Vísir - 17.09.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 17.09.1963, Blaðsíða 5
WSiiR . Þriöjudagur 17. september 1963. ~sm Óspektir « Framhald af bls. 16. Þaö sem svo mjög hljóp í skap kommúnistanna 200 sem þama höfðu safnazt saman voru borðar sem ungir piltar báru og fögnuðu komu Johnsons. Kommúnistar undu ekki þvi skoðanafrelsi sem áletranirnar tjáðu og gerðu itrekaðar til- raunir til þess að rifa þá niður úr höndum piltanna. En allar þær tilraunir mistókust. Ahorf endur slógu varðborg um hina ungu pilta og hjálpuðu þeim til þess að reisa borðana við á ný. Urðu kommúnistar aðhiáturs- efni áhorfenda, er þeir hreyttu út úr sér fúkyrðum og reyndu að beita hnefunum i baráttunni við skoðanafrelsið. Athyglisvert er að ekki var gerð nein tiiraun til þess að rífa niður kröfuspjöld eða borða kommúnista. Enginn meinaði þeim að koma skoðun- um sinum á framfæri, og Jónas Ámason iiðsoddi „hernámsand- stæðinga“ fékk að afhenda mót mælin undir Iögregluvernd. Þjóðviljanum í morgun er ljós smán kommúnistanna 200 og of beldi þeirra þvi blaðið reynir að halda því fram að Varðbergs menn hafi staðið fyrir óeirðun- um. En Varðbergsmenn höfðu annað þarfara að gera en rífa nlður sín eigin spjöld. Það var áberandi að þeir sem stóðu undir merkjum kommún- ista vom miðaldra og sumir aldraðir menn ,en ungu menn- ina vantaði. Hér fara á eftir nöfn nokkurra þeirra helztu, er með nærveru sinni lögðu bless- un sína yfir óspektimar: Geir Gunnarsson alþm., Þór- oddur Guðmundsson, kennari, Guðm. J. Guðmundsson, skrif- stofumaður hjá Dagsbrún, Þór- arinn Guðnason læknir, Ey- steinn Þorvaldsson, blaðamaður við Þjóðviljann, Ingimar Erlend ur Sigurðsson, fyrrv. ritstjóri „Frjálsrar þjóðar", Magnús T. Ölafsson, starfsmaður Máls og menningar, Ragnar Arnalds, í framkvæmdanefnd „Samtaka 10-11% — Framhald af bls. 16. því með bundnar hendur í nefnd inni , urðu að segja B af því að þeir höfðu sagt A, það ex halda 36% kröfunni til streitu.. Neytendafulltrúarnir sáu því að þýðingarlaust var að teygja sig eitthvað til samkomulags, 36% krafan var það haft, sem raun- > verulega lokaði öllum samkomu lagsleiðum. Verkfnll — Framhald af bis. 1 verðri hækkun á yfirvinnutöxt- um til samræmingar yfirvinnu- töxtum hjá verkamönnum. Til viðbótar breytingum fól sam- komulagið, sem gert var að lok- um, f sér aldurshækkanir og breytt fyrirkomuiag á greiðslu yfirvinnu á strandferðaskipun- um og hjá aðstoðarmönnum í vél. Myneðsjó Framhald af bls. 3. Uxatunga, Alikálfasteik, Mei- óna a la Tivoli og kaffi. Vín þau sem drukkin voru með matnum voru þessi: Sherry La Ina, Rauð vín: Chateau Léoville Poyferré 1955, Moulin-a-Vent 1957, Champagne Moet et Chandon Brut 1955, Cognac Hennessy X.O. og D.O.M. Bénédictine. (Myndirnar á síðunni tók Pét- ur Thomsen). Hjá Ásmundi Sveinssyni myndhöggvara valdi ungfrú Lynda Bird sér styttu, sem Ásmundur nefnir „Fýkur yfir hæðir“. Hér eru þau ljósmynduð saman með styttuna. (Ljósm. Vísis, L. K.). Ég er ánægður meS val ung- frú Lyndu Bird Sagði ísmiiiiisSyr Sveinssoit í gær hernámsandstæðinga“,- Örn Er- lendsson, fyrrv. form. Æskul.- fyikingarinnar, Ari Jósefsson, blaðamaður hjá Þjóðviljanum, Guðgeir Magnússon, starfsmað- ur Þjóðviljans, Dagur Sigurðar son, Olfur Hjörvar, Arnór Sig- urjónsson ritstjóri Árbókar land búnaðarins, Einar Bragi Sigurðs son, ábyrgðarm. „Frjálsrar þjóð- ar“, Hannes Stephensen, fyrrv. form. Dagsbrúnar, Eðvarð Sig- urðsson, alþm., Jónas Ámason, Gunnar M. Magnússon, rith., Snorri Jónsson, form. Félags járniðnaðarmanna, Björn Þor- steinsson, kennari, Þórbergur Þórðarson rith., Margrét Gutt- ormsdóttir, Loftur bróðir henn- ar Guttormsson og Baldur Ósk- arsson, blaðamaður við Tímann. ¥élbyssa — Framhald af bls. 16. skotabyssu og að hún drægi allt að þriggja mílna vegarlengd. Taldi hann hana mjög heppilega til þess starfs sem hann hafði með höndum og fékk hana að láni f þeim tilgangi. Þar sem eitt skot nægði skytt- unni ekki til stórra dáða brá hann sér til Reykjavíkur til skotfæra- kaupa og keypti hér skothylki fyr- ir samtals 1050 krónur, en hve mörg skothylki voru, sem hann fékk fyrir þá upphæð vissj hann ekki. Með skothylkin fór maður- inn upp að Kollslæk í Hálsasveit, en þar hefur maðurinn unnið nokkra undanfama daga og þar em þau geymd. Nú taldi maðurin sig hafa kom- izt að raun um það, sém lögreglan á Akranesi hafði reyndar tjáð hon um áður, að hríðskotabyssan flytti ekki alveg rétt. Orsökin lægi í því að sigtið að framan væri örlítið snúið. Til að ráða bót á þessu gerði maðurinn sér ferð til Reykia vfkur og kom hingað kl. 10 árdeg- is í gær með m.s. Akraborg. Kann- aðist hann við mann í verzl. Goða borg, sem gerði við sigti á byss- um og ætlaði á fund hans. En áð- ur en til þess kom fór hann ým- issa annarra erinda í bænum og þar kom að hann átti leið um Lækjartorg um svipað leyti og vara forset; Bandaríkjanna. Hríðskota- byssuna hafði hann þá meðferðis og bar hana í poka. Ekki kvaðst hann á einn eða neinn hátt hafa ætlað sér að nota byssuna til að gerða gegn varaforsetanum, enda var hann skotlaus, hins vegar kvaðst hann vera í „Æskulýðsfylk ingunni á Akranesi og mjög mót- fallinn dvöl bandarfska varnarliðs ins hér á landi. Hann væri and- stæðingur allra hernaðarfram- kvæmda og þess vegna hafi hann ekki getað stillt sig um að sýna andúð sfna í verki þegar hann fékk tækifæri í gær til að hrækja á bandaríska fánann á bifreið vara- forsetans fyrir framan Stjórnar- ráðshúsið á Lækjartorgi". Á eftir ætlaði hann upp f Goða borg með byssuna til að fá gert við hana, en að þvf búnu kvaðst hann hafa ætlað, ásamt öðrum hernáms andstæðingum, að Háskólabíói, til j að láta í ljós andúð sfna svo sem sönnum hernámsandstæðingi sómdi. Maður þessi er enn f gæzlu Iögreglunnar. FÉLAGSLÍF KFUK — Ad. — Saumafundur í kvöld kl. 8,30. Fjölbreytt dag- skrá. Kaffi. — Stjórnin. Þróttarar, knattspyrnumenn. - Æfing f kvöld kl. 7 á Melavellinum fyrir meistara, 1. og 2. fl. Mætið stundvíslega. Knattspyrnunefndin. Listamaðurinn var úti fyrir húsi sínu að huga að ýmsu, sem þar þurfti viðgerðar við, þegar ungfrú Lyndu Bird Johnson bar að garði síðdegis í gær. „Ég tek bara á móti henni í inniskónum, er það ekki allt í lagi?“ spurði listamaðurinn Ás- mundur Sveinsson. Jú, jú, það var áreiðanlega allt í lagi og varaforsetadótturinni myndi á- reiðanlega bara finnast það skemmtilegra. Er ungfrú Lynda Bird gekk inn eftir stéttinni ásamt fylgd- arliði sínu, kom listamaðurinn á móti henni ásamt konu sinni. „Komið þið sæl og blessuð", sagði hann, „og verið velkomin. Ungfrú Lynda Bird Johnson ávarp- ar gesti í Nausti í gærkvöldi. Ég tala nú ekki ensku, en kon- an mín mun hjálpa mér með það“. Sýningarskáíi listamannsins var skoðaður og hafði ungfrúin mikinn áhuga á öllu því sem fyrir augu bar. „Hvað er þetta? Og hvað er þetta?" spurði hún þegar hún virti fyrir sér lista- verkin. Kona listamannsins skýrði henni frá því hvað fyrir listamanninum hefði vakað, er hann gerði þessa og hina stytt- una, og dáðist ungfrúin mjög að hugkvæmni hans. Lengi stóð hún og virti fyrir sér myndina: „Síðasti farfuglinn". Ungfrú Lynda Bird gaf sér góðan tíma til að skoða sýn- ingasalinn, og er hún hafði skrif að í gestabókina, var haldið út fyrir og nokkur verk, sem standa þar, skoðuð. Stóð hún nokkuð lengi við höggmyndina „Sonatorrek" og sagði eigin- kona listamannsins henni 1 stuttu máli frá efni kvæðis Egils Skallagrímssonar. Það fór að rigna, og var því haldið upp í vinnustofu lista- mannsins og lýsti ungfrúin yfir ánægju sinni með að mega koma þangað. Á borði stóðu nokkrar litlar afsteypur af þekkt ustu verkum listamannsins, og fékk ungfrúin að velja sér eina. „Hver finnst ykkur fallegust?" spurði hún þá sem næstir henni stóðu. Það var ekkert svar komið við spurningunni, er hún sagði: „Ég er hrifnust af þessari" og tók upp svarta styttu af ungum elsk endum. „Hvað heitir hún?“ Listamaðurinn brosti og svar- aði: „Hún heitir Nótt í París“, og hafði ungfrúin gaman að. Hún virti síðan fyrir sér allar stytturnar og handfjallaði þær af mikilli alúð. „Ég held ég velji þessa“, sagði hún og tók upp styttuna, sem listamaðurinn hefur gefið heitið „Fýkur yfir hæðir“. „Ég er mjög ánægður með að stúlkan skuli hafa valið þessa höggmynd", sagði listamaður- inn, „mér finnst hún vera nokk uð einkennandi fyrir ísland". Tíminn var orðinn naumur, margt átti eftir að gera og ung- frú Lynda Bird gat ekki staðið Iengur við. Listamaðurinn fylgdi henni niður í anddyrið og kvaddi hana þar eins innilega og hans er vandi. Oti fyrir biðu fylgdarmenn- irnir með uppspenntar regn- hlífar. Stór hópur ungs fólks var saman kominn í Nausti I gær- kvöldi til að eyða þar með ung frú Lyndu Bird siðustu stund- um hennar á íslandi að sinni. Hófið hófst klukkan 7 með því að skálað var uppi á barn- um og gekk ungfrú Lynda Bird þar á milli gesta, heilsaði þeim öllum með handabandi og ræddi við þá um daginn og veginn eins og gengur og gerist þegar ungt fólk kemur saman. Dáð- ust gestirnir að því hve eðlileg ungfrúin var og hve auðvelt hún átti með að ræða við þá og finna góð umræðuefni. Niðr; 1 matsalnum beið gest- anna kalt borð, eitt hið skraut legasta sem sézt hefur og tóku nú allir til matar síns. Ungfrú Lynda Bird lék á als oddi og mátti oft heyra hlátrasköll frá borðinu, sem hún sat við. Til hægri við ungfrúna sat Björg- vin Vilhelmsson en til vinstri við hana sat Bjarni Beinteins- son. Er á kvöldið leið og brottfar- artfmi ungfrúarinnar nálgaðist kvað Björgvin Vilhelmsson sér hljóðs, ávarpaði ungfrúna, ósk- aði henni góðrar ferðar heim til Bandaríkjanna og afhenti henni að gjöf frá Varðbergi, er stóð að hófinu, styttuna „Fýkur yfir hæðir", sem hún hafði val- ið sér hjá Ásmundi Sveinssyni fyrr um daginn. Er ungfrúin hafði tekið við styttunni, þakkaði hún innilega fyrir og sagðist vona að hún kæmist með hana óbrotna heim til sín. Sagði hún síðan nokkur orð og þakkaði fyrir allt sem fyrir hana hafði verið gert. Var síðan hrópað ferfalt húrra fyrir ungfrú Lyndu Bird Johnson og gekk hún út undir Iófataki gesta. imni lll"llí'l—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.