Vísir - 14.10.1963, Síða 9
9
V í S IR . .Mánudagur 14. október 1963.
Þeir eru ófáir í Reykjavík
um þessar mundir, sem hafa
komizt yfir lóð á góðum stað
og eiga byggingarleyfi í vas-
anum en geta ekki byrjað
framkvæmdir, sem alla fjöl-
skylduna hefur lengi dreymt
um, því að mennina til að
reisa bygginguna vantar.
Hinn verðandi húsbyggjandi,
sem svo er ástatt um hefur
eflaust setið við símann, eða
gengið frá manni til manns í
leit að einhverjum sem gætu
unnið verkið. En þeir fyrir-
finnast bara ekki f þessum
tilfellum.
ir húsbyggjendanna og hús-
eigendanna í Reykjavík.
J^AUSLEGA áætlað starfa
um 17-1800 iðnaðarmenn
úr ýmsum greinum sérstak-
lega í byggingariðnaðinum í
Reykjavík í dag. Þar af eru
rúmlega 800 trésmiðir, meist-
arar og sveinar og um 250
múrarar, meistarar og svein-
ar. Þessir hópar eru fjölmenn
astir í byggingariðnaðinum í
dag. En þeir mættu vera fjöl-
mennari, að skaðlausu. Það
er einkum skortur á mönnum
úr hópi múrara og trésmiða,
ar og flytji út á land aftur. Og
þessi hópur hefur ekki skipt
verulegu máli í manneklunni
því þama er í hæsta lagi
um 15—20 manns í iðngrein
að ræða.
J^INHVER fjölgun verður ár-
lega í hópi iðnaðarmanna,
manna, en að sögn þeirra sem
gjörla þekkja til hefur tré-
smiðum t. d. fjölgað tiltölu-
lega meira úti á landi en í
Reykavík. Og í því sambandi
má geta þess að sú fjölgun
virðist aðallega beint komin
til úr hópi utanborgarmapna,
af áhyggjum húsbyggjenda
hljótast, vegna þess ástands,
er ljóst að'þessi mannekla
skapar mikil vandræði. Bygg
ingarkostnaður hækkar ef-
laust talsvert, vegna yfirborg
ana og tafa. Að dómi margra
hafa allskyns vinnusvik get-
að þróazt í skjóli þessa á-
stands. Þetta á ekki aðeins
við um svik gagnvart hús-
byggjendum sjálfum heldur
kvarta meistarar ósjaldan
undan sveinum sínum, sem
þeim gengur erfiðlega að
ráða við. Einn þeirr'a hefur
sagt að hann megi ekki at-
lendir menn, sem hingað
koma, og gefa byggingum
okkar gaum, veita því fljót-
lega athygli, og hafa orð á
því að hér sé óvenjulega vand
virknislega unnið að bygg-
ingum og eiga þá ekki aðeins
við skyldubundinn frágang
þeirra.
Um þessi atriði, einkum
hið fyrmefnda er ekki svo
gott fyrir okkur að dæma, sitt
sýnist hverjum. En það er ó-
neitanleg staðreynd að um
þessar mundir eru þeir marg-
ir iðnaðarmennirnir, sem
vegna þrábeiðni. lofa að taka
Erfitt að fá iðnaðarmenn
sama tíma sitja margir
uppi með hálfkaraðar
íbúðir og fá ekki lokið við
þær, af sömu ástæðu og aðrir
geta ekki byrjað, iðnaðar-
mennina, trésmiðina eða
múrarana vantar. En það er
einkum hörgull á iðnaðar-
mönnum úr þessum hópum í
Reykjavílí þessa mánuðina.
Sá sem vill láta vinna smá
verk, í annars fullbyggðri í-
búðinni hefur litlar vonir um
að ná sér í mann til að vinna
verkið, því iðnaðarmenn gefa
sér tæpast tíma til slíks,
nema sérstakar ástæður séu
fyrir hendi. Þeir sem helzt
liggja á lausu í slíkum til-
fellum eru menn, sem eru
hættir erfiðari vinnu sökum
aldurs, og gefa sig einstaka
sinnum að smáverkum, til að
stytta sér stundir eða auka
peningainneignina um nokkr-
ar krónur. En jafnvel þeir eru
ekki margir. Þvf þessir menn
hafa allir unnið vel og mikið,
meðan þeim entist aldur til
meiriháttar átaka, og svo
hefur verið um hnútana búið
að þeir eru yfirleitt í góðum
efnum, nema eitthvað hafi
bjátað á, sem ófyrirsjáanlegt
kallast.
Þær eru þvf talsverðar raun
sem torveldar húsbyggjend-
um í Reykjavík. Þetta er ekki
sök iðnaðarmannanna sjálfra,
og sennilega er við engan að
sakast, beinlínis.
Það er svo annað mál að
hugur manna stendur yfir
leitt ekki til erfiðis- og úti-
verka, meðan ýmsar aðrar
leiðir standa opnar. Og það
er vitað mál að nokkur hópur,
t.d. trésmiða fer árlega utan
til frekara náms t. d. í tækni-
fræði, til að skapa sér „betri“
aðstöðu í þjóðfélaginu. Þá
skiptir talsverðu máli að all-
margir flytjast brott úr
Reykjavík, ýmist til langdval
ar eða til skamms tíma í senn,
vegna þess að þeim bjóðast
mikil verkefni úti á landi,
hærra launuð, en þeir hafa
átt kost á í höfuðborginni.
Margir þessarra manna flytj-
ast ekki aftur til borgarinnar,
vegna þess að byggingariðn-
aðurinn úti á landi er í örri
þróun, og þar er mikil eftir-
spum eftir vinnuafli. Það
kemur ósjaldan fyrir að menn
eru sérstaklega „keyptir" út
á land til verka, með háum
yfirborgunum.
Auðvitað flytjast einnig
margir til Reykjavíkur, en
það mun algengara að þeir
komi hingað tii stuttrar dval
en ekki vegna tilflutninga,
því að minna hefur t.d. verið
um að trésmíðasveinar flytt-
ust út á land á þessu ári, en
nokkru sinni fyrr.
Auk þeirra óþæginda, sem
yrða suma sveina sína, þá
séu þeir farnir til einhvers
annars.
Þetta er viðkvæmt mál,
sem eflaust er að einhverju
leyti á rökum reist. En er-
að sér verk, byrja svo ekki
fyrr en seint og síðar meir,
eða alls ekki. Hvort heldur
er að þessir menn hafa viljað
losna við ágengan húsbyggj-
Frh. á bls. 7.
Leitazt hefur verið að innleiða nýjar byggingaraðferðir eða nýja tækni við byggingar, til að
hraða framkvæmdum og spara vinnuafl.