Vísir


Vísir - 10.10.1963, Qupperneq 6

Vísir - 10.10.1963, Qupperneq 6
VÍSIR . Fimmtudagur 10. október Ritstjórar Asgeir Thoroddsen og Ragnar Kjartansson 1963. Myndin er tekin af hópnum fyrir utan aðalstöðvar sjóhers Atlantshafsbandalagsins. Þrjátíu Varðbergsmenn sækja Bandaríkin heim Margt nýstárlegt mætir Evrópu manni, sem ferðast til Bandaríkj- anna og stígur um leið í fvr'sta sinn fæti á aðra heimsálfu. Erfitt er að gera skiimerkilega grein fyrir öllum þeim fjölþættu áhrif- um, sem streyma að honum og sú spurning vaknar, hvort þessi áhrif séu einkennandi fyrir Banda ríkin 011. Vmislegt af því, sem fyrir augu og eyru bar í Varð- bergsferðinni, hefur sjálfsagt að- eins gildi fyrir fylkin Virginíu, Maryland og svo Washington D. C. Eigi að taka til þau atriði, sem áhrifaríkust voru og aimennust að gildi, þá verður fyrst fyrir stærð lands og þjóðar. Ósjálfrátt r'eikar hugurinn til íslands, en munur- inn er of mikill til að saman- burður komi að notum. Nær væri að taka Vestur-Evrópu til saman- burðar, sundurskorna af landa- mærum, og íbúa hennar, sem, að- greindir eru eftir þjóðlegum sér- einkennum og menningararfi og Iíka sundraðir í viðleitni til efna- hagslegrar og stjórnmálalegrar sameiningar. Gistilandið birtist okkur þá sem efnahagsleg, stjórnmálaleg og menningarleg heild, þrátt fyrir vissa sjálfstjórn fýlkjánna. Hin efnahagslegu áhrif þessa mikla munar á Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum eru auðsæ. Hinn stóri markaður hefur örvað til tækniframfara í stórum stíl, sem orðið halja lyftistöng efnahags- legra framfara. í Evrópu hefur smæðin hins vegar gert smáríkj- unum erfiðara fyrir efnahagslega, og kunnum við íslendingar að segja sögu af því. Tækniframfarir Bandarikjanna og framleiðslugeta þeirra koma stöðugt fyrir sjónir ferðalangs- ins í mynd iðnaðarvarnings í áð- ur óþekktu úrvali, og nægir I því sambandi að minnast á bifreiða- mergðina, sem minnir helzt á fugla í bjargi eða þá vöruúrval stórmarkaðanna (super-markets), vöruhúsa og kauphverfa (shop- ping centers). Um leið/kemst mað ur ekki''njá þ'vi að taka eftir nokkrufh • skorti á persónulegri þjónustu. Líka á þessu sviði er reynt ;að leysa manninn af hólmi með • vélum og eru sjáifsalarnir mýmörgu sjálfsagt bezta dæmið um-þá þróun. Hin gífurlega framleiðslugeta Bandaríkjanna gerir líka vart við sig í annarri mynd, nefnilega I hinum stórkostlega hernaðar- Önnur áhrifamikil atriði úr ■ ferðinni eru kynnin, af fólkinu, bandárísku þjóðinni. ! eyrópsku umhverfi, fullu erfðavenjum, for dómum og veraldarvanri slægð, hafa opinskáir og heiðarlegir Bendaríkjamenn oft stungið i stúf. I eigin heimkynnum sér mað ur hinn dæmigerða Bandaríkja- mann í réttu umhverfi og Ijósi: óeigingjarnan og samvizkusaman, opinskáan og fróðleiksfúsan um önnur lönd og aðra siði. Fjöl- skyldum er ánægja a/ því að opna heimili sín útlendingum — sýna þeim the american way of life, sem er ekki bara fólginn í betri lífskjörum, heldur einnig látlausri framkomu og fjölbreytt-. um áhugamálum. Sumir þeirra Bandaríkjamanna, sem við hittum, reyndu'að afsaka hina skömmu sögu þjóðarinnar og hinar fáu erfðavenjur, þegar þeir fréttu hvaðan við vorum. Slíks gerist þó ekki þörf. Sannleikur- inn er sá, að Bandaríkjamenn eiga sér heillandi sögu, þótt stutt sé, og sú deigla kynþátta og ó- líkrar menningar, sem bandaríska þjóðin hefur hrærzt í, er einstök í sinni röð. Þórir Einarsson. ☆ Þórir Einarsson: mætti þjóðarinnar, sem hægt er að viðhalda samfara hæstum þjóð artekjum á mann í víðri veröld. Það er þessi hernaðarmáttur, sem hefur skipað Bandaríkja- mönnum í sess forystuþjóðar hins frjálsa heims og Atlantshafs- bandalagsins þar með. Þetta skeður á meðan Evrópu- þjóðirnar stynja sundraðar undan hernaðarútgjöldum og enginn nema einstrengingurinn de GauIIe lætur sig dreyma um eig in kjarnorkuher. Á stuttri ferð um Bandaríkin ber margt fyrir augu íslendings, cs ei sem vekur athygli hans, bæði á- þreifanlegir hlutir og óáþreifanleg ir. Eitt af því, sem hvað mesta athygli okkar Varðbergsmanna vakti í síðustu viku í stuttri kynn isferð, var hin mikla hreyfing fyrir jafnrétti þeldökkra þar í landi. Kann sú hreyfing þessi misserin jafnvel að marka endan- leg tímamót í baráttu þeldökkra. Á heimavettvangi kemur þetta vandamál á undan öllum öðrum, jafnvel efnahagsvandamálum og atvinnuleysi, og ekkert er tíðrædd ara í blöðum og á öðrum opin- berum vettvangi. Þetta er ekki nýtt vandamál. I nær 300 ár hafa þeldökkir háð baráttu fyrir jafnrétti sínu við hvíta manninn. Á leið sinni frá þrældómi til velferðarþjóðfélags hefur þeim orðið margt ágengt í baráttu sinni og smám saman tekizt að afla sér traustari sess og fengið jafnrétti sitt viðurkennt í orði. Barátta þeirra er barátta þjóðernisminnihluta fyrir jafn- rétti á við aörá kynþætti í land- inu Ýmsir hafa áður háð slíka baráttu í landinu með góðum ár- angri, en hinir þeldökku dregizt aftur út. Þeir telia samtals um 11% af þjóðinni, eða 20 milljónir af 180 milljónum íbúa. Lagalegan rétt sinn hafa þeir fengið viður- kenndan og árið 1959 var fjöldi þeirra í opinberri þjónustu orðinn 10,8% af heildartölu opinberra starfsmanna. Þá má einnig nefna, að þeim fjölgar nú örar en hvít- um mönnum og dánartala þeirra hefur lælckað mjög undanfarna áratugi og er mjög svipuð dánar- tölu hvítra. Þeir hafa fengið meiri og betri menntun, betra húsnæði og auknar tekjur. Þrátt fyrir jafnréttisviðurkenn- ingu í orði, skortir enn mikið á viðurkenningu á borði. Það sann- ar einfaldur tölfræðilegur saman- burður, sem sýnir okkur að þel- dökkir búi í lélegra húsnæði, hlut fallstala þeirra meðal atvinnu- lausra sé hærri og tekjur þeirra verulega lægri. Þrátt fyrir sýni- legan árangur, gera þeir sig ekki lengur ánægða með hina hægu framrás og hefur krafa þeirra fyr ir algjöru jafnrétti farið mjög vaxandi hin síðari misseri og með al hvítra manna er greinilegt að jafnréttiskröfu þeirra vinnst auk- ið fylgi, einkum þó meðal mennta manna. Kemur þessi bylgja sérstaklega í kjölfar dóma hæstaréttar Banda ríkjanna, sem kvað upp úr um, að aðskilnaður hvítra og svartra, t. d. í skólum, bryti f bága við stjórnarskrána og allar slíkar reglur og log, sem þing einstakra ríkja hefðu sett væru ólögmætar. Þá hafa pólitísk öfl gengið fram fyrir skjöldu og hafa staðið mikl- ar sviptingar um frumvarp Kenne dys Bandaríkjaforseta, sem hann hefur lagt fyrir þingið, og hefur stöðvazt þar undanfarna mánuði og ekki er útséð um, hvort það nái fram að ganga. Töldu flestir, er við ræddum við, að afdrif þess skipti mjög miklu máli fyrir for- setann og úrslit forsetakosning- anna á komandi ári. Er það jafn- vel skoðun ýmsra, að komist það óbrotið í gegn, getj það orðið til.þess að ^Jrípa Kennedy sess meðal meiri háttar forseta Banda- ríkjanna. Þess varð einnig greinilega vart, að gangan mikla í ágúst- mánuði hefur haft mikil áhrif. Hún hefur reyndar breiðzt út, þannig að víða um Bandaríkin hafa verið farnar smærri kröfu- göngur svartra og hvitra. Það má telja víst, að undan- farna mánuði hafi verið velt af stað snjóbolta, sem ekki verði stöðvaður fyrr en fullu jafnrétti sé náð. Vafalaust tekur það a!I- langan tíma og skiptir miklu, að honum verði beint á skynsamleg- ar brautir og komizt verðj hjá of- beldi á báða bóga. í stuttu spjalli okkar við Robert Kennedy, bróður forsetans, var vikið að, þessu máli og hann spurður um, hvort hann væri ánægður með gang þess. Það kvað hann ekki vera, en nú væri þó ljóst, að meiri hreyfing væri komin á málið en áður og góðra áfanga væri að vænta og bæri að fagna því. Ef til vill á árið 1963 eftir að marka söguleg þáttaskil í þessu máli. Hörður Sigurgestsson. ☆ áémsifflííissróðheB’ro og L.B. Skcoiuðu flotabækistöðvur Atl- í iorfoSk — 2 þótttokendur lóta áSit siff i Sjés ö E5Í

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.