Vísir - 17.09.1963, Blaðsíða 11

Vísir - 17.09.1963, Blaðsíða 11
VIS IR . Þriðjudagur 17. september 1963. 11 Um þessar mun-dir er unnið að því að flytja gömlu simstöðina að Austurgötu 11 í Hafitarfirði til Reykjavíkur, því 1. desember n. k. verður sett upp ný sjálf- virk símstöð í Hafnarfirði. Gamla símstöðin verður flutt tii Reykjavíkur og notuð þar. Á myndinni hér að ofan sést Gísli Vilmundarson símvirki. 20.30 Armstrong Circle Theater 21.30 Stump The Stars 22.00 The Unexpected 22.30 To Tell The Truth 22.55 Afrts Final Edition News 23.00 Lawrence Welk’s Dance Party Söfnin Landsbókasafnið. Lestrarsalur opinn alla virka daga kl. 10—12, 13—19 og 20—22 nema laugar- daga kl. 10—12 og 13—19. Öt- lán alla virka daga kl. 13—15.. Listasafn Einars Jónssonar er opið daglega frá kl. 1,30 til kl. Árbæjarsafnið er opið á hverjum degi frá kl. 2—6 nema á mánu- dögum. Á sunnudögum er opið frá kl. 2—7. Veitingar i Dillons- húsi á sama tíma. í ný húsakynni Kolli og kóng- urinn Á nokkrum mínútum hvarf hin glæsilega snekkja undir yfirborð ið. Hvað skeði? spurði vélameist arinn, sem rak hausinn upp úr vélarúminu. Hann hafði heyrt læt in, en þar sem hann sé ekkert þarna niðri, þá var hann kominn upp til þess að gá. Það ætti að kjöldraga þig kálhausinn þinn, hrópaði Kalli og leit fokvondur á hinn snöktandi stýrimann. 1 sama bili hrópaði Tommy. Þarna kemur einhver. Hver, hvar?, hróp aði Kalli ruglaður. Nú já já. Það lítur út fyrir að nú syrti í álinn, því að þetta er líklega eigandinn. Og hann var allt annað en vin- gjarnlegur, á svipinn. Rip er í slæmri klípu. Það er fjórum byssum beint að yður herra Kirby, segir Ming vingjarn lega, þér hljótið því að deyja. En ég mun hafa félagsskap yðar á leiðinni til heljar, svarar Rip. Það er nú ekki vlst, segir Ming rólega, það getur verið að þér munduð bara særa mig, og kannski jafnvel alls ekki hitta. Hann hefur á réttu að standa, hugsar Rip með sér það eru fjór ir möguleikar gegn einum, og það er honum í vil. Hvern fjárann á ég nú að gera. BUT m HAVE YOU FOR COMPANY ON JOURNEY INTO ETERNÍTi; MINS. HE'S RISHT OF COURSE. OVOS ARE K3UR TO ONE IN HIS FAVOR. WHERE # % % STJÖRNUSPÁ # Spáin gildir fyrir miðvikudag- inn 18. september. Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Þú ættir að nota daginn til undirbúnings til frekari átaka ef svo skyld; vera að logn ríkti. Haltu uppi góðu sambandi við félaga þfna. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Það eru litlar horfur á að at vinna þfn eða verkefni hafi upp á neitt nýstárlegt eða sérstakt að bjóða í dag. En þér kynni að bjóðast tækifæri til að hvílast. Tvíburarnir, 22. maí til 21. júnf: Þú hefur talsverðar til- hneigingar til að fara eigin leið ir, þrátt fyrir að vinir þínir og jafnvel ástvinir ráðleggi þér ann að. Farðu meðalveginn. Krabbinn, 22. júní til 23. júlí: Þú ættir að halda áfram við að leita eftir beztu aðferðunum sem henta aðstæðum og vinnu þinni. Það eru meiri líkur fyrir að leitin beri árangur heldur en endranær. Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Ef til vill finnst þér að þú sért ekki nægilega framhleypinn, en félagi þinn mun samt vera á öndverðum meiði í þvf efni. Stundum er bezt að flýta sér hægt. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: Það getur verið verra að spara of mikið heldur en að spara of lítið. Reyndu að fara hinn gullna meðalveg f þessum efnum og taka beggja vængja byr. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Þeir sem þú átt mest saman við að sælda eru þess albúnir að standa fullkomlega á rétti sín- um. Þú getur ekki skelt skolla eyrum við þvf sem þeir segja. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Það væri hyggilegast fyrir þig að halda þig utan svíðsljóssins í dag og gegna hlutverki áhorf andans. Ofneyzla matar og drykkjarfanga er mjög óráðleg. Bogamaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Þú ættir að notfæra þér þær uppörvandi ráðleggingar, sem vinir þínir og ástvinir gefa þér núna. Þú munt fá aukið sjálfstraust með því móti. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Þú ættir að einbeita þér að þvf að afla þér allra nauðsyn- legra upplýsinga varðand; þau framtíðaráform, sem þú hefur á prjónunum. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Hugur þinn kynni að reika til fjarlægra staða, þai sem vinir og ættingjar búa. Ýmsum ráðgerðum um ferðalög kynni að skjóta upp. Fiskamir, 20. febr. til 20. marz: Stattu á verðbergi gegn þeim, sem kunna að hafa í' hyggju að hagnast á þinn kostn- að, án þess að gefa neitt f stað inn. Gerðu engan að trúnaðar manni þínum eins og stendur. FRÆGT FÖLK Yngsta systir Husseins Jórdaníukonungs heitir Basma og er aðerns 12 ára gömul. Prínsessan kom til Lundúna fyrir skömmu, en þann 20. september hefur hún nám f Benenden skólanum, sama skóla og Anma Engiandsprins- essa. Þær eru báðar nýir nem- endur í skólanum. Zein drottning móðir Basma kom með henni til Lundúna og ætlar hún að dveljast í land- inu meðan dóttir hennar er að venjast umhverfinu. Þegar Basma kom á flugvöli inn var hún í grárri kjóldragt. Hún brosti feimin þegar sendi- nefnd frá sendiráði Jórdaníu bauð hana velkomna. Paul-Henry Spaak reyndi f ræðu, sem hamn hélt, að gefa skýringu á þykkjunni milli Englands og Frakklands. — Ástæðan, segir Spaak, er sú, að Harold Macmillan talar Paul-Henri Spaak alltaf um Evrópu sem aðalat- riðið en Frakkiand sem auka- atriðið, en de Gaulle talar allt- af um Frakkland sem aðalat- riðið en Evrópu sem auka- atriði. Mflanóbúinn Tommaso Pinto, 22 ára gamall, hafði ákveðið að ferðast „á puttanum“ f sum arleyfinu. En begar út á þjóð- vegina kom .reyndist það ekki svo auðvelt, því að engin-n vildi taka hann upp f bílinn. Þá datt honum f hug að klæða sig eins og ung stúlka, fór í kjól og fékk sér Ijósa hárkollu — og nú gekk allt eins og f sögu. En Tommaso situr nú f gæzluvarðhaldi og laganna verðir brjóta heilann um, fyrir hvað þeir eigi að ákæra hann.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.