Vísir - 17.09.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 17.09.1963, Blaðsíða 15
VISIR . Þriðjudagur 17. september 1963. 75 Peggy Gaddis: 24 Kvenlæknirinn — Þetta líkar mér að heyra, sagði Meredith og ljómaði af ánægju, en Jud sneri sér að henni allt í einu og sagði alvarlega: — En þú verður að ábyrgjast — — Ábyrgjast hvað? spurði Mere dith og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. — Að allt farj eins og þú sagðir, svaraði Jud. — Vitanlega skai ég taka á mig alla ábyrgð á því, svaraði Meredith og ef þú villt leyfa mér það skal ég líta eftir þeim að öðru Ieyti og vera þeim hjálpleg. — Og meðal annarra orða, frú Perkins, börnin verða að fara í skóla. — Það þykir mér ótrúlegt. Á ég svo ofan á allt annað að eiga von á því, að þau komi heim út grátin, vegna þess að önnur börn uppnefna þau og hæðast að þeim. Jud varð allt I einu þungbúinn á svip. — Það verður víst ekki hægt að senda þau í skóla, ungfrú læknir, sagði Jud. Þess þarf ekki, ég sendi heim allt sem ég get og — - Við skulum ekki tala um þetta meira núna, — en ef ég get komið því til leiðar, að börnin verði tekin í skóla, án þess að þau verðj fyrir ónáðum og óþægindum - viltu þá fallast á að ég reyni. — Ég hefi verið í skóla, sagði Jud alvarlegur, þrálega. Ég veit hvernig aðrir krakkar geta verið, lymsk og hrekkjótt og þau munu uppnefna þau — og annað verra. Ég man hvað ég varð að þola. — Við skulum ekki ræða þetta frekar núna, Jud, sagðj Meredith róiega, en af þú vilt sitja í hjá mér, gætum við lokið þessu af. Ég er viss um, að þér verður vel tekið í kvaðningarskrifstofunni. Ég skila þér heim aftur. — Jú, ég værj því feginn, sagði Jud og tók húfugarminn sinn. Frú Perkins vafði svuntunni um hendur sínar í angist. — Ég mun hata yður fyrir þetta allt mitt líf, sagði hún og sneri baki að Meredith. — Taktu þetta ekki nærri þér mamma, — hún ómakaði sig nú til þess að koma og útskýra þetta allt fyrir mér. Þetta fer kannski allt vel og við ættum að vera henni þakklát — þú finnur muninn, mamma mín, þegar þú ferð að fá mánaðarpeningana og þarft ekki að biðja neinn neins, en annars gæti til þess komið, þó allt hafi slamp- ast til þessa. En frú Perkins sneri sér ekki við og mælti ekki orð frekara þegar þau gengu út Jud og Meredith. Það var að byrja að skyggja, en kvöldbjarmi á himni. Bömin stóðu í hnapp fyrir utan og ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum, þegar þau komu út saman, Meredith og stóri bróðir, sem þau sáu aðeins endrum og eins í seinni tíð, því að hann hafði ekki þorað að láta sjá sig. Þau horfðu á eftir bílnum, þar til hann var kominn í hvarf. Jud sat þögull við hlið Meredith í framsætinu, alla leiðina að litlu timburhúsi í River Gap, þar sem kvaðningarskrifstofan var, Mere- dith tók eftir því, að hann sat eins og rígneldur og var kvfðinn á svip. — Vertu alveg rólegur, Jud, sagði hún. Það fer enginn að ganga í skrokk á þér. Ég skal gera þeim grein fyrir, að þú hafir bara ekki áttað þig á þessu . . . — Þökk, sagði Jud, það er líka svo — ég hefði ekki áttað mig á þessu. undan inn í skrifstofuna, þar sem Webb hreppstjóri sat og hallaði sér að vegg. Skrifborð var í her- berginu, gamallt. Við það sat rosk- inn, þreytulegur maður, Carroll að nafni. Báðir litu upp, er þau komu inn, og urðu undrandi á svip, er þeir sáu Jud, þennan herðabreiða en hávaxna pilt, horaðan og magr- an og tötralegan. — Sæll, Jud, sagði Webb hrepp- stjóri vinsamlega og það brá fyrir glampa í hinúm bláleitu augum hans, sem gaf Meredith til kynna, að hann var hinn ánægðasti. — Sæll, hreppstjóri, svaraði Jud. Roskni maðurinn þreytulegi tók til máls: — Það hefir dregizt, að þú kæm ir, verð ég að segja, og svo rétti hann út hönd sína eftir eyðublaði til þess að fylla út. — Það er alveg rétt, herra, sagði Jud og vottaði fyrir þráa í rödd hans, en ungfrú læknir ómakaði sig til okkar og útskýrði margt, ég, að það var rangt af mér að koma ekki fyrr. Meredith leit snöggt á hrepp- stjórann, sem kinkaði kolli og glotti lítið eitt eins og til þess að gefa henni til kynna, að hún skyldi ekki ala neinar áhyggjur. — Viltu, að ég hjálpi þér, Jud? spurði Meredith. — Nei, þökk, ég held ekki að þess þurfi, og settist fyrir framan borðið. Carroll hafði beðið með eyðublaðið fyrir framan sig. — Þá ætla ég að bíða fyrir utan og aka þér heim, sagði Meredith hressilega. — Það er nú engin þörf á því, ungfrú Iæknir, þetta eru ekki nema nokkrir kílómetrar. — Ég á erindi að reka þar um slóðir, sagði hreppstjóri, ég skal lofa honum að sitja f. Webb gekk út með henni að bílnum, en Jud svaraði fyrirspum- um Carrols, sem fyllti út eyðublað fyrir hann. — Þetta var drengilega gert af þér, ungfrú læknir, sagði Webb, er hún settist undir stýri. Hvernig fórstu að því? — Ég sannfærðj hann um, að hann gæti gert meira fyrir móður sína, ef hann sinnti kvaðningunni, heldur en ef hann þráaðist við — og benti þeim á áhættuna fyrir hann. Hún sat þögul stundarkom og sagðj svo: — Hreppstjóri, það verður að gera eitthvað fyrir hin börnin. Þau verða að fá tækifæri til þess að fara í skóla og fá uppeldi eins og önnur böm. Webb hreppstjóri dæsti: — Ég gæti trúað, að það yrði erfitt fyrir þig að sannfæra Addie Mae. Hún man víst vel hvað Jud varð að þola. — Ég geri mér fyllilega ljóst, hve krakkar geta verið rótarlegir þau hafa hlustað á tal foreldra sinna um foreldra þeirra. Það hefir bitnað á Jud, að talað var um Addie Mae, og að enginn veit neitt um föður barnanna. Hvað mundi gerast, hreppstjóri, ef það yrði kunnugt nú, að Addie Mae átti mann á lífi þegar þessj börn fædd- ust, — ef það vitnaðist að þau eru hjónabandsbörn. Það er hér, sem orsökin er, — enginn veit neitt um faðerni þessara barna. Webb klóraði sér á hökunni. — Já, ég veit sannast að segja ekki ,sagði hann loks, hvort hún yrði fyrir neinni rekistefnu. Stóri Jud fékk sinn dóm í öðru ríki og tók að minnsta kosti út hluta af hegningu sinni. Það væri tilgangs- laust að fara að lögsækja Addie Mae nú fyrir að hafa skotið skjóls húsi yfir eiginmann sinn meðan hann var flóttamaður — ég held bara, að það væri ekki hægt að gera neitt í málinu. Og stóri Jud er dáinn. Það er enginn hætta á, að þeir færu að gefa þetta upp í ríkinu, þar sem hann var dæmd ur. Þau gengu hlið við hlið eftir gangstéttirini, en Meredith fór á i.i*- og Iagt önnur börn 1 emelti. feh hverier"orsökin? Húh eri'sti', að — Hvers vegna er þá ekki hægt að láta það sanna koma í ljós bamanna vegna, svo að þau þurfi ekki að alast upp í ótta og án þess að fá nokkra fræðslu? Getum við tekið á okkur þá á- byrgð, að þessi börn séu útskúf- uð lengur? Webb hreppstjóri var í svip eins -og hann vissi ekki hvað segja skyldi eða gera, en loks tók hann til máls aftur: — Það er þetta, að við Jónatan vissum þetta einir, og við höfðum svarið að varðveita leyndarmálið. — En ég hefi ekki svarið, að varðveita það, sagði Meredith og að mér heilli og lifandi skulu þau fá sömu tækifærj og önnur börn — þau skulu fá tækifæri til að alast upp og verða nýtir og lög- hlýðnir borgarar. — Svona, svona., hægan, hæg- an, sagði Webb hreppstjóri. Við verðum þó að hugsa málið. — Sé þig seinna, hreppstjóri, sagði Meredith og ræsti bílinn. Rödd hennar bar kæti vitni, og; svo ók hún hratt heimleiðis. Sextándj kapitúli. Meredith gekk frá litla bílnum sfnum ,eins og vanalega, er heim var komið. Hann var á „sfnum stað“, benzfngeymirinn fullur, og sneri þannig, að hún gat ekið beint út á þvóðveginn. Þetta hafði Jóna- tan ráðlagt henni í upphafi og það hafði oft komið sér vel, er hún þurfti að leggja af stað í skyndi, og dyggilega hafði hún fylgt þessu ráði. Hún var óvenjulega létt í lund, er hún gekk inn, ánægð yfir hversu vel allt hafði farið þennan daginn, og hugsaði nú ekki um annað en hvernig hún gæti gert eitthvað vegna framtíðar litlu harnanna hennar Addie Mae. Þeg- ar hún opnaði vfrnetshurðina í forstofunni heyrð; hún mannamál f forstofunni, og hjartað fór að slá hraðar. Skyldi Hug vera kominn? En þegar hún kom inn í setu- stofuna nam hún skyndilega stað ar, því að maðurinn, sem þar var með Rosalie, var henni alveg ó- kunnur. Hann var hár vexti, frem ur grannur, gáfulegur á svip. Hann Hann sneri sér við, er Meredith kom inn ,og horfði á hana, og henni duldist ekki af tilliti hans, að hann var hrelldur og áhyggju- fullur. ^Og Meredith sá líka þegar, að Rosalie var fúl og fáleg, og engu líkara en að hún hefði grát- ið. Hún kreppti hnefana og annar krepptist um vasaklútsbleðil. Andartak horfðu þau á hana, ó- kunni maðurinn og Rosalie, ásak- andj augum, og var greinilegt, að þeim sárnaði koma hennar, og hún roðnaði og sagði í afsökunartón: — Ég bið ykkur afsökunar, ég vissi ekki, að þú hefðir gest, Rosa lie. Hún sner; sér við til að fara, ¥ A R Z A N Gana vinur, segir Tut. Hvers Ég þekki einn mikinn höfð- Medu, höfðingi i læknaþorpinu. til hans. Ég veit ekki hvers vegna vegna koma ekki fleirj höfðingj ingja, Gana, sem myndi strax Já Tarzan, ég hefj sent skilaboð hann kemur ekki. ar án töframanna sinna? koma án töframanns. Það er en Rosalie mælti hásum, næstum grátklökkum rómi: — Farðu ekki, Merry, þetta er Lawrencc Sterling, starfsfélagi úr verksmiðjunni. Larry, þetta er systir mín, Mere- dith Blake Iæknir. Lawrence Sterling breytti um svip þegar, brosti og flýttj sér að segja: — Gleður mig að kynnast yður, — ég hefi heyrt yðar getið, oft ‘og mörgum sinnum. Meredith fannst hann vera mörg um árum yngri eftir svipbreyting una. ÖKUKENNSIA HÆFNISVOTTORÐ ÚTVEGA ÖLLGÖGN VAROANDI BÍIPRÖF ÁVALT NÝIAR VOLKSWAGEN BIFREHBAR •ími 19896 LAUGAVEGI 90-52 Stærsta úrval bifreiða á einum stað. — Salan er örugg hjá okkur. <WW\AAAAAA/WVWWy Bílakjör Nýir bílar, Commer Cope St. BIFREIÐALEIGAN, Bergþórugötu 12. Slmai 13660. ^4475 og 36598 ■SAAAAAAAAAA/NAAAAAAA/* Fjórði hver miði vinnur að meðaítali! Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur. Lægstu 1000 krónur. Dregið 5. hvers mánaðar. * Wýrnr þykkar drengjapeysur HAGKAUP Miklatorgi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.