Queens Park B. Harvey Walthamstow Av Axel Axelsson Þrótti Ríkarður Jónsson Akranesi Sveinn Jónsson KR Jón Stefánsson Akureyri Helgi Daníelsson Akranesi Árni Njálsson Val Lið íslands er skipað mjög góð- um og leikvönum einstaklingum. 1 markinu er Helgi Daníelsson — hann er rúmlega þrítugur að aldri og hefur að baki 13 ár í markinu í meistaraflokksleikjum. Landsleik- irnir eru 23 og allir vita að Helgi er geysilegur keppnismaður og á fáa sína lika í því tilliti. Minnast margir Helga frá leik hans gegn írum í Dublin í fyrra. — Árni Njálsson er hægri bakvörður liðs- ins. Lágvaxinn, sterkur og fljótur bakvörður, sem flestir útherjar ótt- ast. Árni leikur nú sinn 15. lands- leik fyrir ísland. Bjami Felixson, sem er vinstra megin, hefur einnig komið við sögu landsliðsins og fjór- um sinnum hefur hann klæðzt bláu skyrtunni með tölunni „3“ á bak- inu. Bjarni er kappsmaður mikill og gefur sig hvergi þótt á sé sótt. í framvarðalínunni er fyrst fyr- ir að finna Svein Jónsson, sem kem ur í stað , Garðars Árnasonar. Sveinn er mjög leikvanur maður og ætti að gera þessari erfiðu stöðu góð skil. Hann er ekki maður með „yfirferð" fremur en Garðar Árna- son, en hann „hefur höfuðið í lagi“. Miðvörður er Akureyringur- inn Jón Stefánsson. Hann hefur áð- ur leikið með landsliði, kom inn í fyrra í stað Harðar Felixsonar og átti ágætan leik eins og*‘ menn muna. Jón hefur undanfarið átt mjög sterka leiki og má búast við traustum varnarleik á morgun. — Björn Helgason, vinstri framvörð- ur, lék til skamms tíma með Isa- firði en flutti til Reykjavíkur í vor og leikur nú með Fram. Hann á einn landsleik að baki, lék gegn Norðmönnum 1959. Björn er róleg- ur og fer ekki hratt yfir, hugsandi leikmaður og byggir vel upp. Báð- ir, hann og Sveinn Jónsson, eiga til að fara of framarlega, nokkuð sem ekki má koma fyrir á morgun, það gæti haft afdrifaríkar afleið- ingar. Framlínan hjá landsliðinu ætti að geta verið sterk, ef menn komast á annað borð í gang. Hægri útherji er Axel Axelsson, — eini nýliði liðsins, 21 árs gamall og mjög snjall leikmaður, fljótur og mjög laginn að fást við knöttinn. Hann leikur við hlið fyrirliða landsliðsins, hins ódrepandi Ríkharðar Jónssonar sem er hægri innherji. Ríkharður hefur geysimikla reynslu í landsliðið, — hefur komið við sögu í flestöllum landsleikjum íslands og lengst af verið fyrirliði. Ríkharður hefur til þessa ekki gengið heill til skógar, slæm meiðsl virtust lengi vel ætla að gera fót hans lamaðan, en með þrautseigju sinni tókst honum að vinna bug á meininu með hjálp góðra manna hérlendis og erlendis. Ríkharður leikur á morgun sinn 29. landsleik í knattspyrnu, — of sjaldan hefur hann getað fagnað sigri með liði sínu, en vonandi verður það á morgun. Miðherji landsliðsins er Gunnar Felixson, markheppinn og marksækinn, fljót- ur og úrræðagóður leikmaður. —- Vinstri innherji er félagi Gunnars, Ellert Schram, en Ellert hefur sýnt afburðagóða leiki undanfarið og er ekki að efa að mikið mun á hann reyna í leiknum. Ellert er 23 ára gamall og frægur fyrir góða skall- tækni. Hann leikur nú 6. landsleik sinn. Sigurþór Jakobsson leikur á vinstri kanti. Hann er að mörgu leyti líkur Axel Axelssyni h„ úth. Hár og grannur, fljótur og Ieikinn leikmaður. Sigurþór lék sinn fyrsta landsleik í fyrra, en leikur hans nú er sá þriðji í röðinni. Það er heldur ekki langt síðan hann hóf að leika með meistaraflokki KR, það var í fyrravor. Við skulum því vona allt hið bezta, þegar við förum inn í Laug- ardal til að sjá landsleikinn. Það getur margt gerzt. Kannski sjáum við gleðilegan sigurleik, e. t. v. verður þarna enn einn tapleikur- inn. Við skulum fjölmenna og veita olckar mönnum lið og hvetja þá til hins ítrasta. Hinn 25. ágúst s.l .var opnuð í Bogasal Þjóðminjasafnsins sýning j á 27 málverkum eftir Gunnlaug Blöndal listmálara. Er sýningin i haldin í tilefni af því, að hefði listamaðurinn lifað, hefði hann . orðið sjötugur þann dag. Myndimar eru allar í einkaeign, og hafa sumar þeirra aldrei sézt á sýningu áður. — Nú eru að verða ‘ siðustu forvöð að sjá sýninguna, því að henni lýkur á sunnudag. ( Sýningin er opin frá kl. 14—22. Myndin er af ekkju Gunnlaugs, I frú Elísabetu Blöndal, hjá myndinni „Við spilaborðið". Sieimsendingar|t|óitusta Eimskipafélagið hefur samið við bifreiðastjórana Hallgrím Jónsson og Einar Guðmundsson, hjá Sendi- bíiastöðinni h.f., að taka að sér heimkeyrslu minni vörusendinga (allt að 500 kg) úr vörugeymsluhús um félagsins til innflytjenda. Þjón- usta þessi er látin í té frá og með 15. þ.m. og stendur til boða öllum innflytjendum, er vilja notfæra sér hana. Gjald fyrir heimkeyrslu hverrar sendingar er sem hér segir: Send- ingar allt að 100 kg. Kr. 65,00, 100 -200 kg kr. 85,00, 200-300 kg kr. 110,00, 300-500 kg kr. 140,00 og innheimtir bifreiðastjóri gjaldið um leið og móttakandi tekur við vörunni. Ef töf verður á því, að móttakandi geti veitt sendingu við töku, innheimtir bifreiðastjórinn aukagjald fyrir biðtímann sam- kvæmt gjaldskrá sendibílastöðv- anna. Óskir um heimsendingu á að til- kynna aðalskrifstofu Eimskipafé- lagsins (afgreiðslunni) hverju sinni og skal frumrit farmskírteinis af- hent um leið. Varan verður síðan keyrð til móttakanda innan þriggja daga. í. s. í. LANDSLEIKURINN ísland Bfetland fer fram á íþróttaleikvanginum í Laugardal íí dag, Laugardag, 7. september og hefst kl. 4 eftir hádegi. Dómari: illing Rolf Olsen fró Noregi Forsala aðgöngumiða hófst í gær í sölutjaldi okkar á Ióðinni Austurstræti 1. — Forðist troðning — kaupið miða tímanlega. — Síðast seldust öll sæti í forsölu. Knattspyrnusamband íslands. .S.Í. |

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.