Vísir - 14.10.1963, Qupperneq 16
k
!
VISIR
Mánudagur 14. október 1963.
Maður
rændur
Aðfaranótt s.I. Iaugardags var
maður rændur við Tjörnina, en svo
heppilega vildi til að lögreglubíll
var á ferðinni þar sem ránið var
framið og voru ránsmennimir tveir
Framh. á bls. 5.
r
Alit Kcsupmannasamfcskannci:
tekna verzíma
forsenda launahækkana
í gær var haldinn framhalds-
aðalfundur Kaupmannasamtaka
Islands.
Formaður samtakanna Sigurð
ur Magnússon skýrði Vísi svo
frá i morgun að þar hefði verið
samþykkt tiilaga um Iaunamál
verzlunarstéttarinnar. Þar er
þess getið að verzlunin sé ekki
þess umkomin að taka á sig
auknar gjaldabyrðar eða neinar
hækkanir, hvorki vegna launa-
hækkana verzlunarmanna né
annarra útgjaldaliða, nema á
móti komi tilsvarandi hækkun á
tekjum verzlana landsins.
Sigurður tók fram að verzluninni
væru skammtaðar tekjur með
fyrirmælum og úrskurðum yfir-
valdana og um árabil hefði hið
opinbera látið undir höfuð leggj
ast í úrskurðum sínum að taka
tillit til sannanlegra kostnaðar-
liða í rekstri verzlunarfyrir-
tækja.
Samningar verzlunarfólks
renna út á morgun en kjara-
deilu þess hefir nú verið skotið
til sáttasemjara. Verzlunarmenn
fara fram á sambærilegar launa
hækkanir og opinberir starfs-
menn fengu með kjaradómi.
52 t bátur sekkur
Thelma sigraði í Helsingfors
Daglegtbrauð að okkarstúlkursigri
Thelma valin „Miss Skandinavia"
Thelma Ingvarsdóttir, átján
ára þokkadís frá Reykjavík, var
valin fegursta stúlka Norður-
landa 1963, „Miss Skandinavia“
og var krýnd af Miss USA og
Miss Norden, en hundruð þús-
unda sjónvarpsáhorfenda sátu
við tæki sín og horfðu á keppn
ina í finnska sjónvarpinu, en
keppnin fór fram í salakynnum
þess í Helsingfors og tók um 3
klukkutima. Thelma vakti geysi-
athygli og frá upphafi var eng-
inn í vafa um sigur hennar. Önn
ur í keppninni var dönsk stúlka,
sem varð önnur í keppninni
Miss Universe á dögunum.
— Petta var alveg dásamlegt,
sagði Thelma, þegar við náðum
loks sambandi við hana þar sem
hún var á Hotel Torne í Helsing
fors rétt fyrir hádegið í dag. —
Við komum fyrst fram í þjóð-
búningum, þá í sundbolum, og
að lokum I síðkjólum. Þá kom
krýningin, og ég var krýnd af
Ungfrú Bandaríkin og Miss
Framh. á bls. 5.
Einn einn fiskibáturinn hefur
farizt skyndilega. Gerðist það
við suðurströndina á sunnudag-
inn í blíðskaparveðri. Þetta var
52 tonna bátur, Sæbjörg VE-50.
Kom skyndilega leki að honum
og urðu skipsmenn ekki varir
við lekann fyrr en kominn var
svo mikill sjór í vélarrúmið, að
vélin stöðvaðist.
Sæbjörg, sem var einn af minni
Svíþjóðarbátunum, smíðaður
1946 úr eik, var á togveiðum
út af Mýrdalssandi, þegar þetta
gerðist. Fimm manns voru á
bátnum.
Þegar skipsmenn urðu varir
við lekann á sunnudagsmorgun
kl. 9, var mikið vatn komið i
vélarúmið og virtist hann áger-
ast, svo að fyrirsjáanlegt var að
skipið myndi ekki haldast ofan-
sjávar nema skamma hríð. Ekki
gátu þeir gert sér neina grein
fyrir því, af hverju lekinn staf-
aði.
Framh. á bls. 5.
Tvö alvarleg sfys
ú Miklubrautinni
Vinnuslys við höfnina
Alvarlegt vinnuslys
varð við Reykjavíkur-
höfn í morgun. Tveir
verkamenn, sem voru að
vinna við m.s. Herjólf,
fótbrotnuðu þegar stál-
plata lenti á þeim. Ann-
ar mannanna, Hannes
Pálsson, hlaut opið fót-
brot. Mennimir voru báð
ir fluttir í Slysavarðstof-
una og þaðan á sjúkra-
hús.
Það var klukkan 8.39, sem
slökkviliðinu barst tilkjmning
um slys á Grófarbryggju. Tveir
verkamenn höfðu fótbrotnað, er
þeir voru að vinna við uppskip-
un úr m.s. Herjólfi. Slysið bar
að með þeim hætti, að lyftari
var að lyfta stálplötu. Rann hún
út af lyftaranum með þeim af-
leiðingum, að Hannes Pálsson
og Guðlaugur Jónsson fótbrotn-
uðu, og hlaut Hannes opið fót-
brot.
Tvö alvarleg umferðarslys urðu
á Miklubraut um helgina, annað í
gperkvöldi og hitt á laugardags-
kvöldið.
í gærkveldi um kl. 8 var kona
á leið yfir Miklubrautina rétt
austan við gatnamót Kringlumýrar-
brautar. Var hún á leið norður yfir
brautina og var kominn langleiðis
þegar hún varð fyrir jeppabíl, sem
ekið var austur götuna.
Svo virðist sem jeppinn hafi ver-
ið að aka fram úr annarri bifreið,
sem var hægra megin á akbraUt-
innj og fór vinstra megin framúr.
Þarna varð konan, Pálína Friðriks
dóttir Bræðraborgarstíg 34, fyrir
Ætlu kommúnistur uð
kljúfu Alþýðusumbundið?
Frétt Vísis um það, að kom-
múnistar séu að "undirbúa stofn
un verkamannasambands, sem
eigi að vera til taks, missi þeir
meirihlutann £ Alþýðusambandi
íslands, hefur vakið gífurlega
athygli. Var fréttin staðfest á
forsíðu Þjóðviljans í gær.
Á síðasta þingi Alþýðusam-
bands íslands, haustið 1962,
munaði aðeins 26 atkvæðum á
fylgi kommúnista og fylgifiska
þeirra annars vegar og fylgi lýð
ræðissinna hins vegar. Kom
þessi atkvæðamunur í ljós, er
atkvæði voru greidd um þá til-
lögu kommúnista og Framsókn-
ar, að svipta fulltrúa verzlunar-
manna á þinginu atkvæðisrétti.
Fulltrúar verzlunarmanna á þing
inu voru hins vegar 33, þannig
að niðurstaða þingsins hefði orð
ið allt önnur, ef verzlunarmenn
Framh. á bls. 5.
bílnum, kastaðist við höggið frá
honum og skall í götuna. Ökumað-
urinn reyndi að beygja frá þegar
hann sá konuna fyrir framan sig,
en um seinan. Við áreksturinn kom
á hann fát svo hann ók enn spöl
áfram unz hann stanzaði uppi á
graseyju norðan' við brautina.
Konan, sem er um hálfsjötug að
aldri, var sýnilega mikið slösuð
og blæddi bæði úr höfði hennar og
fótum. Var hún fyrst flutt í slysa-
varðstofuna, en síðar í gærkvöldi
eða nótt flutt í sjúkrahús.
Hitt slysið var á hinu alræmda
slyssahorn; á mótum Miklúbrautar
og Lönguhlíðar. Þar hefur hvert
stórslysið orðið á eftir öðru og
Framh. á bls. 6
VÍLJA 43%
HÆKKUN
Ráðstefna sú ,er kommúnistar
efndu til um kjaramál sl. laugar-
dag í nafni Alþýðusamb. íslands
gerði mikla ályktun um kaupgjalds
mál, i henni er farið frarh á að
tímakaup i almennri verkamanna-
vinnu hækki úr 28 kr. á tímann í
40 kr. á tfmann, eða um 43%.