Vísir - 10.10.1963, Page 2

Vísir - 10.10.1963, Page 2
2 V í SIR . Fimmtudagur 10. októbBr 1963, /////m/?'//áMi?/////l z' % \% u—1 [—11 ir—I I—l! r it~d y. /////my//////////M'//////////my//////' Vinsæl vetraríþrótt Nú um þessar mundir er íþróttafólk að leggja til hliðar sumaríþróttirnar, en undirbýr vetrarstarfið af kappi. Hér á íslandi verða handknattleikur og körfuknattleikur eflaust vin- sælustu greinarnar, en það eru líka margar greinar aðrar, sem verða vinsælar. Við rákumst á bráðskemmtilegar myndir frá heimsmeistarakeppni í borð- tennis fyrir skemmstu, en borð- tennis er talsvert mikið stundað hérlendis, ekki þó í salarkynn- um eins og heimsmeistara- keppnin, heldur á einkaheimil- um, félagsheimilum og víðar. Enn sem komið er hefur keppni í þessari skemmtilegu íþrótt ekki verið skipulögð, en það væri vonandi að áhugamenn um borðtennis kæmu sér saman um slíka keppni. Erlendis eru keppnir í borð- tennis vinsælar og heimsmeist- arakeppnin vekur alltaf mikla athygli og umtal. Síðast fór hún fram í Prag og voru þar fulltrúar frá 49 þjóðum. Leikið var í mikilli listskautahöll og var leikið á 16 borðum í einu. Asíuþjóðirnar voru sem oftast fyrr langbeztar og Japanir og Kínverjar skiptu heimsmeistara- titlunum með sér. Japanir hlutu 3 titla en Kínverjar tvo. Hér eru nokkur af borðunum sem leikið var á þegar síðasta heimsmeistarakeppni fór fram. Japanska stúlkan Matsuzaki vann öruggan sigur. Tékkneski leikmaðurinn Svab á skemmtilegri mynd. Þama stökk hann upp og kýldi af alefli í borð andstæðingsins. Fram - bingo ti! að byggja féiagssvæði Eins og kunnugt er hefur knatt- spyrnufélagið Fram fengið til um- ráða landssvæði við Miklubraut, þar sem félagið hyggst byggja fé- lagsheimili og íþróttavelli. En þar sem Framarar vaða ekki í fé frem- ur en önnur íþróttafélög, hafa þeir ákveðið að efna til Bingókvölda í Háskólabíó í vetur og verður það fyrsta annað kvöld. Áformað er að byggingafram- kvæmdir hefjist þegar næsta vor, enda er aðstaða félagsins á gamla vellinum fyrir neðan Sjómanna- skólann alls ófullnægjandi. Við iitum inn í Háskólabíóið f gærkvöldi og hittum þar ýmsa framámenn félagsins, þar sem þeir voru í óða önn að raða upp vinningum, sem verða til sýnis í dag í fordyri Háskólabíós. Það var | létt yfir Frömurum og þeir sögðu l okkur að þeir byggjust við mik- ! illi aðsókn og er það ekki ótrú- legt því vinningarnir eru óvenju glæsilegir. Ársþing KKI 17. nóvember Ársþing Körfuknattleiks sambands íslands verð- ur haldið í KR-heimilinu við Kaplaskjólsveg 17. nóv. n.k. og hefst það kl. 10 árdegis. IR-INGAR fá góðan liðsauka Þrír beztu menn Hauku munu keppu með l»R. eftir úrumót Meistaraflokki ÍR í handknattleik bætist góður styrkur um næstu áramót. Þrír handknatt- leiksmenn úr Haukum í Hafnarfirði hafa ákveð- ið að ganga í ÍR, en keppnisleyfi munu þeir öðlast um áramót. Handknattleiksmenn þessir eru þeir Karl M. Jónsson, seni er varamarkvörður íslenzka landsliðsins, Viðar Símonarson, unglingalandsliðsmaður og margfaldur úrvalsliðamaður og að lokum Ásgeir Þorsteinsson, mjög harður handknattleiksmað ur og mesta skytta 2. deildar undanfarin ár. Þetta er að sjálfsögðu þungt högg fyrir Hauka, sem hafa undanfarin ár gert góðar til- raunir til að komast upp í 1. deild, en ekki tekizt. Hafa Haukar reynt að byrja með meistaraflokki, en ekki tekizt fremur en öðrum. Er greinilegt að gæfulegra mundi að reyna að byggja upp frá grunni og byrja með yngri flokkunum. Afstaða piltanna þriggja er annars eðlileg, því þeir hafa ekki komizt nógu vel fram í sviðsljósið, fengið fáa leiki og þar af leiðandi færri tækifæri en reykvískir handknattleiks- menn. Koma þeirra í ÍR verður án efa mikill fengur fyrir liðið og á æfingu í fyrrakvöld var þegar hægt að greina það, enda þótt allir væru þeir nær æfinga lausir. ÍR á von á sænskum þjálf- ara í vetur, en enn er ekki vit- að um hver hann verður. Seint í þessum mánuði á ÍR von á einu bezta handknattleiksliði heims í heimsókn, en það er tékkneska Iiðið Spartak Pilsen. EYEQ,s og FRÉSH-UPS KOMIÐ AFTUR. TÍZKUSKÚLINN LAUGAVEGI 133. BOWMAN MEGRUNARFATNAÐURINN ER KOMINN AFTUR. TÍZKUSKOLINN LAUGAVEGI 133. NÁMSKEIÐ Innritun í skólann er þegar hafin, bæði fyrir konur og karla. — Allar upplýsingar varðandi starfsemi skólans gefnar eftir kl. 1 daglega í Síma 20743. TÍZKUSKÓLINN LAUGAVEGI 133. Sími 20743. Straumbreytar í bíla fyrir rakvélar, sem breyta 6, — 12 eða 24 voltum i 220 volt. Verð kr. 542.00. S M Y RIL L . Laugavegi 170 . Sími 1-22-60

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.