Vísir - 13.09.1963, Síða 4
VlSIR • Föstudagur 13. september 1963.
Samtal við
,ballettdansari‘, þ.e. fór að fá
lítil hlutverk, smám saman
þýðingarmeiri, þangað til ég
var gerður ,sólódansari‘ árið
1949, nýorðinn tuttugu og
þriggja ára. Úr þvf fór ég að
fá aðalhlutverk“.
„Og í hvaða balletti dansað-
irðu fyrst aðalhlutverk?"
„Það var í ,Slaraffenland‘ eða
.Cockaigne' eftir Ha-rald Land-
er“.
„Fórstu í annan skóla sam-
hliða ballettnáminu?“
„Við lærum allar venjulegar
námsgreinar f ballettskóla leik-
hússins — hann einskorðast
ekki við ballettkennslu, heldur
fá nemendurnir lfka almenna
menntun".
„Áttu nokkur eftirlætishlut-
verk?“
„Ja, það er erfitt að taka eitt
fram yfir annað. Hlutverkið,
sem ég dansa hverju sinni, er
alltaf eftirlætishlutverkið mitt
þá stundina. Maður lifir sig inn
í þetta; meðan ég dansa, er
ekkert til í heiminum utan við
sviðið — ég veit ekki af neinu
öðru á meðan“.
Maður verður að gefa
alit, sem maður á
„Hvað myndirðu segja, að
væru nauðsynlegustu eiginleik-
ar,\ sem dansari þarf að hafa?“
„Fyrir utan rétt líkamshlut-
föll er góð tækni undirstöðu-
atriði. Og dansarinn verður að
hafa yndi af starfinu, það þarf
að vera allt hans líf, þannig að
hann geti ekki án þess verið
og njóti þess áð dansa. Maður
verður að leggja sig allan fram,
gefa allt, sém maður á, lifa sig
kvenlegastar, en þá þurfa líka
karlmennirnir að vera karl-
mannlegir, til þess að þær njóti
sín“.
„Svo þurfa dansarar að vera
músfkalskir og geta leikið“.
„Já, mikil ósköp, það er svo
voðalega margt, sem dansarar
þurfa að vera, að maður getur
verið allan daginn að telja það
upp“.
150 nemendur
„Hvernig er nú starfsdagur
dansarans?“
„Hroðalegt strit. Við byrjum
kl. 10 á morgnana á eins og
hálfs tfma æfingum til að liðka
alla vöðva og hita okkur upp.
Svo eru æfingar í leikhúsinu
frá 12.30 til 4. Eftir það förum
við heim, en ef sýning er um
kvöldið, æfum við aftur þrjú
kortér til að hita okkur upp.
Ég kenni líka fjóra daga vik-
unnar frá 5—7 og hef 150 nem-
endur“.
„Svo að þú lifir ekki beinlínis
f iðjuleysi?"
„Nei, það væri synd að segja,
en þess vegna er líka nauðsyn-
legt að elska starfið. Það gerir
ekkert til, þó að það sé erfitt,
ef manni þykir nógu vænt um
það. Og konan mín hjálpar mér
mikið við kennsluna. Þau
kvöldin, sem ég dansa, kennir
hún fyrir mig“.
Friðbjörn er giftur Kirsten
Ralov, sem til skamms tíma var
ein af ballerínum Konunglega
ballettsins eða „sólódansmær“,
eins og þær eru kallaðar f
Danmörku, en kennir nú mikið
og setur á svið balletta.
Frh. á bls. 7.
Við eigum ekki íslenzk-
an ballett enn sem kom-
ið er, en við getum þó
alltaf státað af að eiga
íslenzkan ballettdansara
og hann heimsfrægan.
Friðbjörn Bjömsson hef-
ur lengi verið ein af
skæmstu stjömunum á
himni Konunglega
danska ballettsins og
stendur nú á hátindi
frægðar sinnar sem ein-
hver bezti demi-carac-
tére dansari, er komið
Á svölunum á Hótel Sögu. „íslenzka loftið er dásamlega styrkjandi“, segir Friðbjörn og rásar í gönguferðir, þegar hann má vera að
milli æfinga og sýninga.
hefur fram í heiminum
á síðustu áratugum. í
fyrra var hann sæmdur
riddarakrossi Danne-
brogsorðunnar fyrir
störf sín í þágu danskr-
ar listar, lofgjörðum
hefur rignt yfir hann úr
öllum heimshomum
jafnt frá gagnrýnendum
sem hrifnum áhorfend-
um, og þessa dagana er
hann að dansa í Þjóð-
leikhúsinu og fær í
fyrsta sinn tækiíæri til
að sýna löndum sínum,
hvemig list hans getur
orðið, þegar hún fær að
njóta sín í hinni réttu
umgjörð.
„í Kaupmannahöfn. Foreldrar
mínir kynntust þar. En þegar
ég var níu mánaða, fluttust þau
til Vestmannaeyja, þar sem
amma og afi bjuggu, og þar var
ég fyrstu fimm ár ævinnar".
„Og þá fóruð þið aftur til
Kaupmannahafnar?"
hvort hjartað sé nógu sterkt,
o.s.frv. Vöxturinn verður að
vera réttur, annars er þýðingar-
laust að leggja fyrir sig ballett,
og ót.almargt kemur til greina,
eins og tilfinning fyrir músík
og rytma og — æ, það eru
hundrað hlutir“.
Það ar ekki auðhlaupið að því
að ná tali af honum. Líf ball-
ettdansarans er ótrúlega eril-
samt, það eru æfingar og aftur
æfingar frá morgni til kvölds
og þar á eftir sýningar. Eftir
þriggja daga eltingaleik —
Friðbjörn var alltaf annað
tveggja, önnum kafinn á æfing-
um eða sofandi — var þó hægt
að klófesta hann uppi á Hótel
Sögu og hefja yfirheyrslur.
% íslendingur
„Spurðu bara um hvað sem
þú vilt, og ég skal reyna að
svara“, segir hann og er auð-
sjáanlega búinn að sætta sig
við örlög sín. Hann skilur ís-
lenzku ágætlega, en hefur ekki
fengið mikla æfingu í að tala
hana, frá því að hann var fimm
ára. ^
„Ja, fyrst þarf ég að fá að
vita um íslenzka blóðið í þér.
Ertu ekki hálf-íslenzkur?“
„Nei, meira. Pabbi minn —
Sigurður Björnsson — er ís-
lendingur og mamma hálf-
íslenzk. En ég er danskur ríkis-
borgari".
„Og hvar ertu fæddur?“
en sjö og hálfs árs var ég tek-
inn f ballettskóla Konunglega
leikhússins“.
„Hvernig stóð á, að þú skyld-
ir fara að læra ballett?"
„Ég veit það varla. Ég hef
alltaf verið rytmískur — haft
gaman af rytma og dansi, og
guðmóðir mín, sem var dönsk,
vildi endilega, að ég reyndi að
komast í ballettskólann“.
„Eru inntökuskilyrðin ekki
ströng?“
„Jú, hamingjan góða, maður
er rannsakaður allur hátt og
lágt, hver vöðvi í líkamanum,
svo er læknisskoðun til að sjá,
heltast úr lestinni, m.a. vegna
þess að vöxturinn breytist
stundum með aldrinum, sumir
verða of hávaxnir, aðrir sam-
svara sér ekki nógu vel, og
sumir standa sig ekki við nám-
ið“.
„Hvað varstu lengi I ballett-
skólanum?“
„Þangað til ég var sextán
ára. Þá komst ég að sem
,aspirant‘ við Konunglega ball-
ettinn og var það tvö ár, dans-
aði í flokknum og hélt auðvitað
áfram að læra — maður er
aldrei búinn að þvi. Seinna var
ég gerður það, sem kallað er
algerlega inn í ballettinn —
annars er ómögulegt að vera
sannfærandi. Svo er viss per-
sónuleiki óhjákvæmilegur ...
án hans verður allt dautt, og
jafnvel fullkomin tækni bjargar
því ekki. Maður þarf lfka að
vera sterkur og hraustur, hafa
góð lungu og hjarta, vöðvarnir
verða að vera mjúki-r og stælt-
ir, en ekki of gildir. Já, og eitt
enn finnst mér mikilvægt — að
karlmenn séu karlmannlegir, en
ekki eins og hálfgerðar dúkkur.
Maður þarf að sjá mun á piltum
og stúlkum á sviðinu. Það er
gott, að dansmeyjamar séu sem
ustu hlutverkum, og margir ballettgagnrýnendur hafa fullyrt, að
enginn dansari í heiminum komist til jafns við Friðbjöm í því.
„Já. Ég held, að pabbi og
mamma hafi heldur viljað, að
ég menntaðist í Danmörku“.
„Ekki hefurðu þó byrjað að
dansa fimm ára?“
„Nei, ég fór bara í venjuleg-
an skóla, þegar ég var sex ára,
Margir heltast
úr lestinni
„Svo eru auðvitað próf á
hverju ári?“
„Já, miskunnarlaus próf, og
það eru alltaf margir, sem