Vísir - 17.09.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 17.09.1963, Blaðsíða 8
8 V1SIR . Þriðjudagur 17. september 1963. VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR. Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði. í lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 linur). Prentsmiðja Visis. — Edda h.f. Sókn til menntunar „Hlutverk þjóðar ykkar mun ekki takmarkast af hnattstöðu eða loftslagi eða auðlindum eða fólksfjölda eða þjóðarauði. Heimurinn mun þarfnast og leita uppi mestu gáfumenn og nýta hæfileika þeirra til mikilla sameiginlegra átaka í þágu batnandi mannlífs*. Þannig komst varaforseti Bandaríkjanna að orði í ræðu sinni í Háskólabíói í gær. Hann ræddi um þær miklu framfarir sem uppgötvanir á sviði geimvísinda hafa fært og munu færa mannkyninu. Lyndon Johnson er einn sona þeirrár þjóðar, sem fremst stendur í vís- indum og tækni í veröldinni. Orð hans eru sprottin af sannfæringu. Að baki orðum hans er reynsla og full- vissan um að mesti auður hverrar þjóðar er menntun- in. Og ekki aðeins alþýðumenntun heldur og vísinda- menntun, hámenntun sérhæfingarinnar. Því er ekki að leyna að í raunvísindum höfum við íslendingar dregizt aftur úr. Þó er það staðreynd að án rannsókna og vísindastarfa verður íslenzka þjóðin aldrei annað en Iítil miðlungsþjóð. Því er mesta fram- faramálið það að efla vísindi og rannsóknir og veita þeim ungú mönnum sem tiug hafa til dáða á því sviði ómæld tækifæri. Þannig verður þjóðin stórþjóð, þótt fámenn sé. Fordæmi Frakka Á föstudaginn tók gildi í Frakklandi víðtæk áætl- un stjórnar de Gaulle til þess að minnka dýrtíðina í iandinu og styrkja efnahag þjóðarinnar. Er áætlunin fróðleg fyrir íslendinga sem eigum í áþekkum erfið- leikum og Frakkar. Verðlag allra iðnaðarvara í landinu skal haldast óbreytt. Jafnframt er verð margra landbúnaðarafurða bundið á sama hátt og forsætisráðherra hefir tilkynnt bændum landsins að áætlunin muni ekki takast, ef 20% almenn afurðahækkun nái fram að ganga, sem í bígerð hefir verið. Útlán banka hafa verið takmörkuð og ekki er nú Iengur unnt að kaupa vörur í verzlunum með jafn löngum afborgunarfresti og áður. Hallinn á fjárlögum verður mjög minnkaður. Stórt ríkislán verður jafn- framt tekið og vextir þess verða skattfrjálsir. Til hagsbóta fyrir neytendur verða tollar á vam- ingi frá EBE löndunum lækkaðir um 15% og sigarettur og benzín nokkuð lækkað í verði. Með þessum ráðstöfunum hyggst ríkisstjórnin stemma stigu við hinni vaxandi dýrtíð í landinu og styrkja efnahag þjóðarinnar verulega. Þannig ganga Frakkar til verks. Þær ráðstafanir sem gripið er til em gamalkunnar og munu hafa nokkur samdráttar- áhrif í för með sér. En Frakkar gera sér Ijóst að rót- tækra ráðstafana er þörf, ef takast á að bægja hætt- unni frá. ★ Hér fara á eftir kaflar úr ræðu varaforseta Bandaríkjanna sem hann flutti í Háskólabíói í gær . Y"ið erum mjög þakklát fyrir ” þann sóma, sem þið auð- sýnið landi okkar -— ,og vin- áttu þá, sem ríkir milli þjóða okkar — með því að fagna okk- ur á þann hátt, sem þið hafið gert í dag og með því að koma til þessa fundar. Þetta er heimsókn, sem ég hefi lengi, hlakkað til. Við í Bandaríkjunum fræðumst þeg- ar á unga aldri "um hinn mikla landkönnuð ykkar, Leif Eiriks- son. Um leið og við fræðumst um sögu hans, sköpum við okkur — og varðveitum um langa ævi — mynd af íslend- ingum sem harðgerum fullhug- um, er byggja land, sem þjóð- sögublær hvílir yfir. Mig hefir, frá unga aldri, langað til að heimsækja Island og kynnast íslendingum. í dag hafa þessir draumar mínir rætzlt margfaldlega. ¥7 f frjálsir menn eiga að vera raunverulega frjálsir, verða þeir að geta ráðið stefnu sinni sjálfir, mótað þjóðfélög sín að geðþótta, varðveitt það, sem þeim er dýrmætt, ráðið örlög- Varaforseti Bandaríkjanna, Lyndon B. Johnson, f ræðustól f Há- skólabfói í gær. Á ræðustólnum er stækkað innsigli varaforsetans. Yið erum samherjar í baráttunni fyrir friði ,H2Á.T&filq G2i$Víi TtJííji eftir Lyndcn i. Jobnson^vura*- forsefea iegidssriSc|eseiBf!i um sínum og hagnýtt tækifærin sem gefast. Þetta krefst varna gegn þeim fjandmönnum frels- isins, sem hyggjast þröngva öðrum til að lúta vilja sínum með vopnavaldi eða undirróðri. En það táknar einnig, að full- veldi hverrar þjóðar sé óháð kreddum allra annarra — hvort sem þeir eru fjendur eða vinir. Með Atlantshafsbandalaginu — sem ísland og Bandaríkin eru aðilar að — er heiminum gefið glæsilegt og sannfærandi dæmi þess, sem hægt er að á- orka f þessu efni. Samstaða okkar í Atlantshafsbandalag- inu er byggð á því raunsæi okk ar tíma, að hinar frjálsu þjóðir verða að standa saman, ef þeim á að takast að verjast kúgun af hálfu alþjóðlegra yfirgangs- seggja. En bandalag okkar i sameiginlega þágu er ekki byggt á samþykkt eða undir- gefni við ósveigjanlega kreddu, og það er lífsnauðsynlegt skil yrðj til þess að bandalag okk- ar megi standa ti! frambúðar. Innan AtlantshafsbandalagS- ins eru .15 þjóðir, sem hver á sér sína arfleifð, sína hefð og hver sfna sjálfstæðu menningar sögu. Við tölum meira en tíu þjóðtungur og enn fleiri mál- lýzkur. Hin þjóðlega arfleifð hvers okkar á rætur sínar í mis munandi jarðvegi. Við erum með réttu og að sönnu hreykin af þessum misrnun og sérkenn- um sem einstaklingar, og okkur kemur ekki til hugar að fórna þeim eða leyfa skerðingu á þeim. Þjóðfélagskerfj okkar og lög eru einnig með sínum sérkenn um í hverju landi. Efnahagskerfi okkar eru ólík og hagsmunir okkar einnig. En megin þátturinn í banda- lagi okkar er, að engin okkar neyðist til að hlíta kreddum eða skipunum þeirra, sem við teljum sæmd að eiga bandalag við. Þetta er styrkur okkar — og hann verðum við að varðveita! Við höfum hafnað — og munum áfram hafna — banda- lagi, sem felur í sér skerðingu hinna sérstöku menningarverð- mæta einstakra þjóða. Við aðhyllumst — og mun- um aðhyllast — það bandalag, er eigi grundvallast einvörð- ungu á gangkvæmu öryggi, held ur og á gildi gagnkvæmrar virð ingar. Bandalag okkar er hið eina f sögunni og hið eina bandalag í heiminum nú, þar sem banda- menn og félagar eru eigi þving- aðir til að verjast fyrirratlunum og kreddum hinna bandamanna sinna og féiaganna. Þar sem við erum ekki innhverfir, þar sem við. leggjum okkur eigi niður við tortryggni í garð hver annars, þar sem við höfum í heiðri grundvallarmarkmið, höfum við trú á ,að bandalag vort standi ■löngu eftir að strangari og ó- tryggari bandalög hafa sundr- azt. 'V/’ið Bandaríkjamenn höfum sérstakan skilning á ósk einstakra þjóða um að varð- veita sérkenni sín og sjálfstæði. Fyrir eitt hundrað og áttatíu ár um var miðstjórn okkar mynd- uð með sameiningu 13 ein- stakra ríkja. Samkvæmt Stjórn arskrá okkar, halda nú 50 riki sérkennum sínum sem jafningj- ar innan þessara vébanda. Vegna / okkar eigin reynslu heima fyrir, er okkur Banda- rfkjamönnum ógeðfellt, þó ekki sé nema hugsunin um banda- lag, sem er tilfinningasnautt og kuldalegt gagnvart stolti og arfi bandamanna okkar. Við lítum á bandalag vest- rænna ríkja sem bandalag jafn- ingja. Við skoðum það sem bandalag, er fær sameiningarstyrk sinn frá sameiginlegri tryggð við frelsi og lýðræði. Við vitum, að okkar þjóð — og þjóð yðar — ber f brjósti jafnríka hollustu. Hvað fólksfjölda snertir, er ísland minnst. NATO-ríkjanna. En við berum — ásamt heim- inum öllum —. virðingu fyrir hinum fornu hæfileikum fslend inga til þess að leggja skerf að mörkum við heiminn í miklu ríkara mæli en fólksfjöldinn seg ir til um. íslendingar hafa lagt sögulegan skerf af mörkum við könnun hnattar okkar. Á vett- vangi alþjóðlegra samskipta — svo sem hjá Sameinuðu þjóð- unum — befur fsland haft mik ilsverð áhrif og gegnt ábyrgð- arstörfum. Allt þetta sæmir landi og þjóð sem gaf heiminum fyrirmynd þingræðisins, sem er grundvöll ur íýðræðis okkar í dag. í baráttunni við skæðustu öfl náttúrunnar hafið þið öldum saman mótað með ykkur lif- andi, sterkbyggt, skapandi og innblásið þjóðfélag — og fram lags ykkar gætt langt út fyrir landsteinana. Okkur er sæmd af því að vera bandamenn ykkar og væntum þess, að þið varðveitið hina ein- stæðu og verðmætu forystu ykk ar í framvindu vestrænnar meno Framh. á bls. 13,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.