Vísir - 14.09.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 14.09.1963, Blaðsíða 9
V í SIR . Laugardagur 14. september 1963. „Guð, er hann ekki sætur?“ sagði hrifin kvenrödd, þegar tjaldið lyftist í Þjóðleikhúsinu og sýndi skógardísina fögru svífandi kringum ungan mann í skozku pilsi, ljóshærðan, tág- grannan, með gríska andlitsdrætti, sem allir ballettunnendur kann- ast við. Það var Erik Bruhn, hinn heimsfrægi, danski ballettdansari í hlutverki James í La Sylphide. mótívið ár eftir ár og málar það í sífellu, en þó verða aldrei tvær myndir eins, þvf að hann hefur sjálfur breytzt og lífs- reynsla hans kemur fram I list- inni“. „Pér hafið dansað bæði James í La Sylphide og Albrecht í Giselle, þessi tvö hlutverk, sem eru lík hvort öðru og ólfk í senn — hver er mismunurinn á þeim frá yðar sjónarmiði?" „Hann er mikill á sálarlífi þeirra, þó að ytra borðið sé að mörgu leyti svipað. James er yngri — ekki endilega að árum, en f anda — draumóramaður, sem flýr veruleikann. Albrecht er raunsærri í hugsun og jarð- bundnari. Báðir ballettamir til- heyra rómantíska skólanum, og hinn rómantíski blær verður að hvíla yfir þeim báðum, en við- brögð James og Albrechts gagn- vart lífinu era gerólík“. Gleymir sér úti á götu Erik Bruhn er klassfskur dans ari, eins og þeir geta beztir orð- ið, þ. e. a. s. hann er hávaxinn og tígulegur, ber sig af reisn, hefur glæsilega tækni, sem þó er ávallt notuð f þágu listarinn- ar en ekki á kostnað hennar, hreinan, látlausan stíl og und- ursamlega línu. Þetta era eigin- leikar, sem hver „premier dans- eur noble“ þarf að hafa, ef hann á að bera nafnbót sína með réttu. En Bruhn hefur margt annað, sem klassfska dansara skortir oft — næma tilfinningu fyrir látbragðsleik og kröfum leiksviðsins, stíleinkennum hvers tímabils, og innsýn f sál- arlíf persónanna, sem hann túlk ar. Hann er ekki Erik Bruhn að sýna list síiia í þessum eða hinum ballettinum, hann hefur lag á að smeygja sér inn í hlut- verkið og gæða það sannfær- andi lífi. Hver hreyfing er hnit- miðuð, en svo eðlilega tengir hann saman látbragðsleik og dans, að allt verður ein sam- felld heild og hvergi markalína „Þér hugsið auðsjáanlega mik ið um hlutverk yðar“. „Já, það skal ég játa; ég dansa þau oftar í huganum en á sviðinu. Nú era liðin 12 ár, síðan ég dansaði James í fyrsta sinn, og allan þennan tíma hef- ur persónan verið að mótast innra með mér. Ég sé alltaf fleiri og fleiri hliðar á honum, og smám saman kemst maður inn í hugsanagang og tilfinn- ingalíf persónanna, sem maður túlkar. Ég læri oft meira, þegar ég ligg fyrir og hugsa f ró og kyrrð eða fer út að ganga, en í æfingasalnum. Mér finnst gott að íhuga hlutverkin, þegar ég er úti á göngu, og stundum gleymi ég mér svo algerlega, að ég fer ósjálfrátt að hreyfa mig eins og persónurnar — ég á ekki við, að ég fari beinlínis að dansa úti á götu, en oft geri ég óafvitandi einhverjar hreyf- ingar, sem ég er að hugsa um, og verð þess svo allt f einu var mér til skelfingar, að fólk er farið að líta á mig með ,Nú, Erik Bruhn. efnið undir sín yfirráð. Hann er ekki einn af þeim kóreógröfum, sem tjá sfna eigin lífsreynslu beint og óbeint f verkum sínum — segjum, að maður lendi í ógæfusömu ástarævintýri og umskapi það svo í ballett nokkr- um mánuðum seinna — heldur er eins og hugsun hans liggi á hærra sviði en hinu persónu- lega. Hann reynir ekki að fá dansara sfna til að tjá sinn eigin persónuleika, heldur lyftir hann þeim upp fyrir það stig; hann er andlegur, stundum finnst manni hann ekkert nema andi“. Tæknimeistarinn Massine „En Massine? Hafið þér unnið með honurn?" „Já, fyrir nokkram árum. Hann er gagnólíkur Balanchine, fullur af lífi, krafti og dramatík. Hann hefur öll tæknibrögð leik- sviðsins á sfnu valdi, en .. ja, það er annars ekki sanngjarnt, að ég beri þá saman. Þeir eru báðir miklir listamenn, en núna er ég svo fullur af Balanchine, að ég dæmi Massine kannske hlutdrægt. Fyrir 5—6 áram var ég stórhrifinn af honum, og hann hjálpaði mér mikið á þeim tfma. Éins held ég, að Balan- chine geti gert eitthvað nýtt fyrir mig núna, og þá ætti ég sjálfur að geta gefið meira í öllum mfnum hlutverkum, og það er aðalatriðið". „Þér hafið sjálfur fengizt við kóreógraffu — hvernig lfkaði yður það?“ Bruhn brosir og hristir höf- uðið. „Ætli ég hafi ekki verið eini maðurinn, sem hafði ánægju af minni eigin kóreó- graffu? Þeir gáfu mér ekki sér- lega góða dóma, en ég lærði a. m. k. heilmikið á þessu sjálf- ur“. „Ég las nú ágæta dóma hjá brezkum gagnrýnendum, sem ekki er auðvelt að gera til hæf- is“. „Jæja, það gleður mig. En ég tel mig ekki mikinn kóreógraf". Hann er svo gersneyddur mik Hinn mikli Erik Bruhn á milli. Hann er ekki einungis mikill dansari, heldur einn hinna örfáu útvöldu á sviði ball- ettlistarinnar. Utan sviðsins er hann hlé- drægur, rólegur og íhugull, al- ger andstæða hins fræga dans- ara, eins og flestir fmynda sér hann — og ekki alltaf að á- stæðulausu. Hann er laus við ákafa tilfinningasemi og skap- ofsa, talar kyrrlátlega og blátt áfram og virðist ekkert vita af því, að hann sé einn af dáðustu listamönnum samtíðarinnar. Alltaf leitandi „Ég er alltaf að leita að ein- hverju nýju“, segir hann og brosir hálfafsakandi, eins og það sé nú eiginlega vítavert athæfi. „Mér er lífsins ómögulegt að festa mig við ákveðinn stand- ard og ,láta það duga. Það væri sjálfsagt miklu hæg- ara og vafalaust vinsælla í aug- um samstarfsmanna minna, en ég er svona gerður og get ekki annað. Ég er alltaf að hugsa um hlutverkin mín og reyna að finna nýjar hliðar á þeim, lfkt og málari, sem velur sama hann er bersýnilega eitthvað klikkaður þessi' svip“. Hann hlær að sjálfum sér, og andlitið verður sem snöggvast drengjalegt. Svo verður hann aftur hugsi. ' „Ég get ekki gert neitt, sem ég trúi ekki á sjálfur", heldur hann áfram. „Mér er ómögulegt að hlaupa um og veifa öllum öngum með dramatískum óskapagangi, sem ekki byggist á innri sannfæringu. Mér finnst hreyfingarnar þurfa að tjá það, sem innra með manni býr, en ekki öfugt — þ. e. að maður berji sér á brjópt og komist þannig í viðeigandi geðshrær- ingu. Þá fyrst þegar maður skynjar svo sterkt viðbrögð per- sónunnar, að maður getur ekki annað en gert þær hreyfingar, sem hlutverkið útheimtir, er maður orðinn sannfærandi. Ég veit, að þetta sjónarmið mitt er þreytandi fyrir samstarfsfólk ið, en ég get ekki breytt því. Þegar verið er að kenna mér hlutverk og sagt sem svo: ,Hérna í þessum takti fórnarðu höndum, þarna berðu þér á brjóst, svo dansarðu nokkur i spor, síðan gerirðu þessa og þessa hreyfingu ...‘, verð ég alltaf að spyrja: ,En hvers vegna? Af hverju á ég að fórna höndum þama og snúa mér í hring á hinum staðnum, o. s. frv.?‘ Þetta tefur æfingamar, og gerir mig ekki vinsælan, en ég get ekki lært eins og hermi- kráka; þá verð ég vélrænn og túlkunin dauð. Á hinn bóginn er mér sama, hversu fáránlega hluti ég geri, bara ef ég skil ástæðuna“. Vinnur með Balanchine í veíu. „Yður hlýtur að leiðast prinsa hlutverkin t. d. í Svanavatninu og Þyrnirósu, sem þér eruð samt eins og skapaður fyrir — það eru heldur litlausar persón- ur dramatískt séð“. „Æjá, ég vil heldur dansa Albrecht og James og álíka hlutverk, og eins nútímaball- etta“. „Hvaða kóreógröfum eruð þér hrifnastur af?“ „Sem stendur held ég, að Balanchine geti gert meira fyrir mig en nokkur annar. Ég er ráð- inn að ballettinum hans 1 vetur og mun dansa í nýja leikhús- inu, sem opnað verður í apríl næsta ár í Lincoln Center. Bal- anchine vildi helzt fastráða mig hjá sér, og ég geri mér vonir um, að hann skapi eitthvað handa mér persónulega“. „Þá fær hann tækifæri til að skapa verulega góð karlmanns- hlutverk — þau hafa lengi verið hans veika hlið“. „Ég veit ekki ... en ég hlakka mjög til að fá að vinna undir hans stjórn. Hann hefur kennt mér ýmislegt, sem ég ekki vissi um minn eigin líkama, og þó hélt ég, að ég væri farinn að þekkja nokkuð vel á vöðvabygg ingu mína og hvers ég get kraf- izt af henni“. „Þér hafið unnið með honum áður?“ „Já, nokkra mánuði. En nú vonast ég til, að það verði eitt til tvö ár“. „Hvert er álit yðar á kóreó- grafíu hans?“ „Það er erfitt að lýsa því. Hann verkar á mig líkt og and- inn, sem berst við að sveigja illæti, að enginn skyldi ætla, að þetta væri eitt af stærstu nöfnunum 1 listaheimi nútím- ans. „Ég hef mjög gaman af að fást við kennslu“ segir hann svo. „Fyrir tfu áram — 1952-4 — kenndi ég í Danmörku litlum bömum, sem aldrei höfðu dans- að fyrr. Ég lærði mikið af þeim“. „Er ekki erfitt fyrir dansara eins og yður, sem sjálfur hafið fullkomna tækni, að setja sig í spor þeirra, sem minna geta?“ „Hver dansari hefur sína örð- ugleika að berjast við, og mað- ur þarf að læra að setja sig í annarra spor og kenna hverj- um eftir þeirri aðferð, sem bezt á við hann. Til að geta gert það rétta, þarf maður venjulega að gera allar vitleysurnar fyrst“. „Þér hafið auðvitað ferðazt um mestallan heiminn?" „Já, allt nema Suður-Ameríku — þangað vildi ég gjarnan koma — og Japan en þar á ég að dansa næsta ár“. Framhald á bls. 13. Lærði af bömunum I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.