Vísir - 10.10.1963, Síða 8
8
V1SIR . Fimmtudagur 10. október 1963.
Otgefandi: Blaðaútgáfan VISIR.
Ritstjóri: Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði.
í lausasólu 5 kr. eint. — Simi 11660 (5 linur).
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
Hlutur verkamannsins
Um síðustu helgi þingaði Alþýðusamband Norð-
urlands á Akureyri og ræddi kaupgjaldsmálin, en verk-
lýðsfélögin hafa sagt upp samningum 15. október, eins
og kunnugt er. Þing þetta lýsti yfir að „óhjákvæmi-
legt sé að verkalýðshreyfingin hefji án tafar aðgerðir
og beiti öllu valdi sínu“ til þess að ná fram kaup-
hækkunum, sem svari til eðlilegrar hlutdeildar í auk-
inni þjóðarframleiðslu og launahækkana betur laun-
aðra starfsstétta.
Hér er með öðrum orðum boðað það sama stríð
og Hannibal blés til eftir kosningarnar í vor. Úr því
að ekki tókst að vega viðreisnina í frjálsum kosning-
um, þá ætla kommúnistar að beita „öllu valdi sínu“
til þess að knýja fram kröfur sínar. Því verður ekki
hjá því komizt að skoða kröfur hinna norðlenzku
verkalýðsfélaga niður í kjölin, svo ljóst verði hvort
þær eru á rökum reistar eða einungis innlegg í styrj-
öld Hannihals gegn viðreisninni.
Norðlenzku verkalýðsfélögin krefjast eðlilegrar
hlutdeildar verkalýðsins í aukinni þjóðarframleiðslu.
Það er í hæsta máta eðlileg krafa. En hver er hlutdeild
verkalýðsins í framleiðslunni? Hefir hún vaxið eða
minnkað á síðustu árum? Raunverulegar atvinnutekjur
verkamanna, sjómanna og iðnaðarmanna, byggðar á
skattaframtölum þeirra, jukust um 5.2% meðan þeir
Hannibal og Lúðvík stjórnuðu landinu. En í tíð nú-
verandi stjómar hafa þær hækkað um 11%. Og vísi-
4ala hlutdeildar vinnustéttanna í þjóðartekjunum
hækkaði úr 100.2 árið 1958 í 103.1 árið 1962.
Þetta sýnir, að núverandi ríkisstjórn hefir aukið
hlutdeild launþega í þjóðarframleiðslunni og aukið
verulega raunverulegar atvinnutekjur vinnustéttanna.
Með sanngimi verður því ekki annað sagt en við-
reisnin hafi gert mun betur við verkafólk en vinstri
stjómin — því þessar tölur verða ekki véfengdar. Þess
vegna kemur stríðsyfirlýsing verkalýðsfélaganna norð-
lenzku óneitanlega dálítið spánskt fyrir sjónir. Hún
vekur gmnsemdir um að þar ráði meira flokkspekt við
kommúnista en hagur verkamannsins.
Það er hins vegar hárrétt, að það þarf að stytta
hinn óhóflega langa vinnudag. Og það þarf líka að
hækka kaup hinna lægst launuðu. En þær hækkanir
verða að byggjast á rökum en ekki pólitískri skemmd-
arfýsn. EHa verða þær ekki meira virði en pappírinn,
sem þær em skráðar á.
Timinn og skattarnir
Tíminn f jasar mjög fyrir nokkrum dögum um skatta-
hækkanir ríkisstjómarinnar. Bent var hér á firrumar
í þeim málflutningi. Skattamir hafa lækkað hátt í 400
millj. síðan skattabreytingin var gerð. Síðan hefir Tím-
inn ekki minnzt á skattamálin. Það talar sínu máli.
Kvenhetjan
sem fór til
Balik Papan
Hún las norrænu við Háskóla íslands
Brezk blöð kalla hana „kven-
hetjuna, sem fór til Balik Papan,
að beiðni Gilchrists sendiherra
Breta í Jakarta í Indonesiu, en
I Balik Papan, afskekktum stað
f þeim hluta Bomeo, sem Indo-
nesar ráða yfir, voru á annað
hundrað brezkar konur og börn,
sem ekki var um vitað. Þetta var
á dögunum, þegar æstur múgur
bar eld að sendiráði Breta í
Jakarta. Kvenhetjan er dr.
Grace Thornton, sem var vara
ræðismaður Breta hér í Reykja
vík á undan Brian Holt eða á
árunum 1947 — 1951. Nú er hún
ræðismaður í Jakarta.
Grace Thornton er kona um
fimmtug, ógift. Hún lauk mag-
isterprófi við háskólann i Cam-
bridge, og las þar næst norrænu
við Hafnarháskóia og Háskóla
Islands og lauk þar norrænu
prófi. Á hún hér marga vini frá
þvf hún dvaldist hér.
Þegar mest gekk á skipaði
Gilchrist svo fyrir, að hún
skyldi fara til Singapore af
öryggisástæöum, ásamt öðrum
konum og börnum, sem flogið
var með þangað. En daginn eftir
fól Gilchrist henni all áhættu-
samt hlutverk, þ. e. að fljúga
til oiíustöðvarinnar Balik Papan
á suður Borneo, en þar voru 152
brezkir þegnar, sem ekkert var
vitað um. Ólu Bretar miklar á-
hyggjur vegna þessa fólks, þar
sem ekkert fréttist frá þessum
stað, sem er afskekktur og á
mörkum óbyggða Suður-Bomeo.
Þurfti vissuiega hugrekki til
þess að taka að sér það hlut
verk, sem Grace Thornton var
falið, en ótrauð mun þessi kjark
mikla kona hafa faeið, og vfst
er að engum treysti Gilchrist
betur en henni til þess að reka
þetta erindi.
í olíustöð Shell f Balik-Papan
voru 38 brezkar konur og 63
börn auk 51 karla, í ljós kom,
að þama var allt með kyrrum
kjörum. Þó mun fólk þetta ekki
óttalaust um sig vegna atburð-
anna í Jakarta.
Eftir Gilchrist er haft: Ég er
algerlega mótfallinn því, að kon
ur séu starfandi í utanríkisþjón-
ustunni, en é gundanskil Gracé
Thornton, ella hefð; ég ekki val
ið hana til þessa hlutverks.
☆
Viðbjóðslegt oð vero ungur
Frh, af bls. 4:
„Lærðirðu mikið af þeim?“
„Já, heilmikið. Eftir það fór
ég aftur til Irlands og vann um
tíma við sjónvarpið, raddsetti
fyrir hljómsveit og stjómaði.
Svo var ég fenginn til að sjá um
uppfærslu á léttri músík fyrir
útvarpið — þá var ég f upp-
tökuherberginu og sá um tækni-
legu hliðina".
„Þú þurftir náttúrlega ekkert
að læra til þess?“
„Ég fylgdist með fyrirrennara
mínum í starfinu einn morgun,
áður en hann hætti. Það er
bezta Ieiðin“.
„Ja, þig skortir ekki sjálfs-
traust".
„Hver á að trúa, að maður
geti eitthvað, ef maður gerir
það ekki sjálfur?"
„Ég vil segja, að maður læri
ekki eins vel af neinu og að
horfa á þá, sem kunna verkið.
Það er eins og t. d. að keyra
— ekki er hægt að læra að
keyra bíl“.
„Ekki það? Keyrirðu kannske
sjálfur?"
„Já. Ég fylgdist bara með
vönum bflstjórum, svo byrjaði
ég, og það gekk ágætlega“.
„Þurftirðu ekki að taka próf?“
„Nei, á írlandi getur hver
sem er fengið ökuleyfi. Hann
bara fer inn og kaupir það“.
„Hvernig er umferðin hjá
ykkur?“
„Ja, það stendur víst til að
breyta þessu".
ALLTAF Á FARTINNI
Hann er farinn að iða í sæt-
inu. „Fyrirgefðu, en ég hef
aldrei setið kyrr svona lengi",
segir hann. „Ég þarf alltaf að
vera á fartinni".
„Ertu farinn að kvíða fyrir
konsertinum?"
„Nei, ég er ekkert tauga-
óstyrkur fyrir konserta — það
er þá frekar fyrir fyrstu æfing-
una“.
„Það hlýtur að vera erfitt að
stjórna gamalreyndum hljóð-
færaleikurum, sem flestir eru
eldri en þú“.
„Já, og ég veit svo sem, hvað
þeir hugsa, þegar ég kem —
,Þetta smábarn, hvað heldur
hann eiginlega, að hann sé?‘ En
ef maður stendur sig, skiptir
ekki máli, hvort maður er tíu
ára eða tíræður, gulur, rauður,
grænn, blár, hvítur eða svart-
ur“.
„Hvernig gengur þér að gera
þig skiljanlegan?"
„Tónlistarmenn tala allir sama
málið. Músíkin er aðalatriðið,
og orð eru sem betur fer óþörf“.
- SSB
VsrSi-hit; V.
Vmningw .<%:
Viarcixlet * Btnx Í90Æ/
noíiivti’f sHi.ivi ri- sjá.i yss i.dss.fi.okksí.ns:
TVEIR TÍMAR
í HUÓMFRÆÐI
„Þú sagðist vera tónskáld —
hefurðu ekki lært hljómfræði
eða kontrapunkt?"
„Nei, nei, til hvers? Ég fór í
tvo hljómfræðitíma. Sá fyrri fór
í að tala um allt milli himins
og jarðar nema hljómfræði, en
I þeim seinni sagði kennarinn,
að allt væri vitlaust hjá mér —
samstígar áttundir og fimmund-
ir og þess háttar. ,En það hljóm
ar fallega', sagði ég. ,Já, en þú|
ert að læra hljómfræði, ekki
hvað hljómar fallega', sagði
kennarinn. Ég hugsaði mig um.
,Heyrðu, heldurðu, að ég hafi
nokkuð gott af þessu námi?‘
spurði ég. ,Nei, það held ég
ekki‘, svaraði hann. Síðan hef
ég aldrei litið 1 hljómfræði".
„Þú vilt segja, að kennarar
séu óþarfir menn i þjóðfélag-
inu?“
Þannig lítur miðinn i Skyndi-
happdrætti Sjálfstæðisflokksins
út. Hann fæst fyrir aðeins
hundrað krónur, en gefur eig-
andanum möguleika til að eign-
ast 320 — þrjú hundruð og tutt-
ugu þúsund króna Mercedes
Benz 190, sex manna lúxusbif-
reið af einni fullkomnustu teg-
und, sem lengi hefur verið fram-
íeidd.
„Það er skemmtun að taka
þátt í happdrætti um svona bif-
reið“, sagði einn, um leið og
hann greiddi miðann sinn á
skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í
gær.
Tökum þátt i skemmtuninni.
Skemmtum okkur meðan tími
er til. Dregið 8. ncvember, eftir
aðeins tæplega einn mánuð.
i>styrkjum smmimmimmm