Vísir - 14.09.1963, Blaðsíða 13

Vísir - 14.09.1963, Blaðsíða 13
V í SIR . Laugardagur 14. september 1963. 73 ^wwwwwwws/wvwwwwvwvwwww> Irik iruhii — Framhald af bls. 9. Allir dansarar j af nþýðingarmiklir „Hvað vilduð þér helzt gera, þegar þér hættið að dansa þau hlutverk, sem þér eruð núna með? Gætuð þér hugsað yður að taka að yður hlutverk, sem eingöngu er látbragðsleikur?" „Nei. Ég get ekki gert grein- armun á látbragðsleik og dansi — f mínum augum er það eitt, hver hreyfing er dans. Ég held, a? ég vildi gjaman kenna og sviðsetja balletta. Ég yrði þó að fá frelsi til að vinna eins og ég vil helzt, sópa burt aukaatrið- um, sem hafa enga þýðingu, og leggja rækt við hvert smáatriði, sem eftir verður. Allt hefur jafna þýðingu, og allir dansarar eru jafnþýðingarmiklir, þó að þeir hafi kannske ekki tækni á við aðaldansarana — en hver á að skipa sitt sæti og gera það vel og af alúð“. „Þér eigið vonandi eftir mörg ár á sviðinu“. „Mjög mörg verða þau tæp- lega. Ég er núna 34 ára, 35 í næsta mánuði, ég vonast til að halda mér til fertugs — og ég vona, að ég hafi vit á að hætta, áður en ég fer að dala. Ég held, að ég sé núna á hátoppnum lík- amlega séð, en það er harmsaga allra dansara, að þegar þeir eru orðnir nógu andlega þroskaðir til að fá verulega mikið út úr hlutverkunum, þá er líkaminn hættur að hlýðnast vilja þeirra. Þegar ég var yngri, hugsaði ég með mér, að ekkert lægi á; ef ekki þetta ár, þá það næsta. En nú veit ég, að ég verð að gera það núna — allt, sem ég get gefið, verð ég að gefa á þessum næstu árum, því að ann ars er það orðið um seinan. Áð- ur fyrr hugsaði ég ekkert um að spara kraftana, heldur dahs- aði bara af hjartans lyst, en smám saman hef ég lært að nota þá skynsamlegar. Meðan ég get endurnýjað mig ög haft vald á starfstæki mínu, líkam- anum, er allt í lagi ... svo hætti ég“. Hann stendur upp og brosir hlýlega. „Skelfing er ég búinn að tala mikið um sjálfan mig“, segir hann af venjulegri prúð- mennsku. „Við skulum heldur horfa á regnbogann þarna — er hann ekki dýrleg sjón?“ — SSB Famh. af 4. síðu. er. En að hitastigsaukningin i herbergi frá t. d. + 19 til 22 gráður auki hitakostnaðinn jafn mikið eins og t. d. þegar útihita stigið minnkar frá t. d. — 5 til 8 gráður munu fáir hugsa út f. Hvert hitastig fram yfir 20 gráður eykur árlega hitunar- kostnað um ekki minna en 6 til • 7%. ÓJÖFN HITADREIFING ER ÓRÉTTLÁT Vandamál, sem snerta ójafna hitadreifingu í íbúðarhúsi lúta ekki eingöngu að óhagsýni, held ur einnig að þægindum íbúarmg. Til íbúða er eytt miklu fjár- magni, en sé hitastigið of lágt verður íbúðin óvistleg. Hugtakið góð íbúðarþægindi nær einnig yfir góða upphitun. Þar sem hitunarkostnaðurinn er greiddur af íbúum er gert ráð fyrir að allir hafi sama hitastig f her- bergjum sínum. Þeir, sem hafa of kaldar íbúðir telja sig ekki fá þá upphitun, sem þeir greiða fyrir og álíta sig verða fyrir ó- réttlæti gagnvart þeim íbúum, sem hafa hlýjar íbúðir. HVER ER ORSÖK ÓJAFNRAR HITADREIFINGAR Ójöfn hitadreifing orsakast nær alltaf af þvf að hitakerfið er kallað eða alls ekki rétt stillt. Stillingin verður að vera til þess að hitadreifingin milli hinna mismunandi varmadreif- ara (ofna) geti orðið slfk að öll byggingin hitni jafnt. Ójöfn hitun orsakast örsjald- an vegna þess að leiðslur, varma dreifarar eða hringrásardælur séu skakkt ákveðin hvað vfdd snertir. Til þess að gefa hentug an grundvöll að áframhaldandi skrifum um vandamál ójafnrar hitaskiptingar, verður i stuttu máli lýst hvernig hitakerfi með varmasendum er byggt upp og hvernig það á að vinna. Síldarverksmiðja - Framhald af bls. 8. götur lagðar og aðrar lagfærðar á hafnarsvæðinu og vfðar. SÍLDARVERKSMIÐJA TILBÚIN. Frá því í lok febrúar s. 1. og til þessa dags, hefur verið stanzlaust unnið við margvfslegar endurbætur og nýsmfði á fiskimjölsverksmiðj- unni Grótta og hraðfrystihúsinu Kaldbak hér á Vatneyri, sem nú er eign dánarbús Þorbjörns Áskels- sonar frá Grenivfk. Vélsmiðjan Héðinn í Reykjavík hefur séð um alla véla- og járn- smiði og oftast verið 8 — 12 menn frá Héðni við þessi störf hér, ásamt nokkrum heimamönnum. Verkið hefur gengið vel og nú er verk- smiðjan til búin til móttöku síldar. Undanfarna daga hafa vélar verk- smiðjunnar verið prófaðar og allt farið samkv. áætlun. Áætluð af- köst verksmiðjunnar Grótta er 12 -— 1500 mál síldar á sólarhring. Unnið er af fullum krafti við endurbætur og nýsmíði í frystihús- inu Kaldbak og vonir standa til, að móttaka fisks geti hafizt með haustinu, ef allt gengur að óskum. Við uppbyggingu og starfrækslu þessara atvinnutækja á Vatneyri binda Fatreksfirðingar miklar von- ir. Jón Þ. Eggertsson. Dregið í Happdrætti HáskóSa ísiands Þriðjudaginn 10. september var dregið í 9. flokki Happdrættis Há skóla íslands. Dregnir voru 1 150 vinningar að fjárhæð 2 060 000 krónur. Hæsti vinningurinn, 200,000 kr. kom á fjórðungsmiða númer 12761 Tveir fjórðungar voru seldir í um boði Arndísar Þorvaldsdóttur, Vest urgötu 10, Reykjavík. Einn fjórð- ungur hjá Frfmanni Frímannssyni í Hafnarhúsinu, Reykjavík. Og sá fjórðj á Selfossi. 100 000 krónur komu á heilmiða númer 56 892, sem seldur var hjá Frímanni Frímannssyni f Hafnar- húsinu. 10.000 krónur: 2512 4213 8402 8612 10787 11151 11779 12760 12762 15001 15709 18651 20061 23269 24693 24957 29100 42500 43423 44002 44550 45459 47362 50394 51441 53168 53744 56082 (Birt án ábyrgðar.) Frá Gagnfræðaskólum Reykjavíkur Nemendur mæti í skólunum mánudaginn 16. þ. m., kl. 4—7 síðdegis, til skráningar (1. og 2. bekkur) og til staðfestingar umsóknum sínum (3. og 4. bekkur). I. BEKKUR: Skólahverfin verða hin sömu og gilda fyrir bamaskól- ana. Fyrsti bekkur gagnfræðastigs verður nú í Aust- urbæjarskóla, Hlíðaskóla og Laugalækjarskóla. Allir nemendur 1. bekkjar, búsettir í Melaskólahverfi, sækja Hagaskólann. II. BEKKUR: Nemendur mæti hver í sínum skóla. III. bekkur LANDSPRÓFSDEILDIR: Þeir, sem luku unglingaprófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar, Gagnfræðaskóla Vesturbæjar, Haga- skóla, Vogaskóla og Réttarholtsskóla, mæti hver í sínum skóla. Nemendur frá Lindargötuskóla komi í Gagnfræðaskóla Austurbæjar, en nemendur frá Lang- holtsskóla f Vogaskóla. Aðrir, er sótt hafa um lands- prófsdeild, komi í Gagnfræðaskólann við Vonarstræti. III. bekkur ALMENNAR DEILDIR: Nemendpr mæti hver í sínum skóla, með eftirtöldum undantekningum: Nemendur frá Laugamesskóla komi í Gagnfræðaskólann við Lindargötu. Nemendur frá Miðbæjarskóla í Gagnfræðaskóla Austurbæjar og nemendur frá Langholtsskóla komi í Vogaskóla. III. bekkur VERZLUNARDEILDIR: Nemendur frá Gagnfræðaskóla Vesturbæjar, Miðbæj- arskóla og Laugamesskóla komi í Gagnfræðaskólann við Lindargötu. Nemendur frá Langholtsskóla komi í Vogaskóla. Aðrir umsækjendur um verzlunardeild mæti þar, sem þeir luku unglingaprófi. III. bekkur VERKNÁMSDEILDIR: Hússtjórnardeild: Umsækjendur komi f Gagnfræða- skólann við Lindargötu. Sauma- og vefnaðardeild: 1 Gagnfræðaskólann við Lindargötu komi umsækjendur, er unglingaprófi luku, frá þeim skóla og frá Miðbæjarskóla, Gagnfræðaskóla Vesturbæjar og Hagaskóla. Aðrir umsækjendur, um sauma- og vefnaðardeild komi í Gagnfræðaskóla verknáms Brautarholti 18. Trésmíðadeild: í Gagnfræðaskóla verknáms komi um- sækjendur, er luku unglingaprófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar, Laugarnesskóla, Gagnfræðaskólanum við Lindargötu, Réttarholtsskóla og Vogaskóla. Aðrir umsækjendur um trésmíðadeild komi í Gagnfræða- skóla Vesturbæjar Hringbraut 121. Jámsmíða- og vélvirkjadeild: Umsækjendur mæti í Gagnfræðaskóla verknáms. Sjóvinnudeild: Umsækjendur komi í Gagnfræðaskól- ann við Lindargötu. Umsækjendur 3. bekkjar hafi með sér prófskírteini. IV. BEKKUR: Umsækjendur mæti þar, sem þeir hafa sótt um skóla- vist. Nauðsynlegt er, að nemendur mæti eða einhver fyrir þeirra hönd, annars eiga þeir á hættu að missa af skólavist. Kennarafundur verður í skólanum sama dag kl. 2 e. h. FRÆÐSLUSTJÓRINN í REYKJAVÍK. SAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA^A^

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.