Vísir - 11.09.1963, Page 15
VlSIR . Miðvikudagur II. septembsr 1863.
15
Peggy Gaddis:
Kvenlæknirinn
sem minnstu munaði að yrði fyrir
bíl hennar. Það var farið að halla
degi ,en ekki nærri orðið sólarlag,
en sólin náði ekki að skína þarna,
og var þarna því ærið skuggalegt,
og hún vissi, að á stað sem þess-
um er skuggsýnt var kynni beygur
að hafa þau áhrif á hvern sem
væri, einnig hana, þótt hún tryði
ekkiádrauga og forynjur, að mönn
um missýndist. Hún var hart nær
viss um, að ekki mundi þetta hafa
verið mannleg vera, ella hefði hún
ekki horfið svo skyndilega, — en
mundivillidýr ekki hafa numið stað
ar og öskrað ógnandi. Hún vissi,
að það voru úlfar í fjöllunum, og
stundum komust veiðimenn í feitt
og skutu fjallabirni. Þegar hún
hafði jafnað sig, ók hún af stað
og er hún var komin upp fjalls-
hlíðina, og leit fram og sá allt
til River Gap, og allt var baðað
í gullnu síðdegissólskininu, brosti
hún dálítið að tilfinningum sínum
og hugleiðingum á þqim slóðum,
sem nú voru að baki, en hún gat
ekki neitað því fyrir sjálfri sér nú,
að hún hafði verið meira en lítið
; skelkuð. En þótt hún gæti brosað
nú óskaði hún sér þess, að hún
þyrfti ekki að aka þarna um í
myrkri, og sannfærð var hún um,
að þetta hefði verið úlfur eða fjalla
svín eða eitthvert annað fjalladýr
í leit að fæðu.
Það var komið fram yfir lok
heimsóknartíma, er hún kom í lækn
ingastofu sína, en tveir sjúklingar
biðu þó, og er hún hafði afgreitt
þá, var þar kominn fremur ósnyrti
lega klæddur ungur maður. Hún
andvarpaði dálitið og óskaði þess,
að hún gæti afgreitt hann fljótlega,
því að henni fannst tímj kominn
til að fá dálitla hvíld, eftir að
hafa fengið sér bað og haft fata-
skipti og nærzt eitthvað.
— Gerið svo vel, að koma inn,
sagði hún, og er maðurinn hafði
sezt fyrir framan hana, en sjálf
sat hún við skrifborðið sitt, —
hvað er að?
— Ekki nokkur skapaður hlutur,
sagði ungi maðurinn glottandi, ég
á við ég er ekkert veikur. Ég er
lögfræðingur kem með þetta, en
það átti að afhentast yður sjálfri.
Hann rétti henni tékka stílaðan
á Meredith Blake lækni og var upp
hæðin 722 dollarar og 78 cent.
Hún horfði á tékkann undrandi.
— Og hvers vegna er mér af-
hentur þessi tékki?, spurði hún
undrandi.
— Það er búið að ganga frá
dánarbúi frú Mörthu Perbles og
þetta er afgangurinn, þegar búið
var að fullnægja nokkrum öðrum
fyrirætlunum í erfðaskrá hennar.
Meredith horfði á hann stórum
augum:
— Ég hélt, að hún hefði ekki
átt neitt til. Hvernig — ?
— í fyrsta lagi var selt kotið
hennar í Afdalnum, en i öðru lagi
komúst safnarar á snoðir um, að
hún hefði átt eitthvað af gömlum
húsgögnum, sem nú er óvíða hægt
að fá, og fékkst talsvert fyrir þau
— og sem sagt, þarna er afgang-
urinn, af því fé, sem fékkst fyrir
það, sem hún átti, og það ætlaði
hún yður.
Lögfræðingurinn ungi brosti dá-
Iítið feimnislega.
— Það hlýtur annars að hafa ver
ið talsvert í hana spunnið, þessa
gömlu konu. Ég hefi ekki lesið
öllu sérkennilegri og athyglisverð-
ari erfðaskrá að ýmsu leyti. Hún
hafði skrifað hana sjálf og hefir
greinilega varið til þess miklum
tíma. Og þegar hún hafði gert hana
fór hún^með’-hana til Wainwrightk
dómarg, en ég starfa sem fulltrúi
hjá honufn, og*varð aðnjótandi þess
trausts, að annast erfðafjárskipt-
in.
Meredith viknaði og sagði:
— En — átti hún enga ættingja
— er ekki einhver, sem væri bet-
ur að þessu kominn en ég?
— Svo er ekki, að því er virð-
ist, og þó einhver ættingi kunni
að vera á lífi, hafði hún fyllsta
rétt til þess að ganga frá erfða-
skránni eins og hún gerði, sagði
lögfræðingurinn ungi með nokkr-
um ákafa. í erfðaskránni var tekið
fram, að þér hefðuð ávallt verið
henni góð, að þér hefðuð ávallt
komið vel fram við alla, stundað
þá vel, sem veikir voru, og verið
hjálpsamar og elskulegar, og
hana langaði til þess, að þér fengj-
uð dálitla upphæð, sem þér gætuð
gert við það, sem þér vilduð.
Allt í einu glotti ungi maðurinn.
— Hún vildi líka, að kona að
nafni Liz Jordan fengi fallega
vöggu handa næsta barninu sínu,
— það lítur út fyrir að þessi Liz
eigi stóran hóp barna, og aldrei
átt neitt slíkt, og hafði frú Martha
merkt við eina, í verðlista frá Se-
ars-Roebuck, og hún var pöntuð
handa henni, ásamt sæng og svæfli
og öðru tilheyrandi. Og svo átti
kona að nafni Hennessey að fá
fjólubláan kjól úr satín-efni — og
saumaðan eins og kona þessi vildi.
Sex metra af bezta satin-efni átti
að kaupa og greiða saumalaun, svo
og skraut á kjólinn ...
Frú Hennessey er næstum átt-
ræð, og svo feit, að hún kemst
varla leiðar sinnar hjálparlaust,
sagði Meredith brosandi.
— Þetta grunaði mig — og það
voru ýmsir aðrir nágrannar, sem
fengu bitt og þetta.
— Hlaupið var að húsinu létt-
um skrefum og inn kom Rosalie
askvaðandi:
— Hæ, Merry, ætlarðu aldrei að
koma þér heim til miðdegisverðar?
Hugh er kominn — og ...
Hún þagnaði snögglega.
— Afsakið, að ég trufla ykkur,
sagði hún allt í einu og brosti í
öllum slnum yndisleik til hins ó-
snyrtilega klædda, unga lögfræð-
ings.
— Systir mín, Rosalie, sagði
Meredith- fremur þurrlega, og bætti
svo við dálítið vandræðalega, en
hlæjandi:
— Áfsakið, ég held annars, að
þér hafið ekki sagt hvert nafn yð-
ar er?
— Ég gerði það víst ekki, —
það er víst ókurteist af mér, ég
heiti Henry Lewis, og heimili mitt
er í Conway.
— Ánægjulegt að kynnast yður,
herra Lewis, — þér eigið alllanga
leið heim.
Henry var dálítið feimnislegur,
— fegurð Rosalie hafði greinilega
þegar haft áhrif á hann, — það er
kippkorn ,en ef ég fer að koma
mér af stað ...
— Herra Conway er lögfræðing-
urf, sagði Meretith og veifaði
tékkanum. Hann færði mér þennan
tékka. Það er komið á' daginn, að
Marthy frænka hefir arfleitt mig
að peningaupphæð.
— Hver skyldi trúa? sagði Rosa-
lie næstum gapandi af undrun, er
hún leit á tékkann. — Næstum sjö
hundruð dollarar — og ég hélt, að
sú gamla hefði verið blásnauð.
— það fékkst talsvert fyrir kot-
ið hennar og húsmunina, sagði
Henry og brosti bjánalega.
— Ég á ekki orð — þetta er
tilefni til fagnaðar, vildi ég sagt
hafa, sagði Rosalie glettnislega. —
Systir mín bara allt í einu orðin
„múruð“ — megum við ekki bjóða
yður til miðdegisverðar, herra Lew-
is?
Það var auðséð á svip Henry, að
honum fannst freistandi að þiggja
boðið, en Meredith sagði af gest-
risnihug:
— Það mundi okkur sérstök á-
nægja, herra Lewis.
— Þetta er einstaklega vinsam-
legt af ykkur, sagði Henry og
Ijómaði af ánægju — ég þikg boðið
— það er að segja, ef það bakar
ekki óþægindi.
— Alls ekki — og okkar er
ánægjan, sagði Meredith, en þegar
hún sá tillit það, sem þessi feimn-
islegi og vafalaust litt veraldar-
vani ungi maður beindi tii hinnar
fögru systur hennar, efaðist hún
um, að rétt hefði verið að hvetja
hann til að þiggja boðið, en raun-
ar hlaut hún að gera það eins og
ástatt var. Og það var allar götur
of seint, og á leiðinni heim skaut
Rosalie hönd sinni undir handlegg
hans, hlæjandi og masandi. Þau
fóru á undan, enda hafði Meretdith
tafizt andartak við að læsa Iækn-
isstofunni, og á miðri leið mætti
hún Hugh, sem fagnaði henni með
því að segja:
— Sæl, elskan — tilbúin að
kyssa gamlan vin?
— Alltaf, sagði Meredith, og um
leið og Hugh kyssti hana snart
hann við vanga hennar, og sagði
svo:
— Þú ert þreytt, vina m£n, ég
er farinn að hafa miklar áhyggj-
ur af þvf hvað þú leggur hart að
þér.
— Vitleysa, sagði Meredith, feg-
urðin er bara að byrja að dofna,
og þú ert svo vinsamlegur að
kenna þreytu um.
— Þótt þú værir níræð og tann-
laus mundi mér samt finnast, að
þú værir fegursta konan í öllum
heiminum, sagði Hugh og kyssti
hana aftur.
Langa stund hallaði hún sér að
barmi hans, og friður og ró færð-
ist yfir hug hennar, það var bezta
hvíldin, alger friður og ró og ham-
ingja.
Seinna, er þau sátu undir borð-
um, þegar Henry — en feimnin var
óðurn að renna af honum — tók
mjög ákveðið fram, að hann veeri
aldrei í essinu sínu, nema hann
væri kallaður Hank, sagði Mere-
dith Hugh og Steward Frazier frá
arfnium og Stewart, sem hafði ver-
ið dálítið ólundarlegur, vegna þess
hve Rosalie daðraði við Hank, varð
eins og allur árijiar , við að heyra
þessar fréttir.
— Ef það væri nú hægt að
nota þetta fé til að starfrækja
stofu til þess að veita verðandi
mæðrum ráðleggingu, þar sem
mæður gætu líka komið með ung-
börn til skoðunar. Það er mikil
þörf fyrir slíka stofnun.
Óþolinmæði gætti í svip Rosalie
meðan Stewart greinilega íhugaði
hverju svara skyldi, og hún gat
ekki stillt sig um að segja:
— Herra trúr, þurfum við að
tala um veikindi og sjúkrahús og
það allt sýknt og heilagt. Elsku
Meredith, reyndu nú að gleyma —
þó ekki sé nema bara á matmáls-
tímum, læknisskyldum og læknis-
áhugamálum. Þá gætum við að
minnsta kosti þá stundina látið
eins og heimurinn væri fullur af
heilbrigðu og kátu fólk.
Hún hefir vafalaust ætlað segja
þetta í léttum tón, en gat ekki
leynt því, að henni fannst þetta að-
finnsluvert og ekki viðeigandi,
enda tóku hin þetta sem eins kon-
ar árás, og kom þetta algerlega
T
A
R
Z
A
N
i
BUT 'CWA'WEhl HAVE SIG POWEK.,
WOW, WITH THEIR. BLACK MAGIC
TKICKS.. .THEf TELL CHIEFS WHAT
CAhl FO-ANF KIOT 701 hlOT LIK.E
» 0L7 7AYS v TAKZAM i
979
6297
I
Ráðagerð mfn gamli vinur, er
að bjóða öllum mestu höfðingjum
I héraðinu til fundar. Það hefur
ekki verið slíkur fundur í langan
tíma, segir Gana, en ég skal gera
boð eftir þeim og töfralæknum
þeirra. Nei, segir Tarzan, enga
töfralækna. Þú sást sjálfur hvað
kerlingin gerði af sér hérna, þeir
verða aðeins til ills. En töfralækn
arnir eru svo voldugir Tarzan, að
höfðingjarnir munu aldrei mæta
án þeirra. Þeir stjórna sjáliir
þorpinu að vild sinni, og skipa
höfðingjunum fyrir verkum. Þetta
er ólíkt hinum gömlu góðu dög-
um.
óvænt. Meredith kom þetta mjög
illa og varð fyrst til svara. Hún
hafði skipt litum og var allvand-
ræðaleg.
— Mér þykir þetta leitt — mjög
leitt, ég játa að það er ekki við-
eigandi að láta þetta, eins og mér
hættir til, vera efst á dagskrá. Og
ég bið ykkur auðmjúklega afsök-
unar.
naDDDDDDBDOaODODQDOD
Hárgreiðslustofan
HÁTÚNI 6, sfmi 15493.
Hárgreiðslustofan
S Ó L E Y
Sólvallagötu 72.
Simi 14853.
Hárgreiðslustofan
P I R O L A
Grettisgötu 31, slmi 14787.
Hárgreiðslustofa
VESTURBÆJAR
Grenimel 9, sími 19218.
Hárgreiðslustofa
AUSTURBÆJAR
(Marla Guðmundsdóttir)
Laugaveg 13. sfmj 14656.
Nuddstofa á sama stað.
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
STEINU og DÓDÓ
Laugaveg 18 3. hæð Clyfta).
Sími 24616.
Hárgreiðslustofan
Hverfisgötu 37, (horni Klappar-
stlgs og Hverfisgötu). Gjörið
svo vel og gangið inn. Engar
sérstakar pantanir, úrgreiðslur.
P E R M A, Garðsenda 21, sími
33968 — Hárgreiðslu og snyrti-
stofa.
Dömu, hárgreiðsla við allra hæfi
T JARNARSTOFAN,
Tjarnargötu 10, Vonarstrætis-
megin Simi 14662
Háaleitisbraut 20 Stra! 12614
Odýrar þykkar
drengjapeysur
HAGKAUP
Miklatorgi