Vísir


Vísir - 18.09.1963, Qupperneq 2

Vísir - 18.09.1963, Qupperneq 2
2 V í SIR . Miðvikudagur 18. september 1963. v//////////sm y//////////m'///////' íþróttamálin rædd í Haukodal: UNGUNGARNIR HAFA OF MIKIL FJÁRRÁÐ — og því er svo komið að þeir snúa baki við íþróttunum „A HVERN HÁTT ER HÆGT AÐ AUKA ÍÞRÓTTASTARFIÐ?" heitir mál nr. 3, sem mikið var rætt á ráðstefnunni, sem ISÍ hélt með formönnum sérsambandanna og héraðssambandanna um síðustu helgi í Haukadai. Mái þetta er mjög aðkallandi og krefst þess að verða leyst svo fljótt sem auðið er. Vitanlega er þetta mál málanna hjá íþróttasambandinu því það er fyrst og fremst ætlað til að efia og auka íþróttir í landinu. félög um, að fyrirtæki og stofn- anir, sem hafa mörg böm eða unglinga 1 vinnu, séu skylduð til þess að hafa í þjónustu sinni starfsmann, sem annist líkam- lega og félagslega heilbrigði þeirra?" Það er einmitt þarna, sem skórinn kreppir að í íslenzkum íþróttum. Fjölmörg dæmi um vinnuhörku barna vekja bein- Iínis óhug manna. Sem dæmi má nefna 9—13 ára böm, sem vinna frá kl. 7 á morgnana til 10 eða 12 á kvöldin erfiða vinnu við framleiðslustörf. Algengt er að börn og unglingar hafi 6—8 þúsund krónur í mánaðariaun. Vasamir fullir af peningum. Þeir litlu fritímar, sem verða aflögu, fara f að sóa a. m. k. einhverj- um hluta þessa fjár. Danshús um 30 km. frá Hauka dal, fundarstað ÍSl-fundarins um helgina, var snarfyllt og vel það um helgina af áberandi 'ölv- uðum unglingum á aldrinum 13 —19 ára. Þama var einkennilegt um að litast. Allt þetta unga fólk, sem mun hafa verið um 1200 í 400 manna húsi(!) var að eyða miklum peningum, sem það hefur þrælað fyrir yfir vik- una. Það var ekki margt Iþrótta fólk í þessum hópi sunnlenzks æskufólks, en þeir fáu sem þar voru, vora til sóma heldur ca hitt. Þannig er æskan, þvi mið. ur, í allt of ríkum mæli f þeim fáu frístundum sem gefast og það, sem gerir, era allt of mikil fjárráð. Fjórar nefndir vora skipaðar f Iok framsöguræðanna. Voru fulltrúar allir látnir vinna í nefndunum, en þær skiluðu álit um sínum seinni dag fundarins og þá var tekið til við að ræða þau. Ekki voru neinar ákvarð- anir teknar, enda ekki boðað til fundaríns til að gera neitt bind- andi, heldur einungis til að ræða málin og fá álit fulltrú- anna á aðkallandi málum. Ráð- stefna sem þessi er í fyrsta sinn haldim nú af ÍSÍ, en slíkar ráð- stefnur eru haldnar af æðstu samtökum fþróttamanna víðast eriendis. Á morgun segjum við frá fleiri málum, sem tekin voru fyrir og rædd í Haukadal. —jbp— Gísli Halldórsson, forseti ÍSÍ, hafði forsögu um þetta mál á- samt Þorsteini Einarssyni, í- þróttafulltrúa ríkisins. Gísli benti á að fólk virtist fremur kjósa ferðir í kvikmyndahús og bílferðir en að eyða frístundun- um í holla iðkun íþrótta, sem hverjum manni er þó nauðsyn. Taldi Gísli að áróður og aug- lýsingar fyrir íþróttir yrðu að aukast að mun til að draga mætti fólkið til sín. Einnig að fá læknastéttina í lið með íþrótt unum. Einnig taldi Gísli að auka þyrfti á fjölbreytni íþróttagrein anna, þannig að sem flestir gætu fundið „sína grein“. Gísli benti og á vandamálin I sam- þandi við útvegun hæfra kenn- ara, en til stóð að samvinna hæfist í þessu efni við íþrótta- kennaraskóla Islands, en enn sem komið er hefur ekki orðið af þvf, ekki sízt vegna skorts á húsnæði hjá skólanum. Iþrótta- fræðslu fyrir böm og unglinga taldi Gisli áhrifaríka, einkum námskeið eins og ÍBR hefur und anfarin sumur staðið fyrir. Benedikt Jakobsson íþrótta- keruiari ræddi sama málefni. Taldi Benedikt að mark og mið skólafþróttanna í landinu væri ekki nægilega Ijóst hjá forystu- mönnunum, með öðrum orðum, skólaleikfimi væri leiðinleg og þegar nemandinn kveddi skóla sinn, yfirgæfi hann allt sem heitir iðkun íþrótta. Benedikt benti á að til þess að íþróttir gætu náð til fleiri en „stjarn- anna“, yrði að nota ný vopn og nýjar leiðir, áróður og upplýs- ingaþjónustu, fræðslu og kynn- ingu á íþróttum, þetta hafi verið vanrækt og bæri að bæta úr því. íþróttafulltrúi rikisins, Þor- steinn Einarsson, ræddi einnig í framsöguerindi sínu þetta sama spursmál og kom víða við. Hann kom með 10 spumingar fyrir nefndir þær, sem skipað- ar voru til að vinna úr og var mikið rætt um spumingamar, enda má segja að hver einstök gæti orðið efni í sérstaka ráð- stefnu. Merkasta spuming Þor- steins og jafnframt sú tímabær- asta er, að dómi undirritaðs. 9. spuming listans: „Er rétt að ÍSl leiti samvinnu við önnur æsku- lýðsfélög um athugun á því, hvað unnt sé að gera til að hindra, að börn og unglingar vinni of langan vinnudag?" Og 10. spurningin var í svipuðum dúr: „Væri rétt að ÍSl leitaði samvinnu við önnur æskulýðs- Það þarf að fræða æskuna um fþróttir, benda henni á hollustu þeirra og aðra kosti. Frakkar unnu ísland 79:40 — enda langbezta lið keppninnar FRAKKAR unnu ÍSLAND í gær kvöldi í Unglingalandsleik í körfu- knattleik með 79:40, sem er nokk- |Gekk betur gegn 11 mönnumj — segir Hörður Felix- \ son um landsleikinn Margir leikmanna íslenzka landsliðsins í knattspyrnu eru % nú komnir heim. Við hittum Hörð Felixson í gærdag og spurð- um hann tíðinda frá leiknum. I; — Það er það furðulega, að okkur gekk mun betur þegar Bretarnir voru allir 11 á vellinum. Þegar þeir voru aðeins 9 var eins og okkur gengi ekkert. Fyrstu 15 mínúturnar gegn 11 mönnum þeirra voru ágætir. Annars var framlína okkar •; mjög bitlaus. Þeir léku vel að vítateig, en þar var líka draum- urinn búinn. — Ert þú þá búinn að leggja skó na á hilluna, Hörður? — Nei, nú er bikarkeppnin eftir. Við leikum við b-lið Akraness, sem skartar með 5 landsliðsmenn, ekki af lakari í; endanum. En eftir bikarkeppnina býst ég við að hætta knatt- spyrnunni. % VAVMV.VVAV.%VAV.V.V.W,,,V/l:.W.VA%V.ViV.,.VA,A%V.V.,.V.V.,.V>V.V.V.V uð mikill munur, enda vart við öðru að búast, þar eð greinilegt er að Frakkar vinna alla leiki sína með yfirburðum. ísiendingar byrjuðu leikinn all- vel, héldu í við Frakka fyrstu 5 mínútur leiksins, voru aldrei meira en 3 stigum undir, en eftir það voru Frakkar mjög afgerandi og juku við forskotið hröðum skrefum — en urðu þó að berjast mikið við hvert stig sem þeir skoruðu. í hálfleik var staðan orðin 50:14. Seinni hálfleikur var hins vegar mjög jafn og spenna í leiknum tals vert mikil, enda lauk seinni hálf- leik með sigri Frakka 29:26, sem er ckki ýkja mikill munur. íslendingar hafa nú séð öll lið keppninnar, en Frakkar léku ekki í fyrstu umferð. Er sýnilegt að Frakkar munu vinna þcnnnan riðil Evrópukenpninnar og mjög senni- lega úrslitin, sem fram fara næsta vor á ítalíu. Beztu menn íslands í gær voru Kolbcinn Pálsscn (7 stig) og Anton Bjarnason (12 stig), en bezti mað- ur liðsins í fyrrakvöld, Agnar Frið riksson, lék nú með reifaðan hand- legg og- náði ekki nándar nærri eins góðum leik og áður, hafði það sín áhrif á allan leik liðsins. Frakkar voru mun hærri, höfðu 3 menn sem voru yfir 2 metrar á hæð, en meðaltal Ieikmanna er 1.90. Longueville heitir langbezti maður liðsins, frábær leikmaður. Dómarar í gær voru Lúxemborg- armaður og Belgíumaður, og dæmdu illa að dómi lslendinganna. —h. sig.— L'iquipe segir: íslendingar bezta Biðið i beppni fyrra hvöldsins L’EQUIPE — eitt frægasta í- þróttablað í heimi — kom út í París í gær og meðal annars efn is í blaðinu var frásögn af fyrstu leikjum Evrópukeppni unglinga í körfuknattleik. Það var skemmtilegt að lesa þar, að af þeim fjórum liðum sem þar hafi bitizt, hafi íslenzka lrðið leikið langbezt. Leikaðferð ir liðsins, boltameðferð leik- manna og annað hafi verið langt um betra hjá íslendingum en Lúxemborgurum, Englendingum og Svíum. —h. sig.—

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.