Vísir - 18.09.1963, Side 9
V í S IR . Miövikudagur 18. septemoer 1963.
9
\
Hagkvæmur útvegur fyrir
þú bóto sem nú þykjo
of litlir til síldveiðu
15. september lauk humar;
veiðunum, en rúmlega 100 bátar
hafa stundað þær veiðar í sum-
ar með mjög góðum árangri.
Hæstu bátar munu vera með
um 120 tonn af humar og um
100 tonn af fiski. Nokkru fleiri
bátar munu hafa stundað þess-
ar veiðar 1 sumar en í fyrra-
sumar.
Til marks um hversu mikill
atvinnuvegur þessar veiðar eru
orðnar, má geta þess, að um
síðustu mánaðamót var upp-
gefið framleiðslumagn hjá
frystihúsum Sölumiðstöðvarinn-
ar um 670 tonn af fullunnum
humar. Til samanburðar má
geta þess, að í fyrra var fram-
leiðslan um 200 tonn á sama
tima. Vafalaust eru hlutföllin
svipuð hjá frystihúsum SÍS. Til
þess að geta gert sér grein fyr-
ir hversu mikla framleiðslu hér
er um að ræða, verður að geta
þess, að fullunninn humar er
aðeins um 23% af humarnum
upp úr sjó.
tíumarveiðarnar hafa vissu-
lega haft mikla þýðingu
fyrir sjávarplássin, þar sem afl-
inn hefir verið lagður upp, því
að auk þess að veita 500—600
sjómönnum atvinnu við veið-
arnar, hefir skapazt mikil
vinna í frystihúsunum, aðallega
fyrir skóiaæskuna, sem annars
hefði lítið haft fyrir stafni.
Ennfremur ber að hafa það
í huga, að með humarveiðunum
hefir skapazt hagkvæm veiði-
aðferð fyrir þá stærð fiskiskipa,
sem þykir nú miðað við nýjustu
tækni og þann útbúnað sem
henni fylgir, of lítil til að
stunda sildveiðar. Er hætt við
að mörgum þessara skipa hefði
verið lagt ef þessar veiðar
hefðu ekki komið til. Þegar
svo á það er litið, að allt þetta
aukna framleiðslumagn af hum-
ar er seljanlegt á frjálsum
markáði fyrir harðan gjaldeyri,
fer ekki á milli mála, að hér
hefir myndazt merkilegur og
þýðingarmikill þáttur í sjávar-
iðnaðinum.
þegar rætt er við skipstjóra
humarveiðiskipanna, kem-
ur það fram, að flotinn hefir
dreifzt. Ný mið hafa fundizt og
á sumum þeirra hefir humarinn
verið stærri, og þar með verð-
mætari. T. d. fannst í sumar
nýtt svæði suður af JÖkli, og
var humarinn þar jafnstærri.
Ennfremur fannst nýtt svæði
16—17 sjómílur í suður af
Humaraflinn hefur verið góður, körfurnar fullar. Anmar fiskur fylgir með og er settur f sérstaka stíu.
Flestir humrabátamir em um 25 tornn.
Eldey og allt út á 120 faðma
dýpi. Svæði þessi fundu veiði
skipin. Virðast því víða liggja
möguleikar á nýjum miðum
með góðum humar. Vestmanna-
eyingar sækja t. d. allt austur
að Ingólfshöfða og fá þar góð-
an humar.
Annars virðast skipstjórar
humarveiðibátanna sammála um
að of lítið sé gert fyrir þessa
grein fiskveiðanna. Það þyrfti
að skipuleggja leit að nýjum
miðum og hvar humarinn sé
beztur, og hvaða veiðisvæði
þoli bezt veiðar bátanna hverju
sinni. Telja skipstjórarnir, að
slíkar rannsóknir eigi fullan
rétt á sér, og eigi að reka með
sama myndarbrag og síldarlest-
ina fyrir Norðurlandi. Telja
þeir að kostnaður við slíka leit
muni fljótt skila sér til þjóðar-
búsinn í auknum og betri afla.
XT umarinn er flokkaður í
stærðir, og er stærsti hum-
arinn frystur f skelinni og seldur
mest til USA fyrir gott verð.
Skelflettur og óskelflettur er
humarinn seldur til Bretlands,
Sviss og fleiri landa, og þykir
hinn ísienzki humar hin bezta
vara. Hjá eigendum hraðfrysti-
húsanna kemur fram, að minni
humarinn sé hagkvæmast að
skelfletta, en skortur á vinnu-
afli háir því, að slíkt sé hægt
eins og þörf er á. Yfirleitt er
stöðugur skortur á vinnuafli í
fiskiðnaðinum.
Er óhætt að slá því föstu að
hagkvæmt muni vera fyrir
þjóðarheildina, að þessi, svo til
nýi möguieiki 1 fiskiðnaðinum,
sé nýttur sem bezt, þar eð það
hefir sýnt sig, að sildin getur
verið brellin norðanlands sem
Framh. á bls. 10.
Útlit er fvrir að humarveiðar
hafi þrefaldazt frá því í fyrra
Humamum rótað inn f bátinn.
Skrifstofutækni 1963:
.v l
Afsprengi frjálsrar verziunar
SAMSÝNINGAR, hvaða vörur
eða hlutir sem þar eru annars
sýndir, eru alltaf skemmtilegar
og venjulega vel vandað til
þeirra.
Sýningin, „Skrifstofutækni
1963“ er gott dæmi um slíkar
sýningar eins og þær verða
beztar. Er hún í alla staði glæsi-
leg og vel skipulögð. Er aug-
ljóst, að hún hefur kostað geysi
lega vinnu og hugvit í uppsetn-
ingu og skipulagningu, enda
hafa margir okkar beztu manna
átt þar hlut í.
Slíkar sýningar er einn liður
í samkeppni seljendanna um
hylli viðskiptavinanna. Þær eru
því nauðsynleg afleiðing af hag-
kerfi því, sem við búum að
nokkru leyti við og er kennt við
„frjálst viðskiptalíf“ eða „frjálsa
samkeppni". Þessi sýning er ein
mitt gott dæmi um það.
Undanfarna áratugi hafa inn-
flytjendur skrifstofuvéla eins og
fleiri aðrir innflytjendur, átt við
ýmiss konar höft að stríða, s. s.
gjaldeyrisskömmtun, bæði í
magni og eftir tegundum. Þann
ig var bæði löndum og fyrir-
tækjum mismunað. Verzlun með
þessa hluti hefur því alls ekki
verið frjáls og samkeppni held
ur engin verið á þessum mark-
aði.
Nú fyrir nokkrum árum var
innflutningur þessara vara að
mjög miklu leyti gefinn frjáls,
og svo nú nokkuð nýskeð var
verðlagsákvæðum létt af. Vegna
þess er nú loks komin heilbrigð
samkeppni á þessu sviði við-
skiptalífs okkar. Þó eru enn
nokkrar hömlur á viðskiptum
með sumar þessara vara. Ritvél
ar eru til dæmis að nokkru leyti
háðar gjaldeyrisleyfum enn,
sem hefur valdið því, að sum
fyrirtæki hér hafa ekkert getað
flutt inn frá sínum umboðum í
mörg ár.
Er það von mín, að þessi sýn-
ing megi verða til þess, að hið
opinbera létti af þeim fáu höml-
um, sem enn eru eftir og með
því örvi blóðrásina í þessari
og öðrum greinum verzlunarinn
ar f landinu.
Þ. M.