Vísir - 07.09.1963, Qupperneq 9
V1SIR . Laugardagur 7. sept 1963,
9
Kenneth sést hér vinna viö reytingarvélina.
Jón bóndi Guðmundsson sést hér rota kjúkling með herlögreglukylfu. Ljósm. Vísis, B. G.
100 kjúklingum síátraB á klst.
Fyrir um það bil 17
árum var skýrt frá því í
Vísi, að stofnað hefði
verið nýtízku hænsnabú
að Reykjum í Mosfells-
sveit. Var hér um að
ræða hlutafélag, en fyr-
ir nokkrum árum keypti
Jón bóndi Guðmunds-
son allt búið og fyrir
skömmu hóf hann rækt-
un holdafugla, sem ger-
ast æ tíðari á matarborð
um okkar og matseðlum
veitingahúsanna. — Og
ekki alls fyrir löngu
setti Jón upp nýtízku-
legt sláturhús, sem
mikla athygli hefur vak-
ið.
1 gær brugðum við okkur
upp að Reykjum í Mosfellssveit
og vildi svo vel til, að slátrun
stóð yfir, er okkur bar þar að
garði. Stuttu eftir að við komum
var gert hlé á slátruninni og
við notuðum því tækifærið og
ræddum við Jón um holdafugla
ræktina og fleira.
Byrjaði 1946.
— Hvenær tók búið til starfa
Jón?
— Upphaflega var stofnað hér
að Reykjum hlutafélag um
hænsnaræktarbú til framleiðslu
á ungum og eggjum og var fað-
ir minn Guðmundur Jónsson,
meðal stofnenda. Þegar búið var
stofnað var ég við nám erlendis,
en kom hingað upp sumarið eft-
ir fullur af áhuga á alifugla-
rækt. Tók ég þá við ungafram-
leiðslu fyrir eggjaframleiðend-
ur og meiningin var að reyna
að halda við góðum kynstofni.
Eitt af verstu vandamálunum á
þessum tfmum var að kyngreina
ungana. Fór ég til Svíþjóðar til
að kynna mér þetta. —
Þetta tókst, og óneitanlega var
hér um byltingu að ræða f þess-
um atvinnuvegi.
Erfið ár fyrir
hænsnræktarbúið
— Nú, svo fljótt sé farið yfir
sögu. Árin frá 1955 til 1959
urðu nokkuð erfið fyrir búið og
í sannleika sagt stóð það á tæpu
að búið bæri sig. Það varð úr
að meðeigendurnir buðu mér
búið til kaups og tók ég þvf
bðði. Þá voru hér 800 hænsni
og fljótlega fjölgaði ég þeim
upp í 1000. Mér varð ljóst að
ekki var hægt að reka hænsna-
búið eins og verið hafði, því að
þetta hafði verið nokkurs kon-
ar vertfð frá febrúar og fram
í júlf. Varð það því úr að ég
fór út í holdafuglarækt og skap-
aði því mér meira öryggi. Árið
1961 byrjaði ég svo að undir-
búa byggingu uppeldishúss og
sláturhúss.
Næst sýnir Jón okkur upp-
eldishúsið, sem er stór og glæsi
leg steinsteypubygging. Fyrst
er komið inn f stóran sal, þar
sem útungunin fer fram. Eftir
að henni lfkur eru ungarnir
færðir inni í stórt herbergi með
mjög fullkominni loftræstingu
og síðan yfir í annað herbergi
eftir því sem þeir eldast.
100 ungum slátrað
á klukkustund
Brátt er komið að því að Jón
fari að slátra, svo við höldum
inn í sláturhúsið sem er í ein-
um enda byggingarinnar. Salur
inn er bjartur og þrifalegur. í
Ioftinu er færiband, sem krókar
hanga á, en fyrir neðan standa
vélar og flest það sem til verk-
unar þarf. — Vélarnar eru sett-
ar í gang og fimm manns raða
sér kringum færibandið og taka
til starfa. Fyrsta hænan er tek-
in úr strigapoka. Jón reiðir her-
löreglukylfu til höggs. Kjúkl-
ingurinn steinrotast, síðan er
hann hengdur upp á færiband-
ið og skorið er á hálsæðarnar.
Eftir að því líkur fer kjúkling-
urinn á færibandi eftir blóð-
rennu, þvf næst niður f ker fullt
af 52° heitu vatni, þar sem hann
„kalónast". í kerinu er gegnum
rennsli af heitu vatni. Eftir að
kjúklingurinn hefur verið í
kerinu í 3 mínútur, er fuglinn
settur í reytingarvélina. í henni
eru rúllur sem gúmmffingur eru
á. Snúast rúllumar hvor á móti
annarri og er fuglinum stungið
inn á milli. Eftir það er kjúkl-
ingnum stungið á færibandið.
Og næst eru innyflin tekin úr.
Þegar því er lokið er kjúkling-
urinn tekinn og snöggkældur.
Að síðustu er kjúklingnum
stungið inn f trekt og síðan er
honum pakkað inn f snyrtilegar
plastumbúðir.
— Hvað eru kjúklingarnir yf-
irleitt gamlir, þegar þeir eru
teknir til slátrunar?
— Svona um það bil 10
vikna.
— Og hvað er hver kjúkling-
Framh. á 10. síðu.
Að síðustu er kjúklingunuin pakkað inn í plastumbúöir,
Heimsókn oð Reykjum, þar
sem Jón Guðmundsson
rekur fuglakynbótabú