Vísir - 14.10.1963, Side 5
VfSIR . .Mánudagur 14. október 1963.
Nær öll félög meí
lausa samninga
Á MORGUN (15. okt.) falla úr
gildi kaupgjaldsákvæði allra
verkalýðsfélaganna annarra en
sjómannafélaganna og félaga er
taka til starfsfólks flugvélanna.
Ekkert verkalýðsfélag hefur
hins vegar boðað verkfall.
Samningar um kjör togara-
sjómanna falla úr gildi 1. des-
ember n.k., ekki hefur verið á-
kveðið enn, hvort samningum
rni kjör bátasjómanna verður
sagt upp. En farmannasamning-
ar hafa nýlega verið gerðir og
gilda þeir til 1. marz. Samning-
ar um kjör flugmanna og ann-
ars starfsfólks flugvéla gilda
einnig áfram.
Sl. vor sömdu nær öll verka-
lýðsfélögin um kauphækk-
un. En félögin höfðu öll sam-
hljóða ákvæði í samningum
sínum, þess efnis, að kaup-
gjaldsákvæðin skyldu gilda til
15. október.
Hið íslenzka ' prentarafélag
mun láta fara fram allsherjar-
atkvæðagreiðslu á næstunni um
heimild fyrir stjórn félagsins til
þess að boða vinnustöðvun.
Thelma —
Framh. af bls. 16.
Norden, sem vann þessa keppni
í fyrra. Jayne Mansfield, kvik-
myndastjarnan fræga, er hér í
sambandi við þessa keppni og
færði hún mér stóran blómvönd.
Um kvöldið var haldinn mikill
dansleikur, og var sjónvarpað
frá honum.
— Og hvaða verðlaun færðu
fyrir sigurinn?
- Það er fyrst og fremst
ferðalag til Beiruth í Líbanon,
þar sem Ungfrú Evrópa keppn-
in fer fram og mánaðardvöl þar.
Svo var heilmikið af smærri
vinningum, gullarmband, gull-
næla, síðkjóll, kápa og ýmislegt
fleira, sem yrði of langt að telja
upp, — jú, og svo heljarstór
silfurbikar með áletruninni Miss
Skandinavía.,-
-- Hváð er svo framundan?
— Ég fer í dag til Kaupmanna
hafnar og byrja að vinna hjá A.
C. Bang og fer í sýningarferð
með pelsa um Evrópu. Það verð
ur nóg að gera. Ég verð í Þýzka
landi á morgun, Noregi á mið-
vikudag, þá í Svíþjóð og Kaup-
mannahöfn í tvo daga, en fer
síðan í álíka ferð. Mest langar
mig þó heim, — en líklega
kemst ég ekki heim fyrr en um
jól.
— Hafa blöðin skrifað mikið
um keppnina?
— Já, það voru öll blöð full
af fréttum og myndum um
keppnina í morgun og meira að
segja forsíðurnar vorú undir
lagðár. Það var alveg ógurlegur
atgangur hjá Ijósmyndurum 'og
blaðamönnum i keppninni. Þeir
ætluðu alveg að gera út af við
okkur.
Thelma bað að lokum fyrir
beztu kveðjur til allra kunn-
ingja sinna hér heima.
Einar Jónsson, sem veitir feg
urðarsamkeppnunum hér heima
forstöðu, var mjög ánægður þeg
ar við röbbuðum við hann:
— Þetta fer að verða daglegt
brauð, að íslenzkar stúlkur sigri
í alþjóðakeppnum. Þessi sigur
verður áreiðanlega ekki sá síð-
asti hjá Thelmu.
Móðir Thelmu, frú Lydía
Biörnsson, var yfir sig hrifin:
— Nei, ég hef ekki enn talað
við hana í síma, en ég sendi
henni heillaskeyti strax í gær-
kvöldi. Ég vonast til að heyra
I henni 1 dag.
Kommúnistar —
Framh. af bls. 16.
irnir hefðu notið fulltrúarétt-
inda,- eins og þeim bar sam-
kvæmt dómi Félagsdóms.
Síðasta Alþýðusambandsþing
treysti sér ekki til þess að neita
verzlunarmönnunum um aðgang
að þinginu. Þingið samþykkti að
láta kjörbréf fulltrúa LI’V koma
til afgreiðslu i kjörbréfanefnd
þingsins. Þar með hafði Alþýðu-
sambandið staðfest þann dóm
Félagsdóms, að LÍV skyldi vera
aðili að ASÍ. Samtök verzlunar-
manna eru því óumdeilanlega
komin í Alþýðusambandið og
það gera kommúnistar sér ljóst.
Kommúnistar vita einnig, að
þeir geta ekki svipt verzlunar-
mennina atkvæðisrétti öðru
sinni. Að öðru óbreyttu eru þeir
því þegar komnir í minnihluta
innan Alþýðusambandsins. Und-
irbúningur kommúnista að stofn
un verkamannasambands bendir
til þess, að þeir ætli ekki að
sætta sig við minnihlutaaðstöðu
í Alþýðusambandinu, heldur
muni þeir kljúfa verkalýðssam-
tökin og koma upp nýjum sam-
tökum, sem þeir geti sjálfir
stjómað. Er það táknrænt fyrir
vinnubrögð kommúnista, að á
sama tfma og þeir eru að undir-
búa slík myrkraverk í verka-
lýðshreyfingunni, brigzla þeir
lýðræðissinnum um klofnings-
starfsemi.
Verðlagsrúð —
Framhald af bls. 8.
stjóri Reykjavík.
Verðlagsráð sjávarútvegsins á-
kveður lágmarksverð á öllum teg-
undum fersks sjávarafla. Við
hverja verðákvörðu eiga 12 menn
sæti í ráðinu, sex frá fiskseljend-
um og sex frá fiskkaupendum.
Hinn nýi formaður verðlags-
ráðsins, Ingimar Einarsson, hefir
starfað samfleytt að sjávarútvegs-
málum síðan 1951. Frá því ári til
1953 var hann í skrifstofu LÍÚ í
Reykjavík, næstu fjögur árin for-
stjóri fiskvinnslufyrirtækis í Sand-
gerði, en 1958 réðst hann aftur til
Landsambands íslenzkra útvegs-
manna og hefir starfað þar síðan.
Hann hefir einkum fjallað um mál-
efní togaranna síðan 1959.
Sekkur —
Framh. af bls. 16.
Skipstjórinn, Hilmar Rós-
mundsson, ákvað þá að hafa
samband gegnum loftskeytatæki
við annan bát, sem var þar nær
staddur, Gylfa VE-201. Kom
Gylfi fljótlega á staðinn. Fóru
skipverjar af Sæbjörgu í gúmmí
bát og yfir í Gylfa. Skipstjóri
á Gylfa er Hörður Jóhannsson.
Skömmu eftir að þeir voru
komnir í hinn bátinn, sökk Sæ-
björg.
Eigendur Sæbjargar voru
Hilmar Rósmundsson skipstjóri
og Theódór Ólafsson, vélstjóri
á bátnum.
Idóra Bjarna-
dóttir níræð
ÍÞRÓTTIR —
Framh. af bls. 2.
Ingólfur Óskarsson var annars
mjög góður í þessum leilc og
sem fyrr skoraði hann bróður-
partinn af mörkunum, eða 9 af
16. Allir leikmenn Fram eiga
eftir að komast í mun betri
þjálfun og verður gaman að sjá
þessi sömu lið leika síðar í
vetur, — þá munu mörkin sem
skilja ekki verða 9.
Dómari var Gylfi Hjálmarsson
og dæmdi hann mjög vel.
Mörkin skoruðu: FH: Ragnar 9,
Örn 4, Birgir 3, Páll 3, Einar 3,
Kristján 1, Guðlaugur 1, Auðunn 1.
Fram: Ingólfur 9, Hilmar 2, Karl
2, Jón Fr. 1, Sigurður 1, Tómas 1.
—Jbp—
Flóra —
Framh. af bls. 1.
breytist til suðvestlægrar átt-
ar og að vind lægi í nótt, að
minnsta kosti sunnan Iands.
Klukkan 10, er Vísir átti tal
við Hellissand, voru komin þar
7 — 8 vindstig og alit af að
hvessa. Engir bátar á sjó, en
inn hafði komið báturinn Hamar
með 90 tunnur, sem hann hafði
fengið í Kolluál. Hann kom inn
vegna þess að nótin rifnaði og
vafalaust einnig vegna þess, að
spáð var að veður mundi spillast
um hádegið.
í Ólafsvík var svipaða sögu að
segja, vindstig voru 7 — 8 kl.
undir hálfellefu, og allt af að
hvessa. Allir bátar voru í höfn.
Einn bátur kom inn í morgun af
veiðum,, — Stapafell með um
100 tunnur, sem veiddust í
Kolluál.
Hvassviðrið mun haldast í dag,
og fram eftir kvöldi. Hraði
Flóru mun hafa verið um 75
km. á klst. I nótt og mun hún
halda þeim hraða og verða milli
Grænlands og Vestfjarða upp úr
miðnættinu.
Reykjavíkurhöf n.
Um klukkan 11 í morgun var
ekki vitað um neinar skemmdir
af völdum fellibylsins Flóru. Einna
verst virtist veðrið í Reykjavíkur-
höfn. Vísir hafði samband við hafn
söguvaktina skömmu áður en blað-
ið fór í prentun og fékk þær upp-
lýsingar að Blakkur, 40 tonna bát-
ur úr Reykjavík, hefði slitnað upp
frá Verbúðabryggjunni. Rak bátinn
yfir á Ægisgarð þar sem hafnsögu
menn náðu honum og bundu hann.
Engar skemdir urðu á honum.
Blaðið hafði einnig samband við
slökkvilið og lögreglu. Engar var-
úðarráðstafanir höfðu verið gerðar
hjá þessum aðiljum og enginn hafði
í dag, þann 14. október, eru
liðin 90 ár frá fæðingu Halldóru
Bjarnadóttur, og enn gengur hún
um á meðal vor, teinrétt sem
ung væri og heldur ennþá miklu
af starfsþreki sínu.
Foreldrar hennar voru hjónin
Bjarni Jónasson á Hofi í Vatnsdal
og Björg Jónsdóttir frá Háagerði
á Skagaströnd, en hún var systir
Björns bónda á Veðramóti í Skaga-
firði, sem var alkunnur atorku-
maður á sinni tíð. Halldóra fæddist
í Ási í Vatnsdal og séra Sigfús á
Undirfelli — faðir Björns á
Kornsá — skírði hana. Æskuár sín
lifði hún £ Vatnsdalnum, sem hef-
ur upp á svo margt fagurt og
gott að bjóða. Hún kom ung til
Reykjavíkur til að afla sér mennt-
unar og kynntist þá ýmsu. af því
merka fólki, sem þá var uppi hér,
meðal annarra þeim merku ljós-
mæðrum sem þá gegndu embættis-
störfum hér, þeim Þorbjörgu
Sveinsdóttur og Solveigu Páls-
dóttur í Holti — og er gaman að
ræða við Halldóru Bjarnadóttur
um þá löngu liðnu tíð, svo ólíka
þeirri, sem við lifum nú á.
Frá Reykjavík lá svo leið hennar
til fjarlægra landa, fyrst til Krist-
janíu — sem nú heitir Ósló. I
þeirri borg lauk hún kennaraprófi
1896, en var svo næstu 8 árin
kennari þarlendis. Þaðan lá svo
leiðin heim aftur og frá 1908 — 1918
var hún forstöðukona barnaskólans
á Akureyri. Við Kennaraskólann í
Reykjavík kenndi hún handavinnu
um margra ára skeið, en 1930
gérðist hún nokkurs konar um-
ferðaráðunautur í heimilisiðnaði og
einkum átti ullariðnaðurinn allan
hug hennar og mörgum árum
seinna stofnaði hún tóvinnuskóla á
Svalbarði á Svalbarðsströnd og
starfrækti hann í mörg ár. Þannig
hefur Halldóra Bjarnadóttir leið-
beint fjölda manns í heimilisiðn-
aði og myndi ekki ullarvinna ís-
lenzkra kvenna vera einhver feg-
ursta grein á meiði íslenzks heim-
ilisiðnaðar?
í sambandi við þessi störf sín
hélt Halldóra fjölmargar sýningar
á vefnaði og prjónlesi um allt ís-
land og enda líka f Noregi Og
hún fór enn lengra, alla leið til
íslendinga í Norður-Ameríku og
Framhald á bls. 13.
leitað aðstoðar þeirra í sambandi
við hvassviðrið. Sama er að segja
um Rafmagnsveituna, engar bil-
unartilkynningar höfðu borizt um
11 leytið. Um ellefu leytið í morgun
voru 7 til 8 vindstig í Reykjavík.
Rænelur —
Framh. af bls. 16.
ungir piltar handteknir á staðnum
og fluttir í geymslu.
Samkvæmt upplýsingum, sem
fengizt hafa í málinu, hittu tveir
ungir piltar mann á fimmtugsaldri
í Miðbænum umrædda nótt. Þeir
buðu honum áfengi og gengu með
honum suður með Tjörn. Þegar
þeir voru komnir að Skothúsveg-
inum kröfðu þeir hann um peninga,
hverja hann vildi ekki láta af hendi.
Gerðu piltarnir sér þá lítið fyrir,
fóru í jakkavasa hans og tóku það-
an veski með um 1500 krónum.
Lögreglubíl bar að í þessu og
tóku ræningjarnir þegar til fótanna,
en lögreglumaðurinn varð þeim
frárri og handtók þá báða.
Ekki höfðu þeir barið manninn,
sem þeir rændu, enda kvaðst hann
hafa séð að hann átti við ofurefli
að etja og að ekki hefði þýtt neitt
fyrir sig að veita þeim mótspyrnu.
Játning liggur nú fyrir af hálfu
beggja ránsmannanna.
Landsmnlnféiagið VÖRDUR
ALMENNUR
FÉLAGSFUNDUR
verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu þriðjudaginn 15. október kl. 20.30.
Fundarefni: ÚRLAUSNAREFNI VIÐ UPPHAF KJÖRTÍMABILS
Frummælandi: Bjarni Benediktsson iómsmálaráðherra
Allt sjálfstæðisfólk velkomið meðati húsrúm leyfir.
Landsmálafélagið Vörður.