Vísir - 09.09.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 09.09.1963, Blaðsíða 3
V í S I R . Mánudagur 9. sept. 1963, 3 \ I Innherjinn B. Martin skaiiar £ netið síðasta mark Bretanna, 6:0. ..*> xv .■;•;•••••;•._' Hvað var sagt eftir feikina.. ? Fyrirliðarnir heilsast. Björgvin Schram j ! Björgvin Schram, formaður KSÍ, sagði við okkur eftir leikinn: ,,Það var mikil óheppni að fæstir okkar manna léku nálægt sínu bezta í leiknum. Hins vegar dylst engum að betra liðið vann þarna sigur. Örlög okkar voru annars’ ráðin eftir fyrstu 5 mínúturnar, því svona byrjun stenzt ekkert lið.“ „Teljið þér rétt að senda ekki betur búið lið til keppni I Ólym- piuleikum?“ „E. t. v. ekki en hins vegar er rétt að benda á þá staðreynd að við erum í mjög slæmri aðstöðu að æfa landsliðið okkar, ekki sízt þar sem við erum líklega eina samband í Evrópu, þar sem bannað er að borga leikmönnum okkar fyrir vinnutap, — annars staðar þykir það sjálfsagt. í Bretlandi er leikmönnum líka bannað að leika með félögum sínum ef svo býður að horfa, eigi þeir að leika lands- Ieik. Þetta getum við ekki og er heldur ekki æskilegt." Mr. Creek Við ræddum stundarkorn við Mr. Creek yfirþjálfara brezka liðsins um leikinn á laugardaginn. Hann var að vonum glaður og reifur yfir úrslitunum: „Þetta er meira en við gerðum okkur nokkurntíma von- ir um. Svona mörg mörk á fyrstu mínútunum eyðilögðu ísl. liðið og er ég viss um að það getur mun meira. Þeir léku vel upp að víta- teig, en endahnútinn vantaði alltaf. Úrslitin eru annars ekki réttlát, 3-1 hefði að mfnum dómi verið betri. Annars vorum við ánægðir með að fá blautan völl í dag. Við erum vanir blautum leikvöllum, en mér skilst að þið séuð óvanir slíku. Völlurinn ykkar er mjög góður. Leikurinn var ennars mjög heiðar- legur og dómarinn var góður. Ég var hrifnastur af tveim leikmönn- um £ liði íslands, Sveini Jónssyni og Axel Axelssyni". Karl Guðmundssoa Við ræddum við Karl Guð- mundsson, þjálfara islenzka lands- liðsins eftir leikinn við Breta og sagði hann m. a. þetta um leikinn: „Bretarnir voru mun betri en okkar menn á öllum sviðum knatt- spyrnunnar. Þeir voru fijótari, lagnari með boltann og leikur þeirra var jákvæðari fram á við. Okkar strákar náðu ágætlega saman á miðvellinum en allt rann út í sandinn upp við markið. Bretar léku 4—2—4 eins og við mátti; búast. Þeir hafa undanfarn- ar vikur unnið glfurlega mikið að leikjunum £ OL-keppninni og með- al annars við að útfæra þetta kerfi, sem gefur eftir miðvöllinn, en skil- ur leikmenn í 2 fylkingar og gerir það að verkum að tækifærin geta komið all skyndilega. Við hefðum kosið að leika okkar gamla „þriggja-bakvarða-kerfi“, en þegar Bretarnir hófu að leika 4—2—4 var ekki um slíkt að ræða, draga varð einn framvörð aftur á miðj- una og annan innherjann varð að hafa afturliggjandi. Þetta brást og því fór sem fór. Við reynum að gera okkar bezta i London". Áhorfendurnir Áhorfendur voru að vonum slegnir yfir ósigri íslands, ekki svo að ósigur í Iandsleik sé ný bóla, heldur hitt, að markatalan 6 gegn engu er nokkuð há og hærri en hægt er að þola með góðu móti. Ég heyrði einn áhorfanda segja: „Ég skammast mín ekki lengur fyrir að vera frjálsiþróttamaður, — við vinnum þó alltaf grein og grein £ landskeppni". Þannig var stemningin, fólk varð fyrir miklum vonbrigðum, en þannig er það að vera i litlu landi Frh. á bls. 7. Sveinn Jónsson i návigi við Martin innherja. Eilert Schram horfir á álengdar. Forseti íslands, er hann heilsaði upp á leikmenn. Brezki leikmaðurinn er J. Martin fyrírliði liðsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.