Vísir - 14.10.1963, Síða 15
V í SIR . .Mánudagur 14. október 1963.
15
— Það er kominn tími til að
kveikja upp, sagði Harilaos í
því hann stóð upp og hvarf inn
í hellinn — hvarf í fyllstu merk-
ingu þess orðs, því að inngang-
urinn í hellinn var svo vel hul-
inn, að maður varð ekki var við
hann, fyrr en maður var kom-
inn alveg að honurn. Barbara
fór á eftir honum, og hann
kveikti upp og setti pönnu yfir
eldinn: Kindakjöt og laukur.
— Ilmurinn er dásamlegur,
sagði Barbara.
Hann sneri sér við og brosti til
hennar: — Þetta er einfaldur
matur, kindakjöt, laukur og
brauð — matur fvrir fátæka
fjallabúa.
En Barbara svaraði hlýlega:
—- Mér líður svo vel hérna.
Þegar þau höfðu snætt og
drukkið kaffið, lék Harilaos
'feóða stund á flautuna sína og
síðan sátu þau_og ræddu saman
unz tími var til kominn fyrir
Harilaos að fara niður eftir til
tengdasonar síns, til áð heyra
hvernig allt gengi. Barbara háfði
aldrei verið myrkfælin, en hún
kveið fyrir dimmri nóttinni, þeg
ar hún yrði alein í hellinum.
En allt gekk vel og þegar Hari
laos kom aftur hafði hann fréttir
að færa. Tengdasonur hans hafði
talað við mann, sem ætlaði að
hjálpa Barböru. Hann hét Sokrat
es og var mjög reyndur í skæru
hernaði og herstjórnarlist.
— Sokrates, en undarlegt nafn,
sagði Barbara taugaöstyrk.
— Ég held líka að þér verðið
undrandi, þegar þér sjáið hann.
Bíðið bara og sjáið.
Sokrates — eftir nafninu að
dæma hlaut hann að vera gam-
all. En hvernig gat þessi undar-
legi maður hjálpað henni? Bar-
bara gat ekki skilið það. Hún
var spennt og henni var órótt.
Daginn eftir sat hún úti fyrir j
hellinum, niðursokkin í djúpa j
dagdrauma, þegar skyndilega j
var sagt að baki hennar:
— Barbara Purvis.
3kelfingu lostin sneri hún sér
við, og þegar hún sá Ijóshærðan,
ungan mann, auðsjáanlega af
engilsaxnesku bergi brotinn,
hrökk hún við: — Hver eruð
þér? hrópaði hún.
— Peter Foster. Fyrirgefið
mér, ef ég hef hrætt yður.
Peter. Hafði Philip sent hann
til að ná þenni? En hvernig hafði
hann fundið hana?
Þegar Peter sá skelfinguna í
andliti hennar sagði hann: — Átt
uð þér ekki von á mér? Ég hélt
að Harilaos hefði sagt að ég
myndi koma.
Þá rann ljós upp fyrir Barböru
og henni létti svo mikið, að hún
fór að hlæja: Eruð þér þá
Sökratcs?
Hann hló einnig: — Það var
dulnefni mitt í stríðinu.
í sama bili kom Harilaos út úr
hellinum og hann brosti ánægð-
ur á svip er hann sá Peter. Þau
drukku kaffi inni í hellinum og
á meðan sagði Peter frá sjálfum
sér. Hann var Englendingur,
fæddur í Kent en á uppvaxtar-
árum sínum hafði hann dvalizt
mörg ár í Grikklandi. Hann hafði
á unga aldrei gengið í andspyrnu
hreyfinguna, og nú var hann j
fornleifafræðingur og var bú- j
settur í Aþenu,- Meðan hann j
sagði frá virti Barbara hann I
A
vandlega fyrir sér.
Hann var sterklega byggður,
ljóshærður, með brosviprur um-
hverfis grá augun og næstum því
fínlega drætti við munninn. Þeg-
ar hann leit upp, leit hún snöggt
niður og roði breiddist yfir and-
lit hennar.
— Nú verðum við að gera á-
ætlun, sagði Peter: — Hvað viltu
þelzt, Barbara. Setja þig í sam-
band við fjölskyldu þína? Þau
höfðu ósjálfrátt þúazt strax.
— Ég á enga fjölsykldu, sagði
hún og rödd hennar titraði ei-
lítið: — Það er aðeins einn lög-
fræðingur, sern ég get snúið mér
til.
— Hum. Fyrst verðurðu að
komast til Aþenu og þangað skal
ég sjá um að koma þér. En tök-
um nú lífinu með ró dálilta
stund. Harilaos, leiktu fyrir okf:
ur á flautuna.
Þau sátu við eldinn, meðan
Harilaos lék á flautuna, og í
hvert skipti, sem Barbara leit
í augu Peters fann hún hlýju. í
fyrsta skipti í langan tíma fannst
henni hún vera hamingjusöm.
Morguninn eftir vaknaði Bar
bara í góðu skapi. Peter og Hari-
laos voru komnir aftur, eftir
að hafa verið niðri í dalnum urn
nóttina til að reyna að finna
lausn á vandamáhim Barböru.
Brátt myndi öllu vera lbkið —
engin hræðsla, engin bið . . . .
En heldur enginn Peter. Hún
sneri sér við og sagði næstum
döpur í bragði: — Jæja, nú á ég
að fara héðan.
— Já, sagði Peter. — Eftir að-
eins nokkrar klukkustundir.
— Mikið er mér undarlega ihn
anþrjósts. Þetta var vnú einu
slrtfii’-bTQðlíáúpsFéfðih mlh. Það
erú ^Setns" ‘hokkrar vikúr síðán
ég giftist — en það er eins og
það hafi gerzt fyrir tíu — já,
fyrir hundrað árum. Þetta hefur
verið eins og vondur draumur.
— Ég hélt þá að ég væri ást-
fanginn af Philip ... \
— Það borgar sig ekki að vera
að rifja slíkt upp, sagði Peter
blíðlega. — Og Barbara. Hvað
sem gerist geturðu treyst okkur.
Við munum ekki svíkja þig.
— Barbara leit upp: — Hvað
áttu við? — Eítthvað sérstakt?
Hann svaraði henni ekki en
leit upp í lpftið og sagði: — Það
er kominn tími til fyrir okkur
að halda af stað.
ÍA8ESNS ÞAÐ BEZTAl
SKJÖRTIÐ
úr austurísku blúnduefni.
T * , ‘ ■ '* ».*' '' t /■ \
^ '-‘‘V.. 'wV'-
Fæst á næsíunni í öllum
helztu kvenfataverzlunum <
Val ungu dömunnar er|
BLÚNDUSKJÖRT
>I|ei'ldsölubirgðir:;“|^
V • #TTTDT1SS^T
1 ^ijf éÉúí
ioftfœsSmg
Setsutn líipp
$ <3 ,f i
&
5IMI 1374 3
LIMDARGÖTU 2'E
4 aresto/ite
dstraumsrafaíar í bfi'
vinnuvéiar og báta
NING AUDVELD-ÁRS ÁBYRGÐ
Wi
TKS TitOUKLE-,,.\A.<IKie
WITCH 70CT0KS,
OUAKRE-LISJS OVEK.
WHICH 0= THE.W ÍS TO
PKESiP’E OVBZ THE
'CONF£RENCE OF .
OS/A MN\ PAUSEi
UMSUSPECTINGLY, POSL
'COOL SN££T,-SMEBT
PZINKS' SESVE7
TO THcW SY
■WOTO-MOTO WOMHM
FEEPSCT, CAPTÁÍmT
WILPCAT! CHIEF
MEPu'S SLEEP- /
JUICE V\7 /
IVHAT HE SAIP \
IT VVOULP 70!
MOW VVE'EE \
KEAPy TO Tgy
YOVZ NAVAJO
SKAMPFATHEK'S
TRICfc—AGAIWST
TROUSLESOME
.WITCH I70CT0ZS
Þau gengu sömu leið og Peter
hafði komið, yfir kambinn bak
við hellinn. Og þegar þau voru
kornin yfir og niður í dalinn hin-
um megin lá hafið fyrir aug-
um þeim.
— Hafið, sagði Barbara fegin.
— Og ég sem hélt að það væri
í allt annarri átt. Þá er kannski
ekki svo langt til Kandia?
I Hárgreiðsiustoían
IHÁTÚNI 6, simi 15493.
Hárgreiðslustofan
SÖLEY
I Sólvallagötu 72
1 Simj 14853.
Hárgreiðsiustofan
PIROLA
1 Grettisgötu 31, simi 14787.
Hárgreiðslustoía
'VESTURBÆJAR
Grenimel 9, sími 19218.
Hárgreiðslustofa
'austurbæjar
| (María Guðmundsdóttir)
I Laugaveg 13. sími 14656
Nuddstofa á sama stað.
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
STEINU og DÓDÓ
Laugaveg 18 3 hæð (lyfta)
Sími 24616
Hárgreiðslustofan
Hverfisgötu 37, (horni Klappar- |
stigs og Hverfisgötu) Gjörið
svo vel og gangið inn Engar1
‘ sérstakar pantanir. úrgreiðslur
P E R M A, Garðsenda 21, simi1
j'33968 — Hárgreiðslu og snyrti-1
j vtofa.
'■ Dömu, hárgreiðsla við allra hæfi
jtJARNARSTOFAN,
j rjarnargötu 10, Vonarstrætis-
, negin Sími 14662
Hárgreiðslustofan
J/
Háaleitisbraut 20 Símí 12614
MEGRUNARNUDD.
Dörnur athugið. Get bætt við
nig nokkrum konum í megrun-
| arnudd. Snyrtistofa Guðbjargar I
I Guðmundsdóttur, Laugavegi 19, I
, sími 12274.
T’öframennirnir eru að rífast,
og Tarzan og Joe eru vel ánægðir
með gang málanna. Joe byrjar
að telja, um leið og töframenn
irnir byrja að drekka. 4-5, böndin
eru tilbúin Tarzan, 6-7. Þetta er
ágætt Wildcat, segir Tarzan,
svefnlyfið sem Medu gaf þeim
hefur virkað vel, og þeir eru
steinsofnaðir. Og þá getum við
reynt þetta Navajo bragð gegn
afríkönskum töframönnum.
AGKAIIP
Miklatorgi