Vísir - 09.09.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 09.09.1963, Blaðsíða 15
V 1 S I R . Mánudagur 9. sept. 1963. /í Peggy Gaddis. 17 Kvenlæknirinn Tólftl kapltuli Klukkan var orðin nlu og ekki kom Nicholas læknir, enda varla að vænta, en Meredith var orðin svo óþolinmóð, að hún stikaði fram og aftur um biðstofugólfið, þar til fjölga fór í biðstofunni. Sá hún þá, að hún mátti ekki hafa slæm áhrif á aðra með áreirni sinni. Settist hún þá og reyndi að láta á engu bera. Loks gat hún ekki stillt sig um að ganga að borði hjúkr- unarkonunnar, sem annaðist mót- tökur og spurði: — Er Nichols læknir kominn? — Ó, já, hann er að gera upp- skurð. Svarið kom dálítið ónotalega við Meredith. Hún mátti vita þetta. Var hún ekki læknir og hafði oft að- stoðað Evan Farley við uppskurði og vissi hvernig allt gekk til. Hún minntist þess hve kaldur og til- finningalaus Farley hafði verið og hjúkrunarkonan þarna og annað starfslið leit vitanlega ekki á þetta nema sem hvern annan uppskurð, en Meredith þótti vænt um Marthy frænku, og hún gat ekki litið á þetta læknisaugum eða hjúkrunar kvenna þessa stundina. ~ —i-------- Skömmu eftir klukkan ellefu kom hjúkrunarkona og nefndi nafn henn ar. Meredith reis óstyrk á fætur. — Ég er Slake læknir. — Gerið svo vel að koma með nér, læknir, sagði hjúkrunarkonan kurteislega og hlýlega og leiddi hana eftir löngum göngum að dyr nokkrum. Opnaði hún dyrnar og lét hana fara inn á undan sér. Er inn var komið sagði hún: — Nichols læknir, hér er Blake læknir. Nichols læknir stóð við glugg- ann, enn klæddur hvíta sloppnum. Þegar hann sneri sér við og horfði á hana sá Meredith þegar á svip hans hvað gerzt hafði. — Ó, nei, leið eins og andvarp frá brjósti hennar. Hún hneig niður í stól og huldi andlitið í höndum sér. Nichols lækn is stundi þungan og strauk hendi uin hið þykka, hvíta hár sitt. — Aldrei orðið fyrir neinu slíku, Allt benti til, að hún mundi stand- ast aðgerðina vel, þótt meinið væri verra en ég bjóstvið — væri farið að dreifast. Hún virtist furðu þrótt mikil, en allt í einu sagði svæfingar læknirinn: Hún er dáin, læknir! Hann var undrandi, og reiður í undrun sinni, næstum örvænti, yfir að standa hjálparvana — og þó mátti jafnan við því búast, að slíkt gæti gerst á mörkum lífs og dauða, þótt sem betur fer færi sjaldan svo illa, þegar sæmilega hafði horft. Meredith sat en með andlitið í höndum. sér. Hún minntist þess hve hress og glöð Marthy frænka hefði verið um morguninn, I sínu barnslega trausti — og nú var hún dáin. Þetta var svo mikið áfall fyrir Meredith, að hún var næstum alveg buguð. Það var barið að dyrum og hjúkr unarkonan kom inn og sagði eitt- hvað við Nichols lækni og hann kinkaði kolli ákaft. Og fyrr en varði vatt sér inn maður, gekk til Meredith lyfti henni upp og hallaði hennj að barmi sér. — Hugh, hvíslaði hún, lyfti hönd um að andliti hans og snart það með fingurgómunum eins og til þess að fullvissa sig um að það væri hann, sem kominn var til hennar, nú, þegar hún þarfnaðist nærveru hans meira e okkurn tíma fyrr. — Ó, Hugh, guði sé lof að þú skyldir geta komið, einmitt I núna þegar ég þurfti mest á þér að halda. Hugh kyssti hana blíðlega og sagði: — Ég vona, elskan mín, að ég geti alltaf verið nálægur, þegar þú þarft á mér að halda. Hún titraði öll við barm hans. — Þú — Þú veizt um Marthy frænku? — Já, vina min, Nichols læknir hringdi til River Gap I morgun á heimili þitt. Rosalie kom I slmann. Hann spurði hana hvort hún héldi að þú vildir að hún kæmi — eða einhver annar — ef eitthvað gerð- ist, sem þér yrði mikið um, og hún vísaði á mig. Og Nichols hringdi til mín, gerði grein fyrir öllu, og við Cooper héldum af stað þegar. — Vissi þá Nichols læknir, að svona mundj fara? — Því fór fjarri, þrumaði Nirhols læknir, en þau höfðu gleymt nær- veru hans. En ég var áhyggjufull- ur. Hún virtist hafa traust hjarta og allt var I lagi með blóðþrýst- inginn — en maður getur aldrei verið viss hvernig fer. Og mér fannst, ef illa færi, að hér ætti að vera einhver nærstaddur, sem yður þykir vænt um. — Þökk, gat Meredith stunið upp, og ég er þakklát fyrir allt . . . — Sleppið því og komið ykkur nú af stað og þér reynið að jafna. yður, Meredith læknir. Ég skal sjá um allt, sem ógert er fyrir Marthy frænku. Útförin verður að sjálf- sögðu að fara fram I Rivef Gab. Meredith gat aðeins kinkað kolli. Hugh kvaddi Nichols með handa bandi og studdi Meredith út. Bíllinn hans var við gangstétt- ina og Copper cat undir stýri. Hann spratt á fætur og kom á móti þeim og Hugh svaraði þögulli spurningu hans með þvl að kinka kolli. — Þetta hryggir mig mjög, sagði hann af samúð. — Þökk, sagði Meredith, ég á víst ekki mikið til af þeirri still- ingu, sem er hefð lækna, en — mér þótti væntum hana. — Hvað viltu að við gerum, vina mín, spurði Hugh hlýlega. Bíða hér til morguns, þegar Marthy frænka . . . Hún flýtti sér að hrista höfuðið. — Ó, nei, við skulum fara strax til River Gap . . . Hún þagnaði skjótlega. — En þú hlýtur að vera þreytt- ur eftir að hafa ekið klukkustund- um saman . . ? — Ég hef ekki snert stýrishjól- ið. Cooper ók. Mér datt I hug, að þú leyfðir mér að aka þér heim I þínum bíl, en Cooper á hér ein- hver erindi að reka, og kemur á eftir í mínum bíl. Og þetta varð að ráði. Klukku- stund síðar, er þau höfðu greitt reikning Meredith í gistihúsinu, óku þau af stað heim til River Gap og sat Hugh sem geta má nærri undir stýri. Hún hallaði höfði að öxl hans, innilega hamingju- söm yfir að hann hafði komið að sækja hana. Hann ók þögull, því að hann skildi, að hún varð sjálf að endurv|nna ró_, síjia og henrý múfidi tákast það, með hann sér við hlið, reiðubúinn til þess að bera byrði með henni. Það var komið fram yfir hádegi, er hann ók út af veginum, þar sem voru runnar og dálítill bolli. — Það er nú svo elskan mín, að ég er venjulegur maður, sem þarf að nærast á einhverju við og við, og þar sem ég hefi einskis neytt slðan klukkan sex I morgun . — Fyrirgefðu hvað ég er hugs unarlaus, elskan min, við hefðum átt að fá okkur hádegisverð áður en við lögðum af stað. — Það hefði frú Cooper aldrei fyrirgefið okkur, sagði Hugh og opnaði farangursgeymsluna og tðk úr henni tágkörfu. — Þú færð nú að sjá rétt strax hvað er I henni þessari. Þau ákváðu að nota flata klöpp sem þau sáu þarna fyrir borð, breiddu á hana dúk, sem var I körf unni, ásamt lystilegu kjúklingasal- ati og smurðu brauði og fleiru, og hitaflösku með kaffi I. — Ég held bara að ég sé dá- lltið svöng, sagði Meredith, er hún virti þetta fyrir sér og var sann- ast að segja dálítið hissa á sjálfri sér. I körfulokinu yoru plastdiskar og bollar, hnífapör og teskeiðar. Hugh hellt kaffi I bolla og rétti henni og sagði: — Auðvitað ertu sársvöng, og þú skalt eiga mig á fæti, ef þú gerir þessu ekki góð skil. — Já, herra, sagði hún auðmjúk- lega og það var eins og tillit augna hennar bæri þvl vitni, að aftur væri tekið að birta I hugarheimi hennar. — Mér líkar þessi tónn, sagði Hugh, alveg prýðilega. — Ég vil nefnilega að konan mín tali til mín þannig — líti úr eins og þú, og hegðir þér eins og þú. Þú ert yndislegt konuefni, Meredith. Hafi ég ekki sagt það fyrr, þá geri ég það nú. Hún brosti til hans. Augu hennar voru rök. Hún rétti fram hönd slna og hann greip I hana, og þau brostu hvort til annars brosi ástar og trausts. Hún sagði eftir nokkra þögn: — Heldurðu, að það sé skakkt af mér að halda áfram að vera læknir? Þau horfðust I augu og hún sá, að honum hafði brugðið við þessa skyndilegu spurningu henn- ar. Hann varð alvarlegri, munn- svipurinn örlítið harðari, er hann svaraði: — Það er nú ekki sanngirni I að spyrja mig þessarar spurningar, elskan mín. Aðstaða mín er sú, að ég mundi eiga erfitt með að svara henni hiutdrægnislaUst. . — Það — er bara þaö, Hugh, að þetta sem gerðist ,hefir eins og lamað mig, svo að efi hefir vaknað hvort ég er eins hæf til þess að gegna læknisstarfi og ég haföi tal- ið, að ég væri. Get ég tekið á mig ábyrgð, sem læknisstarfina fylgir? Allt þetta fólk treystir mér, er ve ltil mín, og ég óttast hver á- hrif það muni hafa, ef ég — ég skyldi bregðast því. Hugh var þögull um stund áð- ur en hann svaraði;,-, ' —' Þú '•ÍftAP.tÍftf \ íiiikinn vanda. Ef ég segði, að þú ættir að hætta læknisstörfum gætirðu freistast til að verða við óskum mínum þegar — að við gengjum I hjónaband. — En það veiztu, að ég þrái svo heitt, Hugh? — I guðanna bænum, Heredith, segðu ekki meira. Ég verð að fá að hugleiða þetta. Hann reis á fætur. — Fyrirgefðu, vinur minn, sagði hún en svo lágt, að hún var ekki viss um, að hann heyrði það. Það var mjög friðsamlegt og ró- legt þarna I grænum bollanum, skammt frá gijáaníi þjóðveginum. Þokuslæðingur var yfir Blátindi, sem gnæfði við himinn I fjarlægð. Umferð um þjóðveginn var strjál, — nú voru tímar benzínskömmtun ar, en fyrir styrjöld var þarna tíð- ast umferð bíla sem á borgar- stræti. Skammt frá þeim rann smá lækur og lék veikur niðurinn frá honum vel í eyrum, og fuglar kvökuðu á greinum trjánna, en með meiri deyfðarbrag en fyrst á morgnana, er þeir fagna komu nýs dags og sólar. Hugh hafði nú snúið baki að henni. Hann hélt á smágrein, og fannst það benda til, að einhver sleit af henni laufin, og henn. ókyrrleiki væri á taugum hans. Of fannst það benda til, að einhvei nú var hann farinn að rífa börk- inn af greininni. — Þig langar til að vita hvaðs skoðun ég hefi á þér sem lækn: sagði hann loks. Ég veit ekki nems ég sé lifandi sönnun um kost; veizt vel, að ég stæði hér ekki né þína og hæfileika sem læknis. Þú ef þú hefðir ekki bjargað mér. Og hefði ég haldið lífinu, væri ég á- reiðanlega illa farinn heilsufarslega »□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ T A R Z A N Þetta er tákn góðs, Tarzan, seg- okkur vináttubönd, sem eru iatn étum hjartað líka, seg'r nufhák- ráðagerð, sem þarfnast sterkra ir Gana. Hátíðin mun tengja með sterk og vöðvar ljónsins. Og við urinn Tardan, þvl að ég er með ttuga ,og stérks hjarta. Hárgreiðslustofan HATÚNI 6, simi 15493. Hárgreiðslustofan S Ó L E Y Sólvallagötu 72. Símj 14853. Hárgreiðslustofan P 1 R O L A Grettisgötu 31, sími 14787. Hárgreiðslustofa VESTURBÆJAR Grenimel 9, sími' 19218. Hárgreiðslustofa AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugaveg 13. sími 14656 Nuddstofa á sama stað. Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINU og DÓDÓ Laugaveg 18 3 hæð (lyfta). Sími 24616 Hárgreiðslustofan Hverfisgötu 37, (horni Klappar-1 stfgs og Hverfisgötu). Gjörið [ svo vel og gangið inn. Engar < sérstakar pantanir, úrgreiðslur. ] P E R M A, Garðsenda 21, sími ] 33968 — Hárgreiðslu og snyrti- stofa. Dömu, hárgreiðsla við allra hæfi * TJARNARSTOFAN, Tjarnargötu 10, Vonarstrætis- megin. Sími 14662 Hárgreiðslustofan SL cfmí 12614 * Ódýrar þykkar drengjapeysur HAGKAUP Miklatorgi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.