Vísir - 14.09.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 14.09.1963, Blaðsíða 8
8 Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði. 1 lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Dómur gamals samherja Einn af fyrrverandi forustumönnum Framsóknar- flokksins lét nýlega svo ummælt í blaðagrein, að þeir Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson hefðu nýlega „hafið sókn á opinberum vettvangi í sambandi við hafnaraðstöðu Natóríkjanna í Hvalfirði“. Átti hann þar við æsingaskrif Tímans undanfarið og sagði að þessir tveir þingmenn og allmargir samherjar þeirra hefðu undangengin 20 ár starfað í nánu samfélagi við kommúnista, til að hindra íslendinga í eðlilegri og nauðsynlegri þátttöku í samstarfi frjálsra menningar- þjóða. Þótt einhverjum kunni að þykja þetta full djúpt tekið í árinni, verður því ekki neitað, að fyrmefndir tveir liðsoddar flokksins bera aðaíábyrgðina á stefnu hans í utanríkismálum og skrifum Tímans um þau. Það hefur oft, og ekki hvað sízt nú upp á síðkastið, verið erfitt að sjá það, að Tíminn sé málgagn stjórnmála- flokks, sem vill þátttöku íslands í vestrænu samstarfi. Æsiskrif blaðsins um Hvalfjarðarmálið verða út á við tæplega skilin á annan veg en þann, að forustumenn Framsóknarflokksins vilji að við hættum ábyrgri þátt töku í vömum Nató. Hefðu þessi skrif Tímans verið andstæð skoðunum Hermanns og Eysteins, var þeim í lófa lagið að stöðva þau strax í upphafi. En þeir lé^u það óátalið, þótt ritstjórinn gengi í þessu máli, eins os svo mörgum öðrum, í lið með kommúnistum og beitti fjandsamlegum áróðri gegn vestrænni samvinnu og varnarsamtökum. Að vísu er svo að sjá nú, allra síðustu dagana, að leiðtogum flokksins hafi þótt nóg komið í bili, og jafn- vel ekki heppilegt að halda þessum æsiskrifum áfram um það leyti sem varaforseti Bandaríkjanna er að koma hingað í heimsókn. Það má þá líka hjálpa komm únistum á annan hátt í staðinn t. d. með því að leggja þeim til liðsstyrk á mótmælafundinum, sem þeir hafa boðað! Með kápuna á báðum öxlum Þegar Tíminn skrifar af mestum æsingi og f jand- skap gegn Atlantshafsbandalaginu og þátttöku íslands í vamarkerfi lýðræðisþjóðanna, er því oft skotið ein- hvers staðar inn í, eða hnýtt aftan við, að það beri ekki að skilja þetta svo, að Framsóknarflokkurinn vilji ekki styðja Nató og vestræna samvinnu. Það sé nú eitt- hvað annað. Hann hafi þar allra flokka heilbrigðasta afstöðu! Þetta mun vera ætlað sem „plástur“ á fylgis- menn flokksins úti um landið, sem lítið er gefið um samfélagið við kommúnista. Meðan aðalforustumenn flokksins taka ekki af skarið og stöðva ritstjórann alveg í þessari iðju, verða beir að liggja undir því ámæli að þeir séu samstarfs- nenn kommúnista. Það er ekki endalaust liægt að bera Kápuna á báðum öxlum: segjast í öðru orðinu styðja vestrænar vamir, en láta svo aðalmálgagni flokksins haldast uppi, að reka fjandsamlegan áróður gegn sam- tökunum. V1SIR . Laugardagur 14. september 1963. a mm : :' . Fréttabréf frá Patreksfirði: Síldarverksmiðjm tilbúin Patreksfirði, 5. sept. — í Sumarið hefur verið frekar kalt ■Jhér um slóðir, einkum framan af, J«en í ágústmánuði var veðráttan ■Jmun hlýrri. Heyskapartíð hefur .Jverið góð og nýting heyja með J«bezta móti. Tún voru yfirleitt vel ■Jsprottin en háarspretta er svo til I"engin. Bændur hér í nágrenninu J.eru þegar búnir eða eru að ljúka ■Jheyskap og má segja að heyfengur J*sé góður og hey öll óhrakin. — ■ÍLJtlit með sprettu garðávaxta er ■Jallsæmileg, þótt á stöku stað hafi J«kál fallið í görðum vegna nætur ■Ifrosta. — Berjaspretta er sáralít- ■*il, hvert sem farið er, og kenna J.menn þar um kuldunum í vor. I'AFLI BÁTA. J« Afli hjá liandfæra- og dragnóta- ■Jbátum hér hefur verið tregur jMengst af, þó fiskuðu handfærabát- J.ar allvel síðustu viku ágústmán- aðar, allt upp í 1200 kg. á færi yf- ir daginn. Meðalafli á bát mun samt vera minni en f fyrra. Hraðfrystihús Patreksfjarðar á Geirseyri hefur tekið yfirleitt við afla bátanna og er þegar búið að taka við meira magni af hráefni en á sama tíma í fyrra og stafar sú aukning af því, að nú hafa fleiri bátar lagt þar upp eða 27, þegar flest var, þar af 5 sem veiða með dragnót. Þá hafa 2 bátar með dragnót lagt upp afla sinn í Tálknafirði. Mikil vinna hefur verið f Hrað- frystihúsinu á Geirseyri við nýt- ingu aflans. Kolinn er allur flak- aður en bolfiskur aðallega hengd- ur upp. Skreiðin hefur orðið meiri nú en í fyrra og verkast mun bet- ur, þakka menn það köldu sumri. TÆPLEGA 40% LÆKKUN ÚTSVARA Á PATREKSFIRÐI. Skrá yfir útsvör og aðstöðugjöld á Patreksfirði var lögð fram í byrjun ágústmánaðar og er heildar upphæðin kr. 3.148.000,00, sem jafnað var niður á 300 einstaklinga og 11 félög. Útsvör voru lögð á tekjur og eignir skv. gildandi útsvarsstiga og útsvörin svo lækkuð um 39,3%. Notuð var heimild laganna um 800 kr. lækkun á öllum útsvörum. Ekki var lagt á bætur almanna- trygginga, nema fjölskyldubætur. Útsvör allra 65 ára og eldri voru lækkuð um 25%. Hæstu útsvör bera: Jón Magn- ússon, skipstj., 70,000, Finnbogi Magnússon, skipstjóri, 61.400, Sigurður Guðmundsson, vélstj., 44.000, Hallgrímur Matthfasson, stýrim., 41.000 og Kristján Sig- urðsson, héraðslæknir, 39.400. — Hæstu aðstöðugjöld bera: Hrað- frystihús Patreksfjarðar 126.100 og Kaupfélag Patreksfjarðar 103.600. jÍÞessi mynd var tekin í Stykkishólmi síðsumars og sýnir tvo unga fiski- •Jmenn á handfærabáti þar sem þeir koma með afla sinn að landi.^> BYGGINGAR OG FRAMKVÆMDIR. Nú eru 10 fbúðarhús f smíðum hér á Patreksfírði og auk þess hafa verið veitt 6 byggingaleyfi, en fram kvæmdir við þau hús, eru enn ekki hafnar. Þá er hafin bygging fyrsta á- fanga nýs félagsheimilis og er ráð gert að Ijúka við grunninn f haust Verið er að byggja við hús Eyra- sparisjóðs og fyrirhugað er að byggja nýtt húsnæði fyrir sýslu- skrifstofur Barðastrandarsýslu. 1' sumar hefur verið unnið við lagningu 300 metra langrar götu — út svo kallað Nýjatún ofan við höfnina á Patreksfirði. Einnig hefur í sumar verið lögð tæplega 500 metra löng gata frá kaupfélagshús- inu og inn með sjónum inn að Hraðfrystihúsi Patreksfjarðar á Geirseyri. Sú gata hefur verið byggð þann- j ig, að grafið hefur verið með krana upp úr höfninni og uppgröft urinn síðan notaður til að byggja götuna. Er hin mesta bót að þessari nýju götu, því að nú liggur breið og góð gata með sjónum með fram nær allri byggðinni og er þess ari götu ætlað að létta á efri göt unni öllum þungaflutningum. Þá hefur verið unnið við breikk un Aðalstrætis á kafla og nýjar Framhald á bis. 13. Frétfabréf frá Stykkishólmi: Kaksumar við Breiðafíörð ■J Sumarið hefir verið fremur kalt I«við Breiðafjörð, hitadagar hafa ■Jverið með færra móti. Slætti er ■Jnú senn að Ijúka en hann hefir J*ekki gengið nærri eins vel og í •Jfyrrasumar. Hálfsmánaðarkafli fyr- ■Jir skömmu var alveg starfslaus J«hvað heyskap áhrærði eingöngu ■Jvegna veðurs. Háarspretta lítil sem ■Jengin, eða a. m. k. misjöfn. Eg Nhefi hitt nokkra bændur að máli ■Jog sumir fullyrða að þeir fái sama .Jog enga há og nokkrir hafa haft á J«orði að engin há muni verða hjá ■Jþeim. Annars eru hey ekki hrakin. IjFyrri hluti sláttartímans var góður J.og þeir sem notuðu sér hann bezt ■Jhafa fengið góð og mikil hey því I*sprettan var sæmileg þrátt fyrir J.kuldakastið í vor og í eyjum er .Jtalin yfirleitt góð grasspretta. I; Berjaspretta er sáralítil eða eng- in. Krækiber sjást varla og þar sem mikið var um ber I fyrra er nú lítið sem ekkert að sjá. Á einstaka stað er Iítið eitt af bláberjum en það virðist hverfandi. Eru margir þeirrar skoðunar að kuldakastið I vor hafi haft áhrif þannig að ber verði ekki teljandi f haust. Bregður mörgum við sem þar hafa haft gott búsílag. Héðan hafa mest verið stundað- ar handfæraveiðar í sumar og hefir afli verið misjafn. Oft tregur en stundum góður. Nokkrir bátar hafa þó verið með lóðir. Lúðuveiði hefir verið talsverð og nýlega kom einn trillubátur með 19 lúður og sumar nokkuð vænar. Stærstu lúðuna sem ég hefi séð á þessu sumri veiddi Sig- urður Sörenson en hún mun hafa vegtð um 150 kg. væn og þýkk. Unnið er nú að viðgerð á báta- bryggjunni hér í Stykkishólmi og hefir Böðvar Jónasson yfirumsjón með því verki og miðar því vel áfram. Þá er byrjað á 4 fbúðarhús- um. Lyfsalaskipti verða nú f Stykk- ishólmi á þessu hausti. Chr. Zim- sen sem hér hefir verið um 15 ára skeið flyzt nú til Reykjavfkur þar sem hann hefir fengið lyfsöluleyfi og er að reisa veglega lyfjabúð og hefir lyfsöluleyfi verið auglýst til umsóknar og er gert ráð fyrir skiptum nú f byrjun september. Zimsen hefir rekið lyfjabúð sfna hér af mikilli árvekni og dugnaði auk þess sem hann hefir haft mikil afskipti af félagsmálum og skóla- málum þessa bæjar og verið þar mjög sterkur fulltrúi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.