Vísir - 14.10.1963, Síða 13

Vísir - 14.10.1963, Síða 13
V1 SIR . .Mánudagur 14. október 1963. 13 Baðolía Baðsalt Baðpúður Vítamin-bað Freyði-bað Baðhettur * Fótraka-sprey SNYRTIVÖRUBÚÐIN Laugavegi 76 . Sími 12275 Allt í I Volkswagen Höfum fengið í miklu úrvali: Sætahjúpa, gólfmottur, felguhringa, hillur og bögglagrindur í allar gerðir VW. VOLKSWAGEN-UMBOÐÍÐ Laugavegi 172. ROYAi T-700 Hefur reynzt afburðavel viB íslenzka stað- háttu. Hefur sérstaklega byggðan Eyðsla o—6 lítrai á undirvagn fyrir íslenzka vegi — 100 km. Rúmgóður Kostar aðeins 114 þúsund krónur með ársábyrgð frá verksmiðjunum. Góð varahlutaþjónusta. KROM & STAL Bolholti á — Sími 11-381. Hjólbarðaviðgerðir Höfum rafgeymahleðslu og hjólbarðaviðgerðir. Seljum einnig nýja ódýra hjólbarða og rafgeyma. Höfum felg- ur á margar tegundir bifreiða. — Opið á kvöldin kl. 19—23, iaugardaga kl. 13—23 og sunnudaga frá kl. 10 f.h. til 23. e .h. HJÖLBARÐASTÖÐIN, Sigtúni 57, sími 38315. ÍBÚÐ ÓSKAST 3 skrifstofustúlkur óska eftir 3 herbergja íbúð strax. Tilboð merkt „Góð umgengni og reglusemi" sendist Vísi fyrir 16. okt. ÍBÚÐ ÓSKAST Ung stúlka með bam óskar eftir íbúð sem næst Laufásborg. — Algjör reglusemi. Fyrirframgreiðsla kemur til greina. — Tilboð merkt „Reglusöm 33009“. STÁLSKRIFBORÐ - TIL SÖLU Skrifborðsstóll, vélritunarborð og ritvél til sölu. Uppl. Vitastíg 3, sími 13015. Afmælí — Framhald af bls. 5. hélt sýningar 1 byggðum þeirra við ágætan orðstír. En Halldóra gerði margt fleira en þetta. Hún skildi vel gildi fé- lagasamtaka og hún fór um landið og stofnaði kvenfélög; og þegar þau voru tekin til starfa á Norður- landi þá stofnaði hún Samband norðlenzkra kvenfélaga og var for- maður þess fyrstu 10 árin. Eitt er enn ótalið af störfum Halldóru Bjarnadóttur, sem er þó ekki þýð- ingarminnst. Það er tfmaritið „Hlín“, sem hún byrjaði að gefa út 1917 og á hverju ári síðan hef- ur það komið út, og hefur Halldóra annazt ritstjórn þess og útsend- ingu allan ttmann. Og enda þótt hún sé nú háöldruð kona hefur hún enn ekki lagt árar í bát og hefur nú í smíðum bók um íslenzk- an ullariðnað, vefnað og prjónles, sem ég hygg að út eigi að koma á næsta ári. Þar sem Halldóra Bjarnadóttir hefur nú starfað i nær þrjá manns- aldra að heimilisiðnaðarmálum okkar hefur hún eins og gefur að skilja mikla þekkingu á því sviði og margt fallegt eignazt af þvf tagi um dagana. í safni hennar af þessu tagi eru nú um 400 skrá- settir munir. Þessa muni alla hef- ur hún ánafnað Búnaðarfélagi fs- lands eftir sinn dag — en Búnað- arfélagið hafði fyrir allmörgum ár- um síðan kjörið hana heiðursfélaga í viðurkenningarskyni fyrir þjóð- nýt störf. En það er hugmyndin að þetta safn verði geymt og sýnt í hinum veglegu húsakynnum félags- ins í Bændahöllinni þegar það flytur starfsemi sína þangað. Hall- dóra Bjarnadóttir hefur verið sæmd riddarakrossi Fálkaorðunn- ar. Það er mikil gæfa Halldóru að verða háöldruð og halda starfs- kröftum lítið skertum og mega vinna að hugðarefnum og áhuga- málum sínum fram á 90. afmælis- dag sinn. Sem heiðursfélagi Bún- aðarfélags fslands var hún boðin í fyrstu veizluna sem haldin var í vetur í súlnasalnum á Hótel Sögu, og þar sá ég hana snúast í dansinum með unga fólkinu. Fyr- ir fáum dögum heimsótti ég hana á Blönduósi og í fylgd með mér voru þá fjórar grænlenzkar bónda- konur, sem hún tók vel á móti og sýndi þeim ýmsa fagurlega gerða muni úr ull, sem þeim þótti mikils um vert að fá að skoða. Þegar lifuð eru 90 ár þá er komið að kvöldi fyrir flesta. Hall- dóra á nú heimili á hinu ágæta Elliheimili Austur-Húnvetninga á Blönduósi og þar fer prýðilega um hana. En ekki er hún þar alla daga, því hún þarf oft að bregða sér ýmist austur eða þá vestur og suður að hitta vini og kunningja. Og i höfuðstaðnum dvelur hún á þessum merkisdegi ævi sinnar. Ragnar Ásgeirsson. MATSVEINN ÓSKAR EFTIR VINNU Vanur matsveinn óskar eftir vinnu. Sími 18182. Tilboð merkt „Matsveinn“ sendist Vísi. KVENFATNAÐUR - TÆKIFÆRISVERÐ Alls konar nýr og h'tið notaður kvenfatnaður til sölu f kvöld og næstu kvöld á Rauðalæk 2, uppi, sími 36308. VIL KAUPA HJÓLSÖG Vi: kaupa góða hjólsög og sambyggðan þykktarhefil og afréttara eða þá kombineraða vél, helzt minni Stenberg. Uppl. f síma 35050 eftir kl. 8. '/6s' LAUGAVEGl 90-Q2 Stærsta úrval bifreiða á einum stað. - Salan er örugg hjá okkur. FÓTSNYRTING Guðfinna Pétursdóttir Nesvegi 31 . Sími 19695 YSjólfstæðiskvenna> félngið HVÖT Fundur verður í Hvöt í kvöld, 14. þ. m., kl. 8.30 e, h. í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll. DAGSKRÁ: 1. Rædd félagsmál. 2. Frú Auður Auðuns alþm. talar. 3. Frjálsar umræður. SKEMMTIATRIÐI: Emilía Jónasdóttir leikkona les upp. Ómar Ragnai^sson skemmtir. Félagskonur, fjölmennið og takið með ykkur gesti. Mætið stundvíslega. Aðrar sjálfstæðiskonur velkomnar meðan húsrúm leyfir. KAFFIDRYKKJA. Stjórnin. Vikuyfirlit fyrir kaupendur byggingarefnis: MÁTSTEINAR: Hinir viðurkenndu útveggjamátsteinar úr Seiðishóla- rauðamölinni hafa verið notaðir í tugi hvers konar bygginga um allt land s.l. sumar svo sem íbúðarhús, verksmiðjuhús, fiskverkunarhús, strengjasteypuhús á milli súlna, geymsluhús, verkstæðishús og bílskúra. Mátsteinninn er burðarberandi, einangrandi, með mik- ið teygju- og brotþol, staðlaður og lokaður og fullnæg- ir öllum byggingaskilyrðum, enda framleiddur eftir verkfræðilegum fyrirsögnum og útreikningum. Mát- steinninn er staðlaður við 20x40x20 cm og kostar enn- þá aðeins um kr. 15.000.00 í ca. 100 ferm íbúðarhús. Vinsamlegast pantið með fyrirvara vegna mikillar eftirspurnar. Einnig framl. úr steypusandi ef pantað. MILLIVEGGJAPLÖTUR: Hinar vinsælu milliveggjaplötur 50x50 cm 7 og 10 cm þykkar oftast fyrirliggjandi úr Seyðishólarauðamöl og/eða Snæfellsvikri. Ódýrasta, traustasta og varan- legasta milliveggjaefnið á markaðnum. Forðizt lélegar eftirlíkingar. EINANGRUNARPLÖTUR: 50x50 cm 5 og 7 og 10 cm þykkar jafnan fyrirliggjandi úr Snæfellsvikri til útveggjaeinangrunar með eða án plasts og til gólfa og loftaeinangrunar. MILLIVEGGJAHOLSTEINAR 9x40x20 cm úr Seyðishólarauðamöl fyrirliggjandi. BURÐARHELLUR 20x40x9,5 cm úr Seyðishólarauðamöl í burðarveggi. SELJUM: Malaða Vikurmöl (Snæfellsvikur) til einangrunar í gólf og loft; malaða og ómalaða Seyðishólarauðamöl; vikursand úr Þjórsárdal; steypusand og möl; pússn- ingasandi, sement, þakpappa o. fl. Plasteinangrun, allar þykktir, eftir pöntunum. INNFLUTNINGUR: Fyrirliggjandi: SPÓNAPLÖTUR — HÖRPLÖTUR — GABOONPL. — FURUKROSSVIÐUR — BIRKI- KROSSVIÐUR — BIRKI, kantskórið og ókantskorið — AFROMOSIA HARÐVIÐUR — MAHOGANY HARÐVIÐUR — TEAKSPÓNN — EIKARSPÓNN — MAHOGANYSPÓNN — FURUSPÓNN — CELOTEX HLJÓÐEINANGRUNARPLÖTUR OG LÍM — JAP- ANSKT VEGGMOSAIK, 4 gerðir — LÍM OG FUGU- SEMENT — EVERS, SÆNSKI SANDBORNI ÞAK- PAPPINN kemur 1 lok vikunnar. GREIÐSLUSKILMÁLAR á öllum framleiðsluvörum og ’ öðrum byggingarefnum eftir samkomulagi. JÓN LOFTSSON HRINGBRAUT 121 . SÍMI 10600

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.