Vísir - 17.09.1963, Side 16

Vísir - 17.09.1963, Side 16
Aum óspektatilraun kommúnista Þriöjudagur 17. september 1963 Urðu uðhlútursefni úhorfendu ::g«............'■■.•'M'.'VV/f.'.V.- Þær voru hnfpnar og dapurlegar þær 200 hræBur, sem hlýddu herkalli kommúnista. Myndin sýnir ljóslega hve fáar þær voru, en hön er tekin úr glugga Hótel Sögu rétt áöur en fundinum í Háskólabiói lauk. Undir fánum kommúnista skömmu áður en ryskingarnar hófust: Þorvaldur Þórarinsson hrl. og Þórarinn Guðnason læknir, ásamt konum sfnum. ■: Eins og við var búizt efndu kommúnistar til óspekta við Háskólabíó í gær. Gerðu þeir ítrek- aðar tilraunir til þess að rífa niður borða og spjöld, sem fögnuðu varaforsetanum. Sú at- laga mistókst þó algjör- lega enda var aðför kommúnista mjög aum og þeir fáliðaðir, aðeins 200 talsins. Engin til- raun var hins vegar gerð til þess að rífa niður spjöld kommúnista eftir því sem lögreglan skýr- ir frá. Það var virðuleg frú hér f borg, kona Þorvaldar Þórarins sonar hrl. og Haukur Helgason bankafulltrúi, sem hófu óeirð- imar og reyndu að rífa niður borða og spjöld sem ungir pilt- ar héldu á. Barst jjeim brátt liðsauki frá flokksbræðrum sfn- um, m.a. Kjartani Ólafssyni, framkvæmdastjóra Kommúnista flokksins. Urðu Iftilsháttar rysk ingar nokkra stund meðan lög- regla og áhorfendur lækkuðu rostann í kommúnistum og komu ungu piltunum til hjálp- ar. Þannig kom hið rétta innræti kommúnista f Ijós: að efna til íllinda og vandræða við komu varaforsetans. En för þeirra í gær við Háskólabíó var hin háðulegasta. Þrátt fyrir feiki- legan undirbúning og dreifi- Myndin sýnir glöggt hvernig kommúnistar reyna að rífa nið- ur fánann, sem á stendur „Vel- kominn Johnson". miðaáróður hlýddu aðeins 200 hræður herkallj þeirra, eins og ein myndin hér sýnir. Sýnir sú staðreynd hve gjörsamlega fylg isrúnir fslenzkir kommúnistar eru orðnir, hve aum skipulagn- ing þeirra er, hve áhugj hins gamla baráttuliðs er þorrinn. Frh. á bls. 5. Með vélbyssu og hrækti á fánann 1 gær handtók lögreglan hér í borg mann á Lækjartorgi, sem var þar á ferli með hríðskotabyssu f poka um sama Ieyti og Lyndon B. Johnson varaforseti Bandaríkj- anna kom í heimsókn í Stjórnar- Tilloga fulltrúa neytenda: Landhúttaðarvörur hækki um 10-11% í nefnd þeirri, sem ákveður verðlagsgrundvöll landbúnaðar- afurða á hverju hausti, 6 manna nefndinni svokölluðu, rfkir svo mikill ágreiningur um grundvöll inn, að ákvörðun hans var skot- ið til yfimefndar núna um helgina. Fulltrúar neytenda f 6 manna ncfndinni leggja til að verðlagsgrundvöllurinn hækki aðeins um 10—11%, en bænda- fulltrúamir í nefndinni höfðu áð ur lagt fram tillögur um 36i/2% hækkun, og fundur stéttarsam- bands bænda hafði jafnvel viljað ganga ennþá lengra. Af þessu sést hversu gífurlega mikið ber hér á milli, og verður það nú hlutverk yfimefndarinnar að taka endanlega ákvörðun um verðlagsgrundvöll landbúnaðar- afurða á þessu hausti. Yfirnefndin kemur saman til fundar á morgun, en í henni eiga sæti Sæmundur Ólafss. af hálfu fulltrúa neytenda, Gunnar Guðbjartsson af hálfu fulltrúa framleiðenda og Klemenz Tryggvason hagstofustjóri, sem er oddamaður. Þess má geta, að samkomulag varð um verðlags- grundvöllinn í 6 manna nefnd- inni í fyrra, og kom því eigi til kasta yfirnefndarinnar í það skipti. Þegar yfirnefndin hefir ákveð ið verðlagsgrundvöllinn, sem verða mun áður en langt um líður, er eftir að ákveða í krónu tölu verð á einstökum vöruteg- undum I heildsölu og smásölu, í samræmi við þann grundvöll, sem ákveðinn verður. Um þá verðlagningu verður fyrst fjall- að í 6 manna nefndinni og komi hún sér ekki sama um neitt, fer einnig það atriði fyrir nefndina. Hún hefur síðasta orðið í öll- um þessum málum. Blaðið hefir frétt að neytenda fulltrúarnir í 6 manna nefnd- inni hefðu verið tilleiðanlegir að teygja sig 1 engra til sam- komulags, ef líkur hefðu verið til þess. Ennfremur að fulltrú- ar bænda í nefndinni hefðu persónulega verið tilbúnir að slaka á fyrrnefndum kröfum, ef þeir hefðu ekki þegar verið búnir að segja A f heyranda hijóði, það er krefjast 36% hækkunar á stéttarsambands- fundinum og fá jafnvel bágt fyrir það hjá sumum fundar- mönnum, að gera ekki hærri kröfur. Bændafulltrúarnir voru Framh. á bls. 5 ráðsbygginguna. Lögreglunni þótti framkonia manns þessa á ýmsan hátt undarleg, en þegar hann varð hennar vör, tók hann á rás nieð poka sinn, en náðist og var fluttur í fangageymsluna. Þar gisti hann í nótt, en í morgun tók Sveinn Sæmundsson yfirlögregluþjónn af honum skýrslu og fer sú skýrsla í aðalatriðum hér á eftir: Viðkomandi maður er til heimil- is á Akranesi, fæddur 1937. Hann kveðst hafa fengið hríðskotabyss- una að láni hjá lögreglunni á Akra nesi 5. sept. sl. ásamt einu skoti. Hríðskotabyssan hefur verið f vörzlu Akraneslögreglunnar frá bví á styrjaldarárupum er amerísk herflugvél rakst á Ákrafjall f þoku og fórst. Tilefnið til þess að maðurinn fór þess á leit að fá riffilinn lán- aðan var það að hann hefur á- samt öðrum manni, unnið á veg- um bæjarstjórans á Akranesi að því að skjóta veiðibjöllu á Akra- fjalli. Jafnframt þessu útrýmingar starfi á veiðibjöllunni hefur hann einnig haft með höndum útrým- ingu á ref og mink eftir því sem við varð komið. Nú hafði maður þessi haft spurn ir af því að lögreglan á Akranesi hafði í fórum sínum umrædda hríð n Frh. á bls. 5. VÍSIB

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.