Vísir - 09.09.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 09.09.1963, Blaðsíða 9
V í S I R . Mánudagur 9. sept. 1963. 9 Raett við Ásmund Guðmundsson biskup Ásmundur Guðmunds son biskup situr við skrifborð sitt umkringd- ur bókum og blöðum, biblíuþýðingum á mörg- um tungumálum, guðs- orðabókum, stöflum af handritum og óskrifuð- um örkum. Hann er önnum kafinn við verk, sem hann hefur unnið að um margra ára skeið — endurþýðingu Nýja testamentisins úr grísku. Nú er því senn lokið, en lengi má finna eitthvað til að vanda enn betur. Við og við grípur hann pennann og gerir smá- breytingar á orðalagi, sem hann er ekki fylli- Iega ánægður með. Hann er mjög vandlát- ur. „Þetta hefur verið mitt aðal- starf, síðan ég lét af biskups- embætti“, segir hann hægt og vingjarnlega. „En mig hefur langað til þess, allt frá þvi að ég var við guðfræðinám. Þá minntust kennarar mfnir stund- langaði mig að taka upp þráð- inn aftur, svo að ég þýddi Matt- eus og Lúkas með sömu aðferð og við sr. Gísli höfðum haft við Markúsarguðspjall, tók sfð- an til við Jóhannes og eftir það hvert af öðru rita Nýja testa- mentisins. Að þessu hef ég unn- ið flesta virka daga seinustu fjögur árin og oft frá morgni til kvölds". „Og nú er verkinu lokið?“ „Að þvf sé að mestu lokið, hygg ég, að ekki muni vera of- sagt“. ”Er Þess' ný3a þýðing mjög frábrugðin þeirri sem not- uð hefur verið að undanförnu og reyndar enn?" „Nei, ég hef gert mér að reglu að breyta ekki nema þar sem ég hef álitið breytingar þörf — ég breyti ekki til þess að breyta, heldur læt mér nægja að lagfæra atriði, sem valdið geta misskilningi, víkja við ein- stökum orðum og fegra málið, þar sem mér virðist betur mega fara. Ég hef stuðzt við eldri íslenzkar biblfuþýðingar og haft til hliðsjónar erlendar útgáfur, enskar, þýzkar og danskar, m. a. Moffatt og nýjustu ensku þýðinguna, sem brezku kirkju- deildirnar sameinast um. Margt er stórvel þýtt f fslenzku Biblf- unni, og það hef ég að sjálf- sögðu látið halda sér, en ekkert hefur hrifið mig jafnmikið og þýðing Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu, er fyrst kom út árið 1540. Það er hreint og beint undravert, að svo fagurt mál skuli hafa verið ritað hér Ásmundur biskup við skrifborð sitt. Á veggnum fyrir ofan eru rismyndir eftir Rfkarð Jónsson af biskupinum og konu hans, frú Steinunni Magnúsdóttur. Ný íslenzk Biblíuþýðing um á, að nauðsynlegt væri að samræma betur þýðingar fyrstu þriggja guðspjallanna, Matteus- ar, Markúsar og Lúkasar — Samstofna guðspjallanna svo- nefndu. Á frummálinu, grfsku, eru sums staðar orðréttar sömu setningamar, en f íslenzku þýð- ingunni eru þær iðulega mis- jafnar að orðalagi. Þetta þarf að lagfæra". þú byrjaðir á því, þegar '“pú hættir biskupsstörfum?" „Nei, reyndar var það löngu fyrr, nánar tiltekið árið 1942. Þá fól Hið íslenzka Biblíufélag okkur sr. Gísla Skúlasyni pró- fasti að gera nýja þýðingu á Samstofna guðspjöllunum og samræma hliðstæður, sem í þeim fyndust. Við byrjuðum á elzta guðspjallinu — Markúsar — og þýddum jafnframt vers fyrir vers hliðstæðurnar í hin- um guðspjöllunum, svo að sam- ræmi yrði á, og komumst með þessum hætti út í 8. kapítula. En þá féll sr. Gísli frá. Ég vildi ógjarnan hætta við hálfnað verk og lauk þýðingunni á Markúsarguðspjalli, en meira varð ekki úr framkvæmdum að sinni“. „Þangað til núna sfðustu ár- in?“ „Fyrr gafst mér ekki tími til þess. En að loknu biskupsstarfi á landi á 16. öld. Allir aðrir íslenzkir Biblíuþýðendur hafa sótt mikið til Odds, og ég verð að segja, að mér finnst sumar breytingar, sem gerðar hafa ver ið á orðum hans, til lftilla bóta“. tTann opnar Oddsbibliu og flettir nokkrum blöðum. „Hlustaðu á, hve snilldarlega hann kemst að orði“, segir hann. „ ,Þó at eg talaði tungu mannanna og englanna, en hefða ekki kærleikann, þá væri eg sem annar hljómandi málm- ur eða hvellandi bjalla, og þó at eg hefða spádóm og visse alla Ieynda hluti og alla skyn- semi og hefða alla trú, svo at eg fjöllin úr stað færði, en hefða ekki kærleikann, þá væri eg ekkert, þó at eg gæfa allar mín- ar eigur fátækum og eg yfirgæfi minn líkama, svo at eg brynne og hefða ekki kærleikann, þá væri mér þat eingen nytsemd' “. Hann leggur bókina varfærn- islega aftur á borðið. „Raunar er snilldarmál víðar en hjá Oddi f okkar íslenzku þýðingu", heldur hann áfram, „t. d. hjá Sveinbirni Egilssyni, sem þýddi m. a. Opinberunarbókina og Þórhalli biskupi á Postulasög- unni og fleiri ritum. Því hrófla ég sem minnst við. En annars hef ég gert margar breytingar, einkum á bréfunum". „Geturðu komið með nokkur dæmi?“ „Það er dálítið örðugt, því að þær eru ekki stórfelldar, en þó munar talsverðu, þegar heildin er skoðuð. Við getum t. d. tekið setningu eins og þessa hjá Páli: ,Mér hafa opnazt þar víðar dyr og verkmiklar' — ég set í stað- inn: ,víðar dyr til mikilla verka'. í dæmisögunni um glataða son- inn stendur: ,Þá gekk hann í sig og sagði ... — þar set ég: „Þá kom hann til sjálfs sín og sagði*. Svona mætti lengi telja. Einmitt þessi smáatriði geta skipt miklu máli". „TJvernig er með þessa setn- A ingu úr Lúkasarguðspjalli, sem virðist allfurðuleg kenning hjá boðbera kærleikans — ,Ef einhver kemur til mín og hatar ekki föður sinn og móður og konu og börn og bræður og systur, og jafnvel einnig sitt eigið líf, hann getur ekki verið lærisveinn minn‘ — á fólk þá ekki að elska neinn nema óvini sína, eða er þýðingin eitthvað brengluð?“ „Það gleður mig, að þú skulir spyrja um þetta, þvi að þessi setning hefur beinlínis fælt marga frá kristindóminum. Þarna tel ég, að um misskilning sé að ræða; þetta orðalag þýðir á hebrezku að hafa minni mæt- ur á, en ekki að hata — sam- anber, þegar Drottinn sagði: ,Jakob elskaði ég, en Esaú hat- aði ég‘; það táknar aðeins, að hann hafi haft minni mætur á Esaú en Jakobi. Enda segir í hliðstæðu Matteusar: ,Hver sem ann föður eða móður meira en mér, er mín ekki verður' “. „En ekki skrifaði Lúkas á hebrezku". „Nei, en hann hefur trúlega stuðzt við heimildarrit á he- brezku eða aramísku, og þaðan er þetta komið". „Ef þýðingin er svona hjá honum á þetta mikilvægu atr- iði, má þá ekki ætla, að eitt- hvað fleira hafi skolazt til í meðförunum?” „Biblíurannsóknir eru einmitt stundaðar með það fyrir augum að varpa ljósi yfir vafaatriði og reyna að finna hina sönnu merk ingu orða ritningarinnar. Það er enn deilt um, hvað sé og sé ekki guðsorð, en ég álít, að kenningar Jesú Krists hafi varð- veitzt vel, og því veldur orðalag ið sjálft, sem líklegt má telja, að hafi upprunalega oft verið í bundnu máli. T. d. upphaf Fjall- ræðunnar — þar er sennilega um ljóð að ræða á frummál- inu, og þess vegna vel hugsan- legt, að hún hafi varðveitzt nokkurn veginn orðrétt. Boð- skapur Krists er einfaldur og Ijós, líkt og móðir talar við barn sitt, og kærleikurinn geng- ur eins og rauður þráður gegn- um öll ummæli hans — sá hinn sami, er sagði mönnunum að elska náunga sinn eins og sjálfa sig, færi varla að fyrirskipa sínum eigin lærisveinum að hata föður sinn og móður, syst- ur og bræður. Ég er glaður að geta útskýrt þessa setningu; þó að hún komi fyrir hjá sjálfum Lúkasi, vil ég heldur þýða eftir andanum en bókstafnum, og Kristur prédikaði ekki hatur“. „TTvenær heldurðu svo, að þessi nýja þýðing þín verði gefin út?“ „Biskup íslands hefur skipað nefnd til að athuga þýðingu Nýja testamentisins, og í henni eru auk hans allir prófessorar guðfræðideildar Háskólans, sr. Guðmundur Sveinsson skóla- stjóri og Jón Sveinbjörnsson cand. theol. Ég tel það ekki mitt að segja frá störfum þeirrar nefndar. Ennfremur skipaði bisk upinn fyrir 2—3 árum nefnd til að taka að sér endurskoðun Gamla testamentisins — er ég formaður hennar, en meðnefnd- armenn mínir þeir sr. Guðmund ur Sveinsson og dr. Þórir Kr. Framh. á 10. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.