Vísir - 17.09.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 17.09.1963, Blaðsíða 3
3 VÍSIR . Þriðjudagur 17. september 1963. Við háborðiS. Ólafur Thors ávarpar vara- forsetahjónin, For- setafrú Dóra Þór- halisdóttir t. h. Kveðju- veizlan í gær kl. 7,30 bauð Ólafur Thors, forsætisráðherra og frú hans til kveðjuveizlu fyrir vara forseta Bandaríkjanna og frú. Var veizlan haldin á Hótel Borg og voru þar samankomnir um 150 gestir. Varaforsetinn hafði frú Ingibjörgu Thors til borðs en Ólafur Thors Lady Bird Johnson. Salurinn var fagurlega skreyttur og yfir háborði voru 50 blómastjömur á bláum feldi, tákn ríkja Bandaríkjanna. Við háborðið sátu ráðherrar og forseti erlendra sendiherra á ís- landi Herr Hirschfeld og kona hans. Hljómsveit lék undir borð um, fslenzk og bandarísk Iög, m.a. eftir Pál fsólfsson, Jón Leifs, Hallgrím Helgason og Emil Thoroddsen. Var veizlan hin prýðilegasta en úr henni fóm varaforsetahjónin beinustu leið á Reykjavikurflugvöll. Forsætisráðherra, Ólafur Thors, bauð varaforsfetahjónin velkomin. Kvað hann m.a. fs- lenzku þjóðina aldrei mundu gleyma því að Bandaríkjamenn vom fyrsta þjóðin til að viður- kenna rétt íslendinga til þess að endurreisa lýðveldi sitt. Við vonum að vaxandi vinátta muni ríkja milli landa okkar undir fána lýðræðis og frelsis, sagði forsætisráðherra. Hyllti hann síðan, ásamt veizlugestum, Bandarfki Norður Ameríku og forseta þeirra. Undir borðum skiptust forseti fsiands og varaforsetinn á gjöf- um. Vom það myndabækur, er höfðu inni að halda myndir frá heimsókninni. Undir lok kvöld- veiziunnar mælti Johnson nokk ur orð og sagði m. a., að ferð sín hefði verið mjög ánægjuleg og skemmtileg hingað til lands og sama segðu kona sín og dótt- ir. Myndi hann gefa Bandaríkja forseta skýrslu um heimsókn- ina strax eftir heimkomuna. Bað hann sfðan gesti að drekka skál íslenzku þjóðarinnar. ★ Á borðum var hinn bezti veizlumatur, Skjaldbökusúpa, Framh. á bls. 5. i . s '■>; Frá vinstri sjást m. a. Niels P. Sigurðsson, Benedikt Gröndal, Sigsteimi Pálsson og Heimir Hannesson. Fremst á myndinni sjást m. a. Benjamín Eiríksson, Bjarni Jónsson vígslubiskup, Val Johnsson, frú Margrét Þorsteinsd. og Hörður Helgas,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.