Vísir - 09.09.1963, Blaðsíða 10

Vísir - 09.09.1963, Blaðsíða 10
70 V 1 S I R . Mánudagur 9. sept. 1963. Arftakar Evrópu — Famh. af 4. síðu. þjóðum, þá finnst þeim þeir eigi rétt til að setjast að meðal þeirra. Ein og ein rödd í þessum hópi lýsti sig kommúnista og kvaðst kvíða þeirri stund, þeg- ar náminu væri lokið og við tæki starf fyrir auðvald og kapitalista. „Störf okkar eru það eina, sem við höfum að bjóða og þau ættu ekki að vera á boðstólum fyrir einstaklinga". Þegar ég spurði, hvernig þeir hefðu hugsað sér að framkvæma byltingu, hristu þeir höf- uðið ákveðið og sögðust ekki aðhyllast Rússana og þeirra kenningar. „Við erum vissir um, að við getum fengið fólk á okk- ar band án byltingar". Aðeins einn þessara pilta, sem við töluðum við í Padua, átti foreldra, sem voru kommúnist- ar. Allir hinir komu frá róm- versk-kaþólskum fjölskyldum, en sögðust ekki ræða mál sem þessi heima hjá sér. „Foreldrar okkar skilja okk- ur einfaldlega ekki og það er þýðingarlaust fyrir okkur að reyna að fá þau til þess". En þrátt fyrir hinn socialiska áhuga þessara ungu manna, ætl- aði enginn þeirra að vinna hjá hinu opinbera. Meirihlutinn hafði fengið loforð um vellaun- aðar stöður hjá einkafyrirtækj- um! Cú skoðun, að Norður-Alparnir séu minni hindrun en Alp- arnir á milli Frakklands og Ítalíu, er mikill misskilningur. 1 norðurhluta Ítalíu er þýzka al- gengasta málið, og þorpin þar lita frekar út fyrir að vera inn í miðju Þýzkalandi en tiiheyra Ítalíu. Freiburg, siðasti háskóla- bærinn, sem við heimsóttum, er undir ölpunum rétt við landa- mærin Þýzkalands megin. Við vorum ekki fyrr setzt inn á eitt kaffihúsið við aðaltorg bæjarins fyrr en hjá okkur settist ungt par, sem hugðist giftast innan skamms. Hún bjó sig undir að verða leikfimiskennari — hann ætlaði að verða læknir. Þau vildu gjarnan tala við okkur og áður en við vissum af, sner- ist talið um vandamál og erfið- leika hins nýja Þýzkalands — vandamál, sem virtust vaxa, iafnt því sem velmegunin dafn- aði. Næstu kvöld fengum við heil- an flokk I félagsskap með okk- ur, öllum hafði verið boðið á- samt okkur til gamals vinar okk ar þar I bæ. Þessi hópur var ákjósanlegur þverskurður af þýzkum ungmennum og þýzkum skoðunum í dag. Tvennt vakti fyrst og fremst athygli okkar I samræðunum við fólk þetta. Allir þessu ungu Þjóðverjar hugsuðu á breiðum grundvelli, þ. e. ætíð með al- þióðlegt samstarf I huga, hugs- uðu, störfuðu og lifðu sem Ev- rópubúar, ekki eingöngu sem Þjóðverjar. Gestgjafi okkar fór með okkur á hæð eina hjá heim- ili slnu og benti okkur á fjöllin I kring. „Þegar ég var stúdent, þá voru þessi fjöll mér sem lok- uð bðk, þau eru I Frakklandi og þangað hvarflaði aldrei að okkur að fara. í dag fara hundr uðir og þúsundir stúdenta þarna vfir um til Frakklands". Meðal þeirra, sem með okkur voru þarna um kvöldið, voru tveir sem höfðu verið heilt ár I Bandarlkjunum og ung kona, sem þarna var, átti í næstu viku að halda til Nigeriu náms sins vegna. ¥ augum þessara ungu Þjóð- verja var Evrópa sameinuð jafnheillandi og I augum ítalanna, en þeir voru tor- tryggnir á skoðanir de Gaulle. Þeir vildu lika fá að vita hvern- ig Evrópu sem slíkri yrði stjórn að, hvernig skattheimtan yrði, hvaðan og hvernig Evrópu yrði stjórnað. Talið barst síðar að stríðinu, og við spurðum hvað þetta unga fólk vissi um Hitler og hvað það vissi um árin milli styrjaldanna. Svörin voru öll á einn veg: Þau gagnrýndu Banda- menn og Versalasáttmálann og töldu orsökina fyrir falli Weim- ar lýðveldisins vera sök sáttmál ans. Um stríðið sjálft vissu þau sem næst ekkert. Okkur varð ljóst eftir að hafa talað við hvern einstakan af stúdentun- um, að Hitlerstímabilið aðskildi þá mjög frá foreldrum slnum í hugsunum og skoðunum. Allir höfðu stúdentarnir einhverju sinni spurt foreldra sína, hvað hafi valdið þvi, að Hitler hafi komizt til valda, og gert hluti þá, sem hann gerði. Og þótt for- eldrar þeirra hafi reynt að út- skýra fyrir þeim veldi Gestapo og áhrif þau sem slík ógnun leið ir af sér, þá tókst þeim engan veginn að koma börnum sinum í skilning um ástandið sem olli þvl að Hitler komst til valda. Tjegar við ókum I gegnum Frakkland yfir til Briissel og veltum fyrir okkur niðurstöð um þeim, sem við höfðum feng- ið úr samræðum okkar við hina ýmsu stúdenta, þá verður þvl ekki neitað að við fundum að við höfðum orðið fyrir vonbrigð um. Krafturinn hafði fjarað út I Evrópu. Sú hugsjón sem Sir Winston Churchill vakti máls á 1945, að hæfasta fólk þessa heims, Vestur Evrópubúar, sam einuðust til þess að endurvekja og glæða að nýju vestræna menningu með aðstoð en ekki forystu Bandaríkjanna — gegn kommúnismanum í þeirri von þó að þessi tvö öfl mættu sætta sig við hvort annað. Þessi hugsjón sir Winstons á ekki hljómgrunn lengur. Því þrátt fyrir áhuga Ital anna og Þjóðverjanna þá er lítil von til þess, að þeir einir séu megnugir að halda merkinu á lofti. Það vakti t.d. sérstaka at- hygli okkar hjónanna, að eng- inn þeirra stúdenta sem við töl- uðum við 1 öllum þremur lönd- unum, var meðlimur stjórnmála flokks. Þetta fólk hafði yfirleitt ekki áhuga á að taka fullan þátt I stjórnmálum ,og Þjóðverjarnir sem við töluðum við héldu því meira að segja fram, að hversu ákveðnar skoðanir sem þeir hefðu, mundu þær aldrei hafa nein áhrif. T Briissel hittum við mann, sem starfaði 1 stúdentasamtök- um og æskulýðsfélögum, sem var ánægður með að heyra að við hefðum fundið eitthvað at- hyglisvert I Evrópu yfirleitt. — Hann sagði að kynni sln af evrópskri æsku væru þau, að hún tæki talið um sameinaða Evrópu alls ekki alvarlega. Þegar við bentum á, að þetta unga fólk, sem nú væri I háskólum Evrópu ætti eftir að mynda kjarnann meðal ráða- manna hinnar nýju Evrópu og þvl yrði þá ljós þýðing þess að lönd álfunnar sameinuðust, sagðist Belglumaðurinn vissu- lega vonast til þess, án þess þó að vera bjartsýnn á að þær von- ir rættust. Tjað er ekkert launungarmál, að ef hugmyndin um sam- einaða Evrópu verður kæfð, ef áhugi ítalanna og Þjóðverjanna verður bældur niður og ef hinir vinstri sinnuðu Frakkar færast, eins og útlit er fyrir, nær og nær kommúnismanum, þá verð- ur ný vakning að hefjast. Franskur prófessor sagði um þetta efni: Það er ekki til neins að hamra sífellt á andkommúnisma. Ef stefna einstaklingsframtaksins fær ekki á sig nýja mynd, verð ur ekki endurnýjuð, þá deyr lib- eralisminn von bráðar út. í augum Evrópubúa er Bret- land ennþá tákn og ímynd Iib- eralismans þar er vagga hans og þaðan verður vakningin að koma. Og I lokin spyr Crawley: „Hvaða von er til þess að Bret ar geti gegnt þessu hlutverki sínu?“ „Við Bretar, verðum að hugsa hátt og líta vítt. Við verð um að túlka skoðanir okkar um alla Evrópu, kynna stjórn- málaviðhorf okkar vel cg ræk'- lega. Við verðum að draga upp ábyrga og girnilega mynd af hinni sameinuðu Evrópu og gera tillögu um máttuga stiórn og marka skýrt veldi hennar og stjórnsýslu. Á þann hátt stendur Bretland bezt vörð um liberalismann '. HÚSBYGGJENDUR Leigjum skurðgröfur, tökum ' að okkur i tímavinnu eða á- 1 kvæðisvinnu allskonar gröft og I mokstur. — Uppl. i sima 14295 1 I kl. 9-1 f.h. og frá kl. 7-11 á| kvöldin i sima 16493. ferrania ffilmur ÞJONUSTAN HJÓLBARÐA SALA - VIÐGERÐIR Simi 3 29 60 HUSBYGGJENDUR SELJUM: Möl og steypusand Fyllingarefni. Hagstætt verð. Heimflytjum. Símar 14295 og 16493. NÆTURVARZLA er 1 Laugavegs Apótek 31. ágúst til 7. september. Neyðarlæknir — sírni 11510 — frá kl. 1-5 e.h. alla virka daga nema laugardaga. Næturlæknir í Hafnarfirði vik- una 30. ágúst til 6. sept. er Ei- ríkur Björnsson. Kópavogsapótek er opið alla virka daga kl 9,15-8, laugardaga frá kl. 9,15-4. helgidaga frá kl 1-4 e.h. Sími 23100 Hoitsapótek. Garðsapótek og Apótek Keflavíkur eru opin alla virka daga kl. 9-7 laugardaga frá kl. 9-4 og helgidaga frá kl. 1-4. Slysavarðstofan t Heilsuvernd- arstöðinni er opin allan sólar- hringinn, næturlæknir á sama stað klukkan 18—8. Slmi 15030. Slökkviliðið og sjúkrabifreiðin, sfmi 11100 Lögreglan, sími 11166. Sjúkrabifreiðin Hafnarfirði, — sími 51336 Biblíuþýðing — Framhald af bls. 9. Þórðarson prófessor. Árið 1965 verða liðin 150 ár frá stofnun Hins íslenzka Bibllufélags og þá myndi vel við eiga, að við íslendingar eignuðumst nýja útgáfu Heilagrar ritningar". „Heldurðu, að mögulegt verði að endurskoða alla Biblíuna fyr ir þann tíma?“ „Það hefur lengi verið ein heitasta ósk mln“. —SSB Sjónvarpið Mánudagur 9. september. 17.00 Mid-Day Matinee „Gunfire". 18.00 Afrts news 18.15 Country style USA. 18.30 Harvest 19.00 Leonard Bernstein Concert 19.55 Afrts news extra. 20.00 The Andy Griffith show. 20.30 The price is right. BELLA Útvarpið Mánudagur 9. september. V Fastir liðir eins og venjulega. 18.30 Lög úr kvikmyndum. 20.00 Um daginn og veginn (Sig- ;■ urður Jónasson). ;* 20.20 íslenzk tónlist, leikin af Sinfóníuhljómsveit íslands ;■ Stjórnandi: Olav Kielland. “I 20.40 Erindi: öryggismál síld- I; veiðiskipa (Hjálmar R. \ Bárðarson skipaskoðunar- ■| stjóri). I; 21.15 Tónleikar. 21.30 Útvarpssagan: „Herfjötur“ ■J eftir Dagmar Edquist, XI. J* (Guðjón Guðjónsson). j! 22.20 Búnaðarþáttur: Héraðsráðu ■J nautar segja fréttir úr J" Skagafirði og Húnaþingi. í 22.35 Kammertónleikar. Ij 23.30 Dagskrárlok. ©pib r?s? sopin"»oiii Það er kannski of mikið að segja að ég elski jörðina sem hann gengur á, en ég tilbið að minnsta kosti malbikið sem nýi sportbfllinn hans keyrir á. Blöðum flett Sál hússins er eldur á arni og eldur á lampakveik. Hún hnígur með sínu húsi og hverfur loks í reyk. Hvort er hennar ódauðleiki þá aðeins fólginn I þvi, að alltaf logar eldur, deyr út og kviknar á ný? Guttormur J. Guttormsson. . . . Imyndaðu þér kauptorg upp frá sjónum fyrir miðri strönd inni, og annað torg fallegra með norðurvegg kirkjunnar á eina hlið og til hina þriggja: háskóla, menntaskóla og ráðstofu, en á miðju torginu heiðursvarða þess manns, er slíku hefði til leiðar komið, settu enfremur suður með tjörninni skemmtigöngu, og kirkjugarð hinu megin sunnan til á Hólavelli — og þá sérðu hvern ig mig hefur dreymt að Reykja- vlk eigi að líta út einhverntlma. Tómas Sæmundsson, í „Fjölni", 1835. biður um úr, þessa tegund, sem gangi I mold árum og áratugum saman . . . segir bara sísvona, að það verði þó óneitanlega skemmtilegra að geta vitað hvað tímanum líður, þegar þar að kem ur. . . . Eina sneiö.. . . . ef bændur eiga að fá 150 þúsund króna árslaun sem ágóða af afurðasölunni, hvað þurfa þeir þá að hafa í árslaun, sem eiga að geta keypt afurðirnar við svo háu verði, að bændur hafi 150 þúsund kr. árslaun af ágóðanum? Kaffitár u ... og veiztu bara hvað hún fer inn til úrsmiðsins, og Strætis- vagnhnoö Fyrir konunglegan pris að horfa á kóngsins ballett- flokk, mun konungborin skemmtun þó ég heldur kysi að visu, við Njarðvíkurdrottninguna að ég dansa mætti rokk, að ég dansa mætti rokk, jafnvel demba mér i tvist við einhverja Keflavfkurskvísu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.