Vísir - 14.09.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 14.09.1963, Blaðsíða 7
V í S IR . Laugardagur 14. seprenibci 1963. 7 EÍNAGERÐ frá Sjámannafélagi Reykjavíkur, varð- andi kaup og kjör á farskipum og kröfur farmanna Fast mánaðarkaup Orlof 5216.39 312.98 Samkomulag 2. sept. ’63 Kröfur 9. sept. ’63 Lífeyrissj. 6% 312.98 5.607.62 799.72 7.600.00 2.500.00 Samtals kr. 5.842.35 384.44 606.00 Samkomulag 2. sept. ’63 5.607.62 336.46 336.46 Kröfur 9. sept. ’63 7.600.00 456.00 456.00 384.44 606.00 Kr. 7.176.22 Kr. 11.312.00 Ath. Til þess að geta fengið kaup fullgilds háseta þurfa þeir að hafa siglt í 12 mánuði sem Kr. 6.280.00 Kr. 8.512.00 viðvaningar á kaupi. miklu lægra Fullgildur háseti á tvískiptri vakt 12 klst. á sólarhring á sjó. Samninganefnd Sjómannafélags Reykjavíkur, í deilu þeirri er nú stendur yfir á verzlunarflotan- um, leyfir sér vegna villandi upplýsinga útgerðarmanna um kaup og kjör háseta á verzlun- arskipum, sem fram hafa komið í blöðum undanfarna daga, að taka fram það er hér fer á eftir: í greinargerð útgerðarmanna er því slegið föstu að mánaðar- laun háseta, ásamt meðalyfir- vinnu séu þau, er þeir síðan birta í tölum. í þeim tölum er reiknað með á annað hundrað ýfirvinnustundum á mánuði fram yfir venjulegan dagvinnu- stundafjölda, sem sjálfsögðum blut, eins og þeir hafi aldrei beyrt getið um 8 stunda vinnu- dag. Sjómenn hafa ekkert um yfir- vinnu á skipunum að segja og ekki í þeirra valdi hvort hún er meiri eða minni. Á sumum skip úm er hún óhæfilega mikii, öðr um lítil sem engin. Nokkuð stór hópur farmanna hefur alltaf litla sem enga yfirvinnu, en það eru dagmenn f vél, þótt hásetar vinni jafnvel sólarhringum sam- an. 1 landi geta þeir, sem yfir- vinnu vinna, horfið frá og farið heim, afneitað allri yfirvinnu, ef beilsa eða aðrar ástæður bjóða svo. Á farskipunum eru það yfir- menn f. h. útgerðanna, sem skipa fyrir um alla vinnu og verða hásetar og aðrir undir- menn, skv. sjólögum, að vinna alla þá vinnu, sem til fellur, hvenær sem skipun kemur þar um og hafa engan rétt til íhlut- unar um lengd hennar. Hluti yf- irvinnu í tekjum farmanna er því algjörlega undir útgerðun- um sjálfum kominn. Afskipti Sjómannafélagsins af þessum lið eru þau ein, að krefjast sambærilegra launa til handa fastamönnum og aðrar starfsgreinar hafa, fyrir sam- bærilega vinnu. Sérstaða ýmissa starfsgreina hefur verið viðurkennd á síð- ustu misserum, svo að þótt Vinnuveitendasamband Islands o. fl. hafi samið við vmf. Dags- brún um einhverja hækkun fyr- ir verkamenn hefur það ekki verið mælikvarði í öllum tilfell- um á þær launabætur er ein- stakar aðrar starfsgreinar hafa þurft að fá og krafizt. Samanburð við hinar mörgu starfsgreinar sem yfirborga verkafólk sitt, munum við ekki gera, enda sá samanburður og annar fáránlegur, nema um leið sé getið þess vinnustundafjölda sem skila þarf, til að hljóta á- kveðnar launatekjur, auk ann- arra atriða svo sem fríðinda og vinnuaðstöðu og þá m. a. hvort einstaklingurinn vinni nálægt þyngstur er hjá hásetum vegna viðhalds skipanna hjá því skipa félaginu sem ósparast er á slíkt m. a. vegna hinnar ódýru yfir- vinnu háseta. Otgerðarmönnum bar að sjálfsögðu að taka árstekjur og vinnustundafjölda, og þar sem slíkur samanburður er til fyrir <$> árið 1962, skulu birt nokkur dæmi: Hásetar hjá einu skipa- félaganna sem voru með yfir 300 skráningardaga (meðaltal 323) höfðu í meðaltekjur fyrir 1962 kr. 96.290 að meðtöldu orlofi en ekki lífeyrissjóðsgjaldi 6%. Til þess að ná þessum tekjum þurftu þeir að skila 3422 vinnustundum eða tæpum 12 klst. á vinnudag. Fastir hafnarverkamenn hjá Eimskipa félaginu höfðu á sama ári að meðaltali 91,8 þús. kr. tekjur en skiluðu 2802 vinnustundum. Þetta er með orlofi en án 1% í sjúkrasjóð. Fast mánaðarkaup Vaktatillegg Orlof 6% Lífeyrissj. 6% 5.216.39 743.93 357.62 357.62 Samt. kr. 6.675.56 Ef menn í rólegheitum athuga kröfur þær er Sjómannafélagið hefur gert vegna farmanna, mið að við allar aðstæður og þá jafnframt samanborið við þau laun sem ýmsar aðrar starfs- stéttir hafa, komast þeir ábyggi lega að raun um að þær eru fyllilega sanngjárnar. Reykjavík, 13. sept. 1963. Samninganefnd Sjómannafélags Reykjavíkur. Kranastjórar hjá Kol & Salt 120 þús. 2967 stundir. Vkm. hjá Olíufélaginu 112,5 þús. 3008 vinnustundir. Vkm. hjá Vélsm. Héðni 96,8 þús. 2615 vinnustundir. heimili sínu, og geti því nýtt vkm. hjá Sænska isl; frystih. r.rfof11r»Hir* oinar ftl frölran folrni . _ . frístundir sínar til frekari tekju öflunar beint eða óbeint, eða búi við hina miklu fjarveru far- manna og mikil útgjöld af þeim sökum. Algjörlega er þýðingarlaust fyrir útgerðarmenn að taka sem dæmi um launatekjur farmanna, þann mánuð ársins, sem vinnu- Krossgátuverðlaunin 95, l þús., 2759 vinnustundir. Birgðavörður hjá Áburðar- verksm. 134.2 þús. 3402 vinnu- stundir. Svona mætti halda áfram, en hér skal staðar numið að sinni. Sjómannafélagið neitar ein- dregið, að miða nokkrar launa- kröfur sínar við óhæfilega mikla yfirvinnu. Ef útgerðirnar vilja láta vinna slíka vinnu verður að greiðast fyrir það sambærilega og hjá öðrum stéttum. Mánaðarkaup og kröfur far- manna voru og eru: Mánaðarkaup fullgilds há- seta í júní 1963, á þrfskiptri vakt með 8]/2 klst. vinnu á sólarhring að meðaltali: sjónvarpað Vísir hcfur skýrt frá því áður að til íslands væru væntanlegir þýzkir sjónvarpsmenn, þrír að tölu. Nú er þetta fólk, en það voru tvær konur og einn karl, búið að vera hér frá því í ágústmánaðarlok og hefur ferðazt mikið um landið og verið yfirleitt heppið með veður. Báðar konurnar eru þegar farn- ar utan, en þær sjá um tón og texta í væntanlegri sjónvarpsmynd. Kvikmyndatökumaðurinn sjálfur, Júgen Stamh að nafni, hefur einn- ig lokið sínu hlutverki og fer í fyrramálið. Telur hann sig í heild vera mjög ánægðan með árangur- inn af starfi sfnu hér « Sjórt'varþsfólkið 'kom lfihgað á vegum Flugfélags íslands og ferð- aðist um á vegum þess og í fylgd með leiðsögumanni á meðan það dvaldi hér. Komst það lengst aust- ur á Fljótsdalshérað og Seyðis- fjörð, en á Seyðisfirði var síldar- söltun, síldarlöndun og bræðsla kvikmynduð. Þaðan var farið að Mývatni og Dettifossi, Goðafossi, Akureyri og síðan sem leið lá suð- ur í Borgarfjörð og til Reykjavík- ur. Einnig var farið nokkuð um Suðurlandsundiriendið með við- komu að Gullfossi, Geysi, Skál- holti og Hveragerði. Einkum á síðastnefnda staðnum urðu Þjóð- verjarnir hrifnir af að sjá hinar fjölbreytilegu tegundir sem uxu í gróðurhúsunum, m. a. banana- plöntur með fullþroskaða banana, kaffiplöntur og fleiri ávexti sem dafna ekki einu sinni í Þýzkalandi. Auk þess sem Þjóðverjarnir kvikmynduðu Iandslag tóku þeir og kvikmyndir af atvinnulífi og lifn- aðarháttum fólks eftir því sem við varð komið, búpeningi, sveitabæj- um o. fl. Undrandi og hrifnir urðu þeir í senn af íbúðum og húsbún- aði fólks og töldu íslendinga búa betur og eiga skemmtilegri heimili en flestar aðrar þjóðir. Þjóðverjarnir töldu sig hafa náð þeim árangri sem þeir höfðu kosið og telja sig hafa nægilegt og gott efni í 1 klukkustundar sjónvarps- sendingu, sem sjónvarpað verður frá öllum sjónvarpsstöðvum Þýzka lands samtímis, væntanlega í n.k. janúarmánuði. Áður í sumar kom erlendur sjónvarpstökuhópur til fslands, einnig að nokkru Ieyti á vegum Flugfélags íslands. Sá hópur var frá brezka sjónvarpinu, samtals 8 menn og þeim til fylgdar og að- stoðar Gísli Gestsson kvikmynda- tökumaður, sem þá var nýútskrif- aður í því fagi í Bretlandi. Mynd sú sem Bretarnir tóku hér var leikin, enda þótt þar sé jafnframt um landkynningarmynd að ræða. Voru jafnt leikarar sem kvik- myndatökumenn í þessum 8 manna hópi sem hingað kom. Kvikmyndin sem Bretarnir tóku hér hefur nú verið framkölluð og prufusýnd í aðalatriðum og hefur komið í ljós að hún hefur heppn- ast afburða vel. Hún verður sýnd í tvennu lagi, fyrrihlutinn í des- embermánuði n. k. og síðari hlut- inn í janúar. Heildar sýningartími verður á aðra klukkustund. Gert hefur verið ráð fyrir endursýningu í brezka sjónvarpinu næsta vor. Þjóðleikhúsinu þakkað Ég vil nota tækifærið til að þakka þjóðleikhússtjóra og öðr- um ráðamönnum Þjóðleikhúss- ins það framtak að fá danska ballettinn til sýninga hingað. Þó að ég sé enginn sérfræð- ingur á þessu sviði, hef ég allt- af haft mikinn áhuga fyrir ball- ett síðan ég sá hann í fyrsta sinn, þegar ég var i brezka hern um í Rómaborg á stríðsárunum. Þegar ég var seinna í Moskvu, fór ég að jafnaði tvisvar eða þrisvar í viku í Stóra Leikhúsið í hálft annað ár og heima í London hef ég eytt mörgum töfrandi kvöldum í Covert Garden. Hingað til hafði ég ekki átt þess kost að sjá hinn konung- lega danska ballett, sem er tal- inn einn bezti í heiminum. Það var því sérstaklega ánægjulegt að fá þetta tækifæri hér núna á þessum norðlægu slóðum og ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Þó að leiksvið Þjóðleikhússins sé ekki eins stórt og í London, Moskvu og víðar, og Sinfóníu- hljómsveit fslands ef til vill ekki æfð sérlega með ballett í huga, tókst sýningin framúrskar andi vel. Mér er nær að full- yrða, að danski dansflokkurinn í heild sé jafnvel betur þjálfað- ur en í Moskvu og London. Og ef til vill var ánægjan ennþá meiri, vegna þess að þessi vinsæla heimsókn hefur ekki — eins og í sumum öðrum tilfellum hér og víðar — verið tengd neinum pólitískum hug- leiðingum stórveldanna. Vonandi fáum við að sjá meiri ballett á íslandi og Is- lendingar — karlmenn ekki síð- ur en kvenmenn — fái vaxandi áhuga fyrir honum. Peter Kidson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.