Vísir - 14.10.1963, Side 6
6
V t SIR . Mánudagur 14. október 1963.
Tvö slys —
Framh. af bls. 16.
STÆRSTA ÚRVAL HÚSGAGNA
Við fögnum 10 ára starfsafmælis verzlunarinnar vikuná 9.-16. október með því að veita ein-
hverjum þeirra viðskiptavina vorra, serti vérzla hjá okkur í þessari afmælisviku, möguieika á að
fá ókeypis húsgögn eftir eigin vali fyrir allt að kr. 10.000. Dregið verður í lok afmælisvikunnar.
KJÖRGARÐI SKEIFAN SÍMI 16975
Vinsamlega gerið skil f skyndi
happdrætti flokksins. Dragið
ekki fram á síðustu stund að
hafa samband við skrifstofu
Sjálfstæðisflokksins við Austur
völl. Munið að dregið er 8. nóv.
eftir aðeins 25 daga.
Hinn glæsilegi vinningur sem
allir taia um er Mercedes Benz
190, 320 þúsund króna virði. —
Miðinn kostar aðeins 100 krón-
ur.
engu að síður þótt þar sé eitt full-
komnasta götuvitakerfi borgarinn-
ar.
Að þessu sinni orsakaðist slysið
af því að piltur á skellinöðru, sem
var á leið suður Lönguhlíðina, ger
ist svo djarfur að fara á gulu ljósi
inn á gatnamótin og lendir þá
fyrir leigubifreið, sem beðið hafði
eftir grænu ijósi anstan gatnamót-
anna á Miklubraut. Hann leggur af
stað um leið og gn.ipa ljósið kom
og veit þá ekki fyir til en skelli
hjólið lendir á hægra framhorni
bllsins. Drengurinn á hjólinu kastað
ist í götuna og mun hafa fótbrotn-
að, auk fleiri meiðsla sem hann
hlaut. Hann er mikið marinn og
bóiginn, en það er talið hafa forðað
honum frá enn alvarlegri meiðlum
að hann var með hjálm á höfðinu.
Pilturinn heitir Egill Haraldsson
til heimilis að Hamrahlíð 7 og er
15 ára gamall. Slysið skeðj um kl.
hálf átta á laugardagskvöldið.
Bæði pilturinn og konan voru
flutt I Landakotsspítala og liggja
þa'r nú.
ÞJÓNUSTAN
HJÓLBARÐA SALA
VIÐGERÐIR
Simi 3 29 60
Þakka af hjarta öllum þeim er sýndu samúð sína
og heiðruðu minningu eiginmanns míns,
ÁSMUNDAR JÓNSSONAR skálds
frá Skúfstöðum.
Sérstaklega þakka ég Tómasi Jónassyni lækni
og St. Jósephssystrum í Landakoti fyrir framúrskar-
andi hjúkrun og umhyggju við hann. Enn fremur
þakka ég útvarpsstjóra og starfsmönnum Ríkisút-
varpsins fyrir þá virðingu er þeir sýndu minningu
hins látna.
jústamönnum dr. Páli ísólfssyni, Guðm. Jónssyni
söngvara og Bimi Ólafssyni fiðluleikara, sendi ég al-
úðarþakkir fyrir þeirra mikla skerf.
Fyrir hönd aðstandenda.
Irma Weile Jónsson.
ÞJÓNUSTA í 10 ÁR
Próf. Tryggvi I.
Oleson lótinn
Látinn er í Winnipeg Tryggvi J.
Oleson, prófessor I miðaldasögu
við Manitobaháskóla, rúmlega
fimmtugur að aldri. Hann var
fæddur I Argylebyggð í Manitoba,
sonur hjónanna Guðna J. Olesons,
kaupmanns og friðdómara i Glen-
boro, og Guðrúnar Kristfnar Tóm-
asdóttur frá Hólum I Hjaltadal.
Tryggvi lauk meistaraprófi frá
Manitobaháskóla og síðar doktors-
prófi við Torontoháskóla 1950.
Fjallaði ritgerð hans um þátt I
stjómmálasögu Englendinga á 11.
öld, hið svokallaða Witenagemot.
Tryggvi kunni glögg skil á ís-
lenzkum fræðum og ritaði margt
um þau efni. Hann var ritstjóri 4.
og 5. bindis Sögu Islendinga I
Vesturheimi og ritaði sjálfur sögu
Winnipeg-íslendinga.
Tryggvi kom tvisvar til Islands,
í síðara skiptið í fyrra og flutti þá
erindi við háskólann um fyrstu
ferðir Evrópumanna til Ameríku.
Vann hann um þær mundir að
samningu 1. bindis Sögu Kanada.
Með Tryggva er genginn merkur
sagnfræðingur og einn bezti liðs-
maður Isienzka þjóðarbrotsins
vestra. Hann var kvæntur Elvu
Huldu Eyford, og áttu þau þrjú
börn.