Vísir - 17.09.1963, Blaðsíða 13
V í SIR . ÞriSjudagur 17. september 1963.
—^HIIIIIHIIl—IIM hll'■ ||B i||»IMIW IIHTTTHlirT—1—T—IT~
STÚLKUR - ÓSKAST
Viljum ráða konu til starfa við uppþvott nú þegar, sími 37737, Múlakaffi.
STÚLKUR ÓSKAST
Vantar duglega stúlku til verksmiðjustarfa. Öskjur og prent, Lindar-
götu 46 (Matborg). Sími 16230.
PLAST-HANDLISTAR
Set piasthandlista « handrið. Útvega efni ef óskað er. Sími 16193 og
36026.
HLIÐGRINDUR - SNÚRUSTAURAR
Smfðum hliðgrindur, snúrustaura og ýmiss konar barnaleiktæki,
rólur, sölt, rennibrautir o. fh — Málmiðjan Barðavogi 31, sfmi 20599
JÁRNSMÍÐA-VINNA
Tek að mér alls konar járnsmiðavinnu, vélaviðgerðir, einnig smiði á ■
handriðum (úti og inni) hliðgrindum o. fl. Uppl. í síma 16193 og 36026.
KONA - STÚLKA
Stúlka og kona óskast til afgreiðslu og eldhússtarfa. Café Höll, Aust-
urstræti 3. Sími 16908.
ÍBÚÐ TIL LEIGU
Til leigu 3—4ra herbergja íbúð í Silfurtúni til vors. Fyrirframgreiðsla.
Sími 50435 í dag.
STÚLKUR - ÓSKAST
Stúlkur óskast ein til eldhússtarfa og önnur til afleysinga, herbergi
gæti fylgt starfinu. Hótel Skjaldbreið. __________
NOTUÐ HÚSGÖGN ÓSKAST
Viljum kaupa nokkuð af notuðum ódýrum stólum borðum, klæðaskáp-
um og dívönum fyrir verbúðir. Sendið skrifleg verðtilboð til Vísis
fyrir hádegi á fimmtudag mejkt ,,Tækifærissala“.
HAFNARFJÖRÐUR - HERBERGI
Herbergi óskast strax fyrir ungan reglusaman mann. — Sími 51004.
VOLKSWAGEN
Óska að kaupa lítið ekinn vel með farinn Volkswagen, eldra model en
’62 óskast ekki. Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins fyrir miðvikudags-
kvöld merkt „Volkswagen."
NÝ HENDA
Sem ný mjög glæsileg Henda skellinaðra með hlífum, bögglabera og
hjálm er til sölu. Sími 12745 frá kl. 7 í kvöld.___
HOFFNER „klúbb 60“
Rafmagnsgítar til sölu. Sími 12745 frá kl. 7 f kvöld._
HÚSB Y GG JENDUR
Tökum að okkur að rífa, nagldraga og hreinsa mótauppslátt í Rvfk og
nágrenni. Sími 15793. __________________________
MÓTATIMBUR TIL SÖLU
Vel frágengið notað mótatimbur til sölu. Stekkjarflöt 19 Garðahreppi
Sfmi_35807. __________________
BIFREIÐASTJÓRI - ÓSKAST
Bílstjóri óskast strax til útkeyrslustarfa. Laugaveg 10 sfmi 22296.
STÚLKA - ÓSKAST
Stúlka óskast til heimilisstarfa. Gott herbergi. Góð laun. Guðrún
Stefánsdóttir Sólvallagötu 15 Sími 34924.
16 mm filmuleiga
Ivvijímyndavélaviðgerðir
Skuggamyndavélar
.Flestar gerðir sýningarlampa
Ódýr sýningartjöld
Filmulím og fl.
Ljósmyndavörur
Filmur
Framköllun og kópering
Ferðatæki (Transistor)
FILMUR OG VÉLAR
Freyjugötu 15 ■
Sími 20235
Höfum kaupendur að:
Rússajeppa með blæju
Villysjeppum
Ford ’55, góðúm bíl
Chevrolet ’55, góðum bíl
Volkswagen, öllum
gerðum.
RAUÐARÁ
SKÍILAGATA 55 — SfMI 15*1*
f 3
Steinkvatn
í úrvali
Verð frá 14.00 kr.
(lækkað verð)
SNYRTIVÖRUBUÐIN
Laugavegi 76 . Sími 12275
LANCOME
Mlle Jeannette LUCAR
fegrunarsérfræðingur frá
Lancome aðstoðar viðskipta-
vini við val og kaup á snyrti-
vörum frá 16.—19. september.
S K Ó l A V Ö RÐU'jTÍG 7, 2 S ( M i 20 S6 r>
HÖRPUSILKI er utan- og
innanhússmálning.
HORPUSILKI þekur vel.
HÖRPUSILKI á híbýlin.
HÖRPUSILKI er framleitt úr
plastþeytu, sem gefur þvi
óviðjafnanlega eiginleika.
I HÖRPUSILKI er að finna
sameinaða alla kosti
gúmmfmálningarinnar,
olíumálningarinnar og olíu-
Dlastmálningarinnar.
HÖRPUSILKl er framleitt
í 20 standard Iitum.
Lady Bird —
Famh. af 4. síðu.
hún. Það er sígarettuaskja með
litmynd á lokinu. „Þetta erum
við Lyndon og stelpurnar okk-
ar“, útskýrir Lady Bird og er
ekki með nein hátíðlegheit
fremur en venjulega. „Og hér
er búgarðurinn okkar í Texas".
Frú Helga afhendir henni þá
íslenzku bókina „Hestar“. Lady
Bird kiappar saman lófunum
með hrifningu. Enn þyrpast ljós-
myndararnir kringum hana. Hún
brosir jafnóþvingað og áður.
„En nú verðum við að slíta
okkur héðan“, segir hún. „Ég ’
þarf að heyra ræðuna hjá
Lyndon".
Og það er ekið á ofsahraða j
aftur til borgarinnar. Við kom-
um f tæka tíð. Samkoman er
að byrja í Háskólabíói, Varafor-
setinn kemur aðvífandi, þau
hjónin brosa hvort til annars
með mælsku augnaráði — þau
hafa líklega margt um að tala
á leiðinni heim í kvöld. — SSB
Framhald at bls. 8.
ingar. Sem þjóð á mörkum
tveggja heimshafa hefur saga
okkar einnig þróazt í nánum
tengslum við úthöfin — og við
skiljum og metum afrek ykkar á
sviði fiskveiða og siglinga. Okk
ur er sönn ánægja af þvf að
finna löngun ykkar til þess að
stýrkja efnahagsgrundvöll ykk-
ar og auka fjölbreytni þjóðar-
framleiðslunnar f þágu allrar
þjóðarinnar.
\Ti5 trúum þvf, að upp sé að
’ renna ný öld f sögu mann-
kyns, sem markast af hinu mikla
átaki nútímamannsins á sviði
geimrannsókna. Við vitum, að á
þessum tímamótum mun geim-
tækni verða öllum þjóðum afar
lærdómsrík — þjóðum 'á' stærð
við þjóð okkar, fámennum þjóð
um sem ykkar. Mælikvarðinn á
hlutverk þjóðar í geimvísinda-
átaki heimsins mun ekki verða
auðlindir, auður eða fólksfjöldi,
heldur hæfileikar og snilligáfa
þjóðarinnar og hugsandi manna
hennar.
En öld geimvísindanna býður
upp á meira en þátttöku f þess-
um hagnaði og ávinningi. Hún
býður þjóðum eins og fslenzku
þjóðinni tækifæri til þess að
leggja sinn skerf af mörkum við
þróun geimvfsindanna. Hlutverk
þjóðar ykkar mun ekki takmark
ast af hnattstöðu eða loftslagi
eða auðlindum eða fólksfjölda
eða þjóðarauði. Heimurinn mun
þarfnast og leita uppi mestu
gáfumenn og nýta hæfileika
þeirra til mikilla sameiginlegra
átaka f þágu batnandi mannlífs.
Við fögnum þessum glæstu og
gleðilegu horfum. Við trúum
þvf, að geimöldin, sem nú er að
hefjast, muni veita okkur sér-
stakt tækifæri til þess að efna
loforð og fullnægja getu Norður
landaþjóðanna. Við trúum þvi
ennfremur, að þegar komið verð
ur á leiðarenda — leiðar til
skilnings bandamanna á milli og
samvinnu frjálsra manna — bíði
okkar allra alheimsfriður, al-
heimsréttlæti og alheimsfrelsi.
Það að sjá fram til þessa tak-
marks glæðir samfellda og sam
eiginlega viðleitni okkar lífi og
verður til þess að við treystum
ávalit á hæfileika okkar til þess
að öðlast gagnkvæman skilning.
Við erum samherjar og jafn-
ingjar í baráttunni fyrir merk-
asta stefnumarki mannsins á
jörðinni. Við vinnum saman sem
félagar og vinir, sem berum virð
ingu fyrir öðrum jafnt og sjálf-
um okkur. Við getum og trúum
því, að einhvern tíma getum
við staðið saman, hlið við hlið,
f heimi frelsis og friðar.
IÞROTTIR —
Framhald af bls. 2.
seinni háifieik endurtók Sigmar
þetta, hraði hans kollkeyrði
vörn Hafnarfjarðar og hinn á-
gæti markvörður Hafnfirðinga
gat ekki gert neitt við hinum
snöggu áhlaupum hans. Seinasta
markið skoraði Sigmar einnig,
en þá réttu félagar hans í fram-
lfnunni hjálparhönd, en Sigmar
fullkoninaði verkið nieð ágætu
skoti.
Harkan f leiknum er mikiö
hinum slæma velli að kenna, en
úrslit leiksins fremur sanngjörn.