Vísir - 07.09.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 07.09.1963, Blaðsíða 16
VISIR Laugardagur 7. sept. 1963. Orsakír flugslyssins Rannsóknarnefnd flugslysa í Svisslandi hefur upplýst, að skemmdir á hjólaútbúnaði hafi ver ið orsök flugslysins fyrir þremur dögum, þegar svissnesk Caravelle- farþegaþota hrapaði átta mínútum eftir að hún hóf sig á loft frá ZUrich-flugvelli. Nefndin komst að því, að hjólaútbúnaðurinn hafi bil- að af því að á flugbrautinni fund- ust gúmmíhlutar og glýcerin úr vökvaútbúnaði. Ennfremur hefur rannsókn leitt i ljós, að öryggis- reglur voru brotnar, þegar flugvél- in hóf sig til flugs. Skyggni var aðeins 180 metrar, en samkvæmt reglum verður það að vera 200 metrar til þess, að flugvél megi fara af stað. Rógskrifum um Búnuðurbunkunn hnekkt: Hagur bankans fer sífellt batnandi Bankastjórar Búnaðarbankans sendu Vísi í gær greinargerð um hag bankans, sem rituð er í tilefni heiftarlegra árása Frjálsrar þjóðar á bankann, sem birzt hafa f sfðustu tveimur tölublöðum blaðsins. Kemur þar skýrt í ljós, að hagur bank ans er góður og hefur mjög farið batnandi sfðustu árin. Greinargerð bankastjóranna fer hér á eftir. í tveimur síðustu tölublöðum vikublaðsins Frjáls þjóð er Bún- aðarbanki Islands borinn ýms- um sökum. Uppistaðan í fyrri grein blaðsins er kærubréf frá manni, sem telur sig hafa lent í höndum okrara. Það er að sjálf sögðu ekki síður áhugamál Bún aðarbankans en Frjálsrar þjóð- ar, að það mál upplýstist til hlít ar, þótt umræddur lögfræðingur hafi aldrei haft víxla- eða verð bréfaviðskipti við Búnaðarbank ann. Er eðlilegt og nauðsynlegt, að það mál verði rannsakað af ákæruvaldinu og mun bankinn ekki eiga aðild að blaðadeilum um það. Óumflýjanlegar leiðréttingar. í síðasta blaði Frjálsrar þjóð- ar er kæra verkamannsins hins vegar horfin í skugga heiftar- legra árása og rógsskrifa um Búnaðarbanka íslands. Þar sem þau skrif eru sýnilega til þess ætluð að rýra álit bankans og traust hjá þeim tugþúsundum Þóttist eiga hjúskaparrétt Árásarmálið í hótelherberginu, að vísu fyrir sig að hann hafi tap- til ráðstafana sem brutu í bág við sem Vísir skýrði frá nú um miðja að minni og fyrir bragðið liggur lög og venjur. vikuna hefur verið til rannsóknar hjá rannsóknarlögreglunni undanfar ið og verður nú sent Saksóknara ríkisins til endanlegrar ákvörðun- ar. Að því er rannsóknarlögreglan tjáði Vísi f gær virðist málið — samkvæmt vitnaleiðslum — liggja ljóst fyrir. Árásarmaðurinn ber þvf BLAÐSÖLUBÖRN VISIR greiðir kr. J,00 i sölulaun fyrir hvert selt blað ekki fyrir játning af hans hálfu. Hann hefur hins vegar viðurkennt að þegar hann verði mjög drukk- inn, eins og hann var nú, þá kom- ist hann úr „sambandi" eins og það er orðað og veit þá ekki hvað gerist. Sami maður hefur jafnframt gef- ið í skyn við yfirheyrslu að kona sú, sem hann var með umrædda nótt, og gift er öðrum manni, hafd verið fús til að skrásetja sig sem kona hans í gestabók hótelsins. Þar af leiðandi hafi hann líka talið sig eiga einskonar hjúskaparrétt eftir að inn f herbergið kom. Við andmæli hennar á þeim rétti telur hann lfklegt að hann hafi snúizt reiður við og gripið þá jafnframt manna, sem við hann skipta, tel ur bankastjórnin óumflýjanlegt að leiðrétta staðhæfingar blaðs- ins um hag bankans og við- skiptahætti almennt. I sambandi við skrif blaðsins um einstök viðskipti bankans nýtur blaðið þess, að bankanum er að lögum óheimilt að gefa nokkrar upp- lýsingar um viðskipti einstakra aðila við bankann. Þeim róg- skrifum blaðsins verður þvf eigi af bankans hálfu svarað opin- berlega. I umræddri grein Frjálsrar þjóðar eru þær fáránlegu stað- hæfingar fram bornar, að spari- sjóðsdeild bankans sé „gjald- þrota“, að bankinn „fleyti sér á okurlánum frá Seðlabankan- um“, að bankinn kaupi „við- stöðulaust" „vafasama papp- fra“, að bankinn kaupi milljón- um saman skuldabréf með 6-7% vöxtum, og að verðbréfaeign bankans sé „ískyggilega mikil“. Allt eru þetta ákæruatriði, sem sýndu svo botnlausa óreiðu, ef sönn væru, að ætti að varða tafarlausum stöðumissi stjóm- enda bankans og opinberri rann sókn. Sem betur fer er hér um svo dæmalausar fjarstæður að ræða, að einhver annarleg sjónarmið hljóta að stýra penna manna, sem slíkar fullyrðingar láta frá sér fara um opinbera peninga- stofnun, sem þeir hljóta að skilja að mikið veltur á að njóti almenns trausts. Um síðustu áramót var skuld laus eign sparisjóðsdeilrar Bún aðarbankans rúmar 28 millj. kr. og bankans í heild 60 millj. kr., auk fasteigna. Engin yfirdráttar- skuld 1962. Fyrir nokkrum árum lenti bankinn f greiðsluörðuleikum, sem er ekkert óalgengt um banka hérlendis . Va r um þá skuld samið með mun lægri vöxtum en yfirdráttarvextir Seðlabankans þá voru. Var nettó skuld bankans við Seðlabank- ann f árslok 1960 36 millj. kr. Er þá ekki frádregin inneign Framh. á bls. 6 Veríur landsleiknum frestað tíl morguns? Vera má að Iandsleik Stóra Bretlands og Islands verði frest að um einn sólarhring og fari fram á morgun. Ákvörðun um þetta mun verða tekin fyrir há- degi f dag á fundi KSÍ, en ástæð an er sú, að veðurguðimir voru ekki mjög hliðhollir knatt- spymukeppni í gærdag, eins og menn vita, og að auki kom brezka liðið mjög seint til Reykjavíkur, áætlunarfluginu frá Glasgow seinkaði og liðið kom ekki fyrr en seint í nótt á Reykjavíkurflugvöll. Eru menn því beðnir að veita athygli aug- lýsingum þetta varðandi í hádeg isútvarpi í dag. Veðurstofan tjáði okkur seint í gærkvöld, að ekki væri von á veðurbreytingu f dag. Ekki er vitað með fullri vissu hvemig iið Breta lítur út, þvf vel getur verið að hinn frægl markvörð ur liðsins, MIKE PINNER frá Ley- ton Orient verði ekki með, — á- stæðan er sú að hann mun hafa leikið með Leyton gegn Plymouth f vikunni án leyfis og gegn vilja Mr. Creek, fyrirmanns OL-Iiðs Breta. Ekki liggja staðreyndir fyrir um þetta, svo ekki skal fullyrt hvort Pinner sé í hópi landsliðs- manna eða ekki, — en í öllu faili mundi fjarvera hans létta fram- linumönnum okkar leiðina með bolt ann í marknet Breta! Ovíst um úrslit í gær fór fram almenn .leynileg atkvæðagreiðsla i félögum háseta, stýrimanna og vélstjóra á kaup- skipaflotanum um samkomulag samninganefnda þessara aðila og skipafélaga. Vel sóttur fundur háseta var haldinn í Iðnó f gær og yfirmenn héldu sína fundi á Bárugötu 11. Þegar Vfsir fór í pressuna snemma í gærkveldi voru úrslit ekki kunn. Beðið var eftir skeyt- um um atkvæðagreiðslur um borð í þeim skipum sem eru úti á sjó. En talið var mjög óvíst hvort sam- komulag samninganefndanna yrði staðfest, a. m. k. af hásetum. Rafmagnsskömmtun úAusturlandi Lyndon í Svíþjóð Lyndon B. Johnson varafor seti Bandarikjanna ferðaðist frá einum stað til annars í Sví þjóðarheimsókn sinni. Hér er hann að aka frá þyrilvængju á næsta áfangastað. Hann er hress og glaður að sjá. Allmargt manna fylgist með varaforset anum. (Mynd USIS). Rafmagnsskömmtun hefur nú verið tekin upp á Austurlandi og stafar hún af vatnsþurrð í Grímsá. Er ástandið svo alvarlegt þarna, að orku framleiðslan í Grímsár- virkjuninni er nú innan við 18 þúsund kw-stund ir á sólarhring, en hún var gerð fyrir 60 þús- und kw-stundir. En raf- orkuþörfin er um 70 þús. kw-stundir. Til uppbótar eru nú allar vara aflstöðvar í gangi. Eru það dísil stöðvar á Seyðisfirði, Neskaup- stað og Fáskrúðsfirði og lítil vatnsaflsstöð í Fjarðará i Seyð- isfirði. Þessar varastöðvar fram leiða 36 þús. kw-stundir. Vatnsleysið stafar bæði af snjóleysi s. 1. vetur og þurrkum í sumar. Til þess að spara raf- magnið. er Grímsárvirkjunin ekki látin ganga frá miðnætti til kl. 7 að morgni, og þá reynt að safna vatninu saman. Ef ekki fer að rigna, er hætt við að taka verði upp enn strangari raf- magnsskömmtun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.