Vísir - 17.09.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 17.09.1963, Blaðsíða 2
1 Já VISIR . E'iiöjudagur 17'. september 1963. uxsátaaaBSíai^^sii^tLmietMameississssiBiitítasim «■> n »m i iiini—aai^—— Þær komu, sáu og sigruðu „FH-stúIkurnar komu, sáu og sigruðu“, segja norsk blöð eftir heimsókn handknattleiksstúlkna FH til Bærum. Segja blöðin að sjaldan hafi svo góður kvenna- flokkur keppt við norsk lið. „Þær komu og sýndu okkur nýjar leikaðferðir og tækni“, sagði formaður íþróttafélagsins Mode, sem tók á móti flokkn- um. Móttökur í Noregi voru af- bragðs góðar og síðasta daginn var veizla haldin í ráðhúsi borg arinnar og þar voru gjafir gefn ar. Myndin, sem hér fylgir, er tekin þegar ung handknattleiks stúlka, Sigríður Karlsdóttir, af- henti bæjarstjómarmanninum Haugerud féiagsmerki FH. Manch. Utd. Um síðustu helgi urðu eftir- farandi úrslit í ensku knattspyrn unni: I. DEILD Aston Villa—Chelsea 2—0 Bolton W—Leicester 0—0 Burnley—Birmingham C 2—1 Fulham—Arsenal 1—4 Ipswich—Everton 0—0 Liverpool—West Ham U 1—2 Manchester U-West Bronwich 1—0 Sheffield U—Sheffield W 1—1 Stoke City—Nottingham F 0—1 Tottenham—Blackpool 6—1 Wolverhampton-Blackburn K 1—5 II. DEILD Charlton—Huddersfield 5—2 Grimsby—Newcastle 2—1 Leeds U—Swindon 0—0 Leyton Orient—Southamton 1—0 Portsmouth—Norwich City 1—1 Preston N. E.- Middlesborough 2—2 Sunderiand—Manchester C. 2—0 Hið sigursæla lið Víkings í 4. fl. með þjálfara sínum, Eggerti Jóhannessyni. Bikearcsikeppail lCSÉi Akranes (b) og Vestmannaeyjar leika í 4. umferð Akranes leikur í aðalkeppni (4. umferð) bikarkeppninnar með bæði lið sín. B-lið Akra- ness vann Víking á laugardag- inn á heimavellinum við Skipa- skaga með 2 mörkum gegn einu. Akranessliðið var skrýtt mörg- um frægum nöfnum, og nægir að nefna þar Þórð Jónsson, Kristin Gunnlaugsson, Helga Hannesson og ekki sízt Ðonna, sem skoraði sigurmarkið fyrir Akranes, er fáar mínútur voru eftir af lciknum. Fyrsta markið kom um miðjan fyrri hálfleik, er Akurnesingar skora úr hornspyrnu og ungur framherji skorar örugglega í marknetið. Vítaspyrna, fremur stranglega dæmd, færir Víking jafntefli, er aðeins eru 7 mínút- ur eftir af leik. Það var fyrir- liði Víkinganna, Pétur Bjarna- son, sem framkvæmdi spyrnuna. Og er fáeinar mínútur eru eftir, skorar Halldór Sigvirbjörnsson (Donni) sigurmarkið, sem færir Akranes í 4. umferð. Markið var skorað út þvögu uppi við markið. Beztu metin Ieiksins: Þórður Jónsson, þrátt fyrir klúður í þrem dauðafærum, og Donni, alltaf hættulegur leikmaður með hina stórkostlegu einieikstækni sína. Hjá Víking var markvörð- urinn, Ágúst Friðriksson, bezt- ur. Úrslitin eru sanngjörn. Vestmannaeyingar fara í 4. umferð Bikarkeppninnar eftir sigur sinn yfir Hafnarfirði. Ein- stæður sigur, því á hinn gler- harða leikvöll á Hvaleyrarholti hefur ekkert lið sótt sigur í sumar. Vestmannaeyingar bjuggu yfir meiri og betri bar- áttuvilja og unnu harðan og spennandi leik með 3:1. Hafnfirðingar skoruðu fyrsta markið —- skalli í netið, en Eyja skeggjar jafna fyrir hlé með gegnumbroti hins unga h. inn- hcrja, Sigmars Pálmasonar. I Framhald á bls. 13. vsir að selja Rniðana íslenzka unglingalandsliðinu líður afbragðsvel í París. Liðið er í íþróttabúðum í borginni og 1 eru þar 600 íþróttamenn aðrir. Von er á rússnesku landsliði í frjálsum íþróttum þangað síðar 1 í vikunni, en það lið keppir um I helgina við Frakka. Staðurinn i er mjög fallegur og skilyrði stór ( kostleg til íþróttaiðkunar. Ferðin til Parísar gekk ekki I meira en svo vel, því þegar til | London kom reyndist hið er- Ienda flugfélag búið að selja far miða helmings af hópnum. Þetta I bjargaðist að vísu en farangur | margra piltanna var enn ekki , kominn í gærkvöldi og kom þetta sér að vonum ákaflega I illa. Búningar landsliðsins kom- | ust þó á leiðarenda og er liðinu . ekkert að vanbúnaði að öðru leyti. — h. sig. — Víkingur vann í Glæsilegur sigur: Island - Luxemburg 62:49 LUXEMBURG - ör- smáa greifadæmið í M- Evrópu varð í gærkvöldi að lúta lægra haldi í keppni unglingalands- liða íslands og Luxem- burgar I körfuknattleik. íslenzka liðið lék geysi- vel og vann sanngjarn- an sigur með 62:49 eftir að hafa haft yfir í hálf- leik 29:20. íslendingarnir reyndust hafa mun betri knatttækni en Lux- emburgarar og á flestum svið- um var um yfirburði íslands að ræða. Flest stig skoruðu fyrir ÍS- LAND: Agnar Friðriksson, 20 stig, Kolbeinn Pálsson, 11 stig, Sigurður Ingólfsson 8 stig og Tómas Zoega 6 stig. Beztu menn íslands: Agnar og Kolbeinn, en liðið allt skemmtilegt. í kvöld leika okkar piltar við Frakka, sem örugglega er bezta liðið í þessum riðli Evrópu- keppninnar. Tveir Ieikmanna þeirra eru yfir 2 metrar og meðaltalið er 1.90. Það er því ekki rétt að reikna með íslenzk- um sigri í kvöld, svo miklir eru yfirburðir Frakka, ekki sizt hvað hæð snertir. í gærkvöldi fór einnig fram leikur Svía og Englendinga, sem komu inn í keppnina í stað Enn vnnn íra. Unnu Svíar með 61:39 í grófum og leiðinlegum leik. — h. sig. þriðja úrslíta leiknum víð IA -<s> Víkingur vann Landsmót 4. fl. — loksins má segja, því þetta er í þriðja sinn, sem Akranes og Vík- ingur leika úrslitaleik um titilinn í þessum flokki. í fyrri tvö skiptin fór svo að jafntefli varð, fyrst á Melavellinum og síðan á Akranesi. Nú var keppt á Melavellinum og horfðu allmargir á spennandi keppni liðanna. í fyrri hálfleik var ekki skorað, en um miðjan seinni hálfleik tókst Ragnari Þorvaldssyni að skora mark fyrir Víking og það mark varð til þess að liðið fór með sig- ur af hólmi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.