Vísir - 09.09.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 09.09.1963, Blaðsíða 1
53. árg. — Mánudagur 9. sepíember 1963. — 197. tbl. 6 MANNA NEFNDÁ FUNDÍDAG Súpukjötið kostur nú 57 krónur Sex manna nefndin, sem á- kveöur verð á landbúnaðarvör- um, kemur saman á fyrsta fund sinn í dag aö Ioknum fundi Stéttarsambands bænda. Full- trúar framleiöenda í nefndinni höföu reiknað út, að landbún- aöarvörur ættu að hækka i veröi um 36% i haust og lagt fram þá áætlun um það. Bændafundurinn samþykkti að verðgrundvöllurinn ætti að hækka ennþá meira. Hvað gera bændafulitrúamir i nefndinni nú? Tveir þeirra, Einar Ólafssoon og Sveinn Tryggvason hljóta að standa við fyrri útreikninga sína. En nú hefir skipt um þriðja fuiltrúa framleiðenda í nefndinni og er þar kominn Gunnar Guðbjartsson. hinn ný- kjörni formaður Stéttarsam- bandsins. Yfirbýður hann nú meðfulltrúa sína í nefndinni, eða hvað? NÝJA KJÖTVERÐEÐ: Hinn 6. þessa mánaðar var auglýst verð á nýju dilkakjöti, og gildir það meðan sumar- slátrun stendur yfir, eða þar tii 6 manna nefnd eða yfimefnd, hefir ákveðið haustverðið á Frh. á bls. 5. Á síðustu árum hefur þess orðið vart, að á botni Eyjafjarð- ar og Seyðisfjarðar muni liggja slitur af tundurduflagirðingum frá stríðsárunum, sem ætlað var að hefði verið eyðilagðar í stríðslok, en því virðist ekki hafa verið lokið að fullu. Fyrir milligöngu íslenzkra stjórnarvalda hefur íslenzka landhelgisgæzlan fengið aðstoð sérfræðinga brezka flotans, sem þessum tundurduflalögnum eru kunnugastir, til þess að vinna að undirbúningi þess að fjarlægja eftirstöðvar girðing- anna. Kemur brezk flotadeild tundurduflaslæðara, alls 5 skip hingað til lands í miðjum þess- um mánuði, til þess að vinna verk þetta með íslenzku land- helgisgæzlunni. Fyrir brezku flotadeildinni er Captain Barry J. Anderson. Landhelgisgæzlan mun birta nánari tilkynningar til sjófar- eenda um aðgerðir þessar er að þeim kemur. Gert er ráð fyrir að þeim verði lokið um 18. þessa mánaðar. Skepnuhald bannaö á Akranesi Fyrir nokkru ákvað bæjarstjórn Akraness eftir tillögu heilbrigðis- nefndar að banna allt skepnuhald í bænum. Stafar þessi ákvörðun m. a. af auknum garðræktaráhuga í bænum, en talsvert hefur verið um sauðfjárhald á Akranesi bæði í sjálfum bænum og í garðiöndum, sem eru fyrir ofan hann. Hefur fé gengið laust og oft vaidið spjöllum 1 görðum. Tveir af aðaidönsurum Konunglega danska ballettsins, þau Margrethe Schanne og Kjeld Noack, sem komu hingað fyrir 11 árum og dönsuðu á sýningum f Þjóðleikhúsinu. — Myndin tekin f veitinga- salnum á efstu hæð Hótei Sögu í morgun. (Ljósm. Vísis I.M.). Drnski Ulettinn komiim í gærkvöldi kom hingað til lands hinn heimsfreegi danski baliett frá Konunglega leikhús- inu í Kaupmannahöfn, og er þetta langstærsti baliettflokkur, sem haldið hefur sýningar á ís- landi. Sýnir listafólkið hér fimm balletta, þrjá klassfska og tvo eftir nútímahöfund, og verður frumsýningin armað kvöld á La Sylphide eftir Boumonville, „föður danska ballettsins“, og Sinfóníu f C-dúr eftir Balan- chine við tónlist eftir Bizet. Síð- an verða sýningar á hverju kvöldi alla þessa viku og loka- sýningin á sunnudagskvöld. Það gekk ekki of vel að ná tali af hinum frægu dönsurum. Þeir voru allir farnir út og suð- ur að skoða borgina og spóka sig f sólskininu. Þó var heppnin með okkur, því að okkur tókst að hremma tvo af aðaldönsur- um flokksins, Margrethe Schan- ne og Kjeld Noack, áður en þau höfðu ráðrúm til að forða sér. „En hvað Reykjavík er orðin Frh. á bls. 5. VISIR Tvö skip Eimskipafélagsins Iágu f höfninni í morgun. B*oðið i dag Fwmmnmeikíallii skollið á að nýju Bls. 2 Landsleikurinn við Stóra-Bretland. — 4 Æskan f Evrópu. — 8 Tollamálafundur f Genf. — 9 Ný fslenzk Biblíuþýðing. Mlm sfrandferðsr sföðvasf ínnan fúrra daga Farmannaverkfallið er skollið á að nýju. Fundur Far með sáttasemjara til kL 2 í nótt og annar er boðaður í kvöld. Fulltrúar skipaútgerðanna halda í iag fund kl. 4. Kl. 16 í gær var útgerðarfélög- um allra kaupskipa í landinu til- kynnt að verkfall það, sem frestað var sl. mánudag vegna atkvæða- greiðslu um miðlunartillögu sátta- semjara, kæmi þegar til fram- kvæmda. Hafa 8 farskip þegar stöðvazt í Reykjavík af þeim sök- um og forstjóri Skipaútgerðar rík isins sagði í viðtali við Vísi f morg un að allar strandferðir stöðvuðust innan fárra daga ef verkfallið héldi I áfram. Verkfalli þessu var skellt á I að nýju sökum þess að hásetar og smyrjarar á kaupskipunum felldu með 187 atkvæðum gegn 26 það samningsuppkast, sem samninga- nefnd þeirra hafði þó fyrir sitt leyti samþykkt á fundi með sátta- semjara. Stéttarfélög allra annarra skipsmanna á kaupskipunum sam- þykktu það samkomulag, sem Framh. á bls. 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.