Vísir - 17.09.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 17.09.1963, Blaðsíða 6
6 V iðirv • Fiiujuuagui x/. acuicmwvi HVERNIG Á VÖRUDREIFING I SMÁ- SOLUAÐ FARA FRAM? eftir Sigurð Magnússon, form. Kaupmannosamtaka íslands T Tndanfarnar vikur hefur vart verið um meira rætt og ritað en tillögur þær varðandi af- greiðslutíma verzlana, er koma til afgreiðslu í borgarstjórn Reykjavíkur á morgun. Ástæðan til þess er augljós. Starfsemi verzlana er einn ríkasti þáttur í daglegu lífi borgarbúa. Mál þetta á sér alllangan að- draganda, með því að í febrúar 1961 fara Kaupmannasamtökin þess á leit við borgarráð Reykja- vlkur, að gildandi reglur um þessa hiuti verði teknar til end- urskoðunar. Ástæðan fyrir beiðni samtakanna var einfaldlega sú, að á undanförnum árum hefur hér átt sér stað stórskaðleg þróun í smásöludreifingu, sem haft hefur í för með sér alls kyns misrétti og á sumum sviðum ómenningu og siðferðileg vandamál. Þessi öfugþróun hefur verið fólgin í því, að nokkrar matvöru búðir, er einnig hafa starfrækt kvöldsölu, hafa f skjóli leyfa sinna haldið uppi sölu allt til miðnætt- is á alls kyns varningi, er fé- lögum þeirra, er ekki hafa haft kvöldsöluleyfi, hefur verið mein að að gera. Loks hefur svo sölu- turnum (þ. e. smábúðum, er verzla með þann varning, er mesta þóknun er fyrir að hafa) fjölgað jafnt og þétt, og skipta þær nú orðið nokkrum tugum. Þetta. hyorttveggja hefur leitt; tjl, þess, að hin almenna matvöru- verzlun, er hefur á boðstólum all ar algengar matvörur, hvortsem fyrir þær er lítið eða mikið að hafa og sem veitir alla algenga þjónustu, svo sem heimsendingar o. fl., hefur setið uppi með það sem söluturnarnir vilja án vera. Söluturnar hafa þannig komizt f þá aðstöðu að fleyta það bezta ofan af viðskiptunum, en skilja annað eftir. Enda er það svo, að margir eigendur kvöldsölustaða eru frá sjónarmiði kaupmanna eins konar aðskotaöfl, mjög marg ir þeirra í fastlaunuðum störfum annars staðar, en hafa „sjoppu- reksturinn" sem eins konar „hobby", sökum þess hve auð- veidur hann er og gefur betri hagnað en almenn verzlun. öll- um er líka kunnur sá hvimleiði ávani unglinga að safnast saman í hinum ýmsu kvöldsölustöðum, sötrandi gosdrykki, reykjandi síg arettur, jafnvel margir um sömu sígarettuna og sömu flöskurnar, stundum með „transistorferða- tæki“ með sér, og svo mætti Iengi telja. í fáum orðum sagt er yfir þessu viðskiptafyrirkomulagi Ieið inda- og ómenningarbragur, sem almennt mun áhugi fyrir að uppræta. ^Jegn því að uppræta þessa hluti hefur verið barizt af oddi og egg af þeim, sem aðstöðuna hafa haft, og skal engan undra, þótt þeir sem hér eiga hlut að máli, vilji sem lengst halda í sitt. Slíkt er mannlegt og skiljanlegt. Hitt er svo öllu alvariegra, þegar hinir sömu aðilar gripa til alls kyns ósanninda og blekkinga í því augnamiði að villa mönnum sýn. Ég hef persónulega orðið fyrir ýmiss konar aðdróttunum og brigzlyrðum bæði 1 ræðu og riti af hendi þessara aðila. Ekkert af því kemur mér á óvart. Hér er á ferðinni mál, sem í mörg ár hefur verið hlaupizt frá að lag- færa, sökum þess hve erfitt og óvinsælt það hefur verið þegar á hefur átt að herða, og þeim mun lengri tími sem liðið hefur, þeim mun erfiðara hefur málið orðið viðfangs. Stundarhagsmunir og sérréttindaaðstaða tiltölulega __fárra aðila verður I þessu tilfelli að vfkja fyrir heildinni ,víkja fyr- ir eðlilegri þróun og uppbyggingu smásöluverzlunarinnar. Það er ekki til of mikils mælzt, að að- ilar, er vilja gera smásöluverzlun að atvinnu sinni, sitji við sama borð að öllu leyti I þessum efn- um. Þeir, sem ekki treysta sér til þess, verða að leita sér fanga á öðrum miðum. Jjað fer ekki á milli mála, að almenningi hefur fundizt hag- ræði að notfæra sér það fyrir- komulag, sem nú gildir I þessum efnum, þ. e .a. s. að geta skropp- ið I ýmsa sölustaði og fengið „rétt út um gat“ það sem gleymzt hefur að kaupa að deginum til eða beinlínis skort tfma til að kaupa. Það er því ekki nema eðli- legt að fólk spyrji sem svo, hvað muni koma f staðinn fyrir þessi þægindi. Þeir aðilar, sem forrétt- indanna njóta í dag, hafa lagzt svo Iágt að halda uppi hreinum ósannindum,.;. í, j s,þegspnj.T;qefnum, rangtúlkað málið fyrir almenn-’ ingi og farið fram á undirskriftir ■ þess f mótmælaskyni við væntan- legar breytingar, og jafnvel geng ið svo langt að halda því fram f blaðaviðtölum, að borgarráð Reykjavíkur ætli að veita kvöld- söluleyfi aðeins „nokkrum stórum búðum". Loks hefur þvf svo verið haldið fram af hinum sömu að- ilum, að tillögurnar fælu f sér stórfellda skerðingu á þjónustu við neytendur. Allt eru þetta vfs- vitandi rangtúlkanir, sem hitta þá eina, er til þeirra hafa stofnað. Skal nú f örfáum atriðum sýnt fram á hversu fráleitar þessar fullyrðingar eru, almenningi til glöggvunar og frekari upplýs- inga: / Samkvæmt tillögunum eru þær kröfur gerðar til söluturna, að þeir hafi yfir að ráða sér af- greiðsluplássi, selji ákveðnar vör ur, starfi til kl. 22,00 í stað kl. 23.30 og að sala fari eingöngu fram um söluop. Á þennan hátt er skýrt kveðið á um allt fyrir- komulag, og geta menn þá gert upp við sig hvort þeir heldur vilja starfrækja slíkan sölustað eða venjulega verzlun. Með þessu fyrirkomulagi er á sinn hátt einn ig komið í veg fyrir „sjoppuhangs ið“, sem áður er minnzt á, og þánnig unnið að því að koma í veg fyrir ósæmilega og ónauðsyn lega útiveru óþroskaðra unglinga að kvöldi. Samkvæmt tillögunum er gert ráð fyrir möguleika á rýmri af- greiðslutíma en nú er, þannig að verzlanir geti til skiptis verið opnar að kvöldi til og þannig veitt þjónustu meiri og betri en áður hefur verið um að ræða. Gera má ráð fyrir, að notkun ' heimildarákvæðanna ( reglugerð- inni um þetta atriði verði nokkuð j misjöfn, eftir því um hvaða teg- 1 undir verzlana yrði að ræða. Þann , Sigurður Magnússon. ig gæti ég látið mér detta í hug, að matvöruverzlanir ættu tiltölu- lega auðveldast með að veita aukna þjónustu með þvf að hafa opið fyrir ákveðið hverfi, t. d. eina viku í senn fram eftir kvöldi, á ekki ósvipaðan hátt og apótek gera. Verblanir, sem hins vegar eru staðsettar í Miðbænum og verzla með annað en matvörur, mundu trúlega heldur veita þjón- ustu sína í formi lengri söludags, t. d. einn dag í viku. Um þessi atriði verða samtök þeirra að fjalla, sem fyrirtækin eiga, og er gert ráð fyrir þvi í tiilögunum: Jafn; sjálfsagður aðili í þessum efnum er sjálft afgreiðslufólkið, en samkvæmt núgildandi kjara- samningum eru annmarkar á því að framkvæma þessi atriði. Ekki er þó nokkur ástæða til að ætla annað en að samningar takist um þessi atriði milli vinnuveit- enda og launþega, svo sem í öðr- um atvinnugreinum. Af þessum fáu ábendingum ætti það að vera fyllilega ljóst, að tillögurnar fela í sér möguleika á meiri, betri og heilbrigðari þjón- ustu við neytendur en áður hafa tíðkazt. Mál þetta eins og það liggur fyrir nú, er spurning um það hvernig smásöludreifing eigi að fara fram. Spurning um það, hvort „sjoppuverzlun" og „gata- verzlun" á að vera hér allsráð- andi, eða hvort unnt á að vera að láta smásöludreifinguna fara fram á vegum almennra verzlana, er samkvæmt mati heilbrigðisyf- irvalda og samkvæmt nútfmakröf um eru til þess fallnar. Sérhver viðleitni í þá átt að draga úr öfugþróun síðustu ára, stuðlar fjárhagslega og menningariega að uppbyggingu smásöludreifingar- innar. Alláberandi þáttur f umræðum síðustu daga um þessi mál er „ályktun“ 45 matvörukaupmanna, er birzt hefur í blöðum. Málefna- leg afstaða þessara kaupmanna er með þeim ósköpum, að erfitt er að gera sér grein fyrir raun- verulegum vilja þeirra og skoðun. Snúningur þeirra um sjálfa sig er svo alger, að fátftt mun vera. Fyrsta innlegg þeirra til málsins er að „motivera" tillögurnar á fjölmennum félagsfundi, eins og þær upphaflega voru lagðar fram og eru í meginatriðum enn. Ann- að innlegg er að lýsa sig andvíga allri kvöldsölu eftir venjulegan lokunartíma sölubúða. Þriðja og síðasta innleggið er svo að heimta 'að allár VerzTanir verði opnar til kl. 11.30. Hvort óvenju Iangar umræður og oft heldur kappsfullar hafa náð að lama svo dómgreind þeirra, sem hér um ræðir eða hvort blekkingar um málið hafa áorkað svo miklu, skal ósagt látið, en óneitanlega er erf- itt að taka alvarlega slíkan hring- snúning og mun annað eins og þetta heldur fátitt. Þess skal get- ið, að formaður og stjórn Félags matvörukaupmanna eiga hér ekki hlut að máli, heldur er hér fyrst og fremst um að ræða kaupmenn, er hafa séraðstöðuna I dag og vilja ekki af henni sjá. jpyrir fáum dögum var haldinn sameiginlegur fundur for- manna hinna ýmsu greina verzl- unarinnar innan Kaupmannásam- takanna til að fjalla um þau ,;þrin cipatriði", er tillögurnar gera ráð fyrir og snúa að smásöludreifing- unni almennt. Allir formennirnir, sem fundinn sátu, að undanskild- um formanni söluturnaeigenda, voru á sama máli um réttmæti og nauðsyn þeirra breytinga, sem til- lögurnar gera ráð fyrir. Sam- staða forráðamanna samtakanna er því víðtæk, en innan Kaup- mannasamtakanna eru alls 17 félög auk einstaklinga, og með- limir rúmlega 500 fyrirtæki og stofnanir. Ekki efast ég um, að mál þetta muni fá farsæla lausn. Óánægja þeirra, sem höggvið er að og að- stöðuna hafa í dag, er ofur skilj- anleg. Þeir hinir sömu verða þó að skilja, að við svo búið getur ekki staðið. Uppbygging smásölu verzlunarinnar á breiðum jafnrétt isgrundvelli verður að sitja I fyr irrúmi. Kaupmenn verða að gera sér grein fyrir þeirri skyldu, er þeir eru I við borgarana ög þeirri þjónustu, sem af þeim er ætlazt til að veita. Sú þjónusta á ekki að fara fram í formi neinnar sér- stöðu eða „gatasölú“!l'Þjón(iStuna eiga allar verzlanir að geta veitt jafnt. Heilbrigð og eðlileg skipan þess ara mála er undirstaða þess að hægt sé að veita umbeðna þjón- ustu. -x 1 síðustu viku birtist hér i blað inu grein eftir Islending, sem búsettur er í Svíþjóð og fjallaði um sterka ölið. Rakti hann nokk uð reynslu Svía af sterka ölinu og dró ýmsar ályktanir af henni. Var niðurstaða hans sú að sterka ölið drægi úr ofdrykkju og væri mun hættuminna fyrir æskulýðinn en sterkir áfengir drykkir sem ella væri neytt — oft í óhófi. Sterka ölið Þetta var skoðun ‘Gretars Oddsonar og olli grein hans því að ýmsir bindindismenn komu að máli við blaðið og bentu á gagnrök. Við því mátti og búast að ekki væru allir höf undi sammála. Sterka ölið hefir lengi verið mikið hitamál hér á landi. Tvisvar hefur verið reynt að fá það samþykkt á Alþingi hin síðustu ár en I bæði skiptin hefur það mistekist. Hins vegar er sterka öiið mál serr. erfitt revnist að láta liggja i þagnar gildi. Það skýtur upp kollinum öðru hvoru. Bót á vandræða- ástandi Hér skal enginn dómur á það lagður hvort það væri til bóta að leyft yrði að brugga sterkt öl á íslandi. Hins vegar dylst engum að íslendingar eiga við mikið áfengisvandamál að etja. Vandamálið er ekki það að hér sé drukkið svo ýkja mikið magn af áfengi heldur hitt hvernig það er drukkið og þau afbrot sem í kjölfar áfengisneyzlunnar fylgi. Og stærsta áhyggjuefnið er drykkjuskapur unglinga, oft kornungra, varla kominna af barnsaldri. Þjórsárdalsmálið er enn í fersku (minni, þegar ung lingar fluttu sterka drykki í hundraða flöskutali á þann fagra stað og urðu ósjálfbjarga á skammri stundu. Sjónarmið margra þeirra sem æskja sterks öl er þetta: Sterka ölið kemur í veg fyrir hina æ.si fengnu ofdrykkju unglinga. Það er þess eðlis að unglingur verð ur ekki útúrdrukkinn á skammri* stund, eins og þegar hann kneyf ir svartadauða af stút. Og áhrif þess eru ekki þau sömu og sterkra drykkja og því minni hætta að til þess æðis komi sem mörg afbrot eru framin í. Aðrir eru á annarri skoðun og segja að áfengisneyzlan muni aukast þar sem ölflaskan sé mörgum sinn- um ódýrari en vínflaskan og það sem sé hættuminna á yfir borðinu sé I eðli sínu sízt hættu Hvi ekki tilraun? Vafalaust verður ekki úr þessu skorið með umræðum. Það er reynslan ein sem sýnir fram á hverjir hafa rétt fyrir sér. Hér á landi eru mörg dæmi til þess að sérstakur háttur hef ir verið hafður á áfengissölu. Héraðsbönn hafa þannig tíðk- ast víða um land. Einn mögu Ieiki til þess að kanna hvort ekki er unnt að koma vitur- legra skipulagi á áfengismálin væri hugsanlega að selja ölið í einu byggðarlagi t.d. um eins árs skeið og kanna hvort það hefði þau áhrif að drykkjuskaþ ur eykst eða minnkar, hvort það reynist jafn hættulegt ung- lingum og sumir halda. Slík til raun ætti að geta skorið úr um það hvort rétt er að fylgja öðt um þjóðum að þessu leyti eðá ekki. Kári. I ■■•■■■ ■ l i ■ o ■ ■ b r ■ i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.