Vísir - 14.10.1963, Síða 2
VISIR . Mánudagur 14. október 1963,
YFIRBURDIR F.H. SCGN FRAM
Hafnfirðingar unnu 25:16 í hörðum
en oft skemmtilegum leik í gær
Fyrsti stórleikur keppnis-
tímabilsins í handknattleik
hófst með blómum og
húrrahrópum fyrir afmæl-
isbaminu, íslandsmeistur-
unum Fram. Það var þó
greinilegt á svip Hafnfirð-
inganna að nú átti ekki að
gefa fleiri afmælisgjafir,
heldur hefna að nokkru
þeirra hrakfara, sem liðið
hefur farið undanfarin 2
ár fyrir handknattleiksliði
Fram.
Leikurinn í gærkvöldi varð líka
hinn mesti darraðardans lengi vel
og mátti dómarinn, Gylfi Hjálmars-
son, nota blístru sína óspart, og
tveir menn urðu að víkja af leik-
velli og „kæla sig“ í tvær mínútur.
FH byrjaði leikinn vel og skor-
aði 3 fyrstu mörkin. Framarar
voru óstyrkir, sendu boltann í vit-
leysu, en sóknir Hafnfirðinga upp
K.R. vonn í
2. flokki
' KR vann landsmót 2. flokks eft
ir 1:0 sigur gegn Keflavik. Liðin
Iéku viku áður og skildu þá jöfn
eftir framlengingu 0:0 en nú tókst
KR að sigra, eftir að Hörður Mark
an skoraði sigurmarkið stuttu fyrir
lok fyrri hálfleiks.
Nánar um leikinn I blaðinu á
morgun.
völlinn virtust oft ætla að brjóta
hljóðmúrinn.. Ekki bætti úr skák
að Framvörnin var ekki eins þétt
og æskilegt hefði verið. Hafn-
firðingar léku hins vegar sterka
vörn, — oft óþarflega harða, sem
kom m. a. þannig út, að Framarar
skoruðu 5 af 7 mörkum sínum úr
vítaköstum í fyrri hálfleik! Fram-
arar jöfnuðu leika á þessu þrisvar
I fyrri hálfleik í 4:4 — 6:6 og 7:7,
en í hálfleik stóð 9:7 fyrir FH.
Ingólfur skoraði fyrsta markið
eftir hlé, 9::8 fyrir FH. En þá upp-
hefst stórkostlegur leikkafli FH, —
sigurkafli Hafnfirðinganna, sem
skora 6 mörk í einni runu á ör-
fáum mínútum. Allar tilraunir
þeirra enduðu bókstaflega með
marki og áður en varði stóð 15:8
á töflunni. Eftir þetta var spennan
í leiknum að mestu búin, öllum
hlaut að verða ljóst að Framarar
röfðu tapað leik í fyrsta skipti á
þessu ári. FH jók heldur forskotið
og vann 25:16.
• Hafnfirðingar hafa sjaldan kom-
ið eins sprækir til leiks að
hausti. — Allflestir leikmenn
þeirra eru í formi. Þjálfari FH,
Hallsteinn Hinriksson, var á-
nægður með „strákana sína“ eft
ir leikinn, „en þeir eiga eftir
að verða miklu betri“, sagði
hann, og þar er ég á sama máli.
FH verður ekki auðunnið þetta
keppnistímabil. Þetta stafar mik
ið af því, að yngri menn liðsins,
Páll Eiríksson, Auðunn Óskars-
son og Árni Guðjónsson eru nú
loks að „finna sig“ með eldri
leikmnönum liðsins og falla nú
vel inn í leik Iiðsins. Beztu menn
leiksins af hálfu FH voru ann-
ars Ragnar Jónsson, hann skor-
Kmu. uu.ijL/imuuui, anuiai cni ai luuitcuill rioiu i icuunuu. nuai-
ján Stefánsson reynir að hindra hann, en það tókst ekki.
aði 9 markanna, mörg bráð-
skemmtilega, er greinilegt að
hann verður betri í vetur en í
fyrra, Birgir var og mjög góður,
en athygli vakti leikur Arnar
Hallsteinssonar og Páls Eiríks-
sonar, en sá síðarnefndi er í
stöðugri framför.
@ „Við erum ekki komnir í gang
enn“, sagði Sveinn Ragnarsson,
þjálfari íslandsmeistara Fram,
„Ágúst Oddgeirsson er t. d. ný-
kominn til Reykjavíkur utan af
landi og Ingólfur er ekki enn
í sínu bezta formi, — nú og
svo vantar auðvitað Guðjón enn
þá“. Já, það vantaði Guðjón
Jónsson og þar var sannarlega
skarð fyrir skildi, því hann er
sá Ieikmaður Fram,'sem mestan
heiðurinn hefur átt í framgangi
liðsins undanfarin ár, en hann
mun vætanlegur aftur til leiks
í fslandsmeistaramótinu, sem
hefst væntanlega fyrir áramótin.
Framarar léku nú ekki eins
„taktiskt“ eins og oft fyrr og
jafnvel Hilmar Ólafsson, sem
oft hefur í leikjum gegn FH
reynzt Iiðinu sem róandi sprauta
gat nú ekki hamið liðið gegn
hinum mikla hraða FH. Þess í
stað reyndu Framarar að svara
hraðanum með hraða, sem engu
liði er þó vogandi að reyna.
Framh. á bls. 5.
FRÆNDUR UNNU
VÍTAKEPPNINA
Guðmundur markvörður og Þórður eftir hina erfiðu og fjörugu víta-
keppni. Þeir halda á verðlaununum, sem þeir fengu að keppni lokinni.
ÞRÓTTARARNIR Guðmundur
Gústafsson markvörður og Þórð
ur Ásgeirsson, skytta, unnu Vita
keppnina, sem háð var á laug-
ardagskvöldið að Hálogalandi.
Keppnin var geysispennandi og
skemmtileg.
Þróttur vann fyrst KR með
4:3, en fimm vítaköst voru tek-
in af hvoru liði. Ármann vann
Fram með 5:3, en skytta Ár-
manns var Hörður Kristinsson
og vakti mikla athygli fyrir víta
köst sín. Hins vegar var skytta
Fram, Ingólfur Óskarsson, hroð
virkur og skaut fyrst í stöng,
en lét síðan verja hjá sér. FH
vann Val með 5:4.
í 2. umferð kom svo Þróttur:
Víkingur, sem Þróttur vann 5:4,
en sú keppni var afar spenn-
andi, því þegar eitt skot var
eftir, stóð 5:4 fyrir Þrótt og
Guðmundur Gústafsson varði
laglega síðasta skot Vikings. Þá
vann Ármann FH með 5:3, en
Þorsteinn Björnsson varði eitt
skot frá Birgi, en annað skot
var dæmt ólöglegt.
Til úrslita léku því Þróttur
og Ármann. Lauk keppninni 4:4.
Guðmundur Gústafsson varði
annað skot Harðar, en fjórða
skot Þórðar var hins vegar var
ið. Var því leikið að nýju. Hörð-
ur skaut í stöng þriðja skoti
sínu og fjórða skot Þórðar varði
Þorsteinn. Þegar Hörður skaut
síðasta skotinu, átti hann mögu-
leika á að jafna 4:4. Skotið var
mjög gott, fast skot í gólfið,
en Guðmundur var eins og stál
fjöðúr i loftinu og þarna lá
hann með boltann í fanginu, og
þar með höfðu frændurnir Guð-
mundur og Þórður unnið fræki-
legan sigur.
Guðmundur varði fjögur skot
af 20, og er það vel gert. Þórð-
ur skaut hins vegar 20 skotum
og skoraði 17. Hörður Kristins-
son vakti hins vegar mesta at-
hygli fyrir skot sín, en hann
skoraði 18 mörk af 20, en tví-
vegis varði Guðmundur Gústafs
son skot frá honum.
Spennandi
nfmælisleikir
Mjög spennandi leikir fóru
fram í handknattleik á afmælis
móti Fram. Var oft sem um ís-
landsmeistaratiltil værí keppt,
svo mikil var harkan og spenn-
ingurinn. Skemmtu áhorfendur
sem voru fjölmargir bæði kvöld
in, sér mjög vel.
Orslit urðu þessi Ármann vann
Fram 9:8 í 2. fl. kvenna, en stað
an í hálfleik var 5:4. í meistara
flokki kvenna varð jafntefli
milli Fram og Vikings 6:6, en
í nálfleik var 3:3. Mjög gaman
var að sjá 4. flokk drengja leika
en leikur Fram og Vals var
heldur ójafn og vann Valur 11:7
I 2. fl. karla varð leikurinn afar
spennandi og skildu sjaldan
nema 1 eða 2 mörk liðin, en
Fram tókst að merja sigur 9:8.
í 1. fl. karla vann Fram Þrótt
í mjög spennandi leik 6:4 og í
3. fl. voru hreinir yfirburðir
Fram gegn KR 16:7.
Elín úr Víking stekkur inn á línu
og skorar fyrir Víking í mjög spenn
andi leik Fram og Víkings. Jafn-
tefli varð, 6:6.