Vísir - 14.09.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 14.09.1963, Blaðsíða 4
4 V1 SIR . Laugardagur 14. september 1963. Greinar um byggingarmál, birtar i samvinnu við Byggingaþjónustu Arkitektafélags íslands. Margir hlutir hafa verið rann- sakaðir á seinni árum og mikið um þá ritað. Ef gætt er að hvað rannsóknir gefa til kynna um baðherbergi kemur í ljós, skv. sænskri rannsókn að eiginmað- urinn dvelur ca. lA klst. 1 bað- herberginu hvem dag en hús- móðirin dvelur þar frá % klst. til allt að eina klst. daglega. Tími þessi skiptist þá niður á 20 heimsóknir í herbergi þetta. Flest baðherbergi hafa fyrir utan baðker, — handlaug og salernisskál. Auk þess sem líkamlegt hreinlæti er ástundað í baðherberginu er herbergið, einkum í fjölbýlishúsum, einnig notað til smáþvotta, og til um- önnunar smábama, oft eru börnin tekin inn í baðherbergið þegar þau koma óhrein frá úti- leikjum. Ástæðan til þess er mikil fjarlægð til sameiginlegs þvottahúss í fjölbýlishúsum. Ef fjölskyldumeðlimirnir hafa náð fullorðins aldri er tal- að vinna í eldhúsinu. Kemur þá jafnvel til greina að hafa dyr miili eldhúss og baðher- bergis. f rannsóknum hefur það komið fram að þeir sem hafa þennan milligang vilja ekki missa hann en þeir sem hafa hann ekki æskja hans heldur ekki. Sé um slfkan milligang að ræða milli baðherbergis og eld- húss er nauðsynlegt hreinlætis vegna að salerni sé aðskilið. Ef þvegnir em smáþvottar í baðherbergi er æskilegt að möguleiki sé á að hafa lítinn skáp fyrir óhreint lín. BAÐKAR EÐA STURTA. Baðkarið hefur bæði kosti og ókosti. í sænskum umræðum hefur það komið fram að bað í baðkari „sé það sama og að flytja óhreinindin af fótum upp á háls“. Mörgum finnst dá- semd að slappa af í heitu bað- vatni og fara síðan f kalda sturtu á eftir. Baðkarið hefur Gæta verður að hæðir á tækjum og spegli séu réttar. ið nauðsynlegt að aðskilja bað- herbergi og salerni. Ennfremur ætti þetta að vera svo í öllum íbúðum sem eru meira en 4 herbergi. STAÐSETNING. í litlum fbúðum í fjölbýlis- húsi er baðherbergi eðliiega staðsett við innganginn. í stærri fbúðum svo og í einbýlishúsum er baðherbergi vel staðsett við svefnherbergin og er þá litlu snyrtiherbergi komið fyrir f nágrenni við inngang. Þar sem þvottavélinni er komið fyrir f baðherbergi er ekki óeðlilegt að það sé staðsett við hliðina á eldhúsi, þannig að húsmóðirin eigi auðvelt með að fylgjast með þvottinum meðan hún er óumdeilanlega stóra kosti þeg- ar um er að ræða að þvo smá- börnum — þegar þau eru stillt. Ef foreldrar þurfa hvort sem er að fara í sjóstakk og setja upp sjóhatt er alveg eins gott að nota sturtu. Það hefur nefni- lega komið f ljós að það er dýrasti hátturinn að nota bað- kar. Til þess fara 300 Iítrar af 30—40 stiga þeitu vatni, meðan ca. 60 lítra af 40 stiga heitu vatni þarf f sturtubaði. STÆRÐ. Illmögulegt er að gefa einhlít ráð um stærð á baðherbergi. Þó er æskilegt að það sé ekki undir 2,7 fermetrar eða ca. 165 Xl60 cm. Þó er alls ekki nauð- synlegt að það sé f laginu sem BAÐHERBERGI femingur. Tækin geta farið vel öll við sama vegg en þá ætti herbergið ekki að vera undir 2,90 fermetrar. Annars eru möguleikarnir til staðsetningar tækja f baðherbergjum mý- margir og skal ekki farið út í þá sálma hér. TÆKI. Á markaðnum eru margar gerðir af hreinlætistækjum, hver með sínu sniði. paðkerið er venjulega úr emaljeruðu stáli og mun það vera ódýrast. Hins vegar em pottkörin tölu- vert ódýrari. Baðkörin eru ann- að hvort múruð inn eða eru laus og eru þá með svokallaðri svuntu, sem er þá emaljemð líka. Þetta hefur þann kost að auðvelt er að taka karið frá ef um viðgerðir er að ræða. Hús- byggjendur geta valið um marg- ar stærðir, — venjulegustu stærðir eru 150—160 cm. að utanmáli og 70—75 cm. á breidd. Ef um er að ræða lítil baðherbergi er ef til vill hægt að koma þar fyrir setkari, sem er ca. 115—Í3Ö cm. langt'. Emaljeringin er auðvitað mis- munandi en engin er svo góð að ekki sé nauðsyniegt að þvo kör- in strax á eftir notkun. Að láta baðker standa óhreint yfir eina nótt nægir til þess að emaljer- ingin verður mött. Vaskar og klósettskálar eru venjulegast úr sintruðu postu- líni sem er mjög sterkt efni. Venjulegasta stærðin á vöskum eru ca. 56x52 cm. GÓLF OG VEGGIR. Alltaf má gera ráð fyrir því að vatn skvettist á baðherberg- isgólfið og verður gólfið því að þola það. Húsbyggjendur geta valið um nokkrar gerðir gólfefna. Algengast er flísað mósaik eða terrazzo. Það sama gildir um veggina og þar kem- ur einnig til greina rakinn. Bezt er því að flísaleggja líka veggina. Ekki er þó nauðsyn- legt að þekja alla veggi með flísum, né heldur að þær nái upp í loft. í Svíþjóð er það orðið al- gengt að setja miðstöðvarofn- inn bak við svuntuna og er bað karið þá alltaf volgt og þægi- legt og kólnar vatnið ekki eins ört og ella. Hitalagnir eru einnig stund- um settar í gólfið og er það mjög þægilegt að hafa gólfið alltaf volgt og þurrt. Þótt baðherbergi sé búið öll- um nauðsynlegum hreinlætis- tækjum má ekki gleyma ýmsum smámunum sem nauðsynlegir eru svo sem spegli, litlum skáp, hillum, handklæðaslám, papp- írshöldu o. fl. Spegiilinn má ekki vera of lítill. Efri kantur spegilsins má ekki vera hærri en 175 cm. frá gólfi. Það eru ekki mjög mörg ár Hagkvæmt baðherbergi séð ofan frá. síðan baðherbergi voru álitin lúxus. Nú á tímum er hús ekki byggt nema með baðherbergi en það er sorglegt að vita til þess hve lítið er gert til þess að skapa smávægilega þvottaað- stöðu fyrir húsmæður í fjöl- býlishúsum. Alltaf er leiðinlegt að sjá baðkörin hálffull af ó- hreinu líni fyrir utan það að slíkt fer mjög illa með emalier- ingu karanna. Vinna ber að þv| að teikna þessi baðherbergi þannig að möguleiki sé að koma þar inn lítilli þvottavél. Mun það örugglega vel þegið, ekki sízt þar sem tíminn f sameig- inlega þvottahúsinu er oft naumt skammtaður. Ójöfn hitadreif- ing eykur eyðslu ís Til þess að forðast há útgjöld f sambandi við upphitun fbúðar húss er nauðsynlegt að varminn dreifist jafnt um alla bygging- una, þannig að sérhvert herbergi fái fyrirhugað hitastig. Þessu skilyrði er annars sjaldan fuil- nægt ýmsar íbúðir húsa eru venjulega kaldari en aðrar. Rannsókn, sem gerð var í Sví þjóð 1961 á 150 íbúðarhúsum, sýndi að mismunur á heitustu og köldustu íbúðinni var að með altali 4 gráour, en gat komizt upp f 8 gráður. KALDASTA ÍBÚÐIN RÆÐUR Það sem ákveður upphitun íbúðarhúss er kaldasta herberg ið, því að íbúi þessa herbergis hefur rétt á að hitastigið fari ekki niður fyrir ákveðið mark. Til þess að forðast kvartanir í sambandi við upphitunina, er venjulega haft það hátt hitastig á hitalögninni, að jafnvel þau herbergi, sem erfiðast er að hita upp, fái þolanlegan varma. Af- leiðingin verður sú að mikill . . ' 10'1 20° 2D:i' 31" ij i v Sr' Leigjandinn f köldustu íbúðinni ákveður oft hitann. Hitinn, hverja gráðu umfram 20 stig eykur upphitunarlcostnað- inn um 6%. hluti íbúða hússins hitna um of og gluggar eru opnaðir upp á gátt. Það telst til undantekning- ar, ef íbúar, sem þykir of heitt hjá sér, minnka sjálfir hitastigið með því að loka fyrir ofnana. Á þann hátt verður eldsneytis- eyðslan meiri, heldur en ef allar fbúðirnar hefðu sama hitastig- UMFRAMVARMI KOSTAR PENINGA. Nú kann manni virðast, að nokkrum gráðum of hátt hitast. í herbergi muni ekki hafa mikil áhrif á eldsneytiseyðsluna. Reyndin verður samt sú, að hér á sér það sama stað, eins og þegar kólnar í veðri og eldsneyt isnotkun eykst, sem alkunnust Framh. á bls. 13

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.