Vísir - 10.10.1963, Síða 4
4
V1S r. R . Fimmtudagur 10. október 1963
v íoDjoosiegt
að vera ungur
Aldurinn er eitt af því, sem
enginn virðist fyllilega ánægð
ur með hér á jörð. Ýmist eru
menn of ungir eða of gamlir,
unga fólkið vill eldast og
gamla fólkið yngjast, sumir
líta aftur með söknuði, aðrir
bíða framtíðarinnar með
slíkri eftirvæntingu, að þeir
mega ekki vera að því að lifa
í nútíðinni, og enginn er á-
nægður með sinn eigin aldur
fremur en veðrið.
„Aldurinn er minn versti óvin
ur“, segir Proinnsías O’Duinn
og stynur þungan. Hann er of
ungur, aðeins 21 árs, En það
stendur þó til bóta; fáir eru 21
árs lengur en eitt ár, þó að
margir séu grunsamlega lengi
29 ára.
í kvöld stjórnar hann Sinfón-
íuhljómsveitinni á fyrstu tón-
leikum hennar þetta starfsár. Og
reyndar á hann að stjórna öll-
um hennar tónleikum fram til
jóla.
Hann er lítill og grannur með
svart hár og getur helzt ekki
setið kyrr lengur en fimm mín-
útur f einu. Talar hratt og hef-
ur nóg að segja.
„Ertu kannske undrabarn?"
spyr ég.
„Nei, ég er fullorðinn", svar-
ar hann hneykslaður. „Ég hef
aldrei verið undrabarn. Það er
viðbjóðslegt að vera svona ung-
ur og þar að auki barnalegur
í útliti. Nógu effitt er samt að
láta bera virðingu fyrir sér“.
ÆFÐI SIG í RÚMINU
„Segðu mér eitthvað um sjálf
an þig“.
„Velkomið. Ég byrjaði að
Iæra á píanó, þegar ég var 10
ára, og þegar ég var 11, veikt-
ist ég og þurfti að liggja í
rúminu 6 mánuði. Þá var píanó-
ið flutt að rúminu mínu, og ég
sat og æfði mig 8 tíma á dag,
enda hafði ég ekkert annað að
gera“.
„En varstu ekki of veikur til
þess?“
„Nei, ég mátti bara ekki
ganga um; þetta var eitthvað
í liðamótunum, sem gat versn-
að við það. Jæja, eftir hálft ár
fór ég á fætur og skipti um
skóla“
„Meinarðu, að þú hafir farið
í tónlistarskóla?“
„Nei, en í fyrri skólanum, sem
ég var i, fannst kennurunum
tónlistarnám ekkert annað en
tímasóun. I" seinni skólanum
mátti ég velja þær námsgreinar,
sem ég vildi læra, sleppa hin-
um og taka músíkina í staðinn.
Ég hætti strax við mannkyns-
söguna og æfði mig alla sögu-
tímana — mannkynssaga fannst
mér drepleiðinleg".
BYRJAÐI AF SLYSNI
„Ætlaðirðu þá að verða pían-
isti?“
„Nei, alls ekki, bara hljóm-
sveitarstjóri. Þegar ég var 14
ára, ákvað ég, að ég vissi nóg
um píanóleik, svo að ég byrjaði
að læra á celló í staðinn".
„Af hverju celló?“
„Af því að hljómsveitarstjóri
þarf að kunna á eitthvert
strengjahljóðfæri og cellistarnir
sitja á bezta staðnum í hljóm-
sveitinni til að hlusta á hina.
Ég æfði mig allan daginn, þeg-
ar ég var ekki í skólanum, en
þar hætti ég 17 y2 árs. Svo
komst ég að við leikhúshljóm-
sveit og spilaði í söngleikjum
og óperettum. Það var góð
reynsla".
„Hvenær fórstu að stjórna
hljómsveitum?"
„Æ, það var nú hálfgerð slysni
eða tilviljun eða hvað þú vilt
kalla það. Æfingar voru byrjaðar á
söngleiknum ,The Golden Years'
í Gaiety leikhúsinu, og einn
cellistinn forfallaðist, svo að ég
kom í hans stað. Eric Rodgers,
tónskáldið, stjórnaði sjálftiT
hann kom frá London og ætlaði
að vera hálfan mánuð, en sýn-
ingarnar urðu fleiri en búizt var
við, og hann gat ekki verið
lengur. Þá vantaði hljómsveit-
arstjóra, og ég bauð mig fram.
Hann mældi mig út. ,Þú ert
nokkuð ungur', sagði hann —
hvað skyldi ég vera búinn að
heyra þá andstyggðarsetningu
oft? ,Ég get nú ekki að þvi
gert', svaraði ég; þá var ég 18
ára. ,Nei, það er svo sem satt',
sagði hann. Og féllst á að leyfa
mér að reyna. Ég stjórnaði einni
dagsýningu og fékk að halda
áfram. Og þarna vann ég eitt
ár sem hljómsveitarstjóri, stjórn
aði heilmörgum söngleikjum og
reifst við söngvarana, þessa til-
finningaslátrara og sjálfselsku-
seggi, sem vissu ekki, hvað
músík var“.
„Ósköp kemur söngvurum og
hljómsveitarstjórum yfirleitt illa
' saman“.
„Er það furða? Jæja, það eru
til undantekningar, en þær eru
ekki mar|ar“.
EKKI HÆGT AÐ LÆRA
HUÓMSVEITARSTJÓRN
„Hvar lærðirðu hljómsveitar-
stjórn?“
„Það er ekki hægt að læra
hana. Ef maður hefur það í sér,
er allt í lagi, ef ekki, þá getur
enginn kennt manni það“.
„Jæja, haltu áfram með ævi-
söguna".
„Nú, þegar ég var búinn að
vinna við þetta heilt ár, þóttist
ég vera kominn nógu vel inn
í létta músík, svo að ég tók
aftur cellóið mitt og réð mig
hjá útvarpshljómsveitinni írsku
til að Iæra af hljómsveitarstiór-
unum. Það er eina leiðin —
maður lærir mest á að fylgjast
með öðrum, sem kunna sitt fag.
Ég lærði a. m. k. hvað ég átti
ekki að gera“.
„Það var þó í áttina".
„Já, en þó að maður viti upp
á sína tíu fingur, hvað maður
á ekki að gera, þýðir það ekki,
að maður viti, hvað á að
gera“.
„Hvað leið langur tími, þang-
að til þú vissir nóg um klassfska
músík?“
„Nei, vertu ekki að stríða
mér — hana veit maður aldrei
nóg um“.
„Sko til. Hvað gerðirðu
næst?“
„Ég fékk styrk hjá The I'ish
Arts Council, þeir sögðu mér að
fara hvert sem ég vildi og læra
það sem mig langaði til. En það
átti að heita, að ég væri að
læra tónskáldskap“.
LÆRIR MEST
A ÆFINGUM
„Ertu tónskáld líka?“
„Já, já. Þeir sögðu mér að
senda inn nokkrar tónsmíðar.
,Þýðir þetta. að ég verði að
læra tónskáldskap?' spurði ég.
,Nei‘, svöruðu þeir. ,En þarf ég
þá að læra hljómsveitarstjórn?'
spurði ég. ,Nei‘, svöruðu þeir.
.Jæja, þá er allt í lagi', sagði
ég og þáði stvrkinn með þökk-
um. £ 1750.0.0“.
„Hvert fórstu?“
„Fyrst til Hollands og var
þar fjóra mánuði og hlustaði á
bliómsveitaræfingar við öll tæki
færi“.
„En ekki tónleika?“
„Nei, það er á æfingunum,
sem maður lærir mest“.
„Og svo?“
„Svo fór ég til London. Mig
langaði að fylgjast með Antal
Dorati, sem væntanlegur var
þangað til að stjórna BBC hljóm
sveitinni. Og Pierre Monteux,
sem er fastráðinn hjá London
Symphony Orchestra“.
Framh. á 8. síðu.