Vísir - 09.09.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 09.09.1963, Blaðsíða 5
V 1 S I R . Mánudagur 9. sept. 1963. 5 Þýfi skilað — Framhald af bls. 16. um að upplýsa það. Ingólfur Þorsteinsson sagði Vísi í morgun að maður þessi hafi verið búinn að gefa út svikna tékka og samþykkja fyr- ir fjárhæð sem nam 73 þús. kr., en var ekki búinn að, selja nema fyrir 47 þús. kr. Hinir komu óseldir í leitimar. Þessa peninga hefur maðurinn þegar alla endurgreitt, eða að hann hefur skilað þeim vamingi sem hann keypti fyrir hinar fölsuðu ávísanir. Þá hefur hann og skil- að öllu öðm þýfi sem hann stal þ.á.m. úmm og armböndum úr verzlun Jóns Sigmundssonar, sem var aðal verðmætið sem hann komst höndum yfir og nam eitt úr út af yfir sig um 400 þús kr. Þess má þó geta að enn hafa þau 20 úr, sem hann fleygði í gjána í Þingvalla hrauni, ekki verið verðbætt, en þau munu öll hafa skemmst meira eða minna og eru jafnvel flest ónýt. Mat hefur ekki farið fram á því tjóni ennþá. Að öðru leyti hefur öhum verðmætum verið skilað þ.á.m. kvikmynda- vélunum sem stolið var frá Gevafoto og dýrmæta hringnum sem hann stal frá Guðmundi Þor steinssyni Skýfall — Framhald af bls. 16. ist 9 mm úrkoma en það svar- ar til að snjór sé í ökla og á Máná á Tjörnesi var úrkoman 60 mm og mun það vera nær einsdæmi þar um slóðir. Er þar um skýfall að ræða. Á Norðurlandi er nú 2-3 stiga hiti niður við sjávarmál en inni á hálendi er kaldara, t.d. var eins stigs frost á Möðruvöllum. Að sögn Veðurstofunnar mun veður heldur fara batnandi f dag. Á Suður- og Vesturlandi er þurrt og hefur vfða verið heiðskírt í morgun. Vísir hafði í morgun sam- band við fréttaritara sinn á Siglufirði og er þar nú hvftt niður í miðjar hlíðar og Siglu- fjarðarskarð er orðið ófært. Síðdegis í gær tók að snjóa á Siglufirði og í gærkvöldi hafði snjóað svo mikið í Skarðið að það var orðið ófært bifreiðum. Þó mun áætlunarbílnum hafa verið hjálpað yfir og nokkrar. bifreiðir hafa komizt í slóð hans. Snjókoma er enn í Skarð inu svo að ekki hefur verið unnt að ryðja það enn. Niðri á Siglufirði er veður nú kyrrt, krapahríð og tveggja stiga hiti. Fréttaritarinn á Akureyri sagði í morgun að samkvæmt fréttum úr Mývatnssveit hefði verið jafnfallinn snjór, 15-16 sm, er fólk kom á fætur í morg un. Ekki höfðu neinar fregnir bor izt um að vegir hefðu teppzt þar um slóðir eða á Hólsfjöll- um af völdum snjókomu. Á Akureyri snjóaði ekki en hins vegar voru fjöll hvít nið- ur í miðjar hlíðar í morgun. í gær var hellirigning allan dag- inn en í gærkvöldi byrjaði að snjóa til fjalla. Verkfall — Framhald at bls. i. samninganefndir þeirra höfðu gert fyrir þeirra hönd. Það er því ein- vörðungu hásetarnir sem valda þvl að til verkfalls kemur að nýju. FRÁLEITAR KRÖFUR. 1 því samkomulagi, sem háset- arnir felldu, var gert ráð fyrir að B-taxti fyrir yfirvinnu hækkaði upp í næturvinnutaxta verkamanna en sjómenn hafa haft allmiklu lægri yfirvinnutaxta. Einnig var gert ráð fyrir að samkomulagið gilti til 6 mánaða og átti á þvi tímabili að fara fram kerfisbundið starfsmat og síðan átti að ganga til nýrra samninga samkv. samn ingsfrumvarpi, sem Sjómannafélag ið hefir lagt fram fyrir alllöngu og er þar gert ráð fyrir breyttu samn ingsformi, sem of langt yrði að útskýra. Þessu var sem sagt hafnað og á fundi með sáttasemjara í nótt lögðu fulltrúar hásetanna fram nýjar og að þvi er útgerðarfélögin telja fráleitar kaupkröfur. Sem fyrr segir verður nýr sáttafundur í kvöld. SKIPIN STÖÐVAST UNNVÖRPUM. Þessi skip hafa stöðvazt þegar í Reykjavík: Reykjafoss, Drangajök ull, Herjólfur, (sem verður þó reynt að fá Iausan vegna mjólkurflutn- inga), Brúarfoss, Akraborg, Skjald breið, Hvassafell og Rangá. Hér er sem sagt um þrjú strandferðaskip að ræða, og hin stöðvast jafnóð- um og þau koma til Reykjavíkur, og í heimahöfnum úti á landi. Oti á ströndinni eru nú Tungufoss, sem er á Reyðarfirði, Jökulfell, Litlafell og leiguskip frá SÍS, Esja og Herðubreið frá Skipaútgerð rík- isins. Hekla er væntanleg frá út- löndum á miðvikudag og átti að sigla með farþega til Þýzkalands og Hollands n.k. föstudag. Hásetar af Tungufossi munu hafa gert fyrirspurn um það frá Reyðarfirði til Sjómannafélags Reykjavíkur, hvort þeir ættu að ganga af skipinu þar, en fengið fyrirmæli um að halda áfram sigl- ingunni, þar eð ekki myndi vera löglegt að stöðva skipið fyrr en í heimahöfn, en hásetamir eru fél- lagsmenn í staðbundum félagsskap £ Sjómanafél. Reykjav. Væri hins vegar um verkfall vélstjóra, eða annarra starfshópa í landsfélögum að ræða, myndi vera hægt að stöðva skipin hvar sem væri á landinu. BalBettinn — Framhald ■..! bls. 1. stór!“ sagði Margrethe Schanne hin yndislega Sylphide, og horfði fögrum ballettaugum út um gluggana á efstu hæð Hótel Sögu. „Hún hefur breytzt svo mikið seinustu tíu árin, að ég er alveg rugluð í r£minu“. „Þið hafið allt — fjöll og haf og fegurð, meira að segja sól- skin“, bætti Kjeld Noack við. En þeim fannst báðum svolitið kalt úti í reykvi'ska haustveðr- inu, jafnvel þótt sólin skini upp á kraft. Þau voru himinlifandi að vera aftur komin til íslands og geta nú sýnt list sfna við beztu skil- yrði með tilheyrandi leiktjöld- um, dansflokki og sinfónfuhljóm sveit til að annast undirleikinn. Þau voru fyrstu dönsku dansar- arnir, sem komu fram á sviði Þjóðleikhússins — nánar tiltek- ið f ágústmánuði 1952 — og þau hlakka til að dansa aftur fyrir íslenzka leikhúsgesti. En við máttum ekki tefja þau lengi, því að þau voru óþreyju full að fara út og skoða borg- ina, sem hafði stækkað svona gífurlega, síðan þau sáu hana seinast. Gunnar Eyjólfsson eikur HAMLET á fyad i dag — Framhald af bls. 1 kjötinu, en það verður seinni hluta þessa mánaðar. Sumar- verðið á nýja kjötinu er 47 krónur kflóið í heildsölu til verzlana og bætast 70 aurar við hvert kíló til kaupanda ef menn vilja kaupa kjötið í heilum eða hálfum skrokkum í búðunum. Smásöluverðið er kr. 57.60 pr. kíló, verð á kjöti í lærum er kr. 64.70 og í hryggjum 66.80. Syndid 200 metra na Jólasýning Þjóðleikhússins í ár verður Hamlet, hinn stór- brotni harmleikur Shakespeares í þýðingu Matthíasar Jochums- sonar. Mun Gunnar Eyjólfsson fara með hlutverk Hamlets, þetta óskahlutverk allra leikara, en á námsárum sínum f Bret- landi hlaut hann einmitt heið- urspening fyrir túlkun sína á hlutverki Laertesar í sama leik riti. Bfða leiklistarunnendur þess vafalaust með eftirvænt- ingu að sjá hinn marglofaða túlkanda Péturs Gauts í gervi hins þunglynda, danska kon- ungssonar. Eins og kunnugt er, hlaut Gunnar Silfurlampann sl. ár fyrir leik sinn f Pétri Gaut og Andorra — nú er að vita, hvort honum tekst að vinna þau verðlaun tvö ár í röð. Leikstjórn verður í höndum Benedikts Árnasonar, en leik- Gunnar Eyjólfsson. tjöld og sviðsetningu annast brezki málarinn Disley Jones. Sýning þessi verður haldin í til- efni af 400 ára afmæli Shake- speares, sem er 26. apríl 1964. Færeyska skipið Tingones fórst við Hvarf ■ gær Færeyskt fiskiskip, Tinganes, sem var um 300 tonn, fórst f gær rétt við Hvarf á Grænlandi. Allri áhöfninni 25 manns var bjargað. Tinganes var á heimleið eftir að hafa verið að veiðá'í salt við Vestur-Græhland síðustu Vikúr. Voru skipsménh ánægðiF eftir góða veiðiferð og hlökkuðu til að komast heim. Slys — Framhald af bls. 16. öngvit og skarst talsvert mikið á höfðinu. Hann var fluttur í slysa- varðstofuna og var geymdur þar í gær til frekari rannsóknar. Lögreglan taldi að mjög mikil ölvun hafi verið í Reykjavík um helgina og fangageymslur hennar yfirfullar bæði aðfaranótt föstu- dags og laugardags. Hún tók og nokkra menn ölvaða við akstur. En allt f einu virðist sem skipið hafi rekizt á fsjaka og rifnaði botninn á því. Sökk skipið nær því samstundis, en skipverjar komust á fieka. Nokkur færeysk skip voru skammt frá og björguðu þau skipbrotsmönnum eftir skamma stund. t Guðráii — Framhald af bls. 16. um móttöku þakkaði hún fyrir þær og allt annað sem gert hafði verið fyrir hana hér heima og sagðist vona að hún mætti eiga með gestum ánægjulegt kvöld. Gekk hún síðan um meðal gesta, heilsaði upp á vini og kunningja og fékk hún lófatak hvar sem hún gekk og var fögn uður gesta yfir sigri hennar ó- tvíræður. Að Iokum var stiginn dans til kl. 2 eftir miðnætti. VOLKSWAGEN - 1500 Alltaf fjölgar VOLKSWAGEIN VERÐ: VOLKSWAGEN 1500 KR. 163.780. VOLKSWAGEN 1500 STATION KR. 175.220. H E K L A 170-172 Laugavegi Sími 11275.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.