Vísir - 09.09.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 09.09.1963, Blaðsíða 16
Fjöldi báta bíður löndunar (áóð veíði é síidsarmiðunuin s Allgóð veiði var á síidarmiðun- um s.l. sólarhring og fengu 36 skip samtals 34.430 mál. Síldin veiddist 115 — 140 milur austur að suðri frá Dalatanga. Veður var nú gott á miðunum, úr þvi að komið er út fyrir 100 mílur, SV gola og bjartviðri. Á leið til lands hafa skipin lent í brælu en allt hefur gengið sæmi- lega og engu skipi hefur hiekkzt á svo vitað sé. Bátarnir eru nú í færra lagi á miðunum því að mörg skip liggja inni á höfnum Austurlands og bíða löndunar. Norðan og NA rok er nú við Mánudagur 9. sept. 1963. Stjórnandinn forfallaðist Hljómsveitarstjórinn, Gustav Kön- ig, sem stjórna átti á þrem fyrstu hljómleikum Sinfóníuhljómsveitar- innar, fyrst 10. október n.k., hefur tilkynnt að hann verði að hætta við komu sína hingað. Ekki er ákveðið hver stjórnar í stað hans. Vísir skýrði frá prógrammi Sin- fóníuhljómsveitarinnar f. helgi, en skömmu eftir að blaðið kom út barst forráðamönnum hljómsveitar- innar bréf Königs. Skýfall á Tjörnesi og Siglu- GUÐRÚN HYLLT I SÚLNASAL Ungfrú Alheimur, Guðrúh Bjamadóttir var hyllt af miklum mannf jölda á glæsilegri móttöku og kveðjuhátíð sem haldin var henni til heiðurs f Súlnasalnum á Hótel Sögu s.I. Iaugardags- kvöld. Geysifjölmennt var á hátið- inni og munu færri hafa komizt að en vildu og sýnir það hve ánægðir landar hennar em með hina glæsilegu frammistöðu hennar á Langasandi. Á dagskrá hátíðarinnar var m.a. tízkusýning og sýndu stúlk ur úr tízkuskólanum kápur og dragtir frá verzlun Bernharðs Laxdals í Kjörgarði og var mikil og almenn ánægja meðal áhorf- enda. Sigurður Magnússon fulltrúi flutti ræðu og var mjög góður rómur að henni kveðinn og fékk ræðumaður dynjandi lófatak. Að ræðunni lokinni steig upp á pallinn Guðrún Bjarnadóttir og var hún hyllt af gestum með fer földu húrrahrópi og lófataki. Frú Sigríður Gunnarsdóttir afhenti sfðan Guðrúnu gjafir og blóm sem henni höfðu borizt og las upp heillaskeyti sem send höfðu verið. Meðal gjafanna voru Elna saumavél frá heild- verzlun Árna Jónssonar og dem- antshringur frá gullsmiðum Steinþóri og Jóhannesi. Er Guðrún hafði veitt gjöf- unum, blómunum og skeytun- Framh. á bls 5 Langanes svo að ekki komast nema stærstu bátar til Raufarhafnar til löndunar. Eftirtalin skip fengu 1000 mál eða meira: Vigri 1150, Auðunn 1100, Ólafur Magnússon 1300, Gullfaxi 1200, Helgi Helgason 1700, Hannes Haf- stein 1700, Guðmundur Pétursson 1400, Fram 1250, Sæúlfur 1100, Þor geir 1100, Helgi Flóventsson 1550, Skipaskagi 1100, Lómur 1400, Húni II. 1350, Freyfaxi 1000, Snæfell 1650, Ingvar Guðjónsson 1550. Frú Sigríður Gunnarsdóttir afhendir Guðrúnu Bjarnadóttur gjafir og bióm er borizt höfðu. VÍSIR Þrír menn slasast Þrír menn slösuðust í Reykjavik um helgina að því er bókað var hjá lögreglunni. 1 tveim þessara tilfella var um vinnuslys að ræða og í bæði skiptin f skipum í Reykjavfkur- höfn. Á laugardaginn slóst timbur, sem verið var að skipa upp úr m.s. Hvassafelli, f mann sem var við vinnu f lest skipsins. Hann meiddist og var fluttur í slysa- varðstofuna, en blaðinu er ekki kunnugt um hve mikil meiðsl hans voru. Sfðdegis f gær varð slys á þil- fari m.s. Brúarfoss. Maður sem var við vinnu þar skarst eitthvað, en ekki neitt sem nam. Aðfaranótt sunnudagsins varð slys í Bjamarborg við Hverfisgötu. Drukkinn maður var að fara út úr íbúð hússins og á leið niður stiga. Stíginn var brattur og maðurinn missti fótanna. Hann lenti með höfuðið á miðstöðvarofni, féll í Framh. á bls 5 fjarðarskarð lokað afsnjó Þannig lítur nú út f Siglufjarðarskarði, fyrsti vetrarsnjórinn kominn. — Á myndinni er séð ofan i Slglufjörð, kaupstaðurmn fyrir miðju. Óvenjumikil úrkoma og snjókoma í fjöll hef- ur verið á norðan- og austanverðu landinu í nótt og í gærkvöldi og víða í Þingeyjarsýslum mældist úrkoma með því mesta sem þar mæl- ist á þessum árstíma. — Siglufjarðarskarð er lok að af snjó. Til fjalla er snókoma en á láglendi og niður við sjó er aðallega rigning og bleytuhríð. Á Grímsstöðum á Fjöllum mæld Framh. á bls. 5. Lúðuþjófar teknir Hálfrar milljónar kr. þýfí skilai Stöðug og óslitin rannsókn hefur staðið yfir undanfarið f máli ávfsanasvikarans og inn- brotsþjófsins, sem m.a. brauzt inn 1 úra og skartgripaverzlun Jóns Slgmundssonar á Lauga- vegi 8. Alls nema verðmæti þau sem maður þessi stal eða sveik út úr fólki um hálfa milljón króna, allt á einurn einasta mán uði. Það sem lögreglunni þykir merkilegast og í rauninni óvenju legast við þetta mál allt, er að þjófurinn hefur skilað eða endur greitt nær öll verðmætin sem hann tók ófrjálsri hendi. Ingólfur Þorsteinsson yfirvarð stjóri hjá rannsóknarlögreglunni hefur haft rannsókn máls þessa með höndum og hann tjáði Vísi í morgun að hann myndi skila málinu af hendi í dag til dóm- arans. Þjófurinn situr enn í gæzluvarðhaldi. Það má segja að það hafi verið snarræði og skjót hand- tök lögreglunnar að henni tókst að grípa þjófinn svo til á síð- ustu stundu áður en hann komst úr landi. Hann var búinn að kaupa sér farmiða til útlanda og ætlaði að taka með sér þýf- ið, eða a.m.k. mikinn hluta þess. Ef það hefði tekizt er mjög óvíst hversu farið hefði Framh. á bls. 5. í gærkveldi kom vélamaður á togara í lögreglustöðina og kærði yfir þjófnaði eða ráni á 4 lúðum. Sagði hann að þrír menn hafi komið um borð í togarann, farið niður í lest og tekið þar 4 lúður. Þegar mennirnir komu með feng sinn upp úr skipinu varð vélamað- urinn á vegi þeirra og skipaði hann þeim að láta Iúðurnar af hendi. Þeir gerðu sér þá lítið fyrir og fleygðu þeim í sjóinn, en véla- maðurinn kærði athæfi þeirra fyr- ir lögreglunni. Lögreglan hóf leit að lúðuþjóf- unum og handtók 2 þeirra, en þann þriðja fann hún ekki.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.