Vísir - 14.09.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 14.09.1963, Blaðsíða 5
I ^ISIR . Laugardagur 14. september 10S3. Framnalö al bls. l. STJÖRNARSTÖRF A FERÐALAGI Fylgdarlið forsetans telur 36 manns, en í þeim hópi eru marg '_r sérfræðingar hans í hinum ýmsu málum er forsetinn þarf að fjalla um stöðu sinnar vegna. Hafa stjórnarstörf hans ekki fallið niður á feröalaginu. Nefnd manna úr fylgdarliðinu sem kannar síðasta undirbún- inginn undir komu varaforsetas °g ferðir has hér kemur í dag sða á morgun. Ambassador Badaríkjanna, James Penfield og kona hans, komu í gærmorgun úr sumar- leyfi. Thor Thors ambassador ís lands í Bandaríkjunum er kom- inn til íslands vegna heimsókn- ar varaforsetans. Ríkisútvarpið mun m. a. út- varpa frá komu varaforsetans. gjafir VARAFORSETANS Þær breytingar aðrar hafa orð ið á dagskrá heimsóknarinnar, að Lyndon Johnson afhendir Gunnari Friðrikssyni, forseta Slysavarnarfélags íslands. þrjár íæranlegar talstöðvar að gjöf til félagsins. Afhendingin fer fram að loknu hádegisverðarboði ís- lenzku forsetahjónanna. Þá mun hann einnig afhenda Háskóla íslands bókagjöf til nýju vísindadeildar Háskólans. Rektor veitir gjöfinni viðtöku. Á samkomu í Háskólabíó niun Ármann Snævarr háskóla- rektor ávarpa Jonhson varafor- seta. Þá mun Johnson flytja ræðu, en síðan mun hann ganga um salinn og ræða við þá, sem þar eru viðstaddir. Þá mun dóttir varaforsetans sennilega ekki heimsækja Sund- laug Vesturbæjar eins og ráð var fyrir gert. 1 stað þess verð- ur hún í kaffidrykkju með stúd- endum f Háskólanum. VEIZLUR Þrjár veizlur verða haldnar í sambandi við komuna. Hádegis- verðarboð Forseta íslands og frúar í glersalnum að Hótel Sögu. Þar verða um 65 gestir. Forsetafrúin velur sjálf réttina. Kvöldverðarboð forsætisráð- herra verður að Hótel Borg. Þar verða um 150—160 manns. Verður þetta stærsta veizlan og aðalveizlan í heimsókninni. Ein veizla verður fyrir ung- frú Johnson í Nausti á vegum Varðbergs. Þar verða væntan- lega um 90 manns. Matseðillinn er aðallega kalt borð, íslenzkir sjávarréttir, kalkúnar, Iaxar, svínasteikur og yfirleitt allt sem slíku boði tilheyrir. inu í fyrradag. Hann er rekinn af Fransiskanasystrum á veg- um Kaþólsku kirkjunnar og átti Visir tal við skólastýruna, systur Audomaros, í gærkvöld. Hún sagði að öll börn væru velkomin í þennan skóla. án tillits til trúarskoðana, og væru þar nú 310 börn. Svo heppilega vildi til, að börnin voru fyrir skömmu farin heim úr skólan- um í fyrradag, er vatnið tók að flæða inn í hann. Það var um kl.,5 og sumar götur í Þórshöfn þá eins og fljót yfir að líta. Systir Audomaros kvað þær Fransiskanasystur fyrst hafa vopnazt fötum og byrjað að ausa vatninu út úr bygging- unni. En það var eins og að ausa upp hafinu með fingur- björg og varð þeim „systrum" það næst fyrir að biðja slökkvi liðið að koma með dælur sínar. Þeirri beiðni, var synjað í fyrstu, þar eð ekki var um elds- voða að ræða. En síðan komu slökkviliðsmennirnir þó, munu hafa hugsað sem svo að þeirra myndi tæplega verða þörf við slökkvistörf, þar sem vatnsflóð ið hefði nægt til að slökkva skógarelda. Unnu slökkviliðs- mennirnir siðan að því að dæla vatni út úr skólabyggingunni til klukkan eitt um nóttina, og í gær voru þeir að dæla vatni, sem safnazt hafði fyrir í uppi- stöðum utanhúss. Fransiskanaskólinn var lok- aður i gær, m. a. vegna þess að miðstöðvarkerfið var í ólagi eftir vatnsflóðið, en systir Audo maros bjóst við að börnin myndu koma aftur í skólann í dag. ilunnurnar ~ Framhald af bls. 16. endur komust ekki yfir ána. Veg urinn frá Sörvogi á Vogey út á flugvöllinum eyðilagðist af vatnselg, og í þessari byggð og víðar varð að leysa út kýr, sem hýstar höfðu verið í byrjun ó- veðursins, þar sem hætta þótti á að þær drukknuðu i fjósun- um. Þetta er mesta steypiregn sem komið hefir í Færeyjum í manna minnum og sló óhug á margan vegna hinna ofboðslegu vatnavaxta á örskammri stundu. En skyndilega stytti upp klukk an 8.30 í fyrrakvöld með vest- anátt, en rigningarveðrið var af suðvestri og 7 — 8 vindstig. barnaskólinn VAR LOKAÐUR í GÆR. Það var Fransiskanaskólinn í Þórshöfn, sem hálffylltist í flóð Níu monns — Framhald af bls. 16. harður milli beggja bílanna og ienti framendi vörubílsins framantil á hægri hlið strætis- vagnsins. Við áreksturinn sveigðist strætisvagninn undan til vinstri en vörubillinn til hægri og renna báðir skáhallt upp á eyjuendann norðan gatnamótanna. Þar var fyrir ijósastaur og lentu bílarnir af þvflíku afli á honum að hann kubbast sundur og Ienti fram- endi hans upp á gangstéttina á Lönguhlíð austanverðri. Bíll var þarna rétt hjá að þvf er sjónar- vottar sögðu og töldu að engu hafi mátt muna að staurinn lenti á honum. En um það leyti sem bílarnir tveir voru að stöðvast eftir áreksturinn lenda þeir á þriðja bílnum, sem var Skodabifreið og hafði hún þá staðnæmzt austan við eyjuna. Skall fram- endi strætisvagnsins á honum, en það högg mun þó ekki hafa verið mjög mikið, því skemmd- ir á Skodabflnum voru ekki taldar verulegar. Aftur á móti skemmdust hinir báðir bflarnir mjög mikið, hliðin sprakk inn í strætisvagninum og vörubíll- inn skemmdist mikið að framan. Framhald af bls. 16. á sjúkrahús. Tvennt rifbeins- brotnaði, aðrir hlutu skurði, skrámur, marbletti og annan á- verka, því margir farþeganna í strætisvagninum hlutu slæm högg við áreksturinn. Þeir sem áverka hlutu voru: Bílstjórinn Birgir Sigurðsson, Mjóuhlíð 16, Jóna Harðardóttir, Heiðargerði 51, Kristín Ingi- björg Jónsdóttir, Ólöf Krist- jánsdóttir og Bergur Jósteins- son, öll til heimilis að Garðs- enda 4, Margrét Hallgrímsdótt- ir, Ásgarði 139, Magna Einars- dóttir, Stigahlíð 22, Gerður Stefánsdóttir, Stigahlíð 14, Hrefna Bjarnadóttir, Tunguveg 48. Ólöf Kristjánsdóttir var í strætisvagninum ásamt 13 ára gamalli dóttur sinni og þriggja ára gömlum frænda sínum. Ól- öf slasaðist einna mest, þvf tvö eða þrjú rifbein brotnuðu. Dótt- ir hennar og frændi sluppu með smáskurði og skrámur. Vísir átti í gærkveldi stutt samtal við Kristínu. Sagðist hún, ásamt móður sinni hafa séð stóran vöruflutningabíl stefna allt í einu inn í hliðina á strætisvagninum. Ráku nokkr- ir farþeganna upp óp, en í sama mund skall vörubíllinn á hægri hlið strætisvagnsins. Sátu þau í næsta sæti fyrir aftan bíl- stjórann. Við áreksturinn fengu nokkrir farþeganna í vagninum smátaugaáfall og sumir fóru að gráta. Nokkuð margir farþegar voru f strætisvaginum, þegar áreksturinn varð, en stuttu síð- ar kom annar vagn og hélt á- ætlunarferðinni áfram. Vagn- inn sem lenti í árekstrinum var .á Bústðahverfisleið. Antonio Sanni, fiskkaupmaður frá Messina, ræðir við Ianda sinn Signor Toia, sem er starfsmaður Skiphoits h.f., en það fyrirtæki seldi honum 130 tonn af skreið. Fiskkaupmaður - Sendinefgici islfisids hjó S.P. skipuð Sendinefnd íslands á 18. Alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna verður þannig skipuð: Thor Thors, sendiherra, Kristján Albertsson, . sendiráðunautur, Hannes Kjartansson, ' aðalræðis- maður, Baldvin Jónsson, hæsta- réttarlögmaður og Þór Vilhjálms- son, borgardómari. Syndii 100 Framhald at bis. 1, vör og G. Helgason og Melsteð. Það er hið fasta verð, sem Sanni greiðir fyrir skreiðina, eða 295 sterlingspund á tonnið cif fyrir Afríku-tegundina. Er það um 20 sterlingspundum hærra verð en í fyrra. Sanni skýrði frá því, að skreið frá Noregi væri yfirleitt betri en frá íslandi og stafar það af eiginleikum fisksins í sjónum, íslenzki fiskurinn er feitari en sá norski og því ekki \eins heppilegur í skreið. Hann lýsti því hvemig farið væri að hraðþurrka fisk i Nor- egi. Það þyrfti að gera til þess hús sem væru loftþétt og blása lofti inn í það.með viftu. Aðal- atriðið væri að gæta þess, að hitinn í húsinu væri jafn, eða um 10 stig á celsius. Þá verk- aðist fiskurinn mjög vel og yrði bragðgóður. Ekki væri hægt að hraðþurrka við meiri hita, því að þá kæmi slæmt bragð á fisk- inn. Með slíkri hraðþurrkun gætu íslendingar varið fiskinn fyrir frosti, en frostskemmdir væru algengasti gallinn á ís- Ienzkri skreið. Þetta er í annað sinn, sem Signor Sanni kemur hingað til lands. Hann sagði, að sem ítalskur fiskkaupmaður teldi hann það mjög mikilvægt að geta keypt fiskinn sjálfur beint frá íslandi, en þurfa ekki að taka hann í gegnum aðra um- boðsmenn. Þannig gæti hann sjálfur tryggt sér gæði fisksins og þegar um verulegt magn væri að ræða, gætu þeir fengið fiskinn fluttan beint til sfn, en þyrftu ekki að taka hann úr birgðageymslum á Ítalíu. Sama væri að segja um stærri kaup- endur á saltfiski, að þeir vildu hafa aðstöðu til að kaupa hann sjálfir, en að kaupin þyrftu ekki að fara í gegnum hendur umboðsmanna. Annað mál væri með fiskkaupmenn, sem keyptu minna magn, þau kaup ættu að ganga í gegnum um- boðsmenn. Framhald af bls. S. heildarskipuiag sá um Kjartan Guðjónsson teiknari. Skrifstofutækni 1963 er fyrsta almenna samsýningin hér á iandi af þessu tagi, og mun hún í framtíðinni verða endurtekin, eftir því sem tækniþróunin gef- ur tilefni til. Það er „Stjórnunarfélag ís- lands“, sem gengst fyrir þess- ari sýningu, og verður hún opin til 21. þessa mánaðar. Leiðrétting. I grein um skreiðarframleiðslu á 8. síðu í gær varð sú prentvilla að ísland flytti út skreið fyrir 28 millj. en átti að vera 281 millj. krónur. ánderson — Framhaid af bls. 16. að sprengja girðinguna 1 loft upp úr landi og hefði það verið gert ef óvinafloti hefði ráðizt inn á þessa firði. Enn eru tætl- ur eftir af girðingunum og sprengjur á botnum fjarðanna. Ekki er bein hætta talin stafa af þeim, en samt sjálfsagt talið að hreinsa þær burt. Fer Lárus Þorsteinsson frá landhelgisgæzl unni með f leiðangur þennan. Skipin halda til Akureyrar á mánudaginn og verður Eyja- fjörður fyrst slæddur. SMURSTOÐ Opnum kl. 10 f.h. \ dag smurstöð í húsakynnum okkar v/ð Laugaveg, — aoeins fyrir Volkswagen og Land-Rover bifreiðar ieiBdverzIumn HEKLA h/f.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.