Vísir - 09.09.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 09.09.1963, Blaðsíða 8
8 VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ö. Thorarensen. Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði. 1 lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Aukin kvöldsala Það er eðlilegt að umræðurnar um breytt fyrir- komulag á kvöldsölu hér í borg veki athygli ahnenn- ings. Kvöldsala er mikilvæg þjónusta fyrir borgarbúa og einkum þá sem vinna fram yfir venjulegan lokun- artíma sölubúða. En eins og Sigurður Magnússon, formaður Kaupmannasamtakanna, benti á í ræðu sinni á síðasta borgarstjórnarfundi hefir sú öfugþró- un hér átt sér stað að almennum verzlunum hefir ver- ið óheimilt að gera þau viðskipti sem kvöldsölunum hefir smám saman verið heimilað að stunda. Þetta hefir ótvírætt skaðað smásöluverzlunina í bænum og það er sanngirniskrafa að hlutur hennar sé réttur og úr þessu misræmi bætt. Breytingartillögumar sem fyrir borgarstjóm lágu eru mikilvægt spor í þá átt. í því felst mjög bætt þjón- usta að allar verzlanir hafi á kerfisbundinn hátt leyfi til þess að hafa opið þar til kl. 10 að kvöldi. Slík heim- ild mun leiðrétta það misræmi sem nú á sér stað í þessu efni. Sú tillaga að sáía á hinum sérstöku lcvöld- sölustöðum fari aðeins fram í gegn úm sölúop mun og koma í veg fyrir það hvimleiða „sjoppuhangs“ unglinga, sem nú tíðkast svo mjög hér í borg. Munu foreldrar flestir fagna slíkri breytingu. Með hinum nýju tillögum um kvöldsöluna er ver- ið að auka þjónustuna við neytendur, án þess að vinnutími verzlunarfólks lengist, enda háður frjálsum samningum. Þetta er höfuðatriði málsins og því er þess að vænta að tillögurnar nái fram að ganga. Það er jafnt í hag kaupmanna borgarinnar sem borgaranna sjálfra. Trúin á múrinn Að undanförnu hafa dvalizt hér nokkrir borgar- stjórnarmenn Vestur-Berlínar í heimsókn. Koma þeirra hingað til lands rifjar upp þá stað- reynd að nær 2 millj. Berlínarbúa sitja enn í þeirri dyflissu sem einræðisstjórn Walters Ulbrichts hefir búið þeim austan við múrinn mikla. Á fslandi kostar heimild til þess að fara úr landi 200 krónur - andvirði eins vegabréfs. I Austur-Þýzkalandi gjalda menn með lífi sínu fyrir það að vilja fara til annarra landa. Átt- hagaf jötrar miðaldanna voru hégómi í samanburði við þá fjötra sem í dag eru lagðir á Austur Þjóðverja og sérstaklega á íbúa Austur-Berlínar. Þessar staðreyndir er íslendingum hollt að hafa í huga. Enn þrífst á þessu landi fjölmennur hópur manna sem mærir það þjóðskipulag, sem á það eitt úrræði við vandamálunum að byggja múrveggi með gaddavírsgirðingum og vélbyssutumum. Meðan að svo er skiptir Berlínarmúrinn okkur íslendinga miklu máli. Hann er tákn hugarfars íslenzkra kommúnista, jafnt sem austur-þýzkra. Hann er tákn þeirra fjötra, sem þeir hyggjast smeygja á íslenzku þjóðina fái þeir til þess völd og tækifæri. V í S I R . Mánudagur 9. sept. 196S. Eric Wyndham White, aðalframkvæmdastjóri GATT Síðasta tækifærið - segir aðalframkvæmdastjóri GATT um Kennedy-lotuna — Ef okkur mistekst á tollamálafundinum mikla, sem haldinn verð ur næsta ár í Genf, Kenn edylotunni, em mögu- leikar til útvíkkunar á frekari samstarfi í mark aðsmálum tæmdir, seg- ir aðalframkvæmda- stjóri alþjóðlegu við- skipta- og tollamála- stofnunarinnar (GATT), brezki lögfræðingurinn Erii Wyndham White. — Það hafði alvarlegar sál- fræðilegar afleiðingar f för með sér, þegar samkomulagsumleit- anirnar um markaðsmálin fóru Ut um þúfur f Brílssel, heldur aðalframkvæmdastjórinn áfram. En heppnist viðræðurnar í Genf verður það örugglega til að bæta andrúmsloftið, um Ieið og ýmsir ásteytingarsteinar, sem menn hafa hrasað um hing- að til, fjarlægjast. En við skulum gera okkur það Ijóst, að ef okkur mistekst í Kennedy-Iotunni, eigum við engra kosta völ. Við erum þá sama sem á leiðarenda. þær umræður um tollamál, sem framundan eru og háð- ar hafa verið að undanförnu, og kallaðar eru Kennedy-Iotan, hafa orðið mögulegar vegna þess að Bandaríkjaþing heimil- aði forsetanum að lækka tolla í einu lagi um 50%, ef álíka tollalækkanir kæmu á móti hjá öðrum þjóðum, einkum þeim smærri í Efnahagsbandalaginu. '■ Á GATT-fundunum fyrr á þessu ári sögðu meðlimir Efna- hagsbandalagsins að ýmsir toll- ar í Bandaríkjunum myndu verða mjög háir, jafnvel eftir 50% lækkun, hins vegar myndu tollar Efnahagsbandalagsins, sem eru yfirleitt mun lægri en f Bandaríkjunum, verða svo lág- ir eftir helmingslækkun að þeir yrðu það minnsta sem hægt væri að hugsa sér. Þess vegna er þess óskað af Bandaríkja- mönnum að þeir lækkuðu tolla á tollahæstu vörunum meira en um helming. Þessu lýstu fulltrú ar Bandaríkjanna sig gjörsam- lega andvíga. Vandamálið er ennþá óleyst, en hér er ekki um meira vanda- mál en svo að ræða, segir Wyndham White, að menn hafa orðið ásáttir um að halda viðræðunum áfram. Hann trúir því ekki að deilur Efnahags- bandalagsins og Bandarfkjanna um þessi mál muni algjörlega stöðva umræðurnar. ^ðalframkvæmdastjórinn legg- ur sérstaka áherzlu á, að því sem næst allar iðnaðarvörur verði að heyra undir helmings- tollalækkun, ef Kennedy-lotan á að heppnast vel. Undantekn- ingar á aðeins að gera f þeim tilfellum að eitt ríki geti með rökum, sem eru verulega þung á metunum, bent á vöru, sem ætti að hafa óbreytta tolla. Og sérhvert atriði af þessu tagi þarf að ræðast sérstaklega ná- kvæmlega á fundunum í Genf. Á þessum fundum mun verða reynt að sigrast á enn einu stóru vandamáli. Það hefur aldr- ei tekizt innan GATT að koma ó tollalækkunum á landbúnað- arvörum. En það mun væntan- lega heppnast á næstu fundum. White gefur í skyn að nú sé spilað hátt, því að verndartil- hneigingar hafa einmitt verið sterkastar á sviði landbúnaðar- ins. Og hann lætur enn fremur að þvf liggja, að þessi verndar- viðleitni eigi fremur tilfinnan- legar rætur en raunhæfar efna- hagslegar rætur. — ‘p'g held mér sé óhætt að segja, heldur White á- fram, að möguleikamir á sam- komulagi aukist, ef vandamál- unum er þannig turnað upp. Því þá eiga menn auðveldara með að gera sér ljóst hvað f húfi er fyrir heildina, ef öllum dyr- um verður lokað. Náist til dæm- is samkomulag um tollalækkan- ir á landbúnaðarafurðum, get- ur það haft sérstaka þýðingu, með tilliti til hugsanlegra nýrra viðræðna um inngöngu Breta í Efnahagsbandalagið, vegna þess að landbúnaðarmálin voru með- al þess sem ekki tókst að ná samkomulagi um í Briissel. Tz' ennedy-lotan hefst væntan- lega aftur í marz næsta árs, og eru hafnar eða að hefjast undirbúningsviðræður vegna að- alfundarins. Island er ekki með limur í GATT. * Náist ekki samkomulag er aukið samstarf um markaðsmál útilokað

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.