Vísir - 18.09.1963, Page 16

Vísir - 18.09.1963, Page 16
VISIR Miðvlkudagur 18. sept 1963. Minningarathöfn Minningarathöfn um Benedikt S. Bjarklind, stórtemplar. sem lézt í Kaupmannahöfn 6. þ. m., fer fram í Dómkirkjunni á morgun, fimmtu- dag, og hefst kl. 10.30. Athöfninni verður útvarpað. ----------------------- Slæm afkoma matvöruverzlana Fundur í kvöld Fyrir nokkrum vikum var skipuð nefnd tii þess að rann- saka rekstrargrundvöll og af- komu matvöru- og kjötverziana. Með nefndinni starfaði Ólafur J. Ólafsson endurskoðandi. — Rannsókn þessari er nú lokið og verða niðurstöður hennar lagðar fyrir fund matvöru- og kjötkaupmanna í kvöid. Mun þessi athugun hafa staðfest þá almennu skoðun að afkoma mat vöruverzlana sé slæm. Umkvartanir matvörukaup- manna voru tilefni þessarar rannsóknar. Þeir hafa taiið og telja stöðugt hag sinn fyrir borð borinn af hendi verðlagsyfir- valdanna. Er talið að leyfð á- lagning á ýmsum vörutegundum sé svo lág, að hún nægi hvergi nærri til þess að standa straum af beinum kostnaði við dreifing una. Gildir þetta sérstaklega um landbúnaðarafurðir og aðrar vísitöluvörur, sem haldið er niðri í verðlagi. Nægileg síld — og horfur ekki slæmar sogðð Jakoh Jakobssoa í morgun — Sem stendur eru horfumar ekki slremar, það er nægileg síld hér úti fyrir og hefur gengið vel að finna hana, sagði Jakob Jakobs son er Vísir átti við hann símtal £ morgun ,en Þorsteinn þorskabítur liggur nú inni á Norðfirði. — Ástæðan til þess hve lítið hefur veiðzt undanfarna daga er hve djúpt síldin stendur og hve rysjótt veðrið hefur verið en á ; þessum árstíma má segja að síld- veiðin sé að miklu leyti undir veðr i inu komin. Það virðist vera nokkuð mikil sfld hér úti af Austfjörðum, 100 — 150 mílur úti og einnig um 50 mílur út af sunnanverðum fjörð unum. Einnig er nokkuð mikil síld út af Þistilfirði og Langanesi. Fyrir norðan eru torfurnar mjög óstöð- ugar en þó hafa nokkur skip feng- ið sfld í net. — Hve lengi verður Þorsteinn þorskabítur að sfldarleit? — Nú sem stendur er ráðgert að hann verði til septemberloka, en það getur alltaf breytzt. Hin leitarskipin, Fanney og Pétur Thor steinsson verða líklega meðan flot- inn er á sfldveiðum. Arinars fækk ar skipunum nú óðum því að síld- arvertíðin er orðin löng. — Um 120 mflur úti eru nú mörg hundruð rússnesk skip með reknet og sömu Frh. á bls. 5. GóB reynsla af olíumðlinni Eins og kunnugt er af fréttum var olíumöl lögð niður á götu í Garða- hreppi og einnig á Strandgötu í Hafnarfirði hjá bátasmíðastöðinni. Vísir átti í morgun stutt samtal við bæjarverk- fræðinginn í Hafnarfirði og einnig sveitarstjór- ann í Garðahreppi. Ólafur Einarsson, sveitarstjóri í Garðahreppi, sagði, áð sú litla reynsla, sem komin væri á olíu- mqlina, sem lögð hefði verið niður á götu í Garðahreppinum, væri góð. Blandan hefði tekizt alveg skfnandi vel, Það eina sem skyggði á þessar fram- kvæmdir væri að áferðin væri ekki nógu góð, en það væri vegna þess að valtarinn hafði bilað og hefði olíumölin því ekki Framh. á bls. 5. Stefnir Óiafsson var að virina við að taka upp kartöflur, er okkur bar að garði. Ljósm. Visis, B. G. Búskap hætt á fjór- um bæfum í Laugardal Fyrir nokkru samþykkti Borgar- ráð að segja upþ samningum um erfðafestuiönd á svæðinu milli Suð urlandsbrautar, Reykjavegar, Sund laugavegar, Laugarásvegar, Lang- holtsvegar og Álfheima. Jafnframt var samþykkt að búpeningshald verði lagt niður hið fyrsta. Sauð- fjárhaldi verði hætt í haust, hrossa haldi fyrir 1. júní, alifuglahaldi í haust, en nautgripahald leyft fyrst um sinn, þó ekki lengur en til árs- ins 1965. Ofangreind samþykkt þýðir það, að búskapur í Laugardal leggst niður. Um þessar mundir er bú- skapur á fjórum bæjum í Laug- ardal: Reykjaborg, Múla, Laugar- brekku og Laugarbóli. Einnig hef- ur Hestamannafélagið Fákur hýst nokkra hesta að Laugalandi. Um leið og þessir bæir leggja niður búskap, verða aðeins örfáir bæir eftir innan lögsagnarumdæmis Reykjavíkur sem stunda búskap. Án efa er það nokkuð erfitt fyrir fólkið að farga dýrunum og hætta búskapnum, þó svo að hann sé Mynd þessi af Sigrúnu S. Bjamar er tekin úti á túni á Laugarbrekku. aðeins 1 smáum stíl á flestum stöð- unum, en flestir eru á sama máli um það, að ótækt sé að vera með sveitabúskap inni í miðri höfuð- borginni, enda ber „sveitafólkinu" flestu saman um það, að mjög erf- itt sé að stunda búskap í Reykja- vík. í gær ræddum við lítillega við tvo helztu búhölda 1 Laugardal, Stefni Ólafsson, sem býr að Reykjaborg og Sigrúnu S. Bjarn- ar, sem rekur búskap að Laugar- brekku. Frh. á bls. 5. Sólarhringsaflinn rúml 10 þús. mól S.l. sólarhring tilkynntu 20 skip um síldarafla, samtals 10.900 mál. Veiddist síldin á sömu slóðum og undanfarna daga, um 100 milur ASA af Dalatanga. Veður var óhag- stætt fram eftir degi í gær en fór þá batnandi. Vindur var aust-norð-austlægur en hefur nú snúizt í sunnan- og suðvestanátt og er ekki veiðiveð- ur sem stendur og hefur ekkert veiðzt í morgun svo að vitað sé. Þessi skip tilkynntu um 500 mál eða meira £ gær: Gullfaxi 500, Sæfaxi 850, Sæúlf- ur 750, Húni II. 600, Guðmundur Þórðarson 750, Haraldur 650, Sól- rún 800, Gjafar 800, Víðir II. 700, Eldey 600, Sigurpáll 900 og Helgi Helgasón 550. 1 v •; •; V V I.iu

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.